Ný Bose æfingaheyrnatól

Æfingar

Í síðustu viku fékk ég skemmtileg skilaboð frá Nýherja þar sem þeir vildu gefa mér ný æfingaheyrnatól. Skilaboðin komu á virkilega hentugum tíma þar sem ég var einmitt að leita mér af nýrri týpu af heyrnatólum fyrir gymmið.

Ég hef síðustu fjögur ár alltaf notað þráðlaus lítil heyrnatól á æfingar sem henta vel fyrir alls kyns æfingar, bæði hlaup, hopp og fleira. Mér finnst mjög mikilvægt að heyrnatólin mín séu þráðlaus og haldist vel í eyrunum í öllum æfingum. Sú týpa sem ég var að nota var alltaf að eyðileggjast hjá mér og hef ég keypt mér ný oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sem varð til þess að ég ætlaði ekki að fá mér eins aftur. Ég hafði heyrt mjög góða hluti um Bose SoundSport heyrnatólin og lofa þau góðu eftir að hafa prófað þau núna í nokkra daga. Þau eru mjög þægileg, haldast vel í eyrunum og er öll tækni og viðmót mjög gott í þeim. Ég er allavega ekkert smá ánægð með gjöfina og er spennt að vera aftur komin með góð heyrnatól í ræktina!

Ég sýndi frá heyrnatólunum á snapchat og fékk strax nokkur skilaboð frá fólki sem á eins og gefur þeim hæstu meðmæli! Heyrnatólin koma í nokkrum litum og fást í vefverslun Nýherja: https://www.netverslun.is/Hljod-og-mynd/Heyrnartol/Heyrnartol-BOSE-SoundSport®-bluetooth-bl/2_11658.action

Þeir hjá Nýherja vilja gefa ykkur afslátt af þessum heyrnatólunum og gefur kóðinn birgitta ykkur 15% afslátt af þeim. Afslátturinn gildir fyrir alla liti xx

 

Njótið vel! Ég er farin í smá frí til Miami með vinkonum mínum –

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Úr á hendi

FallegtFashionFylgihlutirLífið Mitt

Ég hef verið skotin af úrunum frá Daniel Wellington síðan ég las fyrst um þau hér á trendnet að sjálfsögðu fyrir rúmlega einu og hálfu ári síðan hjá henni Ásu okkar – HÉR. Svo þegar upp kom samstarf á milli mín og merkisins þá hikaði ég ekki lengi við og bíð nú alveg sérstaklega spennt eftir mínu úri sem ég hlakka líka til að sýna ykkur. Ég á reyndar alveg ofboðslega fallegt úr sem Aðalsteinn gaf mér í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum síðan en það er reyndar batteríslaust og af einhverjum ástæðum man ég aldrei eftir að grípa það með mér þegar ég á leið hjá búðinni þar sem það var keypt. En ég reyndar gekk lengi með það bara af vana þó það virkaði ekki :)

Ég fékk að velja mér úr frá Daniel Wellington og valdi gyllt úr með svartri leðuról – held það muni verða mjög klassískt og það passar við allt og þar á meðal giftingarhringinn sem er úr gulli. Ég á von á því núna í vikunni og ákvað að kíkja svona aðeins inná Pinterest og skoða smá innblástur og ég get sko sagt ykkur það að innblásturinn fyrri þennan fallega fylgihlut frá Daniel Wellington vantar sko ekki :)

Ég varð einhvern vegin ennþá spenntari fyrir komu úrsins þegar ég fór að skoða þessar fallegu og fínu myndir.

En partur af samstarfinu er að ég fæ afsláttarkóða sem þið getið nýtt inná vefverslun Daniel Wellington – danielwellington.com – en þið fáið 15% afslátt af úrunum með eftirfarandi kóða sem þið getið notað til 29. febrúar. Kóðinn er —> reykjavik-fashion <—  kynnið ykkur þetta endilega. Það eru nokkrar dömur nú þegar hér á Íslandi sem hafa verið í samstarfi með merkinu og ég er bara kát með að fá að bjóða mínum lesendum núna uppá þennan frábæra afslátt.

Nú er bara að bíða eftir úrinu og þá verður myndavélin tekin fram en ekki hvað :)

Erna Hrund

11.11. Afsláttardagur netverslana

Ég Mæli MeðJól 2015JólagjafahugmyndirNetverslanir

Engin greiðsla er þegin fyrir færsluna – hún er ekki kostuð á neinn hátt :)

Hvað er betra en að fletta í gegnum úrvalið hjá girnilegum netverslunum yfir kaffibollanum svona sérstaklega þegar það er stutt í jólin. Nú þegar það eru reglulega Miðnæturopnanir hér og þar, afslættir í búðum í tilefni hátíðarinnar sem er framundan er auðvitað ekki annað hægt en að netverslanir taki sig saman og standi fyrir afsláttardegi í líkingu við Cyber Monday sem þekkist í Ameríkunni. Sá dagur er í dag – 11.11.! Mig langar endilega að deila með ykkur þeim verslunum sem taka þátt, eða alla vega þeim sem ég veit af og deila með ykkur tilboðunum sem eru í dag – alla vega þeim sem ég veit af ;)

Nú er tilvalið fyrir þá sem t.d. nýta sér vefverslanir mikið til að kaupa jólagjafir og þá kannski sérstaklega fyrir þá sem búa útá landi og eiga kannski ekki alltaf kost á að mæta þegar verslanir eru með þessar sérstöku opnanir sínar. Það verður gaman að fylgjast með og sjá hvernig landinn tekur í þessa skemmtilegu nýjung hér á landi.

Hér fyrir neðan finnið þið upplýsingar um vefverslanirnar sem taka þátt…!

