Dúskatagl

FallegtHárLífið MittSS15

Áfram held ég að sýna ykkur einfaldar og skemmtilegar hárgreiðslur í sítt hár. Mér þykir þetta bara ansi skemmtilegt og smá meiri hvatning fyrir mig til að setja eitthvað í hárið á mér. Ég skellti í dúskatagl í sólinni í síðustu viku og það kom svona svakalega vel út og tekur enga stund.

Ég hef alltof lengi ætlað að skella í svona greiðslu en hún Andrea vinkona mín og uppáhalds hönnuður er mikið með svona bæði sjálf og í myndatökum fyrir línurnar sínar og ég er alltaf að dásama greiðsluna en aldrei skellt í hana. Fyr en nú! Ég hef í raun kannski bara aldrei átt nógu góðar teygjur í þessa greiðslu en svo var ég í apóteki um daginn og greip með mér pakka af ábyggilega 200 litlum glærum teygjum. Teygjurnar komu bara ansi mikið á óvart varðandi styrk en þær eru samt bara svona einnota – þess vegna eru líka kannski svona margar í pakkanum.

dúskatagl

Ég ákvað að hafa taglið bara frekar lágt í þetta sinn en þið getið auðvitað hækkað það meira upp svo það standi aðeins út. Þá verður greiðslan líka kannski aðeins fínni. En ég byrjaði á því að spreyja vel hárið með nýja saltvatnsspreyjinu mínu frá Herbivore sem þið fáið HÉR – til að gefa því smá svona tjásulega áferð og hristi uppí því áður en ég skellti taglinu í. Spreyið er reyndar uppselt í augnablikinu sem ég skil vel því bæði er varan mjög góð, hún er falleg og á góðu verði.

dúskatagl4

Ég setti sumsé bara hárið í tagl og skellti svo teygjum í hárið niður eftir því og togaði aðeins út hárið á milli teygjanna þannig það myndast svona eins konar dúskar. Ég hefði mögulega komist upp með að skella einum dúsk í enda hársins í viðbót en það fer auðvitað bara eftir smekk hvers og eins. Teygjurnar fékk ég í Lyfju Lágmúla ef einhver er að pæla í því.

p.s. ef þið voruð búnar að taka eftir því þá er eins og ég sé ekki með óléttubumbu á þessari mynd! Finnst það smá krípi þar sem hún er að mínu mati alveg risavaxin enda er barnið orðið 14 merkur samkvæmt vaxtasónar í síðustu viku! Svo eru þessir marblettir voða smekklegir – blóðprufur!

dúskatagl3

Einföld og fljótleg greiðsla fyrir ykkur með miðlungs sítt hár og sítt hár eins og ég. Svo þegar ég tók teygjurnar úr voru komnir svona skemmtilegir bylgjukenndir liðir í hárið sem mér þótti mjög flottir og svona auka plús.

Næsta greiðsla sem þið fáið svo að sjá er mjög svipuð og þessi – Aðalsteinn trúði mér alla vega ekki þegar ég hélt því fram að þetta væru ekki eins greiðslur. En hún er smá svona twist á þessari greiðslu – í bókstaflegri merkingu!

EH

Dior góðgæti!

AuguDiorÉg Mæli MeðFashionLífið MittmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMaskararNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS15

Ég sat fund um daginn þar sem ég fékk að sjá og prófa glæsilegar snyrtivörunýjungar frá Dior. Ég sat eiginlega bara með gæsahúð þegar ég virti fyrir mér nýjust vörurnar og haustlínu merkisins sem er væntanleg núna í lok sumars í verslanir. Ég held ég geti með sanni sagt að línan er hrikalega vel heppnuð og ein sú allra fallegasta sem ég hef séð. Peter Phillips hefur skilað frá sér alveg stórkostlegri haustlínu sem inniheldur bæði einstaklega flottar nýjungar og glæsilega liti í vörum sem hafa nú þegar verið til hjá merkinu.

En áður en við vindum okkur í haustið þá er um að gera að klára sumarið… Já eða nýju vörurnar sem voru að detta í hús hjá merkinu og ég býð þær kærlega velkomnar því ég hef aldrei átt erfitt með að bæta á mig fallegum vörum frá Dior.

diorgóðgæti9

Hér fyrir ofan sjáið þið vörurnar eða þrjár af þeim sem voru að detta í hús og eru nú í fókus á stöndum merkisins um land allt. En það eru nýjar augnskuggapallettur sem innihalda fjóra púðuraugnskugga og svo kremkenndan eyeliner – svo er það nýja útgáfan af hinum allra klassíska Diorshow maskara sem kom í alveg fjórum litum – svörtum, brúnum, bláum og fjólubláum.

diorgóðgæti8

Maskarinn hefur fyrir löngu síðan haslað sér völl sem einn af þekktustu þykkingarmöskurum í heimi. En þó hefur hann fengið smá gagnrýni fyrir að þorna ansi hratt upp sem svo sem er svo sem gagnrýni sem margir þykkingarmaskarar fá á sig. En nú fékk maskarinn – bæði formúlan og umbúðirnar kærkomna yfirhalningu svo nú er þetta vandamál úr sögunni. Bæði er loftþéttari efst í umbúðum maskarans sem verndar formúluna og heldur súrefni frá formúlunni og svo er enn betri læsing á umbúðunum en þið snúið honum saman alveg þar til það heyrist smá smellur. Það er auðvitað súrefni og loft sem skemmir formúlur og flýtir fyrir þornun þeirra þess vegna eigið þið alltaf að venja ykkur á að loka möskurunum ykkar alveg sérstaklega vel og líka að alls ekki pumpa þá – þá myndast loftbólur inní maskaranum og hann þornar innan frá.

