fbpx

OUTFIT

101 REYKJAVÍKANDREA RÖFNOUTFIT

Góð mæðgnastund hjá okkur mömmu samanstendur yfirleitt af bæjarrölti og kaffibolla. Svo bætist stundum outfit myndataka við rútínuna en mamma er að verða orðin nokkuð góð í þeim málunum. Þetta outfit er frá síðustu helgi – örlítið underdressed miðað við veðrið en gangan heldur nú yfirleitt á manni hita.

IMG_2823

IMG_2824

IMG_2836

IMG_2862

IMG_2863

Bolur: Ég fékk þennan bol í uppáhalds búðinni okkar Gulla í Nijmegen. Hún heitir 24/7 og selur mjög töff skate og street fatnað, að vísu á stráka. Ég hafði haft augastað með bolnum lengi og ákvað svo að splæsa rétt fyrir jól. Merkinu er ég ekki alveg klár á.

Kápa: MONKI – er með hana að láni frá vinkonu en hún er ofarlega á mínum óskalista enda mjög falleg og hentar við svo margt.

Buxur: H&M

Skór: Eldgömul boots frá H&M

Töskuna fékk ég í jólagjöf og ætla að sýna ykkur betur fljótlega.

xx

Andrea Röfn

BOSS ORANGE

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. S

  20. January 2014

  Veistu hvað kápan heitir?

  • Andrea Röfn

   21. January 2014

   Er því miður ekki klár á því, finn hana ekki í online búð Monki. Skrifa það hér ef ég kemst að því.
   Kv. Andrea Röfn

  • Andrea Röfn

   21. January 2014

   <3

 2. Jóna

  22. January 2014

  Úffff mátt endilega update-a hér ef þú finnur útúr jakkanum, love it