fbpx

Færibandavinna í dag!

Lífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistSS15

Ég er alltaf að einbeita mér í því að bæta skipulag vikunnar hjá mér, sérstaklega eftir að allt fór í steik í upphafi meðgöngunnar með endalausum veikindum svo þú er vikan þétt skipuð frá morgni til kvölds en ef ég á lausa stund þá leyfi ég mér að sofa út smátíma í einu. Ef ég þó leyfi mér að sofa of mikið riðlast allt skipulag vikunnar til og það er ekki gott en ég er svoddan B manneskja að það er mjög auðvelt að láta freystast og sofa lengur á morgnanna.

Á mánudögum á bloggið daginn, þá undirbý ég vikuna – jább ég veit yfirleitt hvað ég ætla að skrifa um á hverjum degi, ef ekki þá leggst ég í hugmyndavinnu og punkta niður góðar hugmyndir. Svo tek ég myndir, kosturinn við að taka myndir af lúkkum eða gera jafnvel myndönd. Svo ef ég næ að nýta daginn vel, vakna snemma til verka þá næ ég að afkasta miklu. Í dag tók ég efni fyrir fyrir og eftir færslu með nýjum Lancome farða og gerði fjögur förðunarlúkk sem munu birtast núna næstu daga – öll lúkkin eiga það sameiginlegt að vera með nýjum vorvörum frá merkjunum og eins eru allar vörurnar nýlegar!

Mig langaði að sýna ykkur lúkkin fjögur sem ég gerði í dag til að gefa ykkur smá tilfinningu fyrir því sem væri framundan. Einnig getið þið séð það á Instagram en ég reyni að vera dugleg þar þið finnið mig undir @ernahrund og aðgangurinn er opinn öllum.

mánudagsförðun

Ég er voðalega ánægð með þessa förðun, hér er ég með græntóna liti sem eru kannski ekki alveg þessir sem við grípum margar í en þessir litir blandast virkilega fallega saman. Takið svo eftir fjólubláa maskaranum sem kemur svona svakalega skemmtilega út með grænu litunum.

mánudagsförðun2

Ekta falleg vorförðun, er ástfangin af augnskuggunum og múku áferðinni sem þeir gefa augunum. Túrkisblái liturinn kemur líka glæsilega út á augunum. Alveg fullkomin vorförðun.

mánudagsförðun3

Seinni tvær farðanir dagsins voru svona aðeins ýktari enda var ég með alveg stórskemmtilega liti til að vinna með. Eins og grænn þá eru fjólubláir tónar kannski ekki alveg þeir sem við grípum til en mér finnst þeir alltaf skemmtilegir svona til að gefa smá mun.

mánudagsförðun4

Eins og fjólubláu tónarnir hér fyrir ofan þá heilla þeir bláu mig alveg uppúr skónnum. Ég elska áferðina sem liturinn gefur augunum mínum. Ég er virkilega heilluð af þessari förðun þó ég segi sjálf frá ;)

Hlakka til að sýna ykkur og segja ykkur meira frá í vikunni en hér eru það þrjú mismunandi merki sem eiga lúkk – 2 lúkk eru frá sama merkinu. Segi ykkur allt um það seinna.

EH

Varalitadagbók #29

Skrifa Innlegg