fbpx

NEW IN: ACNE STUDIOS

NEW INSVÍÞJÓÐ

Þau ykkar sem fylgið mér á Instagram hafið eflaust tekið eftir treflinum sem ég tek ekki af mér þessa dagana. Trefillinn er frá Acne Studios en ég hafði haft augastað á honum í nokkrar vikur áður en hann varð loksins minn. Hann er svo stór og góður, nánast eins og teppi, úr 80% ull og hlýjar svo vel í sænska kuldanum, sem hefur verið ótrúlegur síðustu daga og vikur. Einhvers konar Síberíukuldi og rakinn svakalegur. Trefillinn fæst til dæmis hér.

Annars er allt að gerast hérna í nýja landinu. Erum loksins flutt inn í íbúðina okkar og búin að koma okkur vel fyrir. Eigum mömmu og pabba mikið að þakka í þeim málum þar sem þau komu og hjálpuðu okkur að flytja inn! Hlakka til að segja ykkur meira og sýna ykkur myndir.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram – @andrearofn

SEPAI Í MADISON ILMHÚS

Skrifa Innlegg