TODAY’S FORECAST

ÍSLENSKTOUTFIT

Mikið er langt síðan við fengum svona týpískt íslenskt rigningarveður. Þá er heldur betur gott að eiga góða regnkápu.

Ég fékk þessa fallegu 66° North regnkápu í vor og er hætt að fara í fýlu þegar það rignir – þetta þarf ekki að vera flóknara en það :)

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Regnkápan heitir Laugavegur frá 66° North og fæst HÉR – einnig í gulu, rauðu og grænu.

Hattur: WoodWood
Skór: Dr. Martens

xx

Andrea Röfn

NEW IN – NIKITA

ÍSLENSKTNIKITAOUTFIT

NIKITA Clothing er eitt af mínum uppáhalds merkjum og á sér sérstakan stað í hjartanu mínu. Þegar ég var 18 ára byrjaði ég að vinna með NIKITA og í kjölfarið ferðaðist ég til Mexíkó, Miami, Frakklands, Spánar, Ítalíu og London, ásamt því að eyða ófáum klukkustundum í NIKITA myndatökur hér á Íslandi. Á þessum tíma kynntist ég fólki sem skipta mig mjög miklu máli í dag.

Heiða Birgisdóttir er yfirhönnuður og stofnandi NIKITA. Hún hannar hérna heima en höfuðstöðvar NIKITA eru í Portland. Ég fór um daginn til hennar að sækja brettaföt og sá í leiðinni þennan guðdómlega jakka hangandi á slá. Þegar ég var komin í hann sagði Heiða mér að taka hann með mér heim, það yrði einhver að nota hann og hann væri aðeins of stór á hana sjálfa. Ég hef varla farið úr honum síðan enda finnst mér standa Andrea (og Heiða) utan á honum. Ég fæ aldrei jafn mörg hrós eins og þegar ég klæðist jakkanum og það gleður mig alltaf jafn mikið að segja fólki að þetta sé Nikita jakki :-)

 Processed with VSCOcam with g3 preset Processed with VSCOcam with g3 preset Processed with VSCOcam with g3 presetProcessed with VSCOcam with g3 presetJakki: NIKITA
Skór: Adidas Tubular

xx

Andrea Röfn

HELGARLAGIÐ

ÍSLENSKTTÓNLIST

Helgarlagið mitt eftir hæfileikaríkan vin – myndband eftir hæfileikaríka frænku!

KERR WILSON – Distant Ten

Góða helgi..

xx

Andrea Röfn

FOKK OFBELDI

FJÖLMIÐLARÍSLENSKTUMFJÖLLUN

Þið hafið eflaust mörg tekið eftir herferð UN Women sem ber nafnið Fokk ofbeldi. Erna Hrund fjallaði um herferðina hér en mér finnst hún svo falleg að ég vil líka fjalla um hana.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Herferðin er gerð til að vekja athygli á því að vinna þarf sameiginlega gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum sem er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum. Tölfræði dagsins í dag er sú að

– yfir 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert
– konu er nauðgað á 26 sekúndna fresti í Suður Afríku
– í Brasilíu deyja 10 konur daglega vegna heimilisofbeldis

UN Women vinnur ötullega að því að breyta þessu. Látum þetta verða árið þar sem breytingar eiga sér stað. Árið sem konur eru frjálsar og án ótta við ofbeldi. Landsmönnum gefst nú tækifæri til taka þátt í byltingunni og gefa ofbeldi fingurinn með því að kaupa Fokk ofbeldi armbandið. Með aukinni vitund eiga breytingar sér stað.

