JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: DEKUR

DEKURHreinsivörurÓSKALISTITAX FREE

DEKUR

Ég er með endalaust af jólagjafahugmyndum og er búin að fá nokkrar fyrirspurnir um að gera jólagjafalista. Ég ákvað samt að skipta þessu niður í nokkra hluta og ætla byrja á dekur hlutanum.

Mér finnst alltaf mjög sterkur leikur að gefa einhverjum eitthvað dekur eða húðvörur í gjafir eða til dæmis jólagjöf. Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur sem ég mæli með að gefa einhverjum sem ykkur þykir væntum og á skilið dekur.

 

*Færslan er ekki kostuð en inniheldur affilate links

 

1. BRAZILIAN CUPACU SCRUB-IN-OIL

Líkamsskrúbbar eru eitthvað sem alltaf er gaman að fá og maður er kannski ekki alltaf að splæsa á sig. Mér finnst skrúbbarnir frá The Body Shop einstaklega veglegir og falleg gjöf. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér, hann skrúbbar húðina ótrúlega vel, nærir og skilur hana eftir silkimjúka.

 

2. EGF EYE MASK TREATMENT

Ég hugsa að margar mömmur yrðu mjög ánægðar með þessa gjöf en þetta er æðisleg vara frá BIOEFFECT. Þessi vara dregur úr þreytu  í kringum augun, minnkar fínar línur, þéttir, birtir til og gefur raka.

 

30 DAY TREATMENT

Þetta er 30 daga meðferðin frá BIOEFFECT en þessi vara á að gefa húðinni meiri raka, ljóma, draga úr fínum línum, minnka svitaholur og draga úr roða. Algjör töfravara og er beint farin á óskalistann hjá mér!

L’occitane Almond Cleansing & Soothing Shower

 

Fullkomið fyrir þá sem eru alltaf á hraðferð en þetta er yndisleg sturtu olía sem gefur raka, æðislega lykt og skilur húðina eftir silkimjúka. Þetta er uppáhalds varan hennar mömmu og ef ég er í vafa hvað ég eigi að gefa henni þá kaupi ég alltaf þetta, klikkar aldrei.

 

GLAM GLOW SUPERMUD

Alltaf þegar einhver spyr mig “hvað ætti ég að gefa henni/honum í jólagjöf?” þá segi ég nánast alltaf maska en mér finnst það svo klassísk og flott gjöf. Það er líka einstaklega kósý og notalegt að setja á sig maska í jólafríinu. Þessi maski frá GlamGlow hreinsar vel úr svitaholum og dregur í sig öll óhreinindi.

 

HOME MASSAGE CANDLE SWEET AMBER

Hvernig væri að gefa einhverjum Spa heim til sín? Þetta kerti bíður nánast uppá það en þetta kerti er hægt að nota sem nuddolíu eða bera á sig sem body lotion. Þú kveikir einfaldlega á kertinu og leyfir vaxinu að bráðna, því næst geturu borið olíuna á líkamann. Vaxið úr kertinu er unnið úr nærandi olíum og má því bera beint á húðina. Varan er lífræn með viðbættri náttúrulegri blöndu og inniheldur engin aukaefni.

 

PREP FOR A PERFECT PARTY

Mér finnst þessi pakki algjör snilldar gjöf, þetta er dekur pakki sem er ætlað að nota fyrir eitthvað skemmtilegt tilefni. Þetta eru allt vörur sem eiga að gera húðina ferskari, bjartari, vel nærða og tilbúna fyrir kvöldið. Þetta gæti verið mjög sniðugt til dæmis fyrir gamlárskvöld..

 

DRINK UP – INTENSIVE OVERNIGHT MASK

Þessi maski er algjör rakabomba og einstaklega gott að nota núna í kuldanum. Fullkomin gjöf í kuldanum á Íslandi og svo er líka mjög góð lykt af honum. Ég nota þennan maska oft á kvöldin og sef með hann, þá vakna ég endurnærð í húðinni.

 

GJAFABRÉF Í HÚÐHREINSUN

Síðast en alls ekki síst þá er mjög sniðugt að gefa gjafabréf í húðhreinsun eða rakameðferð. Ég mæli mjög mikið með að fara til Heiðdísar sem er með Fegurð og Spa. Ég er búin að fara nokkrum sinnum til hennar í húðhreinsun og er alltaf jafn sátt. Það er síðan hægt að fara í spa eftir meðferðirnar sem gerir þetta ennþá æðislegra.

