fbpx

VALENTÍNUSAR DEKUR

DEKUR

Núna fer að styttast í Valentínusardaginn og ég veit að það eru skiptar skoðanir hjá Íslendingum hvort það eigi að halda uppá þennan dag eða ekki. Ég persónulega sé þetta sem auka dag sem gaman er að nýta til þess að gleðja einhvern og brýtur smá upp hverdagsleikann.

Mér finnst dekurpakki eða dekurgjöf seint klikka og er The Body Shop að bjóða uppá að láta merkja Body Butter-in sín. Þú einfaldlega velur þér Body Butter og prentar út skemmtilegan límmiða sem er síðan límdur á. Mér finnst þetta vera frábær gjöf og tilvalin fyrir einhvern sem á skilið dekur. Ég ákvað að gleðja mömmu mína með smá dekurpakka í valentínusargjöf.

*Færslan er unnin í samstarfi við The Body Shop

Ég held að ég verði klárlega uppáhaldsbarnið.. haha :-)

Ég valdi Almond Milk & Honey lyktina handa mömmu, skrúbb hanska, rakagefandi sturtusápu og baðlilju. Ég valdi eitthvað sem ég á sjálf og nota mikið. Baðliljan er æðisleg til þess að skrúbba líkamann létt og maður þarf að nota minni sturtusápu. Ég elska skrúbbhanskana en ég nota þá alltaf áður en ég set á mig brúnkukrem, mæli með! Síðan eru Body Butter-in búin að vera í uppáhaldi hjá mér í mörg ár en þessi lykt er ný hjá The Body Shop og er yndisleg. Sturtusápan er æði og sérstaklega fyrir þennan tíma árs, gefur góðan raka, húðin verður mjúk og lyktin er æði.

 

Mér finnst þetta ótrúlega sæt og persónuleg gjöf! Ég mæli svo sannarlega með að gleðja einhvern sem þér þykir væntum á Valentínusardaginn, hvort sem það er kærasti, kærasta, vinur, einhver fjölskyldumeðlimur ..eða bara fyrir sjálfan sig – mikilvægt að tríta sig líka!

Það er hægt að láta merkja Body Butter í The Body Shop í Smáralindinni xx

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

FÖRÐUNARSPJALL: HILDUR SIF

Skrifa Innlegg