En aftur að förðuninni – ég ætla að segja ykkur betur frá vörunum hérna fyrir neðan…

diorgóðgæti5

Ég heillaðist sannarlega strax af þessari fallegu Taupe brúnu augnskuggapallettu en eins og ég sagði áður frá þá eru þetta 4 augnskuggar, einn sem er fullkominn sem primer og svo er kremaður eyeliner sem fylgir þarna með. Ég hef alltaf verið skotin í burstunum sem koma með Dior pallettunum og ég notaði burstana tvo til að gera þessa förðun. Ég fékk svo ótrúlega skemmtilega áskorun um daginn þar sem ég var hvött til þess að sýna augnförðun með svampbursta sem fylgir með svona pallettum inná snapchat og hana ætla ég að skella í þegar ég útskrifast af spítalanum – ef allt gengur vel það er að segja.

En hér blanda ég öllum litunum í pallettunni saman og skerpi svo á umgjörð augnanna með kremaða eyeliernum og set hann líka í vatnslínuna sem gerir áferðina og umgjörðina enn fallegri og gefur lúkkinu meiri heild. Ég setti bara eina umferð af maskaranum svo þessi á meira en nóg inni hjá mér það get ég sko sagt ykkur. En ég heillast alltaf að því frekar að hafa augnhárin sem náttúrulegust og ég þarf að sýna ykkur þennan betur og máttinn hans við dekkri förðun – með þá svörtu pallettunni sem þið sjáið hér fyrir ofan hún er svona intense kvöldförðunar palletta!

Svo endaði ég á því að bera þennan dýrindis fallega gloss á varirnar – ég er alveg heilluð af litnum finnst ykkur hann ekki æði!

diorgóðgæti2

Vörurnar sem ég notaði í lúkkið:

  • 5 Coulerus Designer augnskuggapalletta í litnum Taupe Design nr. 718
  • Diorshow Mascara í svörtu.
  • Rouge Dior Brilliant gloss í litnum Swan nr. 263

diorgóðgæti6

Allt tónar ótrúlega saman og þessar þrjár Dior vörur passa algjörlega saman og skapa áferðafallega og rómantíska förðun sem leikur einn er að herma eftir. Eins og ég segi hér fyrir ofan þá leik ég mér með alla litina í pallettunni sjálfri til að skapa förðunina og notaði meirað segja krem eyelinerinn yfir púðuraugnskuggana til að skyggja augnlokið og globuslínuna enn betur – til að gefa augunum aðeins meiri dýpt. Það er alls ekkert sem bannar það að setja kremförðunarvörur yfir púðurvörur eða öfugt – gerið það sem ykkur dettur í hug og það sem ykkur langar til að gera. Svampburstarnir eru fullkomnir til að bera kremuðu formúluna yfir púðurlitinn og svo notið þið burstann sem er dáldið laus í sér til að blanda litunum saman, það gæti ekki verið einfaldara.

diorgóðgæti7

En nú aðeins meira um formúluna í maskaranum sjálfum því það er auðvitað hún sem skiptir alveg gríðarlega miklu máli og sérstaklega í þykkingarmöskurunum en það er formúlan sem þéttir og þykkir hárin sjálf. Til þess að gefa augnhárunum mikla þykkingu er best að byrja á því að að nota enda burstans til að bera formúluna á augnhárin þá notið þið stuttu hárin á greiðunni til að þétta augnhárin alveg frá rót. Þá meina ég að þið haldið burstanum lóðréttum og dragið í gegnum aunghárin. Snúið honum loks láréttum og sikk sakkið í gegnum augnhárin til að greiða vel úr þeim og gefa þeim enn meiri þykkt og hjálpa formúlunni að dreifa sér jafnt. Formúla maskarans er kremkennd og inniheldur örfínar trefjar sem leggjast ofan á augnhárin ykkar og gefa þeim enn meiri þéttingu og þykkt og lengd. Svo inniheldur formúlan einnig silki prótein sem vernda og næra augnhárin ykkar svo þau verða fallegri með meiri notkun.

diorgóðgæti

Burstinn á glossinum sjálfum er virkilega skemmtilegur því hann er með smá hólfi í burstanum þar sem fer auka formúla svo það er alltaf nóg af glossi í burstanum sjálfum til þess að ná að þekja allar varirnar. Mér finnst þessi litur alveg virkilega fallegur hann er svona vintage bleikur og mjög flottur einn og sér en gerir varalit í svipuðum lit eflaust enn fallegri.

diorgóðgæti3

Ég vona að þið séuð nú einhverju nær um þessar yndislegu vörur frá merkinu sem ég dái og dýrka svo heitt. Svo get ég bara ekki beðið eftir að fá að segja ykkur betur frá haustinu og ég tease-a því í ykkur um leið og ég má sem verður núna í ágúst byrjun. Þangað til horfi ég á þær af mikilli aðdáun og andvarpa yfir fegurð þessara fallegu vara sem Peter Phillips hannaði alfarið fyrir merkið.