 

Vonandi hjálpaði þetta ykkur sem eruð í jólagjafaleiðangri en ég mun koma með fleiri hugmyndir á næstu vikum xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

TECH NECK

HreinsivörurHÚÐRÚTÍNAMASKAR
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf/færslan inniheldur affilate link

Ég og kærasti minn tókum skyndiákvörðun og ákvaðum að skella okkur uppí bústað um helgina. Það er alltaf svo róandi og kósý að fara uppí sveit. Mér finnst það líka vera fullkominn tími til þess að dekra aðeins við sig og þá sérstaklega við húðina.

Ég tók með mér nokkrar vörur sem eru auðveldar og einfaldar í notkun og var þar ein vara sem ég er búin að vera einstaklega spennt fyrir en það er Hydro Firming Neck Gels frá Skyn Iceland. Þetta er hálfgerður “maski” fyrir hálsinn en þetta er einsog nokkurs konar “plástur” sem maður setur á hálsinn og er með í 10 mín. Þessi vara á að draga úr fínum línum, gefa raka og styrkja húðina.

Ég verð að viðkenna að ég hef aldrei pælt neitt mikið í hálsinum á mér eða hvernig hann lítur út en um daginn heyrði ég að það sé til orðtak sem heitir “tech neck“, ótrúlegt en satt. Þetta orðtak er komið frá því að það er farið að sjást á hálsinum á fólki vegna símanotkunar. Ég var mjög hissa þegar ég heyrði þetta fyrst og trúði þessu varla en fór strax á netið og kynnti mér málið. Þar sá ég hvað þetta er að hafa mikil áhrif að á líkamann, innan sem og utan. Það er samt mjög jákvætt að vera meðvitaður um þetta núna og geta passa sig á því að líta stundum uppúr símanum.

Ég setti einnig á mig kraftmikinn augnmaska frá BIOEFFECT og finn ég virkilega mikin mun undir augunum eftir að ég nota þessa vöru. Það fylgir augnserum með sem maður setur fyrst undir augun og síðan “plástrana” yfir það. Mér finnst líka æðislegt hvað þetta helst vel á undir augunum og er ekki að fara neitt.

Það er mjög mikilvægt að muna að þótt að maður sé í fríi að gleyma ekki að hugsa vel um húðina sína ..

Vonandi var helgin ykkar æðisleg xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

MASKA DETOX EFTIR HELGINA

DEKURHreinsivörurHÚÐRÚTÍNAMASKAR

Jæja núna eru eflaust margir þreyttir og eru að hafa það kósý heima eftir góða helgi. Ég var að vinna hluta af helginni og skemmti mér síðan með uppáhalds fólkinu mínu restinni af helginni. Ég finn það eftir svona helgar að húðinni vantar smá dekur og góða hreinsun. Ég ætla sýna ykkur hreinsirútínuna sem ég notaði í dag.

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

 

VITAMIN C GLOW-REVEALING LIQUID PEEL – THE BODY SHOP

Ég er mjög dugleg við að setja á mig maska og þá sérstaklega eftir svona helgar. Ég byrja á því að hreinsa húðina vel og í dag notaði ég Vitamin C Glow-Revealing liquid peel frá The Body Shop en þetta er hreinsir sem losar mann við mengun eða óhreinidi sem gætu verið á húðinni eftir daginn. Þetta tekur í burtu þreytu og gefur húðinni fallegan ljóma. Það er 60 sinnum meiri vítamín C styrkur í þessari vöru en í appelsínu. Þetta er æðisleg vara og á sérstaklega við núna eftir fjörið um helgina.

Chinese Ginseng & Rice Clarifying Polishing Mask

Þetta er einn af mínum uppáhalds möskum og finnst mér best að nota hann þegar ég finn hvað húðin er þreytt. Hann er ótrúlega frískandi fyrir húðina, hreinsandi og dregur úr þreytu. Síðan er maskinn með litlum kornum í sem hreinsa í burtu allar dauðar húðfrumur og skilja húðina eftir ótrúlega mjúka.

