101 NIGHTS BY STURLA ATLAS

HÖNNUNARMARSHÚRRA REYKJAVÍK

Í dag milli 5 og 7 munu Sturla Atlas standa fyrir Hönnunarmars-viðburði í Húrra Reykjavík. Kynntur verður til leiks 101 Nights ilmurinn, sem er liður í samstarfi Sturla Atlas, Sigga Odds og Kjartans Hreinssonar. Ilmurinn er gerður samhliða útgáfu á nýjasta mixtape Sturla Atlas sem ber sama nafn, 101 Nights. Ég prófaði ilminn í gær og hann er virkilega vel heppnaður.

Endilega kíkið hingað í búðina og fáið ykkur drykk og nýjan ilm! Meira hér.

17389186_1451915611533243_865048566946223277_o

xx

Andrea Röfn

LÍNUR / LINES Á HÖNNUNARMARS

ANDREA RÖFNHÖNNUNARMARSVIÐBURÐIRWORK

Eins og Elísabet skrifaði um í gær þá opnar sýningin LÍNUR í dag milli klukkan 17 og 19 í Hörpu. Sýningin, sem er hluti af Hönnunarmars er samstarfsverkefni þriggja hæfileikaríkra og skemmtilegra einstaklinga, þeirra Barkar Sigþórssonar ljósmyndara, Hildar Yeoman fatahönnuðar&listakonu og Ellenar Lofts stílista.

Sýningin tekur fyrir einangrun Íslands frá alþjóðlega tískuheiminum og veltir því upp hvort og hvernig fjarlægðin útilokar okkur eyjaskeggja úr heimi hátískunnar.” 

Hildur Yeoman

Ég ásamt Eddu Óskars og Kolfinnu K sat fyrir á myndunum og er mjög spennt að sjá útkomuna.

x

Andrea Röfn