fbpx

4 ÁRA AFMÆLI DIMM & 20% AFMÆLISAFSLÁTTUR

Fyrir heimiliðSamstarf

Í tilefni af 4 ára afmæli uppáhalds verslunarinnar Dimm tók ég saman nokkrar fallegar vörur sem heilla augað. Mér finnst alveg ótrúlega gaman hvað Dimm hefur stækkað hratt og úrvalið orðið alveg æðislegt á þessum stutta tíma, þær Anna Birna og Erla Björk eigendur Dimm (og mágkonur) eru fagurkerar fram í fingurgóma og stofnuðu þær verslunina ásamt eiginmönnum sínum fyrir fjórum árum síðan. Í tilefni afmælisins verður boðið uppá 20% afslátt af nánast öllum vörumerkjunum dagana 15. – 18. apríl – ég mæli svo sannarlega með því að kíkja við og gera góð kaup ♡

Hér má sjá flottar kauphugmyndir!

Baðherbergisþema! Ef þú ert í hugleiðingum að fegra baðherbergið þá koma þessar vörur vel til greina. Snyrtileg sápuhilla í sturtuna, stálhengi og viðarhengi undir handklæði, mjúk og falleg handklæði og ómissandi sloppur, marmarabakki undir snyrtivörur og skartgripi, handsápa og handáburður frá L:A Bruket, ilmkerti, smekklegur hreinsilögur og síðast en ekki síst geggjuð kroppastytta! (Þessi töffaralegi vegglampi er reyndar ekki á afslættinum en fékk þó að vera með fyrir rétta stemmingu;)

 

Barnaherbergi! Vá hvað það var gaman að taka saman þessar vörur og ég gæti hugsað mér að eignast þær allar fyrir dóttur mína. Vissulega á hún reyndar led kisunæturljósið nú þegar og mæli ég með því, einnig notum við daglega sætar kisumatarskálar eins og á myndinni en þær eru frá Liewood og eru æðislegar. Viðarkubbar, gyllt barnahnífapör, útileikföng, himnasæng fyrir kósýhorn eða yfir rúmið, spegill, vegghilla, stafaplakat (allir stafir til), staflanlegt dót, rúmföt, og litríkir dótakassar eru á meðal þess sem verma minn óskalista. Svo falleg barnavörudeildin þeirra!

Smekklegir hlutir fyrir eldhúsið er eitthvað sem er erfitt að standast! Bast diskamottur, koparhnífapör, töff lampi, eldhúsrúllustandur úr við og leðri, hlýlegt viðarbretti og viðarsleif, mjólkurkanna, töff hanki úr leðri, bleikur matardiskur og kökudiskur, einstaklega fallegt vegg / loftljós og síðast en ekki síst skemmtilegt kaffiplakat sem hentar vel í eldhúsið. Ég væri til í að eiga þetta allt saman ♡

Til hamingju með 4 ára afmælið Dimm! Ég mæli með að kíkja við á úrvalið í vefverslun þeirra eða koma við hjá þeim í Ármúla 44. 

GEGGJAÐUR BLÓMAVASI // KINK FRÁ MUUTO

Skrifa Innlegg