Nola.is

Mín yndislega Nola.is er að sjálfsögðu með, þarnar er að finna alveg dásamlegar snyrt og förðunarvörur eins og þær frá Herbivoire, Skyn Iceland, ILIA og að sjálfsögðu Anastasia Beverly Hills. Karin ætlar að bjóða uppá 15% afslátt af öllum vörum inná síðunni og ég þarf einmitt að versla eina jólagjöf hjá henni svo ég ætla að nýta mér daginn til að gera það. Ég hvet ykkur sérstaklega til að skoða náttúrulegu förðunarvörurnar frá ILIA, þær eru alveg dásamlegar og það var að koma hellingur af nýjum og glæsilegum  vörum í úrval!

Screen-Shot-2015-09-25-at-14.02.44

Air.is

Íþróttafatnaður er eitthvað sem margir eiga það til að bæta við í fataskápinn sinn á nýju ári. Afhverju því ekki að byrja aðeins fyr og næla sér í NIKE íþróttafatnað á góðu verði en í dag er 20% afsláttur af öllum vörum. Sjálf er ég að reyna að vera ofsa dugleg í mömmuleikfiminni og mig vantar góðan síðerma æfingabol, þessi greip athygli mína, klassískir og flottur!

589368-010

Skór.is

Maður getur alltaf á sig skóm bætt! Í dag er 20% afsláttur af öllum skóm í versluninni en þar er að finna skó fyrir herra dömur og börn – maður getur bara skóað alla fjölskylduna. Svo er kannski ekki of snemmt að skoða skó fyrir jólin ef þið hyggist kaupa ykkur sérstaklega nýtt par til að klæðast yfir hátíðirnar. Á mínum óskalista eru nýjir Roshe Run skór, ég átti eina og þægilegri strigaskó hef ég aldrei vitað áður en mínir lentu í slysi og þeim var ekki hægt að bjarga – ég sé mikið eftir þeim…

nik511882-096

Petit.is

Uppáhalds barnavöruverslunin mín, hér er ég sjálf búin að kaupa fullt af jólagjöfum enda úr nægu að velja. Það sem ég get alltaf treyst á með hana Linneu mína er að hún velur inn vörur af mikilli kostgæfni svo gæðin eru í fyrirúmi í öllu vöruúrvali. Hjá mér sjálfri er efst á óskalistanum að fá fallegt hálsmen sem er nýtt í búðinni en á hálsmenin er hægt að velja stafi en pælingin er að maður sé með fyrsta staf í nafni barnsins síns um hálsinn. Hvað er dýrmætara en yndislegu börnin okkar. Annars eru ljósaboxin auðvitað tilvalin jólagjöf fyrir hvaða fagurkera sem er…

nýttstrákar

Snúran.is

Ein af allra fallegustu hönnunarverslunum að mínu mati, ég versla mikið í Snúrunni og nýlega festum við kaup á fullt af fallegum fótum frá Pretty Pegs til að skreyta húsgögn heimilisins og við hyggjumst kaupa fleiri. Ég er sjálf með langan óskalista úr búðinni en þessi vasi frá Finnsdóttir er búinn að vera lengi á óskalistanum – verst að við verðandi eiginmaðurinn deilum ekki aðdáun á þessum glæsilega grip! Snúran verður með 15% afslátt af öllum vörum.

finnsdottir_honkabell_grey_vase_samsurium

Hagkaup.is

Halló Hagkaup! Hver elskar ekki Hagkaup – ég elska Hagkaup – ókei ég vinn fyrir Hagkaup en samt ;) Í dag býður þessi stórskemmtilega verslun uppá 20% afslátt af öllum sérvörum og 40% afslátt af öllum reiðhjólum. Inná síðunni kennir ýmissa grasa og hægt að gera stórgóð kaup! Ég mæli með Clarisonic hreinsiburstunum – hrein húð er alltaf tilvalin jólagjöf.

 

Sirkusshop.is

Í þessari verslun fást ýmsar glæsilegar vörur fyrir börn og barnaherbergið. Ég rak augun í að búðin býður uppá vörur frá merkinu Fabelab sem ég var nýlega að uppgötva og býð spennt eftir pakka frá þeim fyrir mína stráka. Búðin býður uppá fallegu sængurverasettin þeirra og margt annað fallegt. Ég er því miður ekki með upplýsingar um afsláttinn sem verður í búðinni en endilega kíkið í heimsókn.

sirkusshop

Júnik.is

Verslunin hefur nú fengið smá yfirhalningu og vefverslunin mun bjóða uppá 20% afslátt af öllum vörum í þennan eina dag! Ég tók smá rúnt um verslunina og rakst á þessa fallegu peysu sem er virkilega klassísk og í mjög fallegum haustlit – er þessi ekki tilvalin í einhverja mjúka jólapakka…?

12231627_10156106077930408_581821968_n

Adidas.is

Aftur getum við komið inná það að við fyllum yfirleitt fataskápana okkar af glæsilegum íþróttafötum og getum nú aftur byrjað fyr því Adidas verður með 25% afslátt af öllum vörum! Ég byrjaði svona aðeins að skoða síðuna, sjá hvað mér leist vel á og ég tók andköf og Manchester hjartað fór að slá hraðar og hraðar, hér á heimilinu er ég nefninlega í minnihluta. Kallinn er Arsenal og föður mínum hefur einnig tekist að smita eldri soninn af Arsenal bakteríunni… – ég ákvað að kyngja þessu en nú er komið annað barn og það má kannski vera Manchester aðdáandi er það ekki… – Tuma langar í þennan hér :)

37856608_xxl

Heimkaup.is

Hér er sko að finna ýmislegt – það er alltað 60% afsláttur af vörum hjá þeim í dag! Ég hef alla vega lengi haft augastað á blandara á síðunni… ég vil nefninlega meina það að ef ég á góðan svona þá muni ég standa mig í stykkinu og gera mér sjálfri góða þeytinga!