Armböndin fást í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um land allt og kosta 2000 krónur. Við Aron Kristinn litli bróðir erum bæði komin með armbönd og göngum stolt með þau. Ég hvet ykkur til að styrkja þetta fallega málefni og taka um leið afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Í tilefni Fokk ofbeldi herferðarinnar verður Milljarður rís í Hörpu á morgun, föstudag, klukkan 12. UN Women á Íslandi vilja hvetja alla til að mæta með Fokk ofbeldi armböndin sín og dansa í gegnum hádegið við tónlist frá DJ Margeiri. Saga Garðarsdóttir verður kynnir.

veggmynd

Processed with VSCOcam with f2 preset

Eins og þið sjáið er ég á leiðinni á SÓNAR í kvöld. Leyfi ykkur að fylgjast með bæði hér og á instagram   @andrearofn

xx

Andrea Röfn

NEW IN – HELICOPTER BOMBER

ÍSLENSKTNEW IN

Ný flík í safnið er þessi guðdómlegi silki bomber jakki frá íslenska merkinu Helicopter. Helga Lilja, yndisleg vinkona, hannar undir nafninu Helicopter og er jakkinn úr áttundu fatalínunni hennar. Ég módelaðist fyrir hana fyrir rúmu ári, myndirnar getið þið séð HÉR.

H1   Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

H2

Ég er algjör sökker fyrir bomberum og er mjög hrifin af þessum, hann er bæði sporty og mjög fallegur á litinn.

Helicopter fæst í Kiosk Laugavegi, Baugar og bein Hafnarfirði, Lastashop, Reykjavik Outpost í Los Angeles og workaholic í Berlín.

xx

Andrea Röfn

SNOW BLIND – 66°NORÐUR X MUNDI

ÍSLENSKT

Á morgun, fimmtudag, hefst sala á nýrri fatalínu í verslun 66°NORÐUR í Bankastræti 5. Fatalínan ber nafnið Snow Blind og er samstarfsverkefni Munda og 66°NORÐUR.

Línan var frumsýnd á RFF á síðasta ári. Í línunni mætast mynstur og litir sem eiga rætur sínar í hugmyndum Munda. Útfærslan á hönnuninni og efnisvalið byggir svo á þeirri miklu reynslu og þekkingu sem 66°NORÐUR býr yfir við hönnun á útivistarfatnaði. Afraksturinn er útivistarfatnaður sem sker sig út úr en er viðeigandi við öll tækifæri.

Ég var svo heppin að fá að sjá línuna og máta flíkurnar og í leiðinni tók ég myndir fyrir ykkur að sjá! Ég er mjög hrifin af þessari fatalínu, sérstaklega vegna þess að hún inniheldur klárar útivistarvörur úr mjög góðum efnum sem eru vel saumaðar, á sama tíma og þær eru virkilega töff.

IMG_9198

Ég er að missa mig yfir þessari tösku. Hún er mjög stór, úr vatnsheldu efni og myndi henta mjög vel í ferðalög og útilegur.

IMG_9286

IMG_9220Þessi biker-legi jakki er endalaust þægilegur og flottur í þokkabót. Bleiku línurnar setja punktinn yfir i-ið.

IMG_9393

IMG_9245

IMG_9399

IMG_9351

IMG_9358

Taskan er líka til í þessum klassiska 66°NORÐUR lit.

Endilega gerið ykkur ferð í 66°NORÐUR búðina á morgun til að líta þessa fallegu línu augum. Sala á línunni hefst kl. 18 og er búðin af því tilefni opin til kl. 21!

xx

Andrea Röfn

TÓNLEIKAR MEÐ TILGANG

ÍSLENSKTTÓNLISTVIÐBURÐIR

Annað kvöld fara fram í Hörpu „Tónleikar með tilgang” á vegum Samtakanna ’78, Amnesty International og nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði.

Fram koma Retro Stefson, Sykur, Hinsegin kórinn, Páll Óskar og Sigga Beinteins & Stjórnin.

Tónleikar með tilgang

Miðaverð er 2000 kr og hægt er að kaupa miða HÉR. Allur ágóði rennur óskiptur til hinsegin fólks í Úganda en mannréttindi þeirra eru fótumtroðin og á dögunum var frumvarp sem kveður á um lífstíðarfangelsi við samkynhneigð í landinu samþykkt.

Þetta er því málstaður sem vert er að leggja lið og ég hvet alla til að kaupa sér miða og skella sér á tónleika annað kvöld!

