fbpx

Konudagsdekur

FallegtLífið MittMeðganga

Ég átti fullkominn konudag á sunnudaginn sem var stútfullur af dekri og gleði. Við höfðum átt annasaman dag daginn áður og ég var vægast sagt orðin uppgefin þegar leið á sunnudaginn og fékk því að slaka vel á. Daginn byrjuðum við í brunch á uppáhalds Coocoo’s Nest þar sem réttur nr. 1 varð fyrir valinu eins og svo oft áður en hann veljum við yfirleitt bæði.

Svo komu glaðningar svona reglulega yfir daginn sem glöddu mig mjög – kallinn er alveg með þetta.

konudags2

Hann hvarf yfir daginn á meðan Tinni Snær tók lúrinn sinn og kom heim með sannarlega glæsilegan pakka. Innihald pakkans var þetta æðislega fallega eyrnaband sem ég er í skýjunum með og notaði í gær og í dag til að hlýja mér á eyrunum í kuldanum. Þau gerast nú varla fallegri en þetta!

konudags

Minn maður veit hvaða blóm konan sín elskar og það eru túlípanar, mér finnst sjaldan jafn gaman að versla blóm og þegar túlípanar eru í sem mestu framboði. Ég fékk rauða í tilefni dagsins, klúðraði smá og setti alltof mikið vatn svo þeir drukknuðu nánast á fyrsta degi en þessir voru dáldið minni en síðustu sem ég hef verið með svo ég hefði þurft að pæla aðeins í því. Þeir eru þó í betra ástandi í dag og ég alsæl. En þegar túlípanarnir eru sem mest í búðum skipti ég um vönd um leið og sá síðasti klárar sitt skeið – ég dýrka þetta!

Leiðin að mínu hjarta er þessa dagana í gegnum óléttu cravingsið – ég sagði ykkur um daginn frá þessu holla en nú fáið þið að heyra um það óholla. Ég elska staur!! Ég hef reyndar alltaf verið aðdáandi þessa sælgætis og sannarlega það sem ég myndi sakna mest ef ég myndi einhver tíman flytja út fyrir landsteinana. En ég fékk þrjá í að gjöf og kláraði þá alla samdægurs…

konudags3

En ég er alsæl með fallega eyrnabandið mitt sem er frá Feldur Verkstæði og Aðalsteinn fékk það í Geysi. Ég er líka ánæðg með litinn sem er svartur en ef hann hefði verið brúnn hefði það kannski verið skrítið svona ef liturinn hefði verið of líkur mínum hárlit :)

En þetta er önnur gjöfin á stuttum tíma sem Aðalsteinn gefur mér frá Feld en hin er fallegi kraginn minn sem hann gaf mér í jólagjöf – hann nota ég óspart og fæ hrós hvert sem ég kem enda sérstaklega glæsilegur.

Mikið vona ég að þið hafið átt frábæran dag með ykkar ástvinum. Ég hlakka nú bara þegar til þess næsta þegar ég fæ að njóta dagsins með tveimur afkvæmum.

EH

Færibandavinna í dag!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1