Á ÓSKALISTANUM

ÓSKALISTINN

English below

Eftir að hafa verið í Rotterdam í nokkra mánuði með sirka 1/4 af fataskápnum var fyndið að koma heim og sjá föt sem ég skildi eftir. Það eru örfáar flíkur sem ég saknaði meðan ég var úti, en restina er ég tilbúin til að losa mig við. Með því að losa sig við hluti fer mann ósjálfrátt að langa í nýja, og ætli það sé ekki í eðli margra. Ég er þó dugleg að skoða og pæla áður en ég tek upp kortið og panta mér nýja hluti, svo ég sé alveg viss um að mig langi alveg svakalega í það sem ég kaupi.

Þessir hlutir eru á óskalistanum mínum núna.

ol2

1. WOOD WOOD Tabby Jacket

2. SOULLAND beanie

3. Y-3 Qasa Elle Lace

4. CARHARTT X’ Riot Pant II

5. HAY Mirror Mirror

After living in Rotterdam for a while with only about 1/4 of my clothes, it was quite funny to come home to all the clothes I left behind. There are only a few garments I really missed while I was abroad, the rest I’m ready to let go. By giving or selling old clothes, I automatically start wanting something new. I guess I’m not the only one who get’s that feeling.  I usually spend some time looking at clothes and considering if they would suit me and my style, before actually buying them.

These items are on my current wish list.

xx

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn

Follow me on instagram: @andrearofn

Á ÓSKALISTANUM

ONLINE SHOPPINGÓSKALISTINNÞRENNT

Þrennt á óskalistanum þessa stundina

Það styttist í að ég flytji erlendis í skiptinám og ég er því farin að huga að skólafötum!

2

1

Adidas track jacket

4  7

Adidas mesh tank top

5

6

Jordan AJ Future

Er búin að horfa á þessa skó í allt sumar en hefur tekist að hemja mig hingað til. Ég kannski fæ mér þá núna í ágúst – finnst þeir fíngerðir og mjög töff.

xx

Andrea Röfn

SHLIMP AND ULRICH

ACCESSORIESÓSKALISTINNSÆNSKT

Ég rakst á skartgripamerki á instagram á dögunum. Það ber nafnið Shlimp and Ulrich og er frá Gautaborg – einni af mínum uppáhalds borgum. Merkið er nýtt á nálinni en vex hratt og er nú fáanlegt í einstaka búðum í Svíþjóð. Einnig fást vörurnar í online búðinni á www.shlimpandulrich.com. Hálsmenin eru augnayndi í gypsy / bóhem stíl. Hönnuðurinn gerir þau ein og er því á fullu allan daginn. Mig langar í þau öll, auðvitað..

Ég pantaði mér hálsmenið Keep me Wild.. hlakka til að fá það í póstinum. Sé það fyrir mér casual við gallabuxur og hvítan bol, eða jafnvel fínt við allt svart og hæla.

xx

Andrea Röfn

Á ÓSKALISTANUM: HAY

HEIMAINTERIORÓSKALISTINN

Síðustu vikur hafa farið í tiltekt og að fara í gegnum skápana heima. Ég er reyndar varla hálfnuð og er mjög dugleg að draga þetta á langinn. Í tiltektinni hef ég verið að hugsa hverju mig langar að breyta í herberginu. Efst á listanum er nýtt borð fyrir framan sófann en sófaborðið sem keypt var „bráðabirgða” hefur nú staðið í nokkur ár. Mig langar mikið í HAY Tray Table, það myndi passa fullkomlega við stemninguna í herberginu. Ég hef ekki ennþá gert upp hug minn með hvorn litinn mig langar í og hvort fyrir valinu yrðu jafnvel tvö borð í sitthvorri stærðinni.

HAY1

HAY2

HAY6

HAY9

HAY10

HAY7

HAY11

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

HAY13

HAY14

HAY8

HAY12

Ég átti smá spjall við Svönu um borðin um daginn. Við veltum því fyrir okkur hvort það væri mögulega óhentugt að geta ekki hvílt lappirnar uppi á borðinu þar sem á því eru þessir kantar. Það væri því kannski sniðugt að kaupa eitt borð og hafa við hliðina pullu eða bekk. Ég læt vonandi af því verða að kaupa mér Tray Table í sumar eða haust en borðin fást í Epal. Núna er ég að spara fyrir ferðalagi – hlakka til að segja ykkur frá því fljótlega.

xx

Andrea Röfn

ÞRENNT

ÓSKALISTINNOUTFITÞRENNT

Þrennt nýtt í fataskápnum mínum. Það hefur verið smá endurnýjun í gangi og því leyfilegt að versla sér smá, er það ekki?

0264062102_6_1_1

0264062102_2_1_1

0264062102_2_6_1

Pils: ZARA – keypti það hérna á Íslandi í vikunni á 4.495 sem ég læt nú vera fyrir svona fallegt pils

2181428423_6_1_1

2181428423_2_4_1

2181428423_2_3_1

Toppur: ZARA – kom með mér heim frá Barcelona. Ég held hann verði mikið notaður í sumar, það er að segja ef við fáum ágætis veður.

Screen Shot 2014-03-14 at 4.18.48 PM02021313

Stradivarius hælar – þessir verða örugglega notaðir fyrir allan peninginn. Komu líka með mér heim frá Barcelona.

Ég klæddist einmitt þessu þrennu í 22 ára afmæli gærkvöldsins.

xx

Andrea Röfn

Á ÓSKALISTANUM

FILIPPA KÓSKALISTINN

 

Þessi kápa er komin á óskalistann – ég rakst á hana á netvafrinu  rétt í þessu. Djúsí kápa í mjög flottum lit, einmitt þeim lit sem mér hefur fundist flottur upp á síðkastið.

Frá Filippa K, þar sem sjaldan er klikkað á smáatriðunum. 
Þessi myndi sóma sér vel í vindinum og við hvaða tilefni sem er. Munum að klæða okkur vel, ég tek undir hvert orð hennar Elísabetar frá því í gær.

Meira hér, online búðir hér.

xx

Andrea Röfn