11911-c3-mix-go-fer-ablandari

Mjólkurbúið.is

Ég þekki ekki til þess hvaða afsláttur verður hjá Mjólkurbúinu en hér er alla vega að finna ýmsar fallegar vörur fyrir t.d. börn og heimili. Mig langaði alltaf voða mikið í Wheely Bug fyrir Tinna Snæ mér finnst þessir miklu sætari en plast sparkbílar svona fyrst þetta á að vera inná heimilinu…

panda

Eins og þið sjáið þá er sko fulltí boði hjá netverslunum í dag og endilega nýtið ykkur þessi tilboð og gerið jólagjafainnkaup á netinu í ár – afhverju ekki að prófa alla vega!

Góða skemmtun!

Erna Hrund

Japanskur glæsileiki

Ég Mæli MeðFallegtIlmirLífið Mitt

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Stundum hleypur tíminn alltof hratt frá mér og allt í einu átt ég mig á því þegar mér berast glæsileg tilboð á dásamlegum vörum til eyrna að ég sé ekki ennþá búin að dásama þær við ykkur á blogginu mínu. Það er á stundum sem þessum sem ég átta mig á því að annríki í vinnunni já og þessi dásamlega brjóstaþoka eru alveg að ganga frá hausnum á mér.

Japanska snyrtivörumerkið Shiseido er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hreinlega elska bæði húð og líkamsvörurnar frá merkinu. Nýlega kom á markaðinn nýr ilmur frá þessu fallega merki, ilmur sem mér fannst loksins henta mér og nú get ég loksins sagt að ég hef fundið ilminn frá Shiseido sem ég elska! Þegar ég fæ sýnishorn af nýjum ilmum legg ég sama próf fyrir þá alla, ég prófa þá sjálf og mín fyrstu viðbrögð segja mér sjálfri mjög mikið. Stundum finn ég ilmi sem ég heillast samstundis af, ilmi sem vekja hjá mér hrifningu og gefa mér gæsahúð. Svo prófa ég fólkið í kringum mig, þegar ég fæ spurningar um hvaða ilmvatn ég sé að nota og þegar fólk gengur jafnvel svo langt eins og að labba uppað mér og þefa af mér já og þegar það gerist trekk í trekk og ég er hætt að geta talið hversu oft það gerist þá fær sá ilmur fullt hús stiga hjá mér.

Ever Bloom frá Shiseido er ilmur sem hefur fengið fullt hús stiga í þessum svakalega óhefðbundnu prófunum mínum. Mér finnst þó mjög gaman að pæla í því að bæði þessi ilmur og sá síðasti sem fékk fullt hús stiga í sömu prófum deila ilmtóni en það er ilmur búlgörsku rósarinnar.

everbloom

Toppnótur:
Lotus, Jasmín og búlgörsk rós

Hjarta:
Appelsínublóm og Gardenía

Grunnur:
Hinoki viður og Musk

Ever Bloom er hönnun ilmvatnsgerðarmannsins Aurélien Guichard. Hann vildi hanna náttúrulegan, frískandi blómailm sem myndi sveipa konuna sem klæðist honum dulúð. Þegar hann hófst handa við að hanna ilminn sankaði hann að sér upplýsingum um Shiseido. Hann ákvað að ilmurinn yrði arfleifð snyrtivörumerkisins og í honum myndi austrið mæta vestrinu í nútímalegum og veraldarlegum ilmi.

everbloom2

En það sem kveikti á minninu hjá mér og varð til þess að ég sá þegar ég fór að leita að færslu um þennan ilm á síðunni minni – því ég var viss um að ég hafði skrifað hana – var það að það er 20% afsláttur af öllum Shiseido vörum í Hagkaup út miðvikudaginn. Mig langaði sumsé að deila þessari færslu aftur inná Facebook síðunni minni en neibb, hún var ekki til mér til smá skelfingar. Svo ég dreif mig til og skrifaði hana – hviss bamm búmm!

Hér er á ferðinni einn af mínum uppáhalds ilmum, einn af þessum ilmum sem ég gríp á morgnanna og úða yfir mig, sá ilmur sem ég nota í sturtunni til að gefa húðinni frísklegan ilm, sá ilmur sem ég nota í bodylotioni til að gefa húðinni fallega áferð og góða næringu og ilmurinn sem ég úða í hárburstann minn áður en ég greiði honum í gegnum hárið til að gefa því frísklegan blæ!

Ever Bloom er glæsilegur ilmur sem sómar sér vel sem einn af ilmum þessa glæsilega japanska fegurðamerkis – tékkið á honum, sérstaklega á þessum afslætti ;)

Erna Hrund

Langar þig til að vinna alla Bold Metals?

Ég Mæli MeðFörðunarburstarNýjungar í SnyrtivöruheiminumReal Techniques

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt, bara vekja athygli á skemmtilegum leik sem er í gangi hjá uppáhalds förðunarburstamerkinu mínu <3

Það ætti nú ekki að koma ykkur á óvart að ég ætla að vera á Miðnæturopnun Smáralindar með uppáhalds förðunarburstana mína frá Real Techniques. Það verður stuð og stemming í Smáralind en ég verð fyrir framan Lyfju um 6/7 leitið með nýju glæsilegu Bold Metals burstana sem eru á 20% afslætti í tilefni kvöldsins. Það er svo aldrei of snemmt að byrja á því að kaupa jólagjafir :)

Þessir fallegu burstar hafa á stuttum tíma vakið gríðarlega athygli meðal íslenskra kvenna sem mér þykir mjög gaman. Sjálf fæ ég oft spurningar um afhverju ég nota bara Real Techniques, svarið er einfalt mér finnst þessir burstar bara bestir.