Í þessum maska er:

  • Ginseng extract frá Kína, sem þekkt er fyrir að móta húðina og gefa henni aukna orku
  • Rice extract frá Kína, sem er þekkt fyrir að gera húðina bjartari og gefa henni raka
  • Community Trade lífræn sesam olía frá Nicaragua, sem er þekkt fyrir að mýkja húðina

DEEP NOURISHING MASK – THE BODY SHOP

 

Þessi maski er ótrúlega nærandi og rakagefandi fyrir húðina. Hann á einnig að róa húðina og betrum bæta áferð húðarinnar. Þessi maski er einstaklega góður fyrir þurra húð og húð sem þarf næringu. Þetta er því fullkomið eftir langa helgi og notaði ég þennan eftir hinn maskan.

Í þessum maska er:

  • Community Trade Pure Honey frá Eþópíu, sem er ótrúlega nærandi og rakagefandi fyrir húðina
  • Community Trade Marula Oil frá Namibíu, létt olía sem er þekkt fyrir að bæta og viðhalda rakanum í húðinni
  • Community Trade lífræn ólífuolía frá Ítalíu, sem er rík af Omega 9 sem hjálpar til við að gefa húðinni aukna orku og koma í veg fyrir þurrkur

 

Allir að setja á sig maska, slaka og þá vakna allir ferskir á morgun!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

AÐVENTUGJÖF #4

BEAUTY

UPPFÆRT:

Takk fyrir góð viðbrögð við síðustu aðventugjöf þessa árs. Með hjálp random.org dró ég út 5 heppna lesendur til að gleðja með gjafaöskjum frá Bláa Lóninu. Vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar. Gleðilega hátíð.

1.
Hrefna Björg Tryggvadóttir
Mig dauðlangar sko að prufa svona dekurpakka <3

2.
Alfheidur Bjarnadottir:
Ohh ja takk! dekurpakki er vel theginn eftir fædingu frumburdsins

3.
Guðrún Tara Birnudóttir

Það væri alls ekki leiðinlegt að vinna þessa maska, þeir eru klárlega á óskalistanum =)

4.
Helga Jóhanns

Vá hvað þetta væri vel þegið! hef átt silica mud mask og váááá hvað hann bjargaði húðinni minni – væri geggjað að eignast þannig aftur :)

5.
Matthildur Lárusdóttir

ÓÓÓÓhhhhh hvað það yrði dásamlegt að vinna þennan pakka og koma svo endurnærður í vinnunna með fallega húð :* <3

_____

IMG_0214 IMG_0216

Þið fáið mynd í beinni af aðventugjöf dagsins. Ég ákvað að bíða með að setja hana í loftið þar til ég gæfi mér tíma í desemberdekrið sem hefur verið á “to-do” listanum síðustu vikur. Loksins lét ég verða að því þetta kvöldið og því vel við hæfi að ég geti boðið ykkur uppá slíkt hið sama.

FullSizeRender FullSizeRender-1

Ef það er einhvern tíma viðeigandi að slaka á og dekra við sig, þá er það í (oft á tíðum) stressandi desembermánuði. Segi ég og skrifa með uppáhalds maskann minn í andlitinu –  Silica Mud Mask frá Bláa Lóninu.

Mér barst gafaaskja frá íslenska merkinu sem inniheldur þrjá mismunandi maska. Ég þekki tvo þeirra vel þar sem ég hef notað þá við góð tækifæri síðustu árin en þann þriðja þekki ég ekki en hlakka til að prufa.

image1image3image2

Gifts of nature inniheldur:

Lava Scrub: Dökkur kornaskrúbbur unnin úr hrauni, leysir innri krafta húðarinnar úr læðingi.

Silica Mud Mask: Hvíti kísilmaskinn, sem er náttúrulegur og auðkennandi fyrir Bláa Lónið, djúphreinsar, styrkir og jafnar áferð húðarinnar.

Algae Mask: Náttúrulegur þörungamaski sem inniheldur einstaka þörunga Bláa Lónsins. Maskinn endurnærir og eykur ljóma húðarinnar á augabragði og dregur úr sýnileika á fínum línum og hrukkum.

