HUGMYNDIR AF JÓLAGJAFAUMBÚÐUM:

HugmyndirInnblástur

img_8390

Í ár langar mig að leggja meiri vinnu en vanalega í jólagjafaumbúðirnar. Ég fann fullt af fallegum hugmyndum á Pinterest sem ég mun notast við. Ég er mjög hrifin af alveg hvítum pappír eða alveg brúnum pappír & skreyta pakkann síðan með fallegum þunnum þráðum & nota greni eða laufblað sem skraut ofan á pakkann. Og síðan stílhreint fallegt jólakort við. Ég er virkilega hrifin af þeirri skreytingu, mér finnst það bæði jólalegt & stílhreint!

Ég hef ekki ennþá fundið greni til að skreyta pakkann með! Einhverjar hugmyndir hvar það getur fæst?

x

img_8396

Ég fann mér svona fallegna borða í Søstrene Grene í Kringlunni.

img_8392

Ég verslaði mér svona fallegan brúnan pappír utan um pakkana í Søstrene Grene.

Alveg eins miða fann ég í A4 í Kringlunni.

img_8397img_8391 img_839435d45adc68b2132bb2593656204fb880

98ce8cf2a0ddabf287c9a180c571a8e7 Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
trendnet

Annað dress: denim on denim

Annað DressBiancoInnblásturNýtt í FataskápnumVero Moda

Fyrir helgi tók ég denim og denim á þetta, ég er að fýla þetta combo í tætlur meirað segja svo mikið að ég tók tvo daga í röð í því – já ég hef sem betur fer gleymt gömlum siðum – þið sem hafið lesið í einhvern tíma skiljið mig ;)

Dressið er allt úr Vero Moda, fyrir utan skónna – en ég tók þetta alla leið á föstudaginn og setti vélina uppá þrífót fyrir utan heima og stimplaði mig alveg inn sem undarlegasta nágrannan hér í hverfinu, alla vega sjálfumglaðasta íbúa götunnar! En fyrstu myndirnar birtust inná Instagrammi Vero Moda hér á Íslandi þar sem ég var með svona instagram takaover sem ég ætla að sýna ykkur betur í næstu viku.denim6

Buxur: Seven frá Vero Moda, við erum lengi búnar að bíða eftir flottum týpískum gallabuxum í fallegum bláum lit og þær komu loks núna fyrir helgi. Ég er búin að vera í mínum alla helgina en þetta snið er virkilega þægilegt og buxurnar sitja fallega á líkamanum og þær sitjá hátt uppi. Ég elska litinn á þeim þetta er svona ekta gallabuxnalitur. En það er um að gera að taka þessar þröngar – því þær gefa eftir!

denim5

Skyrta: frá Only fæst í Vero Moda. Þessi kom líka fyrir helgi og þetta var klárlega ást við fyrstu sýn. Ég kolféll fyrir henni þegar ég sá hana komna uppá vegg, þetta er mjög klassísk gallaskyrta úr mjúku efni sem er með smellum – mjög þægilegt og fljótlegt fyrir mjólkandi mömmu – þessi verður mikið notuð!

denim7

Skór: Bianco, þessir skór eru svo fáránlega þægilegir ég get ekki lagt meiri áherslu á það. Ég er mjög óvön því að vera í hælum, ég er enn að venjast því aftur bara eftir meðgönguna. Þó þetta séu ekki miklir hælar þá eru þeir mjög háir fyrir mig að vera í daglega miðað við hvað ég hef verið óörugg með mig útaf grindinni sem mér finnst ennþá alltof laus í sér. En mér líður svakalega vel í þessum og mæli vel með þeim, eins og ég tönnslast á þá er sylgjan alveg fullkomin og poppar skemmtilega uppá skónna.

DENIM ON DENIM INSPIRATION

Ég get sko lofað því að þetta dress verður notað mikið næstu daga og vikur, sjúklega einfalt og þægilegt, ég þarf endilega að næla mér svo í gott belti við gallabuxurnar. Svona svo ég get girt skyrtuna fallega ofan í buxurnar. Svo er bara að skella yfir sig góðri peysu sérstaklega þegar það er svona kalt úti eins og núna.