En í kvöld hafið þið líka kost á að eignast alla Bold Metals burstana….

Screen Shot 2015-10-22 at 1.51.16 PM

En svo ég segi ykkur nú aðeins frá þessum æðislegu burstum þá eru Bold Metals burstarnir ný burstalína frá Real Techniques. Línan er hönnuð með mikil gæði í huga en hárin í burstunum eru hönnuð með það í huga að þau tryggi fullkomna áferð á förðuninni. Hárin eru gervihár eins og í hinum burstunum en bara fínni gerð. Allir burstarnir eru með metallic áferð, þeir eru gylltir fyrir grunnförðun, silfraðir fyrir augu og rósagylltir fyrir áferð. Svo er búið að dreifa þyngd yfir sköft burstanna til að tryggja fullkominn stöðugleika sem er auðvitað algjör snilld sérstaklega þegar kemur að því að gera nákvæmnirsvinnu eins og eyeliner, að móta augabrúnir og móta andlitið. Það tók mig smá tíma að venjast burstunum, þeir eru töluvert lengri enn hinir og auðvitað þyngri en þegar ég var komin uppá lagið með þá þá hef ég ekki getað lagt þá frá mér :)

Uppáhalds burstarnir mínir eru Tapered Blush Brush og Flat Contour Brush.

rtburstarinsta

En að leiknum! Ef þú kemur inní Smáralind komdu þá fyrir framan Lyfju, heilsaðu uppá mig – ekki gleyma mér;) En þar finurðu líka risa stóra mynd af þeim systrum Sam og Nic. Smelltu mynd af þér með þeim systrum, birtu á Instagram og merktu hana með #rtburstar. Svo verður ein heppin dregin út sem fær alla Bold Metals burstana og fimm aðrar sem fá tvo bursta úr línunni.

Hlakka til að sjá ykkur!

Erna Hrund

The Black Opium Look

Þá er komið að annarri augnskuggapallettunni frá Yves Saint Laurent sem ég skrifa um og sýni ykkur hér á blogginu á stuttum tíma. Palletturnar eru báðar alveg óendanlega fallegar og litavalið er glæsilegt  – ég fæ bara smá gæsahúð af því að horfa á þær hlið við hlið. Ég bara dýrka þennan litasmekk sem Creative Directorinn hjá merkinu er allt í einu að sýna okkur því litirnir eru svo fallegir og svona við fyrstu sýn hugsa mögulega margir hvað er í gangi hér – en útkoman er alltaf skotheld eins og mig langar að sýna ykkur hér.

Ég sýndi ykkur s.s. haustpallettuna fyrir nokkrum dögum síðan þið finnið færsluna HÉR. Nú er komið að Black Opium pallettunni eða augnskuggapallettunni sem var sett saman í tilefni komu Black Opium eau de Toilette ilmsins en nú standa yfir YSL dagar í Hagkaup og komu ilmsins og Black Opium lúkksins er fagnað með 20% afslætti af öllum vörum frá YSL fram á miðvikudag.

Hér sjáið þið The Black Opium Look….!

opiumlúkk6

Litirnir og áferðin á augnskuggunum er innblásin af ilminum sjálfum af flöskunni af tilfinningunum sem ilmurinn vekur. Mér fannst svakalega gaman að horfa á augnskuggana þegar ég opnaði pallettuna fyrst, virða þá fyrir mér og búa til förðunina í hausnum mínum. Hún kom jafnvel betur út en ég átti von á. Mér finnst alltaf gaman að vinna með þessa augnskugga því þá má nota bæði þurra eða blauta. Hér geri ég bæði en förðunina sýndi ég skref fyrir skref á Snapchatinu mínu – ernahrundrfj.

opiumlúkk3

Umbúðirnar á ilminum eru auðvitað bara sjúkar og svipa til Parfum útgáfu ilmsins sem kom núna fyrir ári síðan á markað. Nema eau de Toilette ilmurinn er þakinn í bleiku glimmeri á meðan Parfum glasið er þakið í svörtu glimmeri. Svo er pallettan auðvitað í takt við þennan fallega ilm – þakin í æðislegu glimmeri!

Ég fékk lítið prufuglas af ilminum og hann er alveg æðislegur – algjört must test eintak. Ég var mjög hrifin af Parfum útgáfunni og hann er svona alveg svakalega flottur kvöld ilmur og það sem ég elska helst við hann er ilmurinn af bleika piparnum sem gefur svo sætan kryddangan. En ég sé klárlega fyrir mér að segja á mig eau de Toilette á morgnanna og krydda svo enn frekar ilminn með því að úða Parfum yfir hann fyrir kvöldið.

opiumlúkk8

Ég vildi hafa áferð augnanna mjög dramatíska og seyðandi og þá gildir að blanda, blanda, blanda. Ég grunna fyrst augnlokið með uppáhalds augnskuggaprimernum sem er einmitt Couture Eye Primer í lit nr. 1 frá Yves Sain Laurent. Áður en hafist er handa á förðuninni þá þarf bara að leyfa honum að bíða í sirka 30 sek til að virkja hann almennilega. Mér finnst litirnir njóta sín betur með honum og það verður enn þægilegra að blanda augnskuggum á augnlokunum.

 

opiumlúkk

Hér sjáið þið augnskuggana og fyrir neðan nærmynd af augnförðuninni, ég ætla svona að reyna eftir bestu getu að segja ykkur hvernig ég gerði förðunina.

