NEW IN

NEW INOUTFIT

Ég var stödd í vinkonuferð í Kaupmannahöfn fyrir stuttu og kíkti aðeins í Acne Studios í Illum þar sem ég fann algjöra drauma sumarskó. Heppnin var með mér því á þessum tíma voru útsölurnar byrjaðar en ennþá fullt fallegt í boði og skórnir voru á helmingsafslætti. Þar sem ég er flutt í sólina í Aþenu, og segi ykkur betur frá því fljótt, fannst mér þeir tilvaldir í skósafnið sem samanstendur aðallega af sneakers.

Það eru ekki nema 38 gráður hérna (!) þannig að skórnir fá svo sannarlega að sinna sínu hlutverki á meðan hitinn er svona svakalegur :-)

Andrea Röfn

NEW IN

NEW IN

Ég er stödd í Köben í smá fríi í tilefni þess að ég er loksins komin í sumarfrí. Þennan sjúka gallajakka nældi ég mér í í gær og er ótrúlega ánægð með hann. Það er mikið um gallajakka og önnur gallaföt í búðum þessa dagana. Munum klárlega sjá mikið af gallafötum í sumar og ég fagna því svo sannarlega!

Næstu daga ætla ég að halda áfram að njóta frísins og fara yfir til Malmö í heimsókn til vinkonu. Þessar myndir voru teknar í sólinni í Christianiu í dag.

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 presetProcessed with VSCO with f2 preset

 

Jakki: &other stories

xx

Andrea Röfn

 

NEW IN: STUSSY

NEW IN

Ég fékk þennan tjúllaða jakka í gær. Hann er frá Stussy og ég rétt náði að panta hann af áður en hann seldist upp. Jakkinn er gylltur og mun henta vel í sumarsólinni sem er handan við hornið.

Stussy er að mínu mati að gera mjög góða hluti í womenswear og ég sé fleiri og fleiri stelpur hér á landi klæddar merkinu.

Processed with VSCO with f2 preset Processed with VSCO with f2 preset Processed with VSCO with f2 preset

LOOOOOVE IT.

xx

Andrea Röfn

 

66°N – JÖKLA PARKA

ANDREA RÖFNNEW INUMFJÖLLUN


English Below

Ég hef lengi verið mikill aðdáandi 66° Norður. Það eru fyrst og fremst vörur merkisins sem ég er hrifin af, en einnig ímynd fyrirtækisins, auglýsingarnar og starfsfólkið. Jökla Parka hefur haldið á mér hita síðustu mánuði. Ég er ástfangin upp fyrir haus! Þetta er að mínu mati fallegasta parka sem 66° Norður hefur nokkurn tíma hannað. Hún kemur í dökkbláu, svörtu og earth grey og í tveimur sniðum; karla og kvenna. Ég fékk mér karlasniðið í dökkbláu.

Við Snorri Björns hittumst fyrir stuttu og tókum myndir af úlpunni. Hann er einn hæfileikaríkasti ljósmyndari sem ég þekki. Mæli með því að fylgjast með honum á instagram og snapchat: snorribjorns.

DSC04871

DSC04770

DSC04845 DSC04854

I’ve been a fan of 66° North for a long time. It’s first and foremost the clothing I love, but also the company’s image, the campaigns and the employees. Jökla Parka has been keeping me warm for the past few months. I’m head over heels about it! In my opinion it’s the most beautiful parka 66° North has ever made. It is available in navy, black and earth grey and in two fits; men’s and women’s. I took the men’s fit in navy. 

Photos: Snorri Björns. One of the most talented photographers I know. I recommend following him on instagram & snapchat: snorribjorns

xx

Andrea Röfn

Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við 66° Norður

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn & snapchat: andrearofn

Follow me on instagram: @andrearofn & snapchat: @andrearofn

NEW IN

NEW INSNEAKERSUMFJÖLLUN

Mörg ykkar vita eflaust af FENTY – nýlegu samstarfi Rihönnu og PUMA. Ég fékk sendingu í morgun, þegar pabbi og bræður mínir lentu frá Bandaríkjunum. Aron litli bróðir minn er mikill sneaker maður og keypti handa mér Fenty – The Trainer sem fóru í sölu síðasta sunnudag.