Gleðilegan sunnudag! Dagurinn einkennist af tiltekt fyrir smá bjútíhitting núna í vikunni – gott að vera snemma að hlutunum og svo er ég að vinna í næstu stafrófsfærslu – B fyrir Bronzer! Hlakka mikið til að deila henni með ykkur***

Erna Hrund

Áramótahár?

ÁramótHárInnblástur

Þegar ég var svona 12 ára þá var body glimmer og glimmer hársprey staðalbúnaður ungra stúlkna og ég man það fyrir ein áramótin þá var ég bókstaflega öll útí glimmeri. Það var ekkert það allra smekklegasta og við getum sagt að það hafi verið glimmer útum allt í kringum mig en gaman var það þó! Ég hef verið að taka eftir nýju trendi sem er að skapast aftur og það er hárglimmerið. Er þetta trend ekki eitthvað sem er tilvalið til þess að nýta sér fyrir fimmtudaginn næsta. Kannski ekki taka því jafn hátíðlega og 12 ára ég gerði ;)

Ég lagðist aðeins yfir Pinterest um daginn til að finna nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að deila með ykkur…

1eb6b7dd5cf668d04ff1a3ec92535910

Fýla þetta í tætlur! Stórar og fallegar gylltar glimmer agnir…

d053b4300e44d8b473c180cbcf6a8067

Hér er sett glimmer yfir úrsér vaxna hárrót – kannski eitthvað til að seinka því að fara í litun?

2abc4fcfef0f5152172c338c7a954e51

Mér finnst einhvern vegin fallegra að setja svona stærri agnir hér og þar yfir hárið. Gefur dáldið fallega áferð og skemmtilegan glans yfir allt hárið.

4c372695b8f7dad392af0204fe916c49

Grænt glimmer í dökkt hár!

dd0a59432457732e697ff2edda781ae3

Elska þetta líka! Stórar og fallegar stjörnur – hver veit nema ég leiki þetta eftir. Hér er líka aðeins einfaldara að plokka glimmerið úr hárinu…

cc9d0c6ece6c47838cce700b66ec56f2

Allt hárið sleikt aftur og fallegt glimmer sem endurkastar birtu!

3de7fd533577c4a441c1a0052d934018

Svo er eitthvað voðalega elegant og kvenlegt við þessa einu fínu glimmerrönd!

e6ad2dac00e927d714ca7f3937875877

Kannski aðeins of mikið… En flott mynd!

f43853490514980e9f18a3bcdcce702e

 Svo fyrir ykkur sem viljið taka þetta ALLA leið!

Ég setti hárið mitt allt upp yfir aðfangadagskvöld en ég er ekki alveg búin að ákveða áramóta hárið – stjörnu glimmer hárið kemur sterklega til greina. Held það sé ekki sterkur leikur að ég fari að setja mikið af litlum glimmerögnum yfir hárið svona tveimur dögum fyrir brúðkaup ;)

Erna Hrund

Innblástur fyrir brúðkaupsdress

BrúðkaupInnblásturLífið Mitt

Það er allt á fullu í undirbúningi fyrir stóra daginn sem nálgast stöðugt! Boðskortin eru í bígerð og fara vonandi sem fyrst frá okkur því það er bara alltof stutt í þetta – já það örlar fyrir smá stressi… En ég hef verið svona í smá krísu með hversu miklu ég vil deila með ykkur hér á síðunni, bæði langar mig að halda smá leynd og svo vil ég kannski ekki drekkja ykkur í brúðkaupsfærslum heldur :)

En nú er allt á fullu þegar kemur að brúðardressinu sjálfu sem ein af mínum uppáhalds er að hanna og sauma og ég var rétt í þessu á fá ofboðslega skemmtilegt snapp en efnin eru komin – hversu spennandi!