 1. Eftir að primerinn fær tíma til að virka set ég brúngráa skuggann sem er efstur hér á myndinni í globus línuna. Ég set hann í miðja línuna og blanda honum fram og til baka í línunni með stórum blöndunarbursta (Setting Brush frá RT).
 2. Svo tek ég ryð rauða litinn sem er hér neðst á myndinni og geri það sama og í fyrsta skrefinu – set litinn í línuna og blanda með Setting Brush. Svo hefst fjörið, með litlum og þéttum augnskuggabursta með stuttum hárum set ég nóg af augnskugganum í og spreyja svo fix+ frá MAC yfir burstann. Set augnskuggann í miðja globuslínuna, ég doppa augnskugganum þar og tek Setting Brush og blanda blanda blanda, þetta skref endurtók ég til að fá meiri dýpt.
 3. Næst tók ég ljósbleika skuggann og setti hann á mitt aunglokið og með litlum blöndunarbursta Base Shadow Brush frá RT blandaði ég öllu saman.
 4. Svo gerði ég meðfram neðri augnhárunum. Ég byrjaði á grábrúna litnum – setti hann uppvið augnhárin og blandaði og mýkti litinn með stórum blöndunarbursta. Tók svo ryðrauða litinn, setti yfir þann brúna og blanda blanda blanda.
 5. Næst er það svo þessi svarti. Ég tók örlítið af honum og setti alveg yst á augnlokið með förðunarbursta með stuttum hárum. Ég setti bara smá punkt af honum og blandaði honum eiginlega bara á þeim stað bara til að fá smá dýpt í augnlokin.
 6. Að lokum er það svo gyllti augnskugginn sem ég bleytti uppí með fix+ en ég setti hann yfir mitt augnlokið og í innri augnkrókinn og dró hann aðeins niður – en það er það sem mér finnst gera lúkkið pörfekt!
 7. Svo er það bara eyeliner og nóg af þykkingarmaskara!

opiumlúkk9

Ég er sko alveg ástfangin af þessari förðun þó ég segi sjálf frá. Það er um að gera að vera alls ekki hrædd við að nota liti. Ég er nú þegar komin með hugmynd af annarri förðun sem ég get gert með þessum augnskuggum sem er sko allt öðruvísi og það væri gaman að heyra frá ykkur hvort þið mynduð vilja sjá meira af þessari pallettu sem er þó eingöngu til í takmörkuðu upplagi.

Til að fullkomna enn frekar förðunina þá gætuð þið skellt augnhárum á augun til að gera innrömmun augnanna enn veglegri.

opiumlúkk7 opiumlúkk2

En verðum við ekki aðeins að kynnast ilminum betur. Opium er svona þessi ilmur sem við imvatnsáhugafólkið þekkjum vel. Nafnið er gert til að ögra og það er svo sannarlega að sjá á auglýsingunum þar sem tilfinningarnar sem ilmurinn á að vekja eru sannarlega á þeirri bylgjulengd. Eins og þið kannski munið eftir var relaunch á ilmvatninu fyrir um ári síðan en þá fékk ilmurinn fleiri fleiri nýja aðdáendur og hann fékk svona smá yfirhalningu sem er alltaf gaman. En þrátt fyrir endurbætur er haldið í upprunalegu gildi ilmsins og innblásturinn sem ég kann að meta. Þá kom eau de Parfum nú kemur eau de Toilette. Ilmurinn er miklu léttari en sá fyrri hann er sætur en um leið kryddaður, hann er dömulegur en samt með svo fallegum djúpum grunni.

Toppur:
Black Currant – Sítrus ávextir – Pera – Græn Mandarína

Hjarta:
Kaffi – Appelsínublóm – Te – Jasmín

Grunnur: 
Hvítur viður – Hvítt musk

opiumlúkk5

Sjáið varirnar – finnst ykkur þær ekki extra djúsí. Hér nýtti ég tips frá Karen Sarahi með því að setja smá hyljara í miðjar varirnar. Ég setti smá af Touche Éclat gullpennanum í lit nr. 1 í miðjuna á efri og neðri vörunni og þannig ljóma ég miðju varanna upp svo varirnar virðast þrýstnari, hér er ég með Rouge Volupté varalit í lit nr. 1 þetta er uppáhalds varaliturinn minn frá YSL. Ég gerði ekkert meira en það!

Þó lúkkið sé dáldið Black Opium lúkk þá er það líka mikið Touche Éclat lúkk þar sem ég grunna húðina með Blur primernum, farðanum og gullpennanum sjálfum en allt eru það Touche Éclat vörur.

Minni á afsláttinn sem gildir af vörum frá YSL núna fram á miðvikudaginn næsta í Hagkaup Kringlunni, Smáralind og Holtagörðum. 20% afsláttur af öllum vörunum og ef þið kaupið fleiri en eina vöru fáið þið glæsilegan kaupauka. En ásamt pallettunni kom líka varalitur í Opium lúkkinu sem ég held að sé sannarlega þess virði að skoða betur ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Sumargleði Sensai – 20% afsláttur!

Ég Mæli MeðSensaiSS15

Í dag hefst sumargleði hjá einu vinsælasta snyrtivörumerki hér á Íslandi – Sensai. Vörurnar eru gríðarlega vinsælar og það kom mér skemmtilega á óvart. Mér þykir merkið alltaf leggja áherslu á að vera með góðar vörur sem fara vel með húðina og leggja dáldið uppúr því að vera með skincare vörur hvort sem það er þá í hópi snyrtivaranna eða förðunarvaranna – allar vörurnar næra húðina og styrkja hana hver sem annar tilgangur þeirra er um leið.

En á sumargleðinni verða nokkrar af vörum merkisins og þó nokkuð margar vörur sem ég veit að eru ómissandi í snyrtibuddur margra í kringum mín á 20% afslætti – ég segi aðeins betur frá þeim hér fyrir neðan.