Munið að það er enn Tax Free fjör í Hagkaup og þessar vörur fást að sjálfsögðu þar – en ekki hvað ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Poppaðu uppá varirnar!

CliniqueÉg Mæli MeðNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS15Varir

Ef þið fylgist með öðrum förðunartengdum bloggum hafa nýju varalitirnir frá Clinique vonandi ekki farið framhjá ykkur. Sjálf prófaði ég þá fyrst í tengslum fyrir nýjasta tölublað Reykjavík Makeup Journal en varalitirnir eru virkilega sérstakir að því leitinu til að þeir eru bæði varalitir og primer fyrir varirnar í senn…

popclinique3

Varalitirnir eru ofboðslega léttir og þeir rennda mjúklega yfir varirnar, primerinn sem er inní formúlunni gerir það að verkum að yfirborð varanna verður áferðafalleg og slétt. Það er þó alltaf miklu fallegra að skrúbba aðeins til varirnar og fjarlægja dauðar húðfrumur bara svona til að slétta yfirborðið svo varirnar verði enn fallegri! Auk þess er formúlan rakamikil og sér vörunum fyrir raka í alltað 8 tíma. Mér finnst litirnir persónulega líka endast mjög vel, það er alltaf talað um að endingin eykst með hjálp varalitablýants en mér finnst eins og formúlan sjái fyrir öllu sem blýanturinn myndi bæta við.

Ég valdi mér tvo alveg gjörólíka liti, gaman að eiga svona andstæður. Sá dekkri er auðvitað fullkominn svona kvöld litur og liturinn er mjög sterkur og flottur. Þann ljósari hef ég mikið notað bara svona hvers dags enda er liturinn þannig gerður að hann fer mjög vel saman við náttúrulegar farðanir og hann er líka bara virkilega fallegur eins og þið sjáið á myndunum hér fyrir neðan.

popclinique

Clinique Pop Lip Colour + Primer í litnum Melon Pop

Hér er á ferðinni áferðafallegur og léttur bleiktóna varalitur með nude undirtón. Liturinn er mjög þéttur og hann gefur andlitinu mjúka og fallega ásýnd. Mér finnst þetta einn sá allra fallegasti í varalitalínunni frá Clinique því liturinn er svo tímalaus og klassískur og hann passar við allar farðanir og að sjálfsögðu við öll tilefni.

popclinique2

Clinique Pop Lip Colour + Primer í litnum Cola Pop

Ég dýrka hvað þessi litur er dramatískur og ýktur. Litatónninn er hrikalega flottur og alveg svona fullkominn kvöldvaralitur og líka svona ekta fyrir 20’s þema partý! Undirtónninn í varalitnum er brúnn en ekki plómu eða rauður sem gerir litinn enn dýpri og gerir það að verkum að hann fer mun fleirum en aðrir svona dökkir tónar. Þetta er svona ekta 90’s tískulitur líka – svo hann er algjörlega “in” núna ;)

Einn af stærstu kostunum við vörurnar frá Clinique er sá að þær eru alveg sérstaklega vel prófaðar í tengslum við ofnæmi og því er óhætt að mæla með þeim fyrir ofnæmispésa og þær sem eru með viðkvæma húð. Vörurnar eru einnig án ilmefna :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn í tengslum við vinnslu á efni fyrir Reykjavík Makeup Journal. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ljómandi fallegar varir

BourjoisÉg Mæli MeðLífið MittNýjungar í SnyrtivöruheiminumSS15Varir

Á fallegum sumardegi setti ég upp nýtt gloss frá Bourjois á varirnar. Glossið fannst mér fullkomið í fallega umhverfinu sem einkennir garðinn minn og ég heillaðist alveg uppúr skónnum og hef gengið með það í töskunni síðan. Glossið er nefninlega ekki beint venjulegt gloss – það heldur í alla bestu eiginleika glossins en kemur samt á óvart.

glansandivarir2

Glossið er mjög létt og og það er rakamikið. Formúlan virðist vera allt öðruvísi við fyrstu sýn. Það er borið á með svampbursta og ég hélt það væri allt öðruvísi en það er alveg silkimjúkt og svo svakalega létt og þægilegt að vera með það á vörunum. Formúlan er þunn en samt ekki þannig að það sé eins og það sé ekki þarna til staðar heldur þannig að það er bara ekki að fara að leka til, það er ekki að fara að renna útfyrir útlínur varanna svo varablýantur er óþarfi.

glansandivarir5

Rouge Edition Aqua Lacque í litnum Rosé on the Rocks nr. 02 frá Bourjois

Liturinn sem ég valdi mér er fallegur bleikur litur með svona hint af nude litatón útí sem gerir litinn mjög áferðafallegan og hlýjan. Helstu kostirnir við formúluna eru þeir að hún er mjög jöfn og liturinn dreifist jafnt yfir varirnar. Glansinn er virkilega heilbrigður og fallegur, glossið er alls ekki klístrað og það er ekki þykkt en samt alveg þannig að það sjáist – hér er alveg búið að fullkomna mjög flotta formúlu. Formúlan er mjög rakamikil og áferð varanna verður fallegri með notkun á glossinum, þær verða þéttari og rakameiri.

glansandivarir

Hér er á ferðinni vara sem gefur vörunum heilbrigðan og fallegan ljóma sem færir fegurð yfir andlitið, gefur því hlýjan blæ og mjúka áferð. Glossið er auðvelt að nota án þess einu sinni að vera með spegil. Ég held að glossið væri líka mjög fallegt yfir aðra varaliti til að gefa meiri glans og fegurð.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Oui!

