fbpx

11.11 SINGLES DAY – NETSPRENGJA, AFSLÁTTUR Í SÓLARHRING

SHOPPING

11.11 eða Singles Day hefst í kvöld á miðnætti, þegar klukkan slær tólf og 11. nóvember byrjar !

Singles Day er einn stærsti netverslunardagur ársins þar sem margar netverslanir bjóða afslátt af vörum sínum í sólarhring.  Tilvalið fyrir þá sem vilja hafa það gott og klára jólainnkaupin uppi í sófa :)

Brynja Dan vinkona mín stendur á bakvið 1111 eða Singles Day en hún hrinti þessari netsprengju af stað hér á Íslandi fyrir nokkrum árum og hefur dregið vagninn síðan.  Núna hefur hún gert þetta afar einfalt fyrir okkur með síðunni síðan 1111.is þar sem hægt er að sjá allar vefverslanir sem taka þátt og hvaða afslætti þær bjóða upp á, þar er einnig hægt að leita af vörum eftir flokkum.
Netsprengjan stendur yfir í sólarhring.

Mynd: Aldís Páls

Brynja dró okkur í AndreA á 1111 vagninn á síðasta ári og við tökum að sjálfsögðu þátt í ár líka.
Við bjóðum 20% afslátt af öllu þennan eina sólarhring með kóðanum: 11.11 en SINGLES DAY er eini net/afsláttardagurinn sem við tökum þátt í.

Það eru mjög margar flottar verslanir sem taka þátt, ég mæli með að þið kíkið á síðuna1111.is  kvöld kl 00:00 og skoðið úrvalið. 
Tilvalið að klára eitthvað af jólagjöfunum er það ekki ?
Hér má sjá brot af þeim fyrirtækjum sem taka þátt…

 

Happy shopping 
xxx
Andrea

COCO

Skrifa Innlegg