Mig langaði að því tilefni að deila með ykkur myndunum sem við Andrea köstuðum á milli okkar í upphafi. Inná milli leynast myndirnar sem víð ákváðum að horfa mest til en það er mitt að vita og ykkar að sjá í janúar…

71ed5d6140ea054c4860a9b1f8a38980


eb98ca6a4e05f792e3abde3fbd285289
221ca04f98ecbbf5364911ad4f7d10ca d8a5e8d6b25e634df5fa58f58c63df23

54d5c551070e1abd20e268c4a2f8a529 5afd6d28641b948845cb766b535bd5e9 04d9f77b568ddfb299a5b524c3c6f63b 011a35c6e0158972be67bf29d59c83e5


fda744fe7b3ff5c49ea833a836cad04b 298451893a304a9ebef5d59efc4b9c38

6aa7fcb9b5455667547ff14103b9c461

Hvernig líst ykkur á, eru einhverjar ágiskanir þarna jafnvel… ;)

Þið megið líka endilega láta í ykkur heyra ef þið viljið fá fleiri brúðkaupsfærslur – kannski með því að smella bara á like takkann… þá kannski reyni ég að gera aðeins fleiri.

Erna Hrund

Ilmur af hausti

Ég Mæli MeðFallegtFW15GUCCIIlmirInnblásturLífið Mitt

Ég fæ bara ekki nóg af því að pæla í ilmvötnum – en það ættuð þið nú þegar að vita. Með haustinu koma margir dásamlegir ilmir og einn af þeim sem er nú þegar komin í uppáhald hjá mér er Bamboo frá Gucci.

Mér hefur alltaf þótt svakalega gaman að fylgjast með breiðu úrvali ilma frá Gucci, það er eins og það sé til ilmvatn fyrir hverja tilfinningu, hvert skap, hvert tilefni og Bamboo er fullkomin viðbót hjá merkinu en ilmurinn er nú þegar kominn í verslanir.

Það er eitthvað við þennan dásamlega ilm sem heillar mig alveg ofboðslega. Hann fyllir mig af hlýjum og ljúfum tilfinningum og hann hentar mér því alveg fullkomlega.

bamboo2

Gucci sækir innblástur til bamubsins við hönnun ilmsins – Gucci kona nútímans hefur marga af eiginleikum bambusins:

„Hjá henni ríkir jafnvægi milli styrks og sjálfstrausts og meðfædds kvenleika og þokka. Hún er eggjandi en um leið öflug og valdamannsleg. Hún getur beygt sig en brotnar ekki. Eins og bambusinn er hún full lífsorku, hún er sveigjanleg og fagnar öllum breytingum. Hún býr yfir óviðjafnanlegri kvenkegri orku, hún er seyðandi blanda margra eiginleika.“

Toppnótur:
Sítrus og Bergamot

Hjartanótur:
Appelsínublóm, Casablanca Liljaog Ylang-Ylang

Grunnnótur: 
Amber, Sandelviður og Vanilla frá Tahiti

Hér fyrir ofan eru nóturnar sem ilmurinn er settur saman úr. Hann er því mjög mildur en um leið með ljúfri dýpt sem er svona í sætari kantinum útaf vanillunni en samt ekki svona dísæt. Ilmurinn finnst mér mjög kvenlegur og hann hrífur við fyrsta þef. Ilmurinn er sérstaklega hannaður fyrir Gucci konuna sem er kvenleg, örugg, sterk og fær á sínu sviði.

bamboo

Glasið er listaverk útaf fyrir sig. Bambus tappinn er auðvitað í takt við innblástur ilmsins og plantan einkennir líka pakkningarnar utan um glasið. Sjálf gerði ég mikla leit af bambus stilk til að skreyta myndirnar sem fylgja færslunni en án árangurs – ég geri það kannski bara við annað tækifæri. Sjálfri finnst mér skurðurinn á glasinu það fallegasta við það. Birta endurkastast svo fallega af glasinu og fölbleika vökvanum svo ilmurinn sjálfur verður alveg töfrandi fallegur eins væmið og það hljómar!

