OUTFIT

101 REYKJAVÍKANDREA RÖFNNIKEOUTFIT

Sneakerball Nike fór fram á föstudaginn síðasta eins og eflaust flestir tóku eftir. Mikil stemning ríkti í Norðurljósasal Hörpu þar sem hinar ýmsar gerðir af Nike skóm voru sjáanlegar. Við vinkonurnar röltum saman úr heimahúsi og niður í Hörpu og vorum stoppaðar af túristum sem skildu hvorki upp né niður í því afhverju við værum allar íklæddar Nike skóm á leiðinni út á lífið. Sneakerball kom virkilega vel út og það var gaman að skemmta sér á óhefðbundinn hátt sem þennan.

x

photo

Skór: Nike Air Huarache Toppur: ZARA – Buxur: SUIT úr GK Reykjavík

xx

Ekki amalegur vinahópur sem ég á..

xx

Andrea Röfn

 

#SNEAKERBALL_RVK

NIKEVIÐBURÐIR

Á föstudaginn kemur fer fram Sneakerball NIKE í fyrsta skipti á Íslandi. Aðeins þetta eina kvöld verður Norðurljósasalnum í Hörpu breytt í flottasta klúbb Reykjavíkur, í samstarfi við Smirnoff og Somersby. Fram koma;

DJ Margeir  –  Unnsteinn Manuel  –  Ásdís María  –  John Grant  –  Cell7

Það verður ein regla í gildi þetta kvöld: Mættu í þínum fegurstu NIKE skóm.

Processed with VSCOcam with c1 preset

Ég er orðin gríðarlega spennt enda sneaker freak út í gegn. Með viðburðinum á að ýta undir sneaker menninguna og hvetja fólk og sérstaklega stelpur til að nota strigaskóna ennþá meira og jafnvel mæta í þeim út á lífið.

Til að komast inn á Sneakerball þarf að framvísa boðskorti. Svo að lesendur Trendnets geti mætt og skemmt sér NIKE style þá ætla ég að gefa nokkra miða á snilldina. Það eina sem þið þurfið að gera er að merkja myndirnar ykkar á instagram með

#TRENDNIKE

og

#SNEAKERBALL_RVK

photo 1

Ég hlakka til að sjá myndirnar sem bætast við fína hashtaggið okkar #TRENDNIKE – ætli við náum upp í 2000 myndir?

Love is in the air..

xx

Andrea Röfn

NIKE BY AIR OPNAR Í DAG

HEILSURÆKTNIKEUMFJÖLLUN

Í dag opnar Nike verslunin AIR í Smáralind. Í búðinni eru aðeins fáanlegar nýjustu Nike vörur úr línunum Training, Running, Sportswear ásamt fjöldanum öllum af skóm. Verslunin mun bjóða upp á nýja lausn í afgreiðslukerfi og fer afgreiðslan fer fram á iPod touch.

Í tilefni opnunarinnar verður 20% opnunarafsláttur af öllum vörum og sérstök tilboð af völdum vörum. Opið er til 21 í kvöld.

Ég kíkti í heimsókn í AIR og skoðaði vöruúrvalið sem er glæsilegt! Búðin er virkilega falleg og vel upp sett og minnir andrúmsloftið mikið á Nike Town búðirnar sem staðsettar eru víðsvegar um heiminn. Fötin sem ég mátaði eru öll komin á óskalistann, það kemur ekki á óvart.

Ég mæli með heimsókn í AIR sem er staðsett á annarri hæð Smáralindar. AIR er líka á instagram: @nikebyair #nikebyair

Nú er ég farin í ræktina!

 xx

Andrea Röfn

NEW IN: NIKE

HEILSURÆKTHREYFINGNEW INNIKEWORLD CLASS

Eins og ég sagði frá á föstudaginn þá fór ég upp í Nikeverslun í síðustu viku. Meðal þess sem ég keypti mér var nýtt par af æfingaskóm.

Fyrir valinu urðu Nike Free TR Fit 4. Þessir skór henta vel fyrir flesta líkamsrækt, eru mjög léttir og með þægilegum sóla. Ég mæli mikið með þessari gerð af Nike Free ef þið eruð að leita ykkur að góðum æfingaskóm, en þeir eru frekar hugsaðir til æfinga heldur en hlaupa.

photo 2

photo 3

photo 4

photo 1

Ég var ekki lengi að velja mér lit og er mjög skotin í þessum appelsínugula. Mér finnst skemmtilegt að vera litrík í ræktinni þar sem ég er ekkert svakalega litaglöð í daglegum klæðnaði. Skórnir fást á vef Nikeverslun.is HÉR og þetta eru þeir litir sem eru í boði:

Nike Free TR Fit 4

Buxurnar eru líka nýjar en ég segi ykkur frá þeim og hinum fatnaðinum í annarri færslu. Ég gat ómögulega beðið með að blogga um þessa skó þar sem ég er svo ánægð með þá og langaði að deila þeim með ykkur.

Munið svo eftir #TRENDNIKE hashtagginu okkar á instagram.

xx

Andrea Röfn