Hér sjáið þið vörurnar sem verða á afslætti þetta eru þá 5 vinsælustu vörurnar eða vöruflokkarnir hjá merkinu hér á Íslandi…sensaisumargleði

Sensai Bronzing Gel – ætli gelið sé ekki ein allra vinsælasta varan hjá merkinu alla vega kæmi annað mér mikið á óvart. Gelið er fullkomið til að fríska uppá húðina og gefa henni fallegan og náttúrulegan ljóma. Gelið finnst mér best að nota með léttum farða bursta eins og duo fibre bursta og setja það á hreina, rakanærða húð og sleppa þá farða, eða yfir farða þá sem svona ljómaauka.

Sensai Mascara 38°, allir maskararnir – maskararnir frá merkinu eru líka meðal þekktustu möskurum í heimi, það vita allir hvaða maskara er verið að tala um þegar talað er um 38°maskarana… ;) Kosturinn við þá í sumar er auðvitað að þeir eru smitheldir en ekki beint vatnsheldir því þeir fara bara með 38°heitu vatni, svo þið ættuð að vera góðar á sundlaugabakkanum á Spáni með þessa. Það eru til nokkrar týpur af honum og allir eru þeir á afslætti þessa daga.

Sensai Eyebrow Pencil, blýantur og fyllingar – frá því ég man eftir mér er þetta ein af þessum vörum sem ég man hvað best eftir. Þetta er augabrúnaliturinn sem amma mín notar og hefur notað frá því ég man eftir mér – það hlýtur svo sannarlega að þýða eitthvað og segir til um gæði. Kosturinn við þessa litir er líka sá að það er hægt að kaupa fyllingar í græjuna, ég held einmitt að amma sé enn með umbúðir merktar Kanebo utan um sínar fyllingar :) Liturinn er virkilega fallegur, áferðin er náttúruleg og svona ekta ef svo má að orði komast.

Sensai farðar, allar tegundir – ég verð því miður að viðurkenna að ég hef ekki prófað neinn farða frá merkinu, að minnsta kosti ekki almennilega en ég veit þó að úrvalið er gott og ég hlakka bara til að fá tækifæri til að kynnast þeim frekar. Allir farðarnir eru á afslætti næstu daga.

Bronzing Powder – það er ómissandi að eiga fallegt sólarpúður í snyrtibuddunni á sumrin, ég á nýjasta sólarpúðrið frá merkinu og það er með virkilega fallegri og léttri glimmer áferð sem er svo falleg í sólarljósi. Sólarpúður má auðvitað nota á nokkra vegu, sjálf nota ég það helst í skyggingar og til að gefa húðinni smá svona gervi sólarkysstan lit, en þá set ég það á þau svæði húðarinnar sem standa fram en það eru auðvitað svæðin sem fá fyrst lit í sólinni – svo liturinn verður aðeins meira trúverðugur en þegar hann er settur yfir allt andlitið.

Þetta eru allt mjög sumarlegar og fallegar vörur sem gefa húðinni sólkyssta áferð og draga fram það náttúrulega í húðinni sem er alltaf mikill kostur. Ég hef ekki enn náð að prófa alveg allar vörurnar en flestar hef ég þó prófað þó það sé kominn smá tími síðan síðast – held ég hafi síðast verið með 38°maskara þegar merkið hét ennþá Kanebo :)

Það er um að gera að næla sér í glæsilegar vörur fyrir sumarið á þessum góða afslætti 20% er virkilega góður afsláttur og hann gildir á öllum sölustöðum merkisins frá deginum í dag – 25. júní og til 1. júlí.

EH

Engin greiðsla var þegin fyrir færsluna, ég skrifa alltaf það sem mér finnst og um það sem mig langar að skrifa – því getið þið alltaf treyst***

Leyndarmál Makeup Artistans: Augnskuggaprimer

AugumakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniYSL

Það eru nokkrar svona vörur sem eru ómissandi í kitt hvers makeup artista – vörurnar sem eru þessir ómissandi fylgihlutir sem fullkomna farðanirnar. Í mínu tilfelli er ein af þessum vörum augnskuggaprimer…

Það er ekki svo langt síðan ég fór að nota augnskuggaprimer að staðaldri. Ég var aldrei vön því að nota sérstaka primera fyrir augun, ég notaði primer fyrir húðina og notaði kannski blýanta og krem augnskugga sem grunna en svo þegar maður fer að prófa svona alvöru augnskuggaprimera þá finnur maður alveg að það er mikill munur þó hitt sé allt frábært líka.

Hér eru nokkrir kostir sem felast í því að nota augnskuggaprimera og nokkur tips frá mér til ykkar…

 • Þeir sem eru með smá lit í jafna lit húðarinnar í kringum augun sem er stundum aðeins dekkri á litinn en restin af húðinni. Þessi litamunur getur komið í gegn sérstaklega þegar við notum ljósa augnskugga en með því að grunna augnsvæðið fyrst með primer þá eyðist þessi litur.
 • Primerarnir gera fullkominn grunn fyrir augnfarðanir, þeir jafna áferð húðarinnar og gera fullkominn striga fyrir fallega augnförðun.
 • Þeir mynda himnu yfir húðinni sem gerir það að verkum að það mattast alveg og primerinn myndar eins konar himnu sem kemur í veg fyrir að olía frá augnlokum smitist í augnskuggana. Frábært tips ef þið eruð t.d. með olíurík augnlok.
 • Þeir geta breytt áferð augnskugganna ykkar annað hvort gert þá mattari eða gefið þeim sanseraða áferð.
 • Vegna mjúku áferðarinnar sem þeir gefa augnlokunum verður allt miklu auðveldara, það verður auðveldara að dreifa úr augnskuggum og það verður sérstaklega auðveldara að blanda þeim saman og mýkja áferð þeirra.
 • Svo að sjálfsögðu auka primerarnir endingu augnfarðananna ykkar!

