fbpx

SEPAI Í MADISON ILMHÚS

SNYRTIVÖRUR

              Færslan er unnin í samstarfi við Madison Ilmhús

Þegar ég var síðast á Íslandi fékk ég skemmtilegt boð frá Madison Ilmhúsi. Ég hef verið hrifin af Madison síðan það opnaði árið 2013, en mamma kynnti mig fyrir versluninni og er einn helsti aðdáandi hennar. Madison er sérverslun með gæðailmvötn og aðrar vörur líkt og sápur og kerti, allt frá sjálfstæðum ilmframleiðendum. Þar er einnig að finna snyrtivörur, húðumhirðu- og förðunarvörur, allt frá gæðamerkjum þar sem hver og einn framleiðandi lítur á vinnuna sína sem listgrein.

Meðal vörumerkjanna í Madison er spænska húðvörumerkið SEPAI. Paola Gugliotta stofnandi Sepai var stödd á Íslandi á dögunum og ég hitti á hana í Madison þar sem hún útskýrði fyrir mér helstu einkenni merkisins og varanna, nauðsynjar húðumhirðu og margt fleira. Að lokum fékk ég ótrúlega góða andlitsmeðferð á snyrtistofunni, sem staðsett er inn af versluninni.

Hugsunin á bakvið Sepai vörurnar er að sameina tæknilega og náttúrulega hugmyndafræði í vörur sem hafa það besta að bjóða af hvoru um sig. Vörunum er ætlað að hafa jafn góða virkni og vísindalega þróaðar vörur en vera jafn hreinar, jafnvel hreinni, en þær náttúrulegu. Paola leggur einnig áherslu á að vörurnar hafi áhrif á húðina til langs tíma og að árangurs sé ekki endilega að vænta á stundinni eða á morgun, heldur taki lengri tíma að sjá hann. Í kjölfarið er árangrinum svo ætlað að endast enn lengur. Vörurnar frá Sepai eru bæði standard vörur en einnig er hægt að sérútbúa vörur eftir þörfum hvers og eins með því að blanda mismunandi virkum efnum út í vörurnar. Val á rétt­um virk­um efn­um í húðvör­ur eru lyk­il­atriði til að ná góðum ár­angri í húðum­hirðu.

Til viðbótar við sínar hefðbundnu vörur hefur Sepai einnig þróað Gen-Decode, sem gengur út á að þróa og blanda hinar fullkomnu vörur fyrir hvern og einn notanda. Það er gert með DNA prófi og niðurstöður þess, sem eru nákvæmar upplýsingar um húðina og orsakir öldrunar hennar, eru notaðar til að blanda þau efni sem þarf í réttum hlutföllum.

Allar vörurnar eru þróaðar og framleiddar rétt fyrir utan Barcelona á Spáni, en þar er aragrúi af húðrannsóknum og vörumerkjum sem fæstir vita af, að sögn Paolu. Henni þótti því mikilvægt, við stofnun Sepai, að stofna merki sem ætlað var til sölu um allan heim. Ólíkt flestum merkjunum frá sama svæði er Sepai fáanlegt í fjölmörgum löndum og á lúxus hótelum á borð við Ritz Carlton.

Andlitsdekrið var algjört draumatrít eftir mikla dagskrá á Íslandi. Í dekrinu voru aðeins notaðar vörur frá Sepai og fékk ég yfirborðshreinsun, djúphreinsun með kornamaska og gufu, andlits- axla og höfuðnudd, maska og að lokum krem. Þarna lá ég og naut mín í rúman klukkutíma og sofnaði í endann. Eitt af því sem Paola nefndi sem mér þótti mjög merkilegt er að vöðvana í andlitinu þarf að virkja og æfa, líkt og við förum í líkamsrækt og borðum vel. Þetta er að eitthvað sem ég hef ekki hugsað um hingað til en virkar svo rökrétt um leið og maður heyrir það. Kannski er ég ein um að hafa ekki pælt í þessu fyrr en núna, hver veit.

Ég mæli hiklaust með Sepai andlitsdekrinu og vörunum, en ég finn ennþá 10 dögum síðar hvað meðferðin hafði góð áhrif á húðina mína. Svo verð ég að mæla með gjafabréfunum í Madison, en ég gef mömmu yfirleitt slíkt þegar hún á afmæli eða um jólin og það vekur ávallt lukku. Hægt er að nota gjafabréfin bæði í vörur úr versluninni eða í trít á snyrtistofunni.

Takk kærlega fyrir mig Madison.

Andrea Röfn

Endilega fylgdu mér á instagram undir @andrearofn

SPA TIME

Skrifa Innlegg