BrúðkaupÉg Mæli MeðFallegtLancomeNýtt í snyrtibuddunni minniSS15

Sumarlúkkið frá Lancome er sannarlega rómantískt eins og svo margt annað frá merkinu. Línan heitir Oui! og er hugsuð sem vörulína sem er fullkomin fyrir brúðir sumarsins. Línan er einföld og inniheldur nokkrar af vinsælustu vörum merkisins í fallegum blómatónum, með fallegri léttri áferð og ljómandi útkomu.

Mig langaði að sýna ykkur aðeins línuna og vörurnar sem ég fékk að prófa úr henni til að sýna ykkur…

oui

Hér sjáið þið vörurnar sem ég fékk að prófa úr línunni, reyndar vantar hér varalitinn en hann er enn í láni hjá brúði síðustu helgi – ég notaði hann bara strax í brúðarförðun hann var svo svakalega fullkominn í það!

oui8

Ég lék mér aðeins með litina til að sýna ykkur hve falleg útkoman getur orðið að nota liti í brúðarförðunum. Ég mæli alltaf með því við mínar brúðir að skoða sem mest af myndum eins og inná Pinterest og reyna að móta sér skoðun á því hvernig þeim langar til að vera því það skiptir mestu máli að þeim líði sem allra best á daginn sjálfan. Brúnir tónar eru alltaf klassískir og passa við allt en fyrir þær sem eru litaglaðar og opnar fyrir því þá eru þetta litir sem þið ættuð kannski að skoða.

oui3

Mér finnst nellikurnar alveg fullkomnar sem brúðarblóm – elska þessi dásamlegu blóm!

oui4

Ég nota hér fjólubláa litinn aðallega, set hann yfir mitt aunglokið, nota þann grá í skyggingu og þann dekksta til að skerpa enn meira á skyggingunni og gefa augunum meiri dýpt. Ljósfjólublái liturinn fer svo innst á augnlokið og í augnkrókana og svo nota ég aftur þann grá og svarta til að setja meðfram neðri augnhárunum. Hér er lykillinn að blanda, blanda, blanda og mýkja áferð augnskuggana og gefa augunum þannig rómantíska áferð.

oui2

Vörurnar sem ég nota í förðunina og sem þið sjáið hér á myndinni…

Bridal Hypnose Palette í litnum Bouquet de Lilas – hún er einnig til í fallegum rósableikum tónum.

Blush Subtil í litnum Rose aux Joues – hann kom einnig í meiri orange tón.

Lip Love Gloss í litnum Bouquet Finale – það komu svo tveir aðrir litir sem eru meira útí bleikt.

Vernis in Love í litunum Rose Porcelaine og Lilas Twist – auk þess er einn litur í viðbót sem er svona mitt á milli þessa tveggja.

oui9

Mér hefur alltaf fundist mjög þægilegt að vinna með augnskuggana frá Lancome, bæði er auðvelt að gera djúpar farðanir með þeim og líka bara léttar – það er mjög gaman að leika sér mðe litapigmentin í augnskuggunum og það sem er alveg langbest við þá er hversu auðvelt er að vinna með þá, það er allt svo einfalt, mjúkt og auðvelt. Ég lendi alla vega aldrei í veseni með þá!

oui6

Ein af skemmtilegustu nýjungunum sem fylgir línunni er box af blot tissjúi. Það er sumsé örþunnur pappír sem dregur í sig olíu og annan raka og dregur þá úr glans í húðinni. Pappírinn kemur í fallegum umbúðum, það er ekki fyrirferðamikið svo það passar vel í litlu buddurnar sem mér finnst nú flestar brúðir alltaf vera með sér. Ég hlakka til að ná að prófa þessa vöru almennilega í brúðkaupi helgarinnar þegar mágur minn og unnusta hans ganga í hjónaband. Það eru nefninlega kannski ekki svo margar brúðir sem geta haft mikið af vörum til að laga sig yfir daginn og þá finnst mér alltaf gott að mæla með því að þær séu með eitthvað til að matta húðina og svo til að bæta á varirnar. Síðustu helgi var brúðurin mín samt svo heppin að hafa boðið mér í veisluna því áður en ég fór heim frískaði ég fullkomlega uppá lúkkið hennar svo hún myndi nú ná að vera hin fullkomna brúður langt frameftir kvöldi ;)

oui7

Sannarlega falleg og skemmtileg lína frá merkinu sem mér finnst dáldið hið fullkomna brúðarförðunarmerki. Sanseringin í augnskuggunum gefur augunum svo fallegan glans og endukastar birtu frá sér svo umgjörð augnanna ljómar enn meira á þessum merka degi. Þó línan sé að sjálfsögðu svona innblásin af brúðum og brúðkaupum má auðvitað taka pælinguna lengra því hún er líka flott fyrir alla gesti í brúðkaupum já eða bara skemmtilegum afmælum í sumar.