augnskuggaprimer5

Ég er búin að prófa þá nokkra af augnskuggaprimerunum og ég er alveg dolfallinn yfir einum af þeim nýjustu á markaðnum í dag sem er Couture Eye Primer. Hann minnir eginlega helst á þéttan hyljara en hann er með svona léttum ljósum litatóni sem fullkomnar litarhaftið í kringum augun mín. Ég er búin að nota hann með hverri augnförðun síðan ég prófaði hann fyrst og hann svo sannarlega gerir fullkominn grunn fyrir hvaða augnförðun sem er. Það sem hann gerir líka er að hann kemur í veg fyrir að olía smitast í augnförðunina og hún fer í línur, ég veit ekki með ykkur en það er eitthvað sem ég bara þoli ekki svo augnförðunin verður svo sannarlega fallegri með augnskuggaprimer.

Ef ég er að nota augnskuggaprimer þá er hann það fyrsta sem ég set á húðina, ég hef verið að venja mig á það að byrja á því að gera augnförðunina eða alla vega grunninn að henni sérstaklega þegar ég er með dökka augnskugga því þá þríf ég bara það sem ég þarf að þrífa en þarf ekki að farða yfir það svæði aftur. Svo leyfi ég primernum að liggja aðeins á húðinni – passið samt að setja primerinn alveg yfir auglokið og uppá augnbeinið alveg uppundir augabrúnina. Það geri ég til að passa uppá það að áferð augnförðuninnar haldi sér alveg því ég tek alltaf augnskugga aðeins uppá augnbeinið og ef ég set ekki primerinn alla leið getur áferðin skyndilega breyst og skörp skil komið í gegn.

Svo finnst mér líka bara æðislegt að nota primerinn dags daglega fyrir náttúrulegar farðanir til þess að jafna litarhaftið. En mig langaði að sýna ykkur dæmi um aungförðun þar sem ég byrja á því að gera grunninn með Couture Eye Primernum frá YSL…

árshátíðarförðun

Mér finnst alveg dásamlegt hvernig ég næ þessari fullkomnu smoky – reykáferð – þarna alveg efst við augnbeinið.

Það er svo sannarlega þess virði að skoða það að splæsa í augnskuggaprimer sérstaklega fyrir ykkur sem viljið auðvelda ykkur verkið og fyrir ykkur sem eruð duglegar að því að gera alls kyns augnfarðanir. Annars lofa ég nú að fara að segja ykkur meira frá árshátíðarförðun síðustu helgi – sú færsla átti að koma í dag en fær að víkja fyrir þessari leyndarmála færslu þar sem mér fannst bara hreinlega löngu kominn tími á nýja þeirrar tegundar!

Þess má geta að á morgun hefst YSL kynning í Lyf og Heilsu Kringlunni og því er 20% afsláttur af öllum vörum frá merkinu 5.- 8. mars – um að gera að splæsa í nýja fína förðunarvöru og ég hvet ykkur sérstaklega til að skoða augnskuggaprimerana en þessi kemur í tveimur litatónum ég er með þann ljósari. Svo eru 10 lita augnskuggapalletturnar náttúrulega trylltar en ég ætla að segja ykkur betur frá þeim seinna.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Minimal Decor opnar – lesendur fá 15% afslátt

Ég Mæli MeðFallegtFyrir HeimiliðNetverslanirShop

Ég elska allar þessar netverslanir sem eru að opna fyrir okkur Íslendinga og færa okkur fullt af dásamlega fallegum vörum. Í dag opnar ein yndisleg vinkona mín netverslun með fallegum vörum fyrir heimilið. Í tilefni opnunarinnar ætlar hún líka að bjóða lesendum Trendnet uppá 15% afslátt frá föstudegi til sunnudags.

Heimsækið verslunina og kíkið á úrvalið – MINIMAL DECOR 

Hér eru nokkrar fallegar vörur sem fást í versluninni og ef ég þekki smekkkonuna hana Guðnýju rétt þá eiga bara eftir að bætast fleiri dásamlegar vörur í úrvalið hjá henni :)

Sjálf er ég sérstaklega skotin í krúttlegu og einföldu kertastjökunum frá Nicholas Oldroyd – mér finnst þeir svakalega krúttlegir og svona skemmtilega einfaldir. Þeir fást í silfur og gull og svo eru þeir væntanlegir í kopar og svörtu – ég mun fylgjast vel með því þegar þeir koma!

707cb4f6b92a642a752d64d164576968

Ég fékk hana Guðný Hrefnu eiganda Minimal Decor til að svara nokkrum spurningum til að leyfa ykkur að heyra smá frá konunni á bakvið verslunina…

Geturðu sagt frá sjálfri þér í örfáum setningum?
Guðný Hrefna heiti ég og bý ásamt manni mínum og tveim börnum á Álftanesi. Ég vinn hjá Sigurborg sem þjálfari bareMinerals hugsanlega í mínu draumastarfi, mér finnst einstaklega gaman að gefa konum ráð varðandi húð og förðun, svo er þetta líka svo fjölbreytt og líflegt starf.

Hvað kom til að þú ákvaðst að opna vefverslun?
Mig hefur lengi langað til að opna einhversskonar rekstur. Ég get verið svolítið fiðrildi og með puttana í mörgum hlutum, ég unni mér best þegar nóg er að gera og finnst því tilvalið að opna litla vefverslun með dagvinnunni. Síðastliðin ár hefur áhugi minn á húsbúnaði og öðrum vörum sem fegra umhverfið okkar aukist mikið. Ég held það sé óhætt að segja að fagurkerinn í okkur nær hámarki þegar við stofnum til heimilis.

