HAN KJØBENHAVN X HÚRRA REYKJAVÍK

101 REYKJAVÍKFYRIR HANNSHOP

Húrra Reykjavík er ein af mínum uppáhalds búðum hérna heima. Búðin er herrafataverslun en til er gott úrval af skóm og sólgleraugum fyrir kvenfólk. Ég á einmitt tvennt úr búðinni, sólgleraugu frá Han Kjøbenhavn og Vans skó.

Sólgleraugun fékk ég í byrjun sumars. Han Kjøbenhavn er mega flott danskt merki frá árinu 2001.

Processed with VSCOcam with c1 preset

Týpan mín heitir Doc Clip-on

Núna er komin glæný sending og nýjar týpur  frá Han Kjøbenhavn og einnig frá Komono.

Búðin er full af flottum og vönduðum merkjum sem endurspeglar hve góðan smekk verslunareigendurnir hafa!

Nú eru Bob Reykjavík bolirnir einnig fáanlegir í búðinni.

Ég mæli með heimsókn í Húrra :)

xx

Andrea Röfn

SONS

FYRIR HANNÍSLENSKT

SONS er nýtt vörumerki skapað af vinunum Oddi og Ólafi Fannari. Hjá SONS fást handgerð bindi, slaufur og klútar, allt úr 100% ull, silki og bómull. Strákarnir hafa báðir reynslu af búðarmennsku og miklar skoðanir á tísku. Að þeirra sögn er SONS það sem þeim fannst vanta áður – gæði sem eru nógu góð til að þeir myndu sjálfir vilja nota vörurnar, en án þess að rukka heilan handlegg fyrir.

Vörurnar eru fáanlegar í netverslun merkisins, www.sons.is, og mæli ég með því að þið kíkið þangað á úrvalið sem er í boði. Að mínu mati er þetta frábær hugmynd í jólapakkann!

xx

Andrea Röfn