Mér er búið að finnast svo ótrúlega gaman uppá síðkastið að nýta náttúrulegu birtuna fyrir framan húsið okkar til að taka myndir af förðununum mínum og vörunum. Mér finnst ég bara loksins búin að finna hina fullkomnu birtu til að fanga vörurnar alveg fullkomlega til að sýna ykkur. Þó sólin geti reyndar verið alveg sérstaklega sterk af og til svo ég er með pýrð augu á þónokkrum myndum sem voru síðan eyddar út. En ég reyni nú að kvarta ekki það er sannarlega gleðiefni að fá þessa fallegu gulu til að skína svo skært hér hjá okkur.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Sumargleði Sensai – 20% afsláttur!

Ég Mæli MeðSensaiSS15

Í dag hefst sumargleði hjá einu vinsælasta snyrtivörumerki hér á Íslandi – Sensai. Vörurnar eru gríðarlega vinsælar og það kom mér skemmtilega á óvart. Mér þykir merkið alltaf leggja áherslu á að vera með góðar vörur sem fara vel með húðina og leggja dáldið uppúr því að vera með skincare vörur hvort sem það er þá í hópi snyrtivaranna eða förðunarvaranna – allar vörurnar næra húðina og styrkja hana hver sem annar tilgangur þeirra er um leið.

En á sumargleðinni verða nokkrar af vörum merkisins og þó nokkuð margar vörur sem ég veit að eru ómissandi í snyrtibuddur margra í kringum mín á 20% afslætti – ég segi aðeins betur frá þeim hér fyrir neðan.

Hér sjáið þið vörurnar sem verða á afslætti þetta eru þá 5 vinsælustu vörurnar eða vöruflokkarnir hjá merkinu hér á Íslandi…sensaisumargleði

Sensai Bronzing Gel – ætli gelið sé ekki ein allra vinsælasta varan hjá merkinu alla vega kæmi annað mér mikið á óvart. Gelið er fullkomið til að fríska uppá húðina og gefa henni fallegan og náttúrulegan ljóma. Gelið finnst mér best að nota með léttum farða bursta eins og duo fibre bursta og setja það á hreina, rakanærða húð og sleppa þá farða, eða yfir farða þá sem svona ljómaauka.

Sensai Mascara 38°, allir maskararnir – maskararnir frá merkinu eru líka meðal þekktustu möskurum í heimi, það vita allir hvaða maskara er verið að tala um þegar talað er um 38°maskarana… ;) Kosturinn við þá í sumar er auðvitað að þeir eru smitheldir en ekki beint vatnsheldir því þeir fara bara með 38°heitu vatni, svo þið ættuð að vera góðar á sundlaugabakkanum á Spáni með þessa. Það eru til nokkrar týpur af honum og allir eru þeir á afslætti þessa daga.

Sensai Eyebrow Pencil, blýantur og fyllingar – frá því ég man eftir mér er þetta ein af þessum vörum sem ég man hvað best eftir. Þetta er augabrúnaliturinn sem amma mín notar og hefur notað frá því ég man eftir mér – það hlýtur svo sannarlega að þýða eitthvað og segir til um gæði. Kosturinn við þessa litir er líka sá að það er hægt að kaupa fyllingar í græjuna, ég held einmitt að amma sé enn með umbúðir merktar Kanebo utan um sínar fyllingar :) Liturinn er virkilega fallegur, áferðin er náttúruleg og svona ekta ef svo má að orði komast.

Sensai farðar, allar tegundir – ég verð því miður að viðurkenna að ég hef ekki prófað neinn farða frá merkinu, að minnsta kosti ekki almennilega en ég veit þó að úrvalið er gott og ég hlakka bara til að fá tækifæri til að kynnast þeim frekar. Allir farðarnir eru á afslætti næstu daga.

Bronzing Powder – það er ómissandi að eiga fallegt sólarpúður í snyrtibuddunni á sumrin, ég á nýjasta sólarpúðrið frá merkinu og það er með virkilega fallegri og léttri glimmer áferð sem er svo falleg í sólarljósi. Sólarpúður má auðvitað nota á nokkra vegu, sjálf nota ég það helst í skyggingar og til að gefa húðinni smá svona gervi sólarkysstan lit, en þá set ég það á þau svæði húðarinnar sem standa fram en það eru auðvitað svæðin sem fá fyrst lit í sólinni – svo liturinn verður aðeins meira trúverðugur en þegar hann er settur yfir allt andlitið.

Þetta eru allt mjög sumarlegar og fallegar vörur sem gefa húðinni sólkyssta áferð og draga fram það náttúrulega í húðinni sem er alltaf mikill kostur. Ég hef ekki enn náð að prófa alveg allar vörurnar en flestar hef ég þó prófað þó það sé kominn smá tími síðan síðast – held ég hafi síðast verið með 38°maskara þegar merkið hét ennþá Kanebo :)

Það er um að gera að næla sér í glæsilegar vörur fyrir sumarið á þessum góða afslætti 20% er virkilega góður afsláttur og hann gildir á öllum sölustöðum merkisins frá deginum í dag – 25. júní og til 1. júlí.

