fbpx

Reykjavík Fashion Journal

Um RFJ

Ég er 24 ára (að verða 25 ára) förðunarfræðingur og forfallinn social media aðdáandi, starfa í samfélagsmiðladeild á flottust auglýsingastofu landsins og skófíkill. Draumurinn er fá að ferðast um allan heiminn til að farða fyrir myndatökur hjá flottustu tískutímaritunum og á heitustu tískusýningunum.

Fyrsta færslan á síðunni minni birtist 12. júlí en nokkrum vikum áður hafði kærastinn minn sest niður með mér og sagt við mig að nú væri kominn tími til að ég fengi heimasíðu. Hann var þá tilbúinn með nafnið og síðuna. Árið 2012 þegar síðan var tæplega ársgömul var mér svo boðið að verða partur af bloggsamfélaginu Trendnet sem ég þáði með þökkum.

Í dag er ReykjavíkFashionJournal orðið að blogginu sem ég vil að það verði þar sem er lögð áhersla á allt sem viðkemur förðun, sýnikennslur, tískustraumar í makeup-i, makeup lúkk og kynningar á snyrtivörum. Mér finnst ótrúlega gaman að fá að deila aðaláhugamáli mínu með öðrum makeup fíklum og ég vona að ég fái að gera það um ókomna tíð.

Árið 2013 stofnaði ég förðunartímaritið Reykjavík Makeup Journal og gaf út tvö tímarit á netinu. 16. október 2014 kom svo þriðja tölublað RMJ út á prenti og geri ég það í samstarfi við Hagkaup sem er útgefandi blaðsins. Blaðið er frítt og það má nálgast í allar verslanir Hagkaupa á meðan nóg er til :)

Sem förðunarbloggari þá fæ ég send sýnishorn af snyrtivörum fyrir umfjallanir. Það kemur þó hér með skýrt fram að þær sendingar hafa á engann hátt áhrif á umfjallanir sem vörurnar fá sem eru allar byggðar á minni persónulegu skoðun. Engin greiðsla er á bakvið neinar færslur á síðunni – það er ekki í boði á minni síðu og ég skrifa allan texta sjálf en ef ég vitna beint í upplýsingar um vöru þá er það tekið skýrt fram.

Einnig langar mig að taka fram að allar athugasemdir eru á ábyrgð þess sem skrifar þær. Mér finnst bara gaman að heyra frá lesendum hvaða skoðun þeir hafa á því sem ég set fram og því hef ég alltaf vanið mig á að samþykkja allar athugasemdir hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar. Ég áskil mér þó rétt til að eyða athugasemdum sem eru settar fram til að særa eða gera lítið úr öðrum, hvort sem það er gagnvart mér eða öðrum.

Takk kærlega fyrir lesturinn og ég vona að þið venjið ykkur á að kíkja reglulega í heimsókn – ég tek vel á móti öllum :)