Mér finnst þetta alveg æðislegur ilmur og hann hentar mér fullkomlega. Sjálf hef ég ekki getað sleppt höndunum af STELLA eau de Toilette ilminum í allt sumar svo ef þið eins og ég voruð ánægðar með hann þá er Bamboo frá Gucci tilvalinn fyrir ykkur.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Blússandi falleg blúnda

Á ÓskalistanumFallegtFashionInnblásturStíllTrendVero Moda

Já ég veit, það er ekki beint mikið vit í heiti færslunnar en þetta er svona smá leikur að orðum. Ég veit ekki hvort þið vissuð það eða hafið pælt í því en ég vinn smá vinnu bakvið tjöldin fyrir Vero Moda, meðal þess sem ég hef aðgang að eru myndir af vörum sem eru væntanlegar til okkar og ég var að fara í gegnum sendinguna sem er að koma í búðir núna á fimmtudaginn og það er mikið af fallegum blúnduflíkum. Ég heillaðist af þeim og datt í kjölfarið á smá Pinterest rúnt til að fá smá innblástur af samsettum dressum með blúndu til að fá smá hugmyndir að því hvernig væri hægt að setja saman skemmtileg dress til að setja á veggina inn í Smáralind sem er búðin sem ég merchandise-a mest.

Ég er stútfull af hugmyndum eftir rúntinn og mig langaði að deila með ykkur innblæstrinum og svo fékk ég leyfi til að sýna ykkur vörurnar sem eru að koma núna á fimmtudaginn – verðin eru mjög góð eins og alltaf.

Skoðið og heillist…

87e5330b5570b20102d4ace4004b8720

dc00dd05ddc7f665f1143bfa1e0498df

251d845172348ba4bb416cc512bc3fd4

Hér sjáið þið svo blúndu flíkurnar sem eru væntanlegar með sendingunni sem mætir í Vero Moda fyrir helgi – koma á fimmtudag/föstudag.

ONChloeLaceStringBraÞessi toppur er auðvitað virkilega einfaldur og klassískur og í takt við mikið af flíkunum sem þið sjáið hér fyrir ofan. Mér finnst verðið á þessum alveg fullkomið en hann verður á 2990kr.

PCNettiLaceBra

Hér er svo aðeins þéttari blúnda – virkilega fallegur líka. Þessi toppur kemur í svörtu og verður á 2990kr.

PCNettiLaceBody

Samfellan finnst mér æðisleg – flott við buxur og lausa skyrtu t.d. – held það gæti komið virkilega fallega út. Þessi fallega samfella verður á 2990kr.

PCLoaLaceSvo er hér svona þekjandi hlýrabolur með blúndu sem mér finnst alveg æðislega elegant og fallegur. Mig langar mikið í þennan sjálf. Fullkomin flík til að eiga í fataskápnum við fallegar buxur og blússu eða jafnvel bara jakka. Þessi verður á 3990kr.

Blúnda er alltaf svo klassísk, falleg og elegant finnst ykkur ekki…

EH

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt, algjörlega skrifuð af mínu eigin frumkvæði og bara til að gefa ykkur hugmyndir af fallegum dressum og því sem væntanlegt í verslanir.

Ilmvatnsglös með sögu og sjarma

ChanelIlmirInnblásturLífið Mitt

Ég er óttalegur kjáni stundum og fólk getur alveg ranghvolft augunum þegar ég fer að ræða um ilmvötn. En ef það eru einhverjar vörur í snyrtivöruheiminum sem vekja hjá mér gæsahúð þá eru það ilmvötn og þá sérstaklega þessi sögufrægu sem hafa tekið þátt í því að móta heim ilmvatna og veita ilmvatnsgerðarmönnum um allan heim innblástur í sínu starfi.

Síðustu ár hef ég byrjað að safna sögufrægum ilmvatnsglösum sem ég nýti meira sem skraut fyrir heimilið en beint kannski sem ilmvötnin mín þó mér finnist líka gaman að nota þau af og til – þegar ég er í þannig fíling.

