NEW IN

NEW INOUTFIT

Ég var stödd í vinkonuferð í Kaupmannahöfn fyrir stuttu og kíkti aðeins í Acne Studios í Illum þar sem ég fann algjöra drauma sumarskó. Heppnin var með mér því á þessum tíma voru útsölurnar byrjaðar en ennþá fullt fallegt í boði og skórnir voru á helmingsafslætti. Þar sem ég er flutt í sólina í Aþenu, og segi ykkur betur frá því fljótt, fannst mér þeir tilvaldir í skósafnið sem samanstendur aðallega af sneakers.

Það eru ekki nema 38 gráður hérna (!) þannig að skórnir fá svo sannarlega að sinna sínu hlutverki á meðan hitinn er svona svakalegur :-)

Andrea Röfn

DRESS: ÍSLENSK SLÁ

DRESSÍSLENSK HÖNNUN

Sænskar vinkonur hafa sýnt áhuga á nýrri íslenskri slá sem ég hef klæðst töluvert uppá síðkastið. Því miður er hún ekki fáanleg hérna megin við hafið en hún er úr nýrri fatalínu Geysis. Virkilega hentug yfirhöfn fyrir þennan árstíma, hlý og góð enda úr 100% íslenskri ull <3

//

I am used to update my readers about new stuff in my closet. I love to represent my country and wear Icelandic design abroad. This poncho is from an Icelandic label called Geysir. The brand is inspired by the Icelandic tradition – very Icelandic. Perfect item for this time of a year.

 

Hattur/Hat: Spútnik/Second Hand
Slá/Poncho: Geysir Iceland
Hettupeysa: Lindex
Skór/Shoes: Converse

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Á BAKKANUM

LÍFIÐSHOP

Þegar sólin skein sem skærast á skerinu tók ég saman hugmyndir um sundboli frá íslenskum verslunum, HÉR. Sá póstur fór á flug og því greinilegt að fólk er byrjað að huga að lúkki fyrir heitu sumardagana sem eru handan við hornið (þó það hafi byrjað að snjóa aftur) eða sumarfrí á heitari slóðum.
Litlu síðar sat ég á sundlaugabakka í nýjum baðfötum frá H&M. Toppinn greip ég með mér í flýti á leiðinni í hótelspa sem liggur nálægt heimili mínu – langþráð deit við minn mann! Þessa mynd að neðan birti ég á Instagram og fékk fyrirspurnir í kjölfarið hvaðan toppurinn væri. Hér hafið þið það ;)

//

I had a date with my better half in a spa near to my hometown. Perfect way to recharge the batteries – I need this once in a month.
I got some questions about my top and it’s simply H&M – nice look and your wallet stays happy :)

Processed with VSCO with c1 preset

Sólgleraugu/Sunnies: Céline
Toppur/Top: H&M

Processed with VSCO with c1 preset
Draumurinn er að eiga svona stund að minnsta kosti einu sinni í mánuði! Eru það draumórar? ….

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK

DRESSSHOP

IMG_0271 IMG_0266

 

Beisik er best. Það verður ekki sagt nógu oft. Þessi fíni sænski bolur kom heim með mér í vikunni og verður líklega notaður alveg endalaust. Allavega fór ég í hann krumpaðan úr pokanum þegar ég hljóp út úr húsi á handboltaleik gærdagsins.

//

Basic is best. Caption that I can’t tell you too often.
This Swedish basic tee is new in my closet. I wore it direct from the bag on yesterdays handball match.

image3 image2

Frá: Acne
From: Acne

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

YEOMAN UM HÁLSINN

ÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

IMG_7106

Ég á tvo uppáhalds fylgihluti þessa dagana. Hálsmen frá Hildi Yeoman og ný sólgleraugu. Ég er svo ótrúlega ánægð með hálsmenið frá Hildi, chocker sem ég ætlaði að segja ykkur frá fyrir löngu enda orðið töluverður tími frá því að það varð mitt. Fyrst eftir að ég fékk það fannst mér það svo fínt að ég týmdi ekki að nota það nema við betri tilefni. Raunin hefur svo aldeilis verið önnur … því mér finnst það alveg eins ganga við hettupeysu eins og við kjól – oftar en ekki er það punkturinn yfir i-ið.

Allt skartið hennar Hildar er handgert sem gerir það enn yndislegra að mínu mati.

 

IMG_6949

IMG_6951

//

One of my favorite accessories these days are this beautiful chocker from the Icelandic designer Hildur Yeoman. I wear it both casual and for more special occasions.  Perfect for adding an extra layer of style to an outfit.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

New In: Superga Rós Gull

Shopping

IMG_4842
IMG_4840
IMG_4782
 

New spring sneakers in Rose Gold by the Italian sneaker brand Superga. The Superga sneakers are super comfortable and still hip enough to go anywhere in them, a dinner or just shopping. I like wearing mine with blue jeans and a white tee-shirt, a clean spring look ;)

You can find them HERE and see all the other Superga sneakers available at GS Skór.

Love,

L

66°N – JÖKLA PARKA

ANDREA RÖFNNEW INUMFJÖLLUN


English Below

Ég hef lengi verið mikill aðdáandi 66° Norður. Það eru fyrst og fremst vörur merkisins sem ég er hrifin af, en einnig ímynd fyrirtækisins, auglýsingarnar og starfsfólkið. Jökla Parka hefur haldið á mér hita síðustu mánuði. Ég er ástfangin upp fyrir haus! Þetta er að mínu mati fallegasta parka sem 66° Norður hefur nokkurn tíma hannað. Hún kemur í dökkbláu, svörtu og earth grey og í tveimur sniðum; karla og kvenna. Ég fékk mér karlasniðið í dökkbláu.