IMG_4456

IMG_4457

IMG_4455

Ég var smá skeptísk á tunguna fyrst þegar ég sá mynd af skónum og hélt hún næði hálfa leið upp að hnjám. En skórnir eru mjög flottir á fæti og tungan alls ekki æpandi löng. IMG_4451

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_4452

Skórnir kosta 180 dollara eða um 24.000 krónur. Þar sem ég er ekkert mikill aðdáandi af því að skoða heimabankann minn þá millifærði ég strax á Aron í gegnum AUR appið. Kortaupplýsingar eru tengdar við símanúmer og ef báðir aðilar eru með appið er þetta fljótlegasta leið ever til að millifæra. Við stelpurnar notum þetta óspart þegar við förum út að borða, þetta auðveldar uppgjörið alveg margfalt!! Í staðinn fyrir að borga með mörgum kortum og vesenast með að skipta rétt á milli þá getur ein borgað og hinar lagt inn á viðkomandi á staðnum.

Ég hef einnig notað appið þegar ég kaupi eða sel föt á Facebook/bland.is. Skápahreinsun er akkúrat á nánustu dagskrá (ef ég kem mér einhvern tímann að verki) og þá mun ég pottþétt selja einhver föt á Facebook. Þá mun AUR koma sér mjög vel – þ.e.a.s. ef einhver vill kaupa fötin mín ;-)

Annars er ég mega ánægð með nýjustu sneakers og hlakka til að rokka þá á næstunni.

xx

Andrea Röfn

þessi færsla er kostuð

NEW IN – H&M TREND

H&MNEW IN

Ég datt í fyrsta skipti inn í H&M hérna úti um daginn – búðin er risastór og með öllum deildum. Það er langt síðan ég fór í H&M og fann eitthvað sem mér fannst virkilega fallegt en í þetta skiptið datt ég á leðurskyrtu í H&M Trend deildinni, sem er núna by far uppáhalds flíkin mín.
Leðurskyrtan er frekar oversized og úr ekta leðri. Það er bæði hægt að nota hana fínt og hversdags, sem skyrtu eða sem skyrtujakka. Ég er búin að ofnota hana síðan hún varð mín og er hrikalega ánægð með kaupin.

I went to H&M here in Rotterdam the other day – the store is gigantic with all departments. It’s been a while since I found something I really liked at H&M but this time I stumbled upon a leather shirt at the H&M Trend department, which is by far my favorite garment today.
The leather shirt is slightly oversized and made from real leather. I can both wear it fancy and for everyday use, as a shirt or as a jacket. I’ve used it a lot since it became mine, and I’m really happy with the purchase.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with b5 preset  Processed with VSCOcam with f2 preset  Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with t1 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset  Processed with VSCOcam with f2 preset

Styttist í að ég endurheimti einkaljósmyndarann minn hana mömmu og þá lofa ég fallegri outfit myndum – hún er orðin ansi lunkin við linsuna :-)

Not long until I reunite with my private photographer, my mother, which means the outfit photos will be way better :-)

xx

Andrea Röfn

 

 

NEW IN – WOOD WOOD

NEW INROTTERDAMSHOP

(ENGLISH BELOW)

Þessi bjúddara derhúfa kom með sendingu frá Íslandi fyrir stuttu og ég hef varla tekið hana af höfðinu síðan. Mamma mín besta valdi hana og keypti fyrir mig í Köben – segið svo að mömmur séu ekki með tískuna á hreinu :-)

Derhúfan er frá danska merkinu Wood Wood, einu af mínum uppáhalds merkjum.

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_7656

Fæst hér

This supercool cap came with the mail from Iceland a short while ago and has been on my head ever since. My mom chose it and bought it for me in Copenhagen – now don’t say moms don’t follow fashion :-)

The cap is from the Danish brand Wood Wood, one of my favorite brands.

Available here

xx

Andrea Röfn

 

NEW IN – CARHARTT WIP

NEW INROTTERDAM

Ég var í Berlín fyrir tveim vikum og datt á draumajakkann í Carhartt búðinni. Mig hafði lengi dreymt um jakka í þessum stíl og ég held að sá sem ég fann sé sá flottasti af þeim sem ég hef verið að spá í.