 

Aðventugjöf dagsins er því ekki af verri endanum. Fimm gjafaöskjur af Gifts of Nature fyrir jafn marga lesendur. Gjöf sem gefur dásemdar dekur fyrir þann sem hana hlýtur.

Leikreglur:

1. Skrifa komment á þessa færslu
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri.
3. Líkar ekki öllum við Elisabetgunnars á Facebook? (ekki skilyrði til að vinna)

Ég dreg út vinningshafa á þriðjudagskvöld (22.12.15) –

Aðventukveðjur!

xx,-EG-

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Sumargjöf #3 dekur fyrir líkamann

Ég Mæli MeðHúðLífið MittSS15

Eins og ég lofaði þá fer nú þriðji og síðasti sumargjafaleikurinn nú af stað. Ég fékk virkilega fallegt boð um daginn þegar mér var boðið að prófa nýjar vörur fyrir líkamann frá merki sem heitir I Love… Merkið býður uppá breitt úrval af skemmtilegum vörum fyrir húðina – næringu, ilmum, handáburð og skrúbbum svo eitthvað sé nefnt og þetta er merki sem býður uppá alveg þó nokkra mismunandi ilmi. Ég fór og þefaði af bókstaflega öllu, ég var ekki alveg tilbúin að fara að prófa eitthvað sem ég myndi alls ekki getað notað vegna lyktarinnar en maður er jú miklu viðkvæmari fyrir henni á meðgöngu en annars. Ég fann ilm sem ég féll strax fyrir og það er ef til vill sá ilmur sem margar fara kannski ekki helst í því það eru alls konar berjabombur í boði.

En þar sem ég kolféll fyrir vörunum og ilma nú allan liðlangan daginn eins og Mangó og Papaya þá fannst mér upplagt að athuga hvort merkið vildi ekki gefa eina sumargjöf með mér og jú það var svo sjálfsagt. Svo síðasta sumargjöfin í ár er dýrindis gjafakarfa með dekri frá I Love…

Mig langar samt að byrja á því að segja ykkur betur frá vörunum sem ég fékk að prófa. Fyrir neðan myndirnar getið þið svo séð hvernig þessi gjafakarfa gæti orðið ykkar.

ilove

Ég valdi mér sumsé vörurnar með Mango og Papaya ilmi, hann er sætur og mjög góður ekki svona alltof sætur sem mér þótti dáldið um berjabomburnar en ég reyndar kenni óléttunni um það. Ég valdi mér vörur sem ég vissi að ég myndi nota og reyndi ekkert að flækja þetta um of. Vörurnar ilma í takt við sumarskapið sem ég er komin í og ég dreif þær með mér í sundferð um daginn svo þær eru voða meðfærilegar líka.

ilove3

Handáburður

Mjög fínn handáburður sem fer hratt inní hendurnar. Ég veit ekki með ykkur en mínar eru gjörsamlega að skrælna í þesusm kulda svo þessi fer með mér allt. Eins þegar ég er að vinna inní Vero Moda þá þorna hendurnar mínar mjög mikið – bæði loftið bara inní Smáralindinni en líka af því ég er alltaf á fullu að bera eh á milli, haldandi á herðatrjám og að brjóta saman föt. Þá finnst mér mjög gott að bera handáburðinn á mér þegar ég tek smá pásu bara til að nudda aðeins hendurnar og hjálpa þeim aðeins að slaka á og undirbúa sig fyrir næsta action.

ilove2

Líkamsskrúbbur

Þá byrjar gamla tautið í mér enn á ný… Það er ómissandi að eiga góðan líkamsskrúbb í sturtunni til að hjálpa húðinni að endurnýja sig. Líkamsskrúbb ætti að nota alla vega tvisvar í viku því hann hjálpar húðinni að losa sig við dauðar húðfrumur og með því að nudda honum yfir líkamann örvið þið starfsemi frumanna inní húðinni – t.d. mikilvægt að gera það á læri og rassi því þá myndast síður appelsínuhúð. Einnig er mikilvægt að nota skrúbba á meðgöngunni sérstaklega ef þið eruð farnar að finna fyrir slitum því þar safnast fullt af dauðum húðfrumum sem við viljum alls ekki hafa á líkamanum. Þessi er dásamlegur og er með léttum kornum, þið finnið fyrir þeim en þau eru ekki allsráðandi í formúlunni. Ilmurinn er mjög frískandi í sturtunni og mér finnst alltaf gott að vera með vel ilmandi líkamssápur og skrúbba í sturtunni og sérstaklega frískandi ilmi því þá finnst mér ég ná að vakna svo vel t.d. ef ég fer ís sturtu á morgnanna.