Hvaða merki munu fást í búðinni?
Ég ætla að einblína á unga og óþekkta listamenn aðallega frá skandinavíu í bland við aðra og þekktari hönnun. Ég hef verið að sækja pop up markaði erlendis og fundið þar ferska og skemmtilega hönnun. Einnig skoða ég mikið pinterest, Instagram og aðra netmiðla. Maður er alltaf að finna eitthvað nýtt og fallegt sem vekur áhuga. Markmiðið er að áður en árinu lýkur að vera búin að finna þekkta hönnun sem ég blanda við ungu listamennina.

Eru einhverjar vörur sem eru í meira uppáhaldi hjá þér en aðrar?
Í rauninni eru allar vörurnar í búðinni mínar uppáhalds, en veggspjöldin frá I Love My Type eru einstaklega falleg og veita góða innsýn í lífið með fallegum orðsendingum. Ég er með mikið blæti fyrir blómavösum og finnst ekkert skemmtilegra en að skreyta þá með illgrösunum sem börnin færa mér í tíma og ótíma. Það er lang fallegasta skreytingin. Svo verða print í arctik stíl frá einni uppáhalds listakonunni minni Hörpu Einars fáanleg í versluninni, hún er með svo flott verk!

Guðnýju þekki ég einmitt úr bjútíheiminum á Íslandi og hún er án efa með einum flottustu konum Íslands, alltaf svo flott til fara og mikill fagurkeri og yndisleg í alla staði. Ég á ekki von á öðru en að henni muni ganga ótrúlega vel í þessum bransa – til hamingju með opnunina kæra vinkona :*

Ef ykkur líst vel á vörurnar hennar Guðnýjar nýtið ykkur þá afsláttarkóðann sem er trendnet til að fá 15% afslátt af kaupunum ykkar. Kóðinn gildir út sunnudag!

EH

Ný lökk fyrir skólann!

FallegtLífið MittMakeup ArtistneglurNetverslanir

Ég rakst fyrir tilviljun á færslu á facebook síðu Barry M á Íslandi að það væri sniðugur afsláttarkóði í gangi inná síðunni – svona í tilefni upphafs nýrrar skólannar. Sniðug hugmynd og afhverju ekki að splæsa í flott lakk á góðu verði í tilefni þess – ég meina kaupa ekki allir sér enn ný föt fyrir skólann. Naglalökk eru bara nýr fylgihlutur – svona eiginlega!

Mig langaði þá líka að nýta tækifærið og sýna ykkur Silk lökkin frá Barry M sem ég fékk að prófa núna í sumar sem komu mér svona skemmtilega á óvart….

barrymlökk5

Ég fékk að prófa þessa fjóra liti sem eru auðvitað í stíl við eitt af litartrendum sumarsins – pastel litir og með sanseraðari áferð sem er alltaf skemmtilegt sérstaklega í sólinni. Sanseringin tekur svo fallega á móti sólinni og lýsir upp litina. Það sem ég átti þó ekki alveg von á var það að lökkin eru eiginlega mött og því er áferðin mjúk og slétt.

Hér sjáið þið litina betur…

barrymlökk

Bleiki liturinn er mega sætur og hann kom virkilega vel út að mínu mati. Liturinn er líka frekar léttur svo lökkin fá mjög fallegan og náttúrulegan lit finnst mér.

barrymlökk4

Blái liturinn finnst mér persónulega flottastur en eins og þið hafið kannski tekið eftir er ég mega skotin í bláum naglalökkum þessa stundina. Þessi hefur vinninginn hjá mér af þessum lökkum og ég hef notað hann dáldið í sumar – pastel bláar neglur hafa eiginlega verið sumartrendið mitt.

barrymlökk3

Græni liturinn er smá útí blátt og kemur vel út. Margar hræðast eflaust dáldið grænar neglur og ég veit að amma mín myndi gapa yfir mér ef ég myndi mæta með svona lakk til hennar – það myndi reyndar hafa öfug áhrif á mig og ég myndi kannski bara gera í því að vera með grænar neglur í kringum hana. En þetta er náttúrulega bara flott við létta hvíta skyrtu, gallabuxur og strigaskó.

barrymlökk2

 Svo er það gyllti tónninn sem er alltaf safe og alltaf klassískur. Í þessum lit tek ég best eftir sanseringunni líklega vegna þess að hann er frekar ljós en klárlega elegant og flottur dags daglega fyrir þær sem vilja ekki of mikið.

Lökkin frá Barry M eru með rosa fína endingu. Ég mæli þó með eins og alltaf þegar ég skrifa um naglalakk að þið notið undir og yfirlökk til að auka endinguna enn frekar. Ef þið vijlið halda í möttu áferðina hér notið þá alla vega undirlakk.

Eins og venjulega er ég með tvær umferðir af litunum á nöglunum en liturinn er frekar þéttur og fínn eins og þið sjáið. Það sem er líka kostur við þau er að sanseringin helst frekar jöfn. Oft þegar um sanseruð lökk er að ræða kemur hreyfing í sanseringuna sem getur lúkkað dáldið klesst… – það finnst mér ekki áberandi hér.

En lökkin finnið þið HÉR (þið finnið líka fleiri liti þar) og ef ykkur líst á þau og ákveðið að splæsa í ný fyrir haustið notið þá afsláttarkóðann SKÓLADAGAR í greiðsluferlinu og þá fáið þið 15% afslátt. Afslátturinn gildir út morgundaginn og gildir á öllum vörum.

EH

Naglalökkin sem ég skrifa um hér fékk ég send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.