EH

Engin greiðsla var þegin fyrir færsluna, ég skrifa alltaf það sem mér finnst og um það sem mig langar að skrifa – því getið þið alltaf treyst***

Nellikur og nýtt frá pósthúsinu

EssieFallegtLífið MittMaybellineneglurNýtt í snyrtibuddunni minniSS15

Ég átti eitthvað voða erfiðan morgun í dag, ég er ennþá smá slöpp og morguninn byrjaði á stórskemmtilegum magaverkjum og krömpum sem eru búnir að vera að hrjá mig síðustu daga og eru ástæða þess að ég lagðist inná spítala í síðustu viku. En þegar leið á morguninn var ég aðeins farin að hressast og ákvað að halda út í smá leiðangur í blómaheildsöluna Samasem þar sem ég fer stundum og gleð mig og heimilið með fallegum blómum. Í kjölfarið skrapp ég svo á pósthúsið að sækja nokkra pakka sem biðu mín þar og glöddu mig smá á þessum annars fallega degi. Mig langaði aðeins að sýna ykkur það sem kom með mér heim…

póstkaup2

Nellikur eru einhver þau allra fallegustu blóm sem ég veit um – það eru samt ekkert held ég margir á þeirri skoðun sem mér finnst alltaf stórskrítið. En Charlotte lýsti t.d. vanþóknun sinni á karlmanni sem gaf henni Nellikur fyrir stefnumót í þáttunum Sex and the City – enda er hún alveg stórfurðuleg! ;)

Kosturinn við þessu blóm finnst mér vera endingin á þeim, þau eru alltaf útsprungin og stórkostlega falleg og þau eru fáanleg allt árið um kring.

póstkaup5 póstkaup4

Á pósthúsinu biðu mín svo tvær Maybelline augnskuggapallettur – The Nudes hefur verið til úti í smá tíma nú þegar og er að berast yfir hafið núna til Evrópu á þessu ári svo hún ætti að láta sjá sig í lok ársins á Íslandi – jafnvel fyr. The Blushed Nudes er svo sú nýjasta og líka væntanleg til Evrópu. Ég er aðeins búin að pota og þær eru báðar alveg æðislegar og pigmentin eru til fyrirmyndar – kann að meta svona!

Svo var það Resort lína ársins frá Essie ég á svo bágt með að neyta mér um falleg Essie lökk – hafið þið tekið því. Resort línan kemur ekki til Íslands og ekki sumarlínan en við munum líklega fá haustlúkkið sem er væntanlegt í lok sumars. Ég er búin að sjá það á mynd en ég hlakka til að prófa litina sjálf – þeir eru smá svona öðruvísi en ég hef samt ágæta tilfinningu fyrir þeim.

póstkaup6

Ég ætla að setja á mig þennan fjólubláa í kvöld – það er liturinn sem ég heillaðist strax af þegar ég sá þessi fallegu lökk þessi litur heitir Suite Retreat.

Það er nú meira hvað falleg blóm og nýjar snyrtivörur geta glatt mann á erfiðum degi – ég er alla vega voða glöð með hvað rættist úr deginum.

EH

Ósýnilegur sumarfarði

Ég Mæli MeðFarðarGoshHúðNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS15

Á fallegum sumardegi nýtti ég tækifærið og prófaði glænýjan farða frá einu af mínum uppáhalds ódýrari merkjum. Farðinn kom mér virkilega skemmtilega á óvart og persónulega heillaðist ég alveg af húðinni minni þegar ég skoðaði myndirnar sem ég tók útí garði hjá okkur á þessum yndislega degi!

goshfarði2

Farðinn er frá GOSH og hann sést varla, hann leggst ofan á húðina og verður dáldið eins og önnur húð – second skin. Farðinn er því fullkominn fyrir sumarið því hann gerir áferð húðarinnar svo ótrúlega fallega og náttúrulega og það má því segja að hann sé nánast ósýnilegur – það er eiginleiki sem mér þykir aldrei slæmur.

goshfarði3

Foundation Drops SPF10 frá GOSH – ég er með lit nr. 002

Formúla farðans og áferðin lýkist helst þeim sem mörg merki hafa verið að senda frá sér núna síðasta árið. Ég fæ svo sem aldrei nóg af fljótandi förðum þar sem ég nota þá nánast eingöngu. Mér þykir alltaf auðveldara að stjórna áferð og magni á húðinni þegar ég nota þá tegund af förðum. Þessi farði er rakamikill og gefur mjúka og fallega áferð og miðlungsþekju sem ég get tekið undir með Gosh. Farðinn finnst mér líka gefa húðinni jafnari húðlit og aukinn ljóma. Ég nota sjálf ekkert púður með farðanum á myndunum sem þið sjáið í þessari færslu og mér þykir hún bara vera með heilbrigðan ljóma.

