fbpx

Varalitadagbók #29

Ég Mæli MeðMACNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Eins og lofað var um daginn er það nýr og einkar glæsilegur Viva Glam varalitur sem fæ að vera í dagbókarfærslu vikunnar. Nýjasti liturinn er hugarfóstur söngkonunnar Miley Cyrus og þó svo mögulega séu skiptar skoðanir á henni þá hvet ég ykkur til að horfa frá hjá því eins og ég gerði og styrkja þetta dásamlega málefni sem MAC Aids Fund er!

Hér sjáið þið varalitinn fína sem er alveg bubblegum bleikur…

vivaglammiley2

Liturinn er virkilega vel heppnaður, áferðin í litnum er fullkomin, pigmentin eru dásamleg og glansinn sem kemur frá litnum er alveg raunverulegur en þessa mynd tók ég í dagsbirtu. Liturinn er sumarlegur og flottur og tilvalin eign fyrir alla aðdáendur bjartra varalita.

Ár hvert tilnefnir MAC talsmann Viva Glam sem hannar þá yfirleitt tvo varaliti ár hvert. Talsmaðurinn er alltaf kynntur til leiks í lok ársins á undan ásamt litnum sem kemur í formi varalitar og glosss. Fyrsti varalitur Miley er nú fáanlegur í verslunum MAC hér á Íslandi og ég lét ekki segja mér það tvisvar og keypti minn um leið og hann var fáanlegur. Ég hlakka svo til að sjá næsta lit en síðustu ár hafa litrirnir verið mjög vel heppnaðir sem skilar sér að sjálfsögðu bara í auknu framlagi í MAC Aids Fund en öll upphæðin sem við greiðum fyrir Viva Glam rennur óskipt í sjóðinn.

vivaglammiley

Ég er rosalega ánægð með þennan lit og þrátt fyrir mitt álit á söngkonunni mun ég bera hann stolt þar sem það er ekki á hverjum degi sem maður getur eignast svo fallegan grip og stutt frábært málefni um leið. Það er nefninlega ekki of oft hægt að segja frá því hvað virði eins Viva Glam varalitar getur gert….

  • 1 Viva Glam varalitur kaupir mánaðar birgðir af mat fyrir munaðarlaust barn í Kína.
  • 1 Viva Glam varalitur kaupir næg lyf til að hindra HIV smit frá móður til barns fyrir 2 börn í Afríku.
  • 1 Viva Glam varalitur kaupir skólabækur fyrir 7 HIV smituð börn í Afríku.
  • 1 Viva Glam varalitur kaupir ársbirgðir af lyfjum fyrir fullorðinn með HIV smit í Zimbabwe.

Dásamlegt málefni sem er vel þess virði að styrkja og fullkominn varalitur í dagbókarfærslu vikunnar!

EH

Varan sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Förðunin á Óskarnum 2015

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1