fbpx

Sumargleði Sensai – 20% afsláttur!

Ég Mæli MeðSensaiSS15

Í dag hefst sumargleði hjá einu vinsælasta snyrtivörumerki hér á Íslandi – Sensai. Vörurnar eru gríðarlega vinsælar og það kom mér skemmtilega á óvart. Mér þykir merkið alltaf leggja áherslu á að vera með góðar vörur sem fara vel með húðina og leggja dáldið uppúr því að vera með skincare vörur hvort sem það er þá í hópi snyrtivaranna eða förðunarvaranna – allar vörurnar næra húðina og styrkja hana hver sem annar tilgangur þeirra er um leið.

En á sumargleðinni verða nokkrar af vörum merkisins og þó nokkuð margar vörur sem ég veit að eru ómissandi í snyrtibuddur margra í kringum mín á 20% afslætti – ég segi aðeins betur frá þeim hér fyrir neðan.

Hér sjáið þið vörurnar sem verða á afslætti þetta eru þá 5 vinsælustu vörurnar eða vöruflokkarnir hjá merkinu hér á Íslandi…sensaisumargleði

Sensai Bronzing Gel – ætli gelið sé ekki ein allra vinsælasta varan hjá merkinu alla vega kæmi annað mér mikið á óvart. Gelið er fullkomið til að fríska uppá húðina og gefa henni fallegan og náttúrulegan ljóma. Gelið finnst mér best að nota með léttum farða bursta eins og duo fibre bursta og setja það á hreina, rakanærða húð og sleppa þá farða, eða yfir farða þá sem svona ljómaauka.

Sensai Mascara 38°, allir maskararnir – maskararnir frá merkinu eru líka meðal þekktustu möskurum í heimi, það vita allir hvaða maskara er verið að tala um þegar talað er um 38°maskarana… ;) Kosturinn við þá í sumar er auðvitað að þeir eru smitheldir en ekki beint vatnsheldir því þeir fara bara með 38°heitu vatni, svo þið ættuð að vera góðar á sundlaugabakkanum á Spáni með þessa. Það eru til nokkrar týpur af honum og allir eru þeir á afslætti þessa daga.

Sensai Eyebrow Pencil, blýantur og fyllingar – frá því ég man eftir mér er þetta ein af þessum vörum sem ég man hvað best eftir. Þetta er augabrúnaliturinn sem amma mín notar og hefur notað frá því ég man eftir mér – það hlýtur svo sannarlega að þýða eitthvað og segir til um gæði. Kosturinn við þessa litir er líka sá að það er hægt að kaupa fyllingar í græjuna, ég held einmitt að amma sé enn með umbúðir merktar Kanebo utan um sínar fyllingar :) Liturinn er virkilega fallegur, áferðin er náttúruleg og svona ekta ef svo má að orði komast.

Sensai farðar, allar tegundir – ég verð því miður að viðurkenna að ég hef ekki prófað neinn farða frá merkinu, að minnsta kosti ekki almennilega en ég veit þó að úrvalið er gott og ég hlakka bara til að fá tækifæri til að kynnast þeim frekar. Allir farðarnir eru á afslætti næstu daga.

Bronzing Powder – það er ómissandi að eiga fallegt sólarpúður í snyrtibuddunni á sumrin, ég á nýjasta sólarpúðrið frá merkinu og það er með virkilega fallegri og léttri glimmer áferð sem er svo falleg í sólarljósi. Sólarpúður má auðvitað nota á nokkra vegu, sjálf nota ég það helst í skyggingar og til að gefa húðinni smá svona gervi sólarkysstan lit, en þá set ég það á þau svæði húðarinnar sem standa fram en það eru auðvitað svæðin sem fá fyrst lit í sólinni – svo liturinn verður aðeins meira trúverðugur en þegar hann er settur yfir allt andlitið.

Þetta eru allt mjög sumarlegar og fallegar vörur sem gefa húðinni sólkyssta áferð og draga fram það náttúrulega í húðinni sem er alltaf mikill kostur. Ég hef ekki enn náð að prófa alveg allar vörurnar en flestar hef ég þó prófað þó það sé kominn smá tími síðan síðast – held ég hafi síðast verið með 38°maskara þegar merkið hét ennþá Kanebo :)

Það er um að gera að næla sér í glæsilegar vörur fyrir sumarið á þessum góða afslætti 20% er virkilega góður afsláttur og hann gildir á öllum sölustöðum merkisins frá deginum í dag – 25. júní og til 1. júlí.

EH

Engin greiðsla var þegin fyrir færsluna, ég skrifa alltaf það sem mér finnst og um það sem mig langar að skrifa – því getið þið alltaf treyst***

Fullkomin augnskuggapalletta

Skrifa Innlegg