Mig langaði að deila með ykkur tveimur sérstaklega frægum…

ilmvatnsglös

Hér sjáið þið tvö af mínum allra uppáhalds glösum – bæði frá Chanel og þau standa hlið við hlið uppí hillu með kössunum og poka frá þessu sögufræga merki. Ilmirnir tveir eru meðal þeirra þekktustu um heim allan og annar þeirra hefur veitt ilmvatnsgerðarmönnum innblástur í fleiri áratugi!

ilmvatnsglös3

Coco Mademoiselle

Þessi er algjörlega æðislegur, ilmurinn sjálfur heillar mig uppúr skónnum en Coco Mademoiselle er einn af vinsælustu ilmunum frá Chanel hér á Íslandi. Nýlega var einmitt auglýsingaherferð hér á Íslandi fyrir ilminn m.a. á strætóskýlum – ég veit ekki hvað það er en ég elska að sjá svona flottar tísku auglýsingar á strætóskýlunum okkar. Það er Keira Knightley sem er andlit ilmsins en hún er í mínum huga og margra annarra hin einstaka Coco Mademoiselle.

Ilmurinn kom fyrst á markaðinn árið 2001 og er hannaður af Jacques Polge sem hefur unnið fyrir merkið frá árinu 1978. Ilmurinn er allt öðruvísi en t.d. sá klassíski N°5 og sjálf er ég hrifnari af þessum en þetta er virkilega ljúfur blómailmur sem einkennist af Jasmín og Maí Rós og ilmirnir af þeim blómm verða ríkari með Florentine Iris.

ilmvatnsglös2

Chanel N°5 eau premiére

Hér er auðvitað um að ræða eitt allra frægasta ilmvatn í heiminum. Mörgum þykir þessi ilmur of þungur og of gamaldags – mér finnst hann einstakur, yndislegur og alveg fullkominn. Þegar ég finn þefinn af honum sé ég Coco sjálfa fyrir mér að starfa með ilmvatnsgerðarmanni sínum að velja á milli hugmynda hans og velja að lokum sýnishorn nr. 5. Þetta er reyndar ekki klassíska útgáfan sjálf heldur Eau Premiére útgáfan sem kom út árið 2007 sem á að vera nýstárlegri útgáfa af ilminum upphaflega. Ilmirnir eru alls ekki ólíkir – eau Premiére heldur í allt það einstaka frá þeim upphaflega og fyrir stuttu kom hann í glasi þar sem búið var að breyta því aðeins svo það yrði líkara því upprunalega. Glasið var öðruvísi og fimman var ekki sýnileg. Mér finnst persónulega þetta miklu flottara. Andlit Chanel no°5 er Gisele Bundchen.

Ilmurinn er sem áður segir eins uppbyggður og sá upprunalegri, nema hann er léttari, ljúfari og mýkri og ef til vill hentar hann betur til daglegrar notkunar en sá allra fyrsti.

ilmvatnsglös4

Mig vantar samt alveg svakalega glas af Chanel no°5 eau de Parfum – þeim allra fyrsta – safnið verður aldrei fullkomnað án hans :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Leit að innblástri fyrir RMJ

FallegtInnblásturLífið MittReykjavík Makeup Journal

Í kvöld er ég á fullu – í vikunni sem er að hefjast er ég að setja í fimmta gír þegar kemur að framleiðslu fyrir efni og frágangi þá því sem er tilbúið fyrir 5. tölublað Reykjavík Makeup Journal sem er væntanlegt núna í lok maí. Þema blaðsins er sumarið og brúðkaup og ég verð að segja það sjálf að þetta verður flottasta blaðið hingað til. Ég var sjálf alveg ótrúlega ánægð með það síðast en ég held að þetta verði enn betra.

Sjálf er ég komin í mikið sumarskap og stútfull af hugmyndum fyrir farðanir og húðumhirðu sumarsins svo er maður voðalega rómatískt þenkjandi með sitt eigið brúðkaup framundan svo mér hefur þótt voðalega gaman að vinna allt brúðarefnið og það verður sko áberandi í blaðinu því lofa ég :)

Á þriðjudaginn er stór myndataka framundan – við skjótum nánast allt myndefni fyrir þetta blað sjálf held í alvörunni að svona 60-70% af myndefni blaðsins verður eitthvað frá okkur og þannig vil ég hafa það. Mér finnst skemmtilegast sjálfri að skoða svoleiðis myndir og mér finnst það gera blaðið enn veglegra og persónulegra. Svo ég er að gera mig reddí fyrir langan dag í miklu fjöri.

