fbpx

Á ÓSKALISTANUM

ÓSKALISTINN

Góðan daginn og gleðilegan föstudag. Ég elska föstudaga, það mikið að þó að flestir dagar séu eins á þessum tímum fer ég undantekningarlaust í sérstakan fíling og betra skap á föstudögum.

Ég tók saman óskalista yfir alls kyns hluti sem mér þykja fallegir. Hann er innblásinn af því sem ég væri til í að klæðast þegar lífið fer að ganga sinn vanagang á ný, heimilisvörum og húsgögnum, snyrtivörum og skartgripum. Mig klæjar í fingurna að breyta til hérna heima en það hefur staðið til í langan tíma að mála og skipta nokkrum húsgögnum út. Ég held að við vindum okkur í þetta sem fyrst, þangað til nýti ég tímann í hugleiðingar og leit að innblæstri. Allt á listanum fæst í íslenskum verslunum – að frátöldum Marni söndulunum. Nokkra hluti á ég sjálf en setti þá með, einfaldlega til að miðla því til ykkar hvað ég elska þá mikið og í leiðinni mæla með!

// 66 North Flot kápa – ég er svo hrifin af þessari kápu. Army grænn er einn af mínum uppáhalds litum og ég fíla sniðið í tætlur.
// Won Hundred – Húrra Reykjavík. Ég á þessar buxur sjálf og fíla þær svo mikið að ég varð að hafa þær með. Ekki týpískar svartar niðurþröngar heldur er smá grár tónn í þeim. Hef ofnotað mínar síðan ég eignaðist þær.
// AGUSTAV high mirror – íslenska hönnunarteymið AGUSTAV eiga meðal annars hönnunina að Alin mælieiningunni sem ég skrifaði um hér. Hönnunin þeirra höfðar mikið til mín og þessi spegill er ansi ofarlega á lista hjá mér.
// Chanel – Le Volume De Chanel maskari. Einn af mínum uppáhalds og alltaf til í minni snyrtitösku.
// Tekla fabrics – Rúmföt sem fást m.a. í Norr11 á Hverfisgötu.
// Marni Fussbett sandalar – svooo fallegir.
// Pallo vasi Skruf Glasfabrik – Haf Store – sænsk hönnun sem ég sé víða hérna úti. Fullkomlega stílhreinn og tímalaus.

// Maria Black – Húrra Reykjavík
// Adidas EQT – Húrra Reykjavík – þau ykkar sem hafa fylgt mér lengi vitið hvað ég er veik fyrir silfri og glimmeri. Og auðvitað sneakers, Helst stórum og „miklum“. Þessir kalla því á mig.
// Stussy – Húrra Reykjavík – aldrei of mikið af hvítum t-shirts.
// Simonett – Yeoman Reykjavík – sjúk í þennan topp frá Simonett sem fæst í Yeoman, Skólavörðustíg. Skal sko alveg klæðast honum við fyrsta tilefni að loknu kósýgallatímabilinu mikla.
// String – Epal – ég er mikið að pæla í stofunni okkar og hvernig hillur myndu passa vel inn. Núna erum við með svartar Ikea hillur sem áttu ekki að koma með frá Grikklandi en komust með í sendiferðabílinn og hafa í kjölfarið staðið í stofunni í tvö ár, haha. Ég er bæði hrifin af String systeminu en Montana hillur eru einnig ofarlega á listanum.
// Won Hundred – Húrra Reykjavík – fullkominn sumarkjóll.
// HUGG stjörnumerkjaplakat – við erum með plaköt uppi á vegg með stjörnumerkjum okkar Arnórs. Ég bloggaði um þau hérna – falleg hönnun og hugsjón HUGG er til fyrirmyndar en fyrir hvert selt plakat gróðursetja þau eitt tré.
// HAY crinkle rúmteppi – Epal

Góða helgi og farið vel með ykkur <3 

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

LÍFIÐ Í SVÍÞJÓÐ

Skrifa Innlegg