fbpx

BALMAIN X H&M – WOMEN’S FIRST LOOK

H&M

Loksins fáum við myndir af samstarfi Balmain og H&M! Líkt og Elísabet skrifaði um í maí er línan væntanleg í nóvember og inniheldur hún bæði fatnað og fylgihluti.

Helgi er nú þegar búinn að birta myndir af karlalínunni – og ég verð að segja að þrátt fyrir nokkur falleg piece í karlalínunni ég er mun hrifnari af kvennalínunni enn sem komið er.

11998399_10153252001547568_85732779_n 12007267_10153252001567568_770014782_n 11998355_10153252001602568_1786658659_n

Þrátt fyrir að ganga aldrei um í bleiku þá æpir þessi bleiki kjóll á mig! Gæti alveg klætt mig í hann fyrir gott tilefni með jafnvel bleikan varalit í stíl.

Hlakka til að sjá meira, svo sjáum við til hvort ég fari í biðröð fyrir utan H&M hérna í Rotterdam þegar línan kemur út. Ég efast um að ég leggi í það ævintýri!

xx

Andrea Röfn

HALLÓ HOLLAND

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    11. September 2015

    Sé þig vel fyrir mér í þessum bleika ..