ilove5

Bodybutter

Ég er nú þegar búin að lýsa aðdáun minni á því að nota bodybutter á magann á meðgöngunni. Það er svo ljúft að nota það yfir kúluna og hjálpa húðinni aðeins að nærast og slaka á. Það er að teygjast alveg svakalega á húðinni minni þessa dagana og þá er svo gott að ná að nudda aðeins yfir hana með svona góðri næringu. Ég mæli alla vega með því að þið sem eruð óléttar nælið ykkur í einhvers konar bodybutter fyrir magann ég finn mun. Ég nota þetta alltaf beint eftir sturtu á allan líkamann á meðan ég set bodylotionið á húðina á morgnanna. Bodybutterið fer á magann og ég set sérstaklega mikið á extra þurru svæði húðarinnar eins og olnbogana og hnéin.

ilove4

 

Bodylotion

Hér er krem sem er miklu léttara en bodybutterið – segir sér svo sem kannski alveg sjálft. Ég hef verið að nota þetta mikið á morgnanna því mér finnst auðveldara að bera kremið á þurra húðina því það er léttara. Mér finnst líka gott að það komi svona léttur ilmur frá því yfir dagin. Ég elska þegar ég get keypt bodylotion með svona pumpu því mér finnst bara miklu þægilegra að nota þau en önnur.

Líst ykkur ekki með eindæmum vel á þetta! – Fyrir áhugasamar fást vörurnar t.d. í verslunum Hagkaupa og þær ættu ekki að fara framhjá ykkur miðað við umbúðirnar – verðið er mjög gott.

Ef ykkur langar í gjafkörfuna með þessum gersemum þá er þrennt sem þarf að gera…

1. Fara inná Facebook síðu varanna og smella á Like – I LOVE COSMETICS ICELAND.

2. Smella á deila takkann hér fyrir neðan og deila færslunni á Facebook.

3. Skilja eftir fallega sumarkveðju í athugasemd við þessa færslu með fullu nafni – svo ég geti haft uppá ykkur ef þið sjáið ekki að þið hafið unnið.

Ég dreg svo út gjafakörfuna á þriðjudaginn.

Gleðilegt sumar og takk fyrir allar fallegu sumarkveðjurnar sem þið hafið nú þegar sent mér í gegnum síðustu leiki***

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Gjafaleikurinn er ekki settur upp gegn greiðslu heldur bara til að gleðja lesendur og fagna sumrinu***

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Konudagsdekur

FallegtLífið MittMeðganga

Ég átti fullkominn konudag á sunnudaginn sem var stútfullur af dekri og gleði. Við höfðum átt annasaman dag daginn áður og ég var vægast sagt orðin uppgefin þegar leið á sunnudaginn og fékk því að slaka vel á. Daginn byrjuðum við í brunch á uppáhalds Coocoo’s Nest þar sem réttur nr. 1 varð fyrir valinu eins og svo oft áður en hann veljum við yfirleitt bæði.

Svo komu glaðningar svona reglulega yfir daginn sem glöddu mig mjög – kallinn er alveg með þetta.

konudags2

Hann hvarf yfir daginn á meðan Tinni Snær tók lúrinn sinn og kom heim með sannarlega glæsilegan pakka. Innihald pakkans var þetta æðislega fallega eyrnaband sem ég er í skýjunum með og notaði í gær og í dag til að hlýja mér á eyrunum í kuldanum. Þau gerast nú varla fallegri en þetta!

konudags

Minn maður veit hvaða blóm konan sín elskar og það eru túlípanar, mér finnst sjaldan jafn gaman að versla blóm og þegar túlípanar eru í sem mestu framboði. Ég fékk rauða í tilefni dagsins, klúðraði smá og setti alltof mikið vatn svo þeir drukknuðu nánast á fyrsta degi en þessir voru dáldið minni en síðustu sem ég hef verið með svo ég hefði þurft að pæla aðeins í því. Þeir eru þó í betra ástandi í dag og ég alsæl. En þegar túlípanarnir eru sem mest í búðum skipti ég um vönd um leið og sá síðasti klárar sitt skeið – ég dýrka þetta!