Formúlan inniheldur Argan sem gefur raka og mýkt. Antiderm sem er náttúrulegt efni sem verndar húðina gegn áreiti, það dregur úr klára, pirring, roða, bólgum og dregur um leið úr einkennum öldrunar í húðinni. Svo er það Velvisil DM Silicone sem tryggir tært flæði farðans og gefur þessa fallegu og silkimjúku áferð.

goshfarði

Niðurstaðan er sú að hér er á ferðinni stórglæsilegur farði sem gerir húðina heldur betur fallegri. Ég bætti svo við smá hyljara í kringum augu og nef, setti smá sólarpúður undir kinnbeinin, smá litur í kinnarnar, maskara á augnhárin og gloss á varirnar (meira um hann síðar). Farðinn er fisléttur og ég finn ekki fyrir honum allan daginn, áferðin endist vel og mér fannst hann ekki dofna né breytast yfir daginn sem vill stundum gerast fyrir okkur sem erum með þurra húð.

Þessi er glæsilegur fyrir sumarið og fæst í stöndum Gosh í 5 litatónum. Fyrir áhugasamar þá er þessi farði án ilm- og paraben efna. Það er gott að hafa einnig í huga að hrista hann sérstaklega vel fyrir notkun því þessir léttu farðar eiga það til að skilja sig í flöskunni.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Náttúrulegt á laugardegi

Ég Mæli MeðLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínSS15

Síðasta laugardag ákvað ég að skella upp einfaldri og náttúrulegri förðun. Ég átti leið inní Kringlu um daginn og gekk framhjá nýju L’Occitane búðinni sem er búin að opna þar sem Hygea var einu sinni. Búðin er stórglæsileg og það var eins og eitthvað drægi mig þangað inn. Ég féll kylliflöt fyrir nokkrum vörum sem ég keypti og þar á meðal var nýtt CC krem sem inniheldur bónadrósaseyði sem er eitt það fallegasta sem ég hef prófað. Það og nýtt súrefniskrem frá Guerlain var undirstaðan fyrir förðun dagsins…

natturuleglau

Ég vildi hafa húðina áferðfallega og ljómandi, fela roða og misfellur og fá góða næringu fyrir bæði húð og varir.

Hér getið þið séð vörurnar sem ég notaði…

natturuleglau12

Météorites Oygen Cream frá Guerlain – Þetta krem er eitt það yndislegasta sem ég hef borið á andlitið mitt. Það er alveg spunkunýtt frá Guerlain sem er eitt af mínum uppáhalds merkjum og það ilmar dásamlega. Kreminu er ætlað eins og öðrum vörum úr Météorites flokk merkisins að draga fram innri ljóma húðarinnar, gefur henni raka og silkimjúka áferð – og það stendur svo sannarlega við það!

Pivoine Sublime CC Cream frá L’Occitane – CC krem sem fær mín bestu meðmæli. Kremið er hvítt, þétt í sér og inniheldur litapigment sem bráðna og aðlaga sig að húðinni. Kremið gefur húðinni mikinn raka, virkilega fallega áferð og svakalega fallegt litarhaft. Húðin mín verður samstundis jafnari og roðinn minnkar sjáanlega. Svo finnst mér æðislegt þar sem það inniheldur SPF20!

Perfecting Stick Concealer frá Shiseido – Frábær hyljari sem þekur virkilega vel og blandast vel saman við grunninn. Ég ber hann bara beint á þau svæði sem þurfa á því að halda og svo blanda ég honum saman við CC kremið.

Bronze Lights sólarpúður frá Smashbox – glænýtt sólarpúður frá merkinu, mött áferð og fullkominn litur sem hentar alveg svakalega vel við svona náttúrulega förðun.

Giant Blush frá Gosh – kremkinnalitir eru bara fullkomnir. Set þennan beint í epli kinnanna og blanda svo með fingrunum til að jafna áferðina. Ég elska þetta stifti það er svo þægilegt í notkun.

Rapid Brow augabrúnaserum – augabrúnaserumið sem gerði mínar svona svakalega þéttar og glæsilegar, elska þessa vöru sem ég nota alltaf reglulega af og til.

Brow Pen frá Anastasia Beverly Hills – Þær gerast náttúrulega ekki meiri snilld en augabrúnavörurnar frá Anastasia og ég var að byrja að prófa þennan skemmtilega tússpenna sem þið fáið HÉR. Mér finnst hann hrikalega skemmtilegur og miklu náttúrulegri en ég átti von á. Það er leikur einn að þétta augabrúnirnar með þessum án þess að þær verði of mótaðar – kom mér skemmtilega á óvart.

Roller Lash maskari frá Benefit – þessi er dáldið skemmtilegur hann er að falla í mjúkinn hjá mér svona smám saman og alltaf meira og meira eftir því sem ég nota hann oftar. Hann er með gúmmíbursta sem mér finnst alltaf betra og það er bæði auðvelt að gera náttúruleg augnhár með honum og aðeins ýktari.

Volupte Tint-In-Oil í litnum I Rose You frá YSL – Elska þessa liti sem gefa vörunum fallegan glans, drjúga næringu svo þær verða alveg silkimjúkar og svo bara léttan og náttúrulegan lit. Það sem mér finnst best við þessi olíugloss er að þau eru alls ekkert klístruð bara ofboðslega létt og þægileg.