Hvar: HARPA
Hvenær: 6. mars
Klukkan: 20:00

xx

Andrea Röfn

RFF 2014 MIÐASALA

ÍSLENSKTVIÐBURÐIR

Fyrir ykkur sem ekki vissuð, þá opnaði miðasalan á Reykjavik Fashion Festival 2014 núna rétt í þessu en hátíðin fer fram samhliða HönnunarMars dagana 27.-30. mars.

Hönnuðirnir sem taka þátt í RFF í ár eru átta talsins:

• Cintamani
• ELLA
• Farmers Market
• JÖR by Guðmundur Jörundsson
• magnea
• REY
• Sigga Maija
• Ziska by Harpa Einars

ziska_1000x4991

Sýningarnar fara fram í Hörpu laugardaginn 29. mars. Miðasalan fer fram á midi.is og harpa.is.

Ég hef sýnt á þremur RFF hátíðum af síðustu fjórum og mæli eindregið með hátíðinni fyrir alla tískuunnendur!

xx

Andrea Röfn

MEÐ ALLT Á HREINU

ÍSLENSKTVERZLÓ

Í síðustu viku var ég svo heppin að vera boðið að sjá Með allt á hreinu í Austurbæ, en það er sýning nemenda Verzlunarskóla Íslands þetta árið. Með allt á hreinu er söngleikur  byggður á kvikmynd Stuðmanna frá árinu 1982. Á hverju ári fyrir nemendamótið kemur hellingur af hæfileikaríku fólki úr skólanum saman og setur á svið söngleik sem er svo frumsýndur á nemendamótsdaginn sjálfan. Að því loknu halda sýningar svo áfram fyrir almenning og njóta alltaf mjög mikilla vinsælda!

Söngleikurinn er frábær skemmtun, fullur af orku og miklum húmor. Nemendurnir sýna okkur og sanna enn einu sinni að innan veggja skólans er heilmikið af hæfileikum á öllum sviðum. Krakkarnir fara á kostum sem meðlimir Stuðmanna og Gæranna og leika, syngja og dansa af ótrúlegri innlifun. Ég sá myndina Með allt á hreinu þegar ég var yngri og því var mjög skemmtilegt að horfa á sýninguna og kannast við nokkur atriði. Ég tala nú ekki um öll lög Stuðmanna og Grýlanna sem sungin eru en mörg þeirra þekkir maður og syngur yfirleitt með þegar maður heyrir þau spiluð.

IMG_0337

Gærurnar

IMG_0382Stuðmenn

IMG_0678

IMG_9017

IMG_9764

IMG_0249

Bjartmar Þórðarson leikstjóri með glæsilegum hóp. Tónlistarstjórar eru Kristján Sturla Bjarnason og Brynjar Ingi Unnsteinsson. Elva Rut Guðlaugsdóttir samdi dansana og Helga Margrét Marzelíusardóttir sér um sönginn.

Ég mæli mikið með því að þið skellið ykkur á Með allt á hreinu. Núna eru fjórar sýningar eftir og miðinn kostar litlar 2.500 kr. HÉR getið þið tryggt ykkur miða.

Hjartans þakkir fyrir mig Verzló

xx

Andrea Röfn

(eilífðarVerzlingur)

SONS

FYRIR HANNÍSLENSKT

SONS er nýtt vörumerki skapað af vinunum Oddi og Ólafi Fannari. Hjá SONS fást handgerð bindi, slaufur og klútar, allt úr 100% ull, silki og bómull. Strákarnir hafa báðir reynslu af búðarmennsku og miklar skoðanir á tísku. Að þeirra sögn er SONS það sem þeim fannst vanta áður – gæði sem eru nógu góð til að þeir myndu sjálfir vilja nota vörurnar, en án þess að rukka heilan handlegg fyrir.

Vörurnar eru fáanlegar í netverslun merkisins, www.sons.is, og mæli ég með því að þið kíkið þangað á úrvalið sem er í boði. Að mínu mati er þetta frábær hugmynd í jólapakkann!

xx

Andrea Röfn