Leiðin að mínu hjarta er þessa dagana í gegnum óléttu cravingsið – ég sagði ykkur um daginn frá þessu holla en nú fáið þið að heyra um það óholla. Ég elska staur!! Ég hef reyndar alltaf verið aðdáandi þessa sælgætis og sannarlega það sem ég myndi sakna mest ef ég myndi einhver tíman flytja út fyrir landsteinana. En ég fékk þrjá í að gjöf og kláraði þá alla samdægurs…

konudags3

En ég er alsæl með fallega eyrnabandið mitt sem er frá Feldur Verkstæði og Aðalsteinn fékk það í Geysi. Ég er líka ánæðg með litinn sem er svartur en ef hann hefði verið brúnn hefði það kannski verið skrítið svona ef liturinn hefði verið of líkur mínum hárlit :)

En þetta er önnur gjöfin á stuttum tíma sem Aðalsteinn gefur mér frá Feld en hin er fallegi kraginn minn sem hann gaf mér í jólagjöf – hann nota ég óspart og fæ hrós hvert sem ég kem enda sérstaklega glæsilegur.

Mikið vona ég að þið hafið átt frábæran dag með ykkar ástvinum. Ég hlakka nú bara þegar til þess næsta þegar ég fæ að njóta dagsins með tveimur afkvæmum.

EH

Falleg dekuraskja

Burt's BeesÉg Mæli MeðJól 2014JólagjafahugmyndirSnyrtivörur

Það er nú ekki algengt að ég fái dýrindis gjafaöskjur til að prófa en í ár varð breyting á þar sem ég fékk senda dásamlega dekuröskju frá Burt’s Bees. Mér fannst líka gaman að askjan innhélt tvær af mínum uppáhalds vörum frá merkinu og eina nýja sem mig vantaði akkurat í töskuna!

burts5

Gjafakassinn sjálfur er í raun svona álaskja sem er svo hægt að nota til að geyma t.d. varasalva, naglalökk eða jafnvel jólasmákökur í. Ég er reyndar líka með svipað box undir saumadót og gjafaborða og tækifæriskort – það er mjög gott að eiga svoleiðis öskju og eiga alltaf eitthvað til í henni!

burts4

Nú sjáið þið ástæðu þess að ég kýs að kalla þessa öskju dekuröskju – en hún inniheldur einn af mínum uppáhalds handáburðum, næringu fyrir naglaböndin og varasalva.

burts

Ég hef sagt ykkur áður frá þessum dýrðlega handáburði sem átti lengi vel heima á náttborðinu mínu – eða þar til lítill drengur fór aðeins að taka þar til og ekki var hægt að geyma marga lausamuni þar lengur. Handáburðurinn ilmar af möndlum og hann inniheldur E vítamín og möndlur sem næra hendurnar og mýkja þær og svo er það býflugnavaxið sem verndar hendurnar á meðan hin efnin vinna á þurrkinum. Hann er ótrúlega drjúgur og formúlan er þykk og þétt í sér sem skilar sér í því að það þarf ekki mikið magn af honum. Í þessum agalega kulda þá skrælna hendur margra upp – það gera mínar og þá er nauðsynlegt að eiga einn svona.

burts2

Mig langar að mæla með þessari dekjuröskju fyrir allan aldur, ástæða þess er sú að þetta eru dásamlegar vörur sem henta konum á öllum aldri og líka þeim yngstu. Vörurnar eru lausar við alls kyns aukaefni sem margir eru kannski ekki hrifnir af að leyfa yngstu dömunum að nota og þar á meðal er þessi flotti varasalvi sem vinnur einnig á erfiðum varaþurrkum og má alveg hiklaust nota á börn líka.