Hér fyrir neðan getið þið svo smellt á myndir af vörunum til að sjá þær betur…

Mér finnst þetta vera förðun sem hæfir sannarlega fallegum sumardegi eins og við fengum um helgina…

natturuleglau2

Ég verð að hæla alveg sérstaklega grunninum sem ég notaði kremið frá Guerlain er alveg dásamlegt eins og að vera ljómandi ský framan í sig. CC kremið frá L’Occitane hefur svo tryggt versluninni frekari viðskipti frá mér og ég held að þetta sé eitt af þeim þremur bestu CC kremum sem ég hef prófað – mæli 100% með þessari vöru en verðið skemmir engan vegin fyrir!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Nýjar gersemar

FallegtFylgihlutirIlmirÍslensk HönnunLífið MittNýtt í FataskápnumSS15

Það bætast reglulega nýjar gersemar við fataskápinn og fylgihlutina mína… Ég á ótrúlega bágt með mig í kringum fallega hönnun og það var ein af ástæðum þess sem ég varð að eignast eina af nýjustu hönnun vinkonu minnar Andreu Magnúsdóttur sem er stórglæsileg leðurtaska. Á sama tíma bættist við kimono og ilmur í safnið frá allra uppáhalds tískuhúsinu.

Mér fannst þetta allt passa svo vel saman svo hér sjáið þið þrjár af mínum nýlegustu gersemum í fataskápnum, fylgihlutunum og ilmvatnshillunni…
gersemar

Taska: AndreA Boutique
Kimono: AndreA Boutique
Ilmur: Brit Rythm Florale frá Burberry

gersemar3

Ég hef sagt það svo oft áður að ég er farin að hljóma eins og rispuð plata en mér Burberry er mitt allra uppáhalds tískuhús og mér þykir þessi ilmur svo sannarlega endurspegla klassískar hliðar merkisins. Ilmurinn er nýr af nálinni hjá merkinu og ég fékk þennan til umfjöllunnar í nýjasta Reykjavík Makeup Journal sem þið fáið nú frítt í næstu verslun Hagkaup. Brit Rythm er ilmur sem kom fyrst á markaðinn fyrir ári síðan en Florale útgáfan er sett á markað núna fyrir sumarið en hann er frísklegri útgáfa og svona blómkenndari eins og nafnið gefur til kynna. Ilmurinn er rosalega ferskur og léttur og sumarlegur en sítróna, amber, jasmín og musk eru meðal tóna sem einkenna hann. Það er svo ofurskvísan Suki Waterhouse sem er andlit ilmsins. Mér finnst alltaf voða skemmtilegt þegar tískuhúsið notar þessar eðaldömur Bretlands í stórar herferðir hjá sér en í síðustu ilmvatnsherferð merkisins fyrir ilminn My Burberry eru það Kate Moss og Cara Delevigne sem sitja fyrir. Mæli með að þið skoðið þennan – ég elska glasið það er svo ekta Burberry!

Svo er það taskan… ég dýrka hana og hún er bara orðið veskið mitt. Ég er með allt það nauðsynlegasta í henni – símann, veskið, lyklana, hárteygjur, varasalva, heyrnatól fyrir tölvuna og tyggjó – fyrir mér eru þetta algjörlega ómissandi hlutir en svo er auðvitað alltaf eitthvað sem smyglar sér með sem er misgáfulegt. Kosturinn við að vera með svona litla tösku er að ég get ekki troðið endalaust í hana en ég á það til að vera með alls konar dót með mér sem ég þarf ekkert á að halda. Andrea sjálf sagði mér að hún er oft með þessa litlu bara í stærri tösku þar sem hún er með fleiri hluti sem fylgja manni oft en maður nennir ekki alltaf að dröslast með – svo kippir hún bara litlu töskunni upp með sér þegar hún þarf ekki á þeirri stóru að halda. Ég hef alveg tekið hana á orðinu og geri þetta sjálf. Taskan er alveg sjúklega flott, ég elska logoið utan á henni, það kom band með henni til að setja hana á öxlina en svo er líka band sem maður getur sett utan um úlnliðinn og þannig er ég sjálf mest með hana. Hún er fóðruð að innan með logoi merkisins og alls konar sniðugum hólfum. Ég kolféll alla vega fyrir þessari og splæsti henni á mig ekki fyrir svo löngu – ein bestu kaup sem ég hef gert en ég hef ekki farið útúr húsi án hennar síðasta mánuðinn!

gersemar2

Svo sjáið þið aðeins glitta í nýjasta kimonoinn – en eins mikið og ég elska Buberry þá get ég aldrei hamið mig þegar kemur að kimonounum frá henni Andreu minni – ég á þá nokkra og ég get með sanni sagt að ég mun ábyggilega aldrei eiga of marga! Þessi er talsvert ólíkari öðrum sem ég á frá Andreu en ermarnar eru aðeins styttri, hann er öðruvísi í sniðinu og það er kögur meðfram faldinum – hann er æði og ég þarf endilega að fara að græja dressfærslu þar sem sést betur í hann en þið sjáið glitta í hann HÉR.

Ég vona að vinnuvikan ykkar hafi byrjað vel – njótið vikunnar og vonum að sólargeislarnir fari að láta sjá sig betur :)

EH

Ilmvatnið sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á því og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.