fbpx

NEW IN – NIKITA

ÍSLENSKTNIKITAOUTFIT

NIKITA Clothing er eitt af mínum uppáhalds merkjum og á sér sérstakan stað í hjartanu mínu. Þegar ég var 18 ára byrjaði ég að vinna með NIKITA og í kjölfarið ferðaðist ég til Mexíkó, Miami, Frakklands, Spánar, Ítalíu og London, ásamt því að eyða ófáum klukkustundum í NIKITA myndatökur hér á Íslandi. Á þessum tíma kynntist ég fólki sem skipta mig mjög miklu máli í dag.

Heiða Birgisdóttir er yfirhönnuður og stofnandi NIKITA. Hún hannar hérna heima en höfuðstöðvar NIKITA eru í Portland. Ég fór um daginn til hennar að sækja brettaföt og sá í leiðinni þennan guðdómlega jakka hangandi á slá. Þegar ég var komin í hann sagði Heiða mér að taka hann með mér heim, það yrði einhver að nota hann og hann væri aðeins of stór á hana sjálfa. Ég hef varla farið úr honum síðan enda finnst mér standa Andrea (og Heiða) utan á honum. Ég fæ aldrei jafn mörg hrós eins og þegar ég klæðist jakkanum og það gleður mig alltaf jafn mikið að segja fólki að þetta sé Nikita jakki :-)

 Processed with VSCOcam with g3 preset Processed with VSCOcam with g3 preset Processed with VSCOcam with g3 presetProcessed with VSCOcam with g3 presetJakki: NIKITA
Skór: Adidas Tubular

xx

Andrea Röfn

Á ÓSKALISTANUM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  6. April 2015

  En gaman! Það er rétt, hann er mjög Andreu-legur.

 2. RR.

  6. April 2015

  kúl jakki!
  ég elska Nikita og gjörsamlega þoli það ekki að komast ekki lengur í Nikita búð á Íslandi :/