burts3
Naglabandanæringin er það eina sem ég hef ekki prófað af þessum þremur vörum sem eru í settinu, en mig vantaði akkurat nýtt því ég er alltaf með svona í veskinu. Þetta ilmar af sítrónum og er mjög nærandi fyrir neglurnar. Ég mæli með því að þið nælið ykkur í góða naglabandanæringu því ég er alveg búin að sannreyna það nokkrum sinnum að naglalökk endast betur þegar maður er duglegur að næra naglaböndin. Þá fær nöglin sjálf raka og þornar síður upp því það er þessi þornun sem skilar sér svo oft í því að það fer að kvarnast uppúr naglalökkum. Ef ég fæ smátíma yfir daginn, ég er kannski að tala í símann, bíða einhvers staðar þá gríp ég yfirleitt í naglabandanæringu og nudda yfir neglurnar – þetta tekur engan tíma og við erum nú góðar í að multitaska ;)

Þessi fallega dekuraskja fæst t.d. í Lyf og Heilsu en þar er auðvitað ótrúlega gott úrval af Burt’s Bees vörum. Ég var að nota sápu á Tinna í fyrsta sinn um daginn, við höfum bara þvegið honum uppúr olíu en eftir að djöflagangurinn í honum jókst og svitinn þar með þá ákváðum við að tíminn væri kominn – Baby Bee vörurnar frá Burt’s Bees urðu fyrir valinu og við sjáum ekki eftir því þar sem barnið ilmar dásamlega eftir hverja sturtuferð!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn og/eða keypt mér sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Gjöf fyrir þá konu sem á skilið dekur

AugnskuggarAuguDiorJólagjafahugmyndirmakeupMakeup Artist

Eitt af mínum uppáhalds snyrtivörumerkjum er Dior og það er ekkert að ástæðulausu en mér finnst bara allt sem tískuhúsið sendir frá sér vera flott. Þess vegna finnst mér ótrúlega gaman að eignast nýjar snyrtivörur frá Dior. Ég er búin að sýna ykkur nýja Dior veskið mitt sem áður innihélt snyrtivörupallettu sem er nú vel geymd í snyrtiborðinu mínu – HÉR. Í þetta sinn ætla ég að sýna ykkur augnskuggapallettu og ferðaburstasett sem er nú fáanlegt í verslunum fyrir hátíðirnar.

diorjól9 diorjól10

Svona augnskuggapalletta eða burstasett finnst mér ofboðslega falleg gjöf – ekki bara útaf því að snyrtivörurnar eru góðar og burstarnir eru flottir heldur eru umbúðirnar svo æðislegar. Með því að kaupa svona merkjavöru þá eruð þið að fá svo miklu meira en bara snyrtivörurnar þið eruð líka að fá umbúðir sem eru hannaðar af sérfræðingum hjá Dior eða hinum merkjunum. Eins og í sumar var ofboðslega flott snyrtivörupalletta partur af vorlúkkinu hjá línunni og pallettan sjálf var hönnuð af yfirskartgripahönnuði Dior!

En hér sjáið þið förðunina sem ég gerði með vörunum. diorjól2 diorjól3 diorjól diorjól5 diorjól8

Náið lúkkinu:

  • Byrjið á því að setja ljósasta augnskuggann yfir allt augnlokið – til þess að gera það notaði ég púðurburstann í ferðaburstasettinu.
  • Takið svo brúna litinn sem er sá þriðji í pallettunni og setjið yfir allt augnlokið. Reynið að bera augnskuggann þannig á að það myndist smokey áferð á augnlokinu. Ég notaði augnskuggaburstann í settinu til að bera litinn yfir augnokið og svo notaði ég púðurburstann til að dreifa úr litnum og fullkomna áferðina. Brúna litinn setti ég líka meðfram neðri augnhárunum.
  • Næst tók ég gyllta litinn og stimplaði honum yfir augnlokið til að fá sanseraða áferð á augnförðunina. Mér finnst þessir litir tveir saman koma virkilega vel út þar sem brúni liturinn er mjög kaldur en gyllti liturinn er hlýr og saman mynda þessar andstæður þennan fallega lit!
  • Svo tók ég dekksta litinn og setti hann í eyelinerlínuna bæði meðfram efri augnhárunum og neðri augnhárunum. Ég notaði augnskuggaburstann til þess að gera það.