Ekki veitir af regnheldum jakka hérna í Rotterdam því það rignir endalaust. Ég valdi staðsetninguna klárlega ekki veðursins vegna. Var á leiðinni út í búð þegar ég leit út um gluggann og sá að það var eins og hellt úr fötu. Nýtti því tímann þangað til það stytti upp til að taka myndir af outfittinu og jakkanum.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Jakki: Carhartt WIP – Ég veit að vinir mínir í Húrra Reykjavík voru að fá nýja sendingu af Carhartt WIP og þar á meðal eru jakkar í þessum stíl. Endilega kíkið á þá
Skór: Vans / Húrra Reykjavík – ofnota þessa skó þar sem þeir ná uppyfir ökkla sem hentar vel þegar helmingurinn af buxunum mínum eru of stuttar í lengdina!
Peysa: Monki
Buxur: H&M

Hvernig finnst ykkur annars umhverfið á myndunum? Þetta er nefnilega heima hjá mér hérna í Rotterdam! Erum með alls kyns skemmtilega hluti uppi á veggjum hérna úti, m.a. þennan bjórvegg og appelsínugula ljónið. Svo erum við með foosball borð, RISAstórt H&M plakat af Miröndu Kerr og ég veit ekki hvað og hvað. Stelpurnar sem búa hérna eru miklir húmoristar og það endurspeglast í skemmtilegri íbúð. Ég sýni ykkur kannski betur síðar.

xx

Andrea Röfn

// Two weeks ago I was in Berlin and stumbled on my dream jacket at Carhartt. I had dreamt about this kind of a jacket for a while and I’m pretty sure the one I found is the coolest of the one’s I’ve been looking at. In Rotterdam a good rainjacket is a must since it hardly stops raining. I definitely didn’t choose this location based weather.

How do you like the surroundings in the photos? This is my home here in Rotterdam! We’ve got all kinds of funny things up on the walls, e.g. this beer wall and the Orange lion. We also have a foosball table, a HUGE H&M poster of Miranda Kerr and a lot more. The girls who live here have a great humor which reflects in this cool apartment. I might show you more later. Xx Andrea Röfn

NEW IN – SUPERGA

NEW IN

Ætli 1/3 af bloggunum mínum snúist ekki um skó. Ég elska skó fyrir það leiti að það er auðvelt að skoða þá og komast í gegnum stórt úrval skópara. Outfittin mín eru margoft plönuð út frá þeim skóm sem mig langar að klæðast þann daginn.

Nýjasta skóparið mitt er frá SUPERGA – en skórnir fást í GS Skóm í bæði Kringlunni og Smáralind. Merkið er ítalskt frá árinu 1911 – ekki nema 104 ára! Skórnir hafa sést víða síðasta árið og eru andlit merkisins m.a. Suki Waterhouse, Rita Ora og Olsen systurnar. Svo hefur hún Elísabet okkar einnig skrifað um ágæti Superga og verið dugleg að ganga í þeim um borgir Evrópu.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég var með töluverðan valkvíða í dag þegar ég valdi milli hvíta parsins og þess silfurlitaða. Að vísu fæ ég valkvíða yfir öllu.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

 

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Silfurlitaða parið varð að lokum fyrir valinu – það er hægt að klæða þá á svo marga vegu og svo var orðið allt of langt síðan ég átti silfurlitaða skó.

Superga eru super comfy og super chic – kosta á bilinu 13.995 – 17.995

xx

Andrea Röfn

NEW IN – HELICOPTER BOMBER

ÍSLENSKTNEW IN

Ný flík í safnið er þessi guðdómlegi silki bomber jakki frá íslenska merkinu Helicopter. Helga Lilja, yndisleg vinkona, hannar undir nafninu Helicopter og er jakkinn úr áttundu fatalínunni hennar. Ég módelaðist fyrir hana fyrir rúmu ári, myndirnar getið þið séð HÉR.

H1   Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

H2

Ég er algjör sökker fyrir bomberum og er mjög hrifin af þessum, hann er bæði sporty og mjög fallegur á litinn.

Helicopter fæst í Kiosk Laugavegi, Baugar og bein Hafnarfirði, Lastashop, Reykjavik Outpost í Los Angeles og workaholic í Berlín.

xx

Andrea Röfn