FORÚTSALA GK REYKJAVÍK Í DAG

101 REYKJAVÍKSHOP

 

gk3

Í dag hefst forútsala GK Reykjavík.

Á forútsölunni er 10% aukaafsláttur af útsöluvörum sem gerir alls 40% afslátt af öllum útsöluvörum. Þar að auki verður 10% afsláttur af öllum nýjum vörum.

Ég mæli með því að þið gerið síðustu kaup ársins í GK og splæsið í eitthvað fínt fyrir nýja árið!

Opnunartími GK Reykjavík í dag, Gamlársdag, er frá 11-14.

xx

Andrea Röfn

HAN KJØBENHAVN X HÚRRA REYKJAVÍK

101 REYKJAVÍKFYRIR HANNSHOP

Húrra Reykjavík er ein af mínum uppáhalds búðum hérna heima. Búðin er herrafataverslun en til er gott úrval af skóm og sólgleraugum fyrir kvenfólk. Ég á einmitt tvennt úr búðinni, sólgleraugu frá Han Kjøbenhavn og Vans skó.

Sólgleraugun fékk ég í byrjun sumars. Han Kjøbenhavn er mega flott danskt merki frá árinu 2001.

Processed with VSCOcam with c1 preset

Týpan mín heitir Doc Clip-on

Núna er komin glæný sending og nýjar týpur  frá Han Kjøbenhavn og einnig frá Komono.

Búðin er full af flottum og vönduðum merkjum sem endurspeglar hve góðan smekk verslunareigendurnir hafa!

Nú eru Bob Reykjavík bolirnir einnig fáanlegir í búðinni.

Ég mæli með heimsókn í Húrra :)

xx

Andrea Röfn

OUTFIT

101 REYKJAVÍKANDREA RÖFNOUTFIT

Ég hitti góða vinkonu í haustsólinni um daginn. Við settumst niður á nýja hverfiskaffihúsinu, Kaffihúsi Vesturbæjar sem ég er strax orðin ástfangin af. Frábær og afslöppuð stemning, gott kaffi frá Reykjavík Roasters og góður morgunmatur þ.á.m. croissant, hafragrautar og ávaxtasalöt. Ég á eftir að smakka af hádegis- og kvöldmatseðlunum, hlakka til.

Pattra svöng og sæt

Þrátt fyrir smá kulda þá var veðrið virkilega fallegt og sólin skein skært á haustlitina.

Jakki: second hand úr Urban Outfitters
Kjóll: forever 21
Blúndukimono: second hand
Skór: Office
Sólgleraugu: RayBan stolið af stóra bróður

xx

Andrea Röfn

OUTFIT

101 REYKJAVÍKANDREA RÖFNNIKEOUTFIT

Sneakerball Nike fór fram á föstudaginn síðasta eins og eflaust flestir tóku eftir. Mikil stemning ríkti í Norðurljósasal Hörpu þar sem hinar ýmsar gerðir af Nike skóm voru sjáanlegar. Við vinkonurnar röltum saman úr heimahúsi og niður í Hörpu og vorum stoppaðar af túristum sem skildu hvorki upp né niður í því afhverju við værum allar íklæddar Nike skóm á leiðinni út á lífið. Sneakerball kom virkilega vel út og það var gaman að skemmta sér á óhefðbundinn hátt sem þennan.

x

photo

Skór: Nike Air Huarache Toppur: ZARA – Buxur: SUIT úr GK Reykjavík

xx

Ekki amalegur vinahópur sem ég á..

xx

Andrea Röfn

 

OUTFIT

101 REYKJAVÍKANDREA RÖFNOUTFIT

Góð mæðgnastund hjá okkur mömmu samanstendur yfirleitt af bæjarrölti og kaffibolla. Svo bætist stundum outfit myndataka við rútínuna en mamma er að verða orðin nokkuð góð í þeim málunum. Þetta outfit er frá síðustu helgi – örlítið underdressed miðað við veðrið en gangan heldur nú yfirleitt á manni hita.

IMG_2823

IMG_2824

IMG_2836

IMG_2862

IMG_2863

Bolur: Ég fékk þennan bol í uppáhalds búðinni okkar Gulla í Nijmegen. Hún heitir 24/7 og selur mjög töff skate og street fatnað, að vísu á stráka. Ég hafði haft augastað með bolnum lengi og ákvað svo að splæsa rétt fyrir jól. Merkinu er ég ekki alveg klár á.

Kápa: MONKI – er með hana að láni frá vinkonu en hún er ofarlega á mínum óskalista enda mjög falleg og hentar við svo margt.

Buxur: H&M

Skór: Eldgömul boots frá H&M

Töskuna fékk ég í jólagjöf og ætla að sýna ykkur betur fljótlega.

xx

Andrea Röfn

NEON

101 REYKJAVÍKFOREVER 21OUTFITZARA

Í dag – í 101 Reykjavík

photo 2

photo 1

 

Þessi neongula peysa er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég keypti hana í Seattle í sumar

Frá FOREVER 21

Ég fann hana fyrir ykkur í online búðinni, þannig að ef þið hafið áhuga þá fæst hún HÉR og kostar heila 18 dollara!

Leðurjakkann fékk ég í Zöru og elsk’ann.

xx

Andrea Röfn

 

STRÁKA FATASALA

101 REYKJAVÍKVIÐBURÐIR

Fimm strákar og fatafíklar selja af sér spjarirnar á Prikinu næstkomandi laugardag

Fötin verða í öllum stærðum, S – XL og í boði verða merki á borð við Tiger of Sweden, Diesel, Nudie, Junk deluxe, Samsoe Samsoe, Libertine Libertine, Converse, Bruuns Bazaar, Burberry o.fl.

Að fatasölunni koma miklir smekksmenn sem vinna í flottustu herrafatabúðum landsins, Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar, Gallerí 17 og Kultur Menn

MYND: VÍSIR

Mætið!!

Prikið – laugardag frá 12 – 17

xx

Andrea Röfn