Ég er oft spurð hvort að konur þurfi ekki að eiga marga augnskuggabursta til að gera farðanir með mörgum ólíkum litum. En persónulega finnst mér nóg að hin „venjulega“ kona sem málar sig sjaldan um augun eigi einn bursta til að bera augnskuggana á augnlokin og annan til að blanda litum saman og fullkomna áferðina.

diorjól7

Við þessa förðun valdi ég hlýjan gloss sem er úr haustlínu Dior og liturinn er nr. 364. Ég er mjög hrifin af glossunum frá Dior þó ég noti reyndar örsjaldan gloss – ég veit ekki alveg hvað það er… En burstanir sem koma með glossunum eru svo þæginlegir í notkun, formúla glossins er þykk og mjög þétt og gefur vörunum heilbrigðan glans og jafnan lit:)

diorjól11

Þessar fallegu vörur finnst mér að ættu að vera undir trénu hjá konum sem eiga skilið að fá smá dekurpakka – eru það ekki bara allar konur ;)

EH

Dekurkvöld

Ég Mæli MeðElizabeth ArdenEstée LauderGuerlainHúðMACNip+FabNýtt í snyrtibuddunni minni

 

Í kvöld heldur auglýsingastofan sem ég vinn hjá uppá 10 ára afmælið sitt. Ég byrjaði að vinna á Jónsson & Lemacks fyrir 4 árum síðan – starfaði sem móttökustjóri í 3 ár, fór í fæðingarorlof og sneri aftur í nýtt starf sem snýr að auglýsingum í samfélagsmiðlum. Þetta er klárlega flottasta auglýsingastofa landsins og með skemmtilegasta fólkinu!

Húðin mín er búin að vera í miklu veseni síðustu vikur vegna of mikils stress og álags en það er eflaust eitthvað sem fylgir þessu útgáfuveseni mínu. Ég ákvað því að taka smá dekurkvöld í gær svo húðin mín væri uppá sitt besta í kvöld. Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði og fyrir neðan röðina sem ég notaði þær í:dekur

1. Nip+Fab – djúphreinsir, ótrúlega mjúkur og góður hreinsir sem er samt ekki skrúbbur þannig það er mjög þæginlegt að nudda honum saman við húðina. Ég tók minn tíma í að nudda honum vel inní húðina og hreinsaði síðan með rökum þvottapoka. Það er ofboðslega góð og frískandi piparmyntulykt af hreinsinum.
2. Nærð frá Sóley Organics – uppáhalds rakavatnið mig spreyja því bara létt yfir húðina eftir að ég er búin að hreinsa hana. Ég er ótrúlega skotin í vörunum frá Sóley – mæli hiklaust með þeim!
3. Elizabeth Arden rakamaski – ég elska maska og ég er mjög hrifin af Elizabeth Arden snyrtivörunum, þessi er frekar stífur en ég kann vel að meta það hann gefur mér líka svo mikinn raka. Ég var að fá BB kremið frá merkinu og hlakka til að prófa.
4. MAC Lightful Softening Lotion – þetta bar ég á húðina með bómul. Það nærir húðina, mýkir hana og gefur henni meiri ljóma. Ég er að nota þetta reglulega núna til að sjá hver árangurinn verður.
5. Estée Lauder Advanced Night Repair augnserum – Er ótrúlega skotin í þessu augnserumi frá Estée Lauder það nærir svo vel húðina í kringum augun sem ég þarf svo sannarlega á að halda þar sem ég er reglulega að erta þess viðkvæmu húð.
6. Gurlain Super Aqua-Serum – Rakamikið serum sem ég ber yfir alla húðina og niður á háls. Var að byrja að prófa það í gær og mér líst mjög vel á.
7. Shiseido Ibuki augnkrem – augnkrem úr nýrri húðlínu frá Shiseido sem nefnist Ibuki sem er sérstaklega gerð fyrir húð kvenna á mínum aldri – svona fyrstu kremin með smá virkni – sem byggja upp góðar varnir í húðinni.

Ég ákvað að leyfa þessu bara að duga í bili – en í morgun sett ég svo DreamTone frá Lancome yfir húðina. Æðisleg ný tegund snyrtivöru sem ég var að byrja að prófa – meira um hana seinna.

Það er nauðsynlegt að taka dekurkvöld fyrir sjálfa sig reglulega – munið það ;)

EH