fbpx

30 DAGA HÚÐMEÐFERÐ

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/samstarf

Halló!

Mig langaði svo að deila með ykkur minni reynslu af 30 day treatment frá BIOEFFECT. Ég hef prófað þessa meðferð núna tvisvar og í bæði skiptin var ég smá í sjokki hvað þetta virkar vel. Ég hef talað um það á instagram og hér á blogginu að húðin mín breyttist eftir meðgöngu og fæðingu sem er mjög algengt. Hún varð alls ekkert mjög slæm en bara allt öðruvísi en ég er vön. Húðin mín er viðkvæmari núna, þarf meiri raka og næringu. Ég ákvað því að taka þessa 30 daga meðferð núna í haust og þetta hjálpaði húðinni minni ótrúlega mikið. Húðin mín varð ótrúlega fersk, þétt og ljómaði öll. Þetta er líka fullkomið fyrir uppteknar mömmur sem komast lítið í dekur og gott því að geta tekið það heima. Ég tók engar fyrir og eftir myndir en vildi að ég hefði gert það en mun klárlega gera næst.

Það sem BIOEFFECT 30 DAY TREATMENT minnkar hrukkur, roða, gefur húðinni jafnara yfirbragð, eykur þéttleika og hámarkar rakastig húðarinnar. Varan inniheldur aðeins níu innihaldsefni sem er meðal annars öfluga EGF, hentar öllum húðgerðum og án ilmefna, alkóhóls og olíu.

Mögnuð fyrir og eftir mynd!

Hvað er EGF?

“EGF stendur fyrir Epidermal Growth Factor en það er prótín sem gegnir mikilvægu hlutverki í að viðhalda húðinni unglegri. Frá fæðingu og fram til fullorðinsára framleiða líkamar okkar ríkulegt magn af sértækum prótínum en þessi prótín tengjast frumum og senda þeim skilaboð um að gera við, endurnýja eða fjölga. EGF er eitt mikilvægasta prótínið í húðinni og hjálpar til við að auka framleiðslu á kollageni og elastíni til að viðhalda heilbrigðri, þéttri og unglegri húð.

Húð barna er þykk og þrýstin og mann langar mest til að klípa í hana – það er vegna þess að hún er full af prótíninu EGF. Þegar við náum fullum þroska dregst framleiðsla EGF saman og smám saman hægist á endurnýjun og viðgerð fruma sem hefur á endanum áhrif á útlit okkar. Þéttni húðar minnkar um 1% á hverju ári eftir tvítugt og minnkar enn frekar, eða um allt að 30%, á breytingaskeiðinu. Húðin byrjar að síga auk þess sem fínar línur og hrukkur láta á sér kræla. Og það er þar sem EGF húðvörur koma inn. BIOEFFECT EGF-húðvörurnar endurnýja náttúrulegar birgðir líkamans af EGF og endurvekja húðfrumur – og hjálpa þannig til við að hægja á öldrun.”

BLESS 2020

Skrifa Innlegg