fbpx

Bumbustíll

InnblásturLífið MittMeðgangaStíll

Ég viðurkenni það nú fúslega að ég er farin að eiga dáldið erfitt með að klæða mig bara síðustu daga. Fyrir svona tveimur dögum tók kúlan mín alveg svakalegan vaxtakipp og fólk er meirað segja búið að hafa orð á því – alveg alltof margir. Svo bara svona allt í einu líður mér eins og allt sé að springa utan af mér :)

Mér finnst ég dáldið komin á þann tímapunkt að það verður erfiðara og erfiaðara að klæða sig á morgnanna. Maður upplifir smá svona uppgjöf þegar maður kemst að því að maður passar kannski ekki í alveg allt sem maður hélt að maður gæti notað og það tekur alltof langan tíma að klæða sig á morgnanna. Stundum verð ég alveg bara svona sigruð og langar helst bara að labba út í náttbuxunum og kannski vona bara að það taki enginn eftir því en ég hef enn látið það kjurt sem er held ég bara í góðu lagi.

En þrjóskan í mér er bara þannig að mig langar bara engan vegin að kaupa mér sérstakan meðgögnufatnað ég bara svona tími einginlega ekki að eyða pening í fatnað sem ég nota bara í stutta stund. En ég datt í staðin bara í smá innblásturs gír og eyddi dáldið miklum tíma inná pinterest og skoðaði bumbustíl damanna þar…

Sjáið bara hvað þetta eru glæsilegar konur – er ég ekki örugglega svona líka ;) En ég er alla vega nú uppfull af hugmyndum um klæðaburð næstu vikurnar. Ég vil fyrst og fremst bara láta sjálfri mér líða vel ég set engar kröfur á mig um að vera á háum hælum – held reyndar að grindin myndi bugast – haha ég hlæ eiginlega bara af sjálfri mér við tilhugsunina að vagga um á háum hælum.

En ég er uppfull núna af hugmyndum fyrir bumbustílinn og ætla að halda áfram að njóta meðgöngunnar í botn!

EH

Sumargjöf #3 dekur fyrir líkamann

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Lena

  27. April 2015

  Er komin 21 viku á leið og er að detta i þennan vandamalapakka :/ se að flestar eru i buxum en eg get ekki hugsað mer að fara i buxur:/

  • Ég fann reyndar einar alveg æðislegar buxur! Fengum þær inní Vero Moda eru frá Pieces og kostuðu litlar 3990kr heita Just Wear og ég er búin að geta notað mínar helling – get ekki hneppt þeim reyndar en ég næ að festa rennilásinn svo þær haldast uppi :) Mæli með!

 2. Elísabet Gunnars

  27. April 2015

  Blake Lively er í uppáhaldi – en allar eru þær gullfallegar, eins og þú