Við Snorri Björns hittumst fyrir stuttu og tókum myndir af úlpunni. Hann er einn hæfileikaríkasti ljósmyndari sem ég þekki. Mæli með því að fylgjast með honum á instagram og snapchat: snorribjorns.

DSC04871

DSC04770

DSC04845 DSC04854

I’ve been a fan of 66° North for a long time. It’s first and foremost the clothing I love, but also the company’s image, the campaigns and the employees. Jökla Parka has been keeping me warm for the past few months. I’m head over heels about it! In my opinion it’s the most beautiful parka 66° North has ever made. It is available in navy, black and earth grey and in two fits; men’s and women’s. I took the men’s fit in navy. 

Photos: Snorri Björns. One of the most talented photographers I know. I recommend following him on instagram & snapchat: snorribjorns

xx

Andrea Röfn

Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við 66° Norður

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn & snapchat: andrearofn

Follow me on instagram: @andrearofn & snapchat: @andrearofn

NEW IN

NEW INSNEAKERSUMFJÖLLUN

Mörg ykkar vita eflaust af FENTY – nýlegu samstarfi Rihönnu og PUMA. Ég fékk sendingu í morgun, þegar pabbi og bræður mínir lentu frá Bandaríkjunum. Aron litli bróðir minn er mikill sneaker maður og keypti handa mér Fenty – The Trainer sem fóru í sölu síðasta sunnudag.

IMG_4456

IMG_4457

IMG_4455

Ég var smá skeptísk á tunguna fyrst þegar ég sá mynd af skónum og hélt hún næði hálfa leið upp að hnjám. En skórnir eru mjög flottir á fæti og tungan alls ekki æpandi löng. IMG_4451

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_4452

Skórnir kosta 180 dollara eða um 24.000 krónur. Þar sem ég er ekkert mikill aðdáandi af því að skoða heimabankann minn þá millifærði ég strax á Aron í gegnum AUR appið. Kortaupplýsingar eru tengdar við símanúmer og ef báðir aðilar eru með appið er þetta fljótlegasta leið ever til að millifæra. Við stelpurnar notum þetta óspart þegar við förum út að borða, þetta auðveldar uppgjörið alveg margfalt!! Í staðinn fyrir að borga með mörgum kortum og vesenast með að skipta rétt á milli þá getur ein borgað og hinar lagt inn á viðkomandi á staðnum.

Ég hef einnig notað appið þegar ég kaupi eða sel föt á Facebook/bland.is. Skápahreinsun er akkúrat á nánustu dagskrá (ef ég kem mér einhvern tímann að verki) og þá mun ég pottþétt selja einhver föt á Facebook. Þá mun AUR koma sér mjög vel – þ.e.a.s. ef einhver vill kaupa fötin mín ;-)

Annars er ég mega ánægð með nýjustu sneakers og hlakka til að rokka þá á næstunni.

xx

Andrea Röfn

þessi færsla er kostuð

DRESS: BESTU BUXUR

DRESSSHOP

English version below

Eftir Kastljós umræðu gærdagsins þá er kannski vert að taka það fram í byrjun að ég fæ ekkert greitt fyrir færsluna og keypti buxurnar samviskusamlega fyrir innleggsnótu sem ég átti í GK Reykjavík. Ég lifi líka heilbrigðum lífstíl og kem til dyranna eins og ég er klædd hverju sinni – vonandi eruð þið lesendur löngu búnir að átta ykkur á því og treystið mínum skrifum.

Ég er búin að bíða svo lengi eftir að eignast þessar draumabuxur að ég verð að titla þær sem mínar bestu í fataskápnum þessa dagana. Ég mátaði þær fyrst þegar ég var nýlega orðin ólétt og augljóslega hentaði ekki að kaupa þær á þeim tíma, hefðu aldrei komist upp yfir bumbuna. Þær eru í dag orðnar mínar og ég gæti ekki verið sáttari. Gallabuxur í þessum fallega “gallabuxnabláa” lit, niðurmjóar og passlega háar í mittið – nákvæmlega eins og ég vill hafa það. Bestu buxur ..

Hæ að heiman –

IMG_2848

Og frá því í gær –

IMG_2841 IMG_2842

Fyrir nokkrum mánuðum gaf ég lesanda þær í gegnum Gjafaleik með GK Reykjavík þar sem þær fást en þær eru frá danska merkinu Won Hundred. Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur aftan á þær líka. Þetta eru buxurnar sem móta rassinn svona líka svakalega fínt .. ekki verra!

Bolur: WeekDay / herradeild
Jakki: Marni x H&M / gamall
Buxur: Won Hundred / GK Reykjavík
Skór: Nike

Mæli með að máta … og sjá hvort þær henti ykkur eins vel og mér. Þær fást líka í fleiri litum.

xx,-EG-.

//

New in .. these Won Hundred denim are my favorite after couple of months of non-denim period. These are perfect fit in blue and last but not least.. they make your butt look pretty good – haha.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

101 REYKJAVIK

HOMEÍSLENSK HÖNNUN

English version below

Ein af betri jólagjöfum ársins hefur verið hengd uppá vegg hér í þýska. Þó ég búi vissulega langt frá Reykjavík þá á ég þar íbúð sem ég vonast til að geta notað meira næstu árin. Götuheitið sést á þessu korti og það gleður að hafa það nálægt sér í útlöndunum.
Stílhreint og fallegt á vegg.

IMG_0955IMG_1229

Ég hlakka til að rölta þessar götur með vorinu, elsku sjarmerandi Reykjavíkurborg.
Frá: Reykjavik Posters / Fæst: Epal, Snúran

//

This picture was one of my christmas gifts this year. I have Reykjavik in my heart though I live overseas. Now I can watch this clean poster in my home here in Germany. From Reykjavik Posters

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR