fbpx

Úr á hendi

FallegtFashionFylgihlutirLífið Mitt

Ég hef verið skotin af úrunum frá Daniel Wellington síðan ég las fyrst um þau hér á trendnet að sjálfsögðu fyrir rúmlega einu og hálfu ári síðan hjá henni Ásu okkar – HÉR. Svo þegar upp kom samstarf á milli mín og merkisins þá hikaði ég ekki lengi við og bíð nú alveg sérstaklega spennt eftir mínu úri sem ég hlakka líka til að sýna ykkur. Ég á reyndar alveg ofboðslega fallegt úr sem Aðalsteinn gaf mér í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum síðan en það er reyndar batteríslaust og af einhverjum ástæðum man ég aldrei eftir að grípa það með mér þegar ég á leið hjá búðinni þar sem það var keypt. En ég reyndar gekk lengi með það bara af vana þó það virkaði ekki :)

Ég fékk að velja mér úr frá Daniel Wellington og valdi gyllt úr með svartri leðuról – held það muni verða mjög klassískt og það passar við allt og þar á meðal giftingarhringinn sem er úr gulli. Ég á von á því núna í vikunni og ákvað að kíkja svona aðeins inná Pinterest og skoða smá innblástur og ég get sko sagt ykkur það að innblásturinn fyrri þennan fallega fylgihlut frá Daniel Wellington vantar sko ekki :)

Ég varð einhvern vegin ennþá spenntari fyrir komu úrsins þegar ég fór að skoða þessar fallegu og fínu myndir.

En partur af samstarfinu er að ég fæ afsláttarkóða sem þið getið nýtt inná vefverslun Daniel Wellington – danielwellington.com – en þið fáið 15% afslátt af úrunum með eftirfarandi kóða sem þið getið notað til 29. febrúar. Kóðinn er —> reykjavik-fashion <—  kynnið ykkur þetta endilega. Það eru nokkrar dömur nú þegar hér á Íslandi sem hafa verið í samstarfi með merkinu og ég er bara kát með að fá að bjóða mínum lesendum núna uppá þennan frábæra afslátt.

Nú er bara að bíða eftir úrinu og þá verður myndavélin tekin fram en ekki hvað :)

Erna Hrund

A fyrir augnkrem

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Helga

    20. January 2016

    Svo er líka hægt að kaupa þessi úr á Amazon og Ebay (að sjálfsögðu alvöru) á helmingi lægra verði en á DW heimasíðunni. Það verður að teljast 50% afsláttur ;) alltaf að græða :)