Svo kvöldið snýst um að skrifa, klára efni til að skila inní uppsetningu og próförk já og leita að innblæstri fyrir komandi viku. Meðal myndanna sem við þurfum að taka eru vörumyndir bæði fyrir stakar vörutegundir og hópmyndir – hvert fer maður þá annað en á Pinterest. Reyndar sanka ég líka helling að myndum að mér úr tímaritum en ég vildi samt sýna ykkur hvernig fíling ég er í þó ég viti að ég geti kannski ekki alveg farið overboard í þessu þá fæ ég alla vega góðar hugmyndir og það er fyrir öllu.

90322ffdd005475e27409d1ab70c39aa cfffa4af21fe2c3a869a396a15690714 59ba8195be380a24ec6f266239fe8354 3486b5f4f7094584d7bfe514d126ee5d da09e80a39e72c46402bdf269bbe0acf 92e3c106f31172ccf051d99b54e00f99 48d5a2c94baddf821e4e1d0d5946ad9f b02752e8cf131c8740fd31600267b12d 3b8e2430780c0648dd103fff4bdb70c5 3e3d05a7cfce85ea5fc9a01e118c6d4a 2c82a11fd6f94159f4bc7f603c1a7d7c 9813fbb078f47e0ca9280a5531c67642 1d1d43f2adce2fc3cc8a850a01c4025d cfc19d411940cf07e5c30abebd1dfef4 59466eb776650a073c777787eedcd3c2 2013 Shay Cochrane 36414dda5a232e8c6d17c264b872de6b 7cda52068c5e63b9d5e2c24af18ed66f 824b0dc2d3ccd0a93c57da8e534ab4f3 dcdd5503deab89c417e1bb11f8d65e61

Svo er ég líka með opin augun fyrir innblæstri að því hvernig ég get tekið myndir af vörum fyrir bloggið. Myndefni skiptir mig miklu máli bara til að hafa fegurð yfir síðunni minni. Mér finnst alltaf skemmtilegra að skoða blogg þar sem myndefni er fallegt sem er ein af aðalástæðum fyrir ást minni á hinni norsku Camillu Pihl – hún er ein af fyrirmyndunum mínum það er bara þannig ;)

Eigið þið góða viku***

EH

Bumbustíll

InnblásturLífið MittMeðgangaStíll

Ég viðurkenni það nú fúslega að ég er farin að eiga dáldið erfitt með að klæða mig bara síðustu daga. Fyrir svona tveimur dögum tók kúlan mín alveg svakalegan vaxtakipp og fólk er meirað segja búið að hafa orð á því – alveg alltof margir. Svo bara svona allt í einu líður mér eins og allt sé að springa utan af mér :)

Mér finnst ég dáldið komin á þann tímapunkt að það verður erfiðara og erfiaðara að klæða sig á morgnanna. Maður upplifir smá svona uppgjöf þegar maður kemst að því að maður passar kannski ekki í alveg allt sem maður hélt að maður gæti notað og það tekur alltof langan tíma að klæða sig á morgnanna. Stundum verð ég alveg bara svona sigruð og langar helst bara að labba út í náttbuxunum og kannski vona bara að það taki enginn eftir því en ég hef enn látið það kjurt sem er held ég bara í góðu lagi.

En þrjóskan í mér er bara þannig að mig langar bara engan vegin að kaupa mér sérstakan meðgögnufatnað ég bara svona tími einginlega ekki að eyða pening í fatnað sem ég nota bara í stutta stund. En ég datt í staðin bara í smá innblásturs gír og eyddi dáldið miklum tíma inná pinterest og skoðaði bumbustíl damanna þar…

Sjáið bara hvað þetta eru glæsilegar konur – er ég ekki örugglega svona líka ;) En ég er alla vega nú uppfull af hugmyndum um klæðaburð næstu vikurnar. Ég vil fyrst og fremst bara láta sjálfri mér líða vel ég set engar kröfur á mig um að vera á háum hælum – held reyndar að grindin myndi bugast – haha ég hlæ eiginlega bara af sjálfri mér við tilhugsunina að vagga um á háum hælum.

En ég er uppfull núna af hugmyndum fyrir bumbustílinn og ætla að halda áfram að njóta meðgöngunnar í botn!

EH