NEW IN: VÖRUR FRÁ LUSH

NEW INSnyrtivörurUppáhalds

Þegar ég var í Glasgow kíkti ég í LUSH en búðin selur allskyns beauty vörur líkt & krem, maska, baðbomur, skrúbba & margt fleira en þau notast aðeins við VEGAN uppskriftir sem er mikill plús. Búðin heillaði mig alveg, úrvalið er endalaust & vörurnar á virkilega góðu verði.

Þegar ég kíkti fyrst við keypti ég mér TEA Tree Water, Popcorn Lip Scrub & Mask Of Magnaminty sem er Face and Body maski sem margir hafa mælt með en allt þetta í heildina kostaði mig um 3.500 kr sem er ekki neitt fyrir svona vandaðar & góðar vörur. Í seinni ferð minni í LUSH fékk ég mér Dream Cream sem er Hand and Body lotion & American Cream sem er Conditioner fyrir þurrt hár en þetta kostaði mig um 3.200 kr.

Ég mæli hiklaust með þessari búð enda er úrvalið endalaust, vörurnar ódýrar & þjónustan góð.

/

When I was in Glasgow I went to LUSH which sells all kind of beauty products like cream, masks, scrubs & a lot more but LUSH only uses VEGAN recipes which is great! The shop was amazing, the selection is really good & the products are not too expensive. I bought TEA Tree Water, Popcorn Lip Scrub & Mask Of Magnaminty, Dream Cream & American Cream and I can’t wait to try them all out!

I really recommend this store the selection is so good, not too expensive, the employees are really helpful & the service is great.

x
14 15

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

img_9863

A fyrir augnkrem

AuguHúðSnyrtivörur

Vörurnar sem þið sjáið í þessari færslu eru ýmist keyptar af mér sjálfri eða ég hef fengið sendar sem sýnishorn. Allt sem ég skrifa er frá sjálfri mér komið og eins og alltaf er ég hreinskilin og einlæg í mínum skrifum.

Ég fékk fallega beiðni í gegnum snappið mitt —> ernahrundrfj <— sem var að skrifa um augnkrem. Augnkrem eru svo sem þessi vara sem ég hef alveg mjög mikið fengið spurningar um. Það virðist vera að þetta sé vara sem vefjist fyrir mjög mörgum. Eflaust hugsa einhverjir að þessi krem séu óþarfi því hvað í ósköpunum geta þau gert sem hin kremin geta ekki. Svarið liggur í formúlunni – hún er sérstök að því leitinu til að hún er hönnuð fyrir húðina í kringum augun. Húðin í kringum augun er allt önnur en önnur húð. Svitaholurnar, vökvasöfnunin, línurnar, litirnir ekkert er þetta í líkingu við það sem gerist annars staðar. Augnkrem eru öll sett saman með þessa viðkvæmu húð í huga, efnin eru öðruvísi því húðin er öðruvísi. Auðvitað ætla ég ekkert að vera sú sem segir að allir verði að nota augnkrem – það er fyrir hverja og eina að velja en mig langar bara svona aðeins að fræða eins og ég get og veit :)

Hvenær?

Það vefst fyrir mörgum – hvenær á að byrja að nota augnkrem. Ef ykkur langar að nota augnkrem þá notið þið augnkrem. Ég myndi samt segja að það væri óþarfi fyr en fyrstu einkenni öldrunar eru farin að láta sjá sig. Annars eru svo sem til mörg augnkrem sem eru laus við alla virkni og eru meira að kæla og vekja húðina svo ef þið eruð forvitnar en ekki farnar að finna fyrir einkennum öldrunar þá getið þið skoðað þau. Persónulega finnst mér það að nota augnkrem ómissandi og sérstaklega þegar ég er að farða, augnkremið er að mínu mati eins konar primer fyrir augnsvæðið og gerir allt svo miklu áferðafallegra.

Ef þið leitið að svarinu hvenær í rútínunni ætti augnkremið að koma þá set ég það á eftir rakakreminu eða næturkreminu. Ég leyfi þá því svæði helst að vera bert eða þá ég set ekki kremið alveg yfir allt augnsvæðið og nýti frekar augnkremið sjálft.

Hvar?

Augnkrem eru borin á svæðið undir augunum – og alveg útað gagnauga. Sum krem má bera ofan á augnbeinið en það ætti þó ekki að gera við krem sem eru með virkum efnum í því þau geta runnið inní augun og virku efnin fara ekki vel í slímhúðina því lofa ég. Húðin í kringum augun er sú þynnsta sem við höfum og því er hún viðkvæmust, það sést allt fyrst í kringum augun, þar fáum við t.d. yfirleitt fyrstu línurnar og því ætti ekki að fara illa með hana og vera að nudda mikið eða toga til. Það er oft talað um að við látum minnsta þrýsting í gegnum baugfingur og því ætti að nota hann til að nudda augnkreminu við húðina. Ég viðurkenni það nú alveg að ég geri það ekkert alltaf sutndum gleymir maður sér… En ég kann alveg óskaplega vel við augnkrem sem koma með einhverju á til að bera augnkremið á eins og sérstökum stút eða stáli.

Hvaða?

Þegar augnkrem er valið þá er það að sjálfsögðu mikið eftir hvað þið viljið, hvernig húðin er og hvaða vandamál þið viljið laga ef svo má segja. Það eru til alls konar augnkrem og ég á auðvitað auðveldast með að mæla með augnkremum sem hafa hentað mér, minni húð og mínum vandamálum.

Hér fyrir neðan sjáið þið 8 krem sem ég hef sjálf notað við mjög góðan árangur. Kremin eiga það sameiginlegt að vera ekki neitt sérstaklega virk. Þau eru helst að fókusera á að koma jafnvægi á rakamyndun húðarinnar, draga úr þrota og þreytu og litabreytingu. Þegar ég nefni rakabreytingu á það líka við að þegar það kemur meiri fylling í húðina í kringum augun minnkar sýnileiki fínna lína – þessara fyrstu sem fara yfirleitt að sýna sig fyrst í kringum 25 ára aldur. Kremin hérna fyrir neðan geta þó allar konur notað en ef þið viljið meiri virkni þá eru auðvitað til fjölmörg önnur augnkrem.

augkrem 1. Forever Light Creator Dark Circle Corrector frá YSL:
Þetta krem er með svo svakalega fallegri perlukenndri áferð svo svæðið í kringum augun ljómar samstundis. Það er alveg ofboðslega fallegt og virkar mjög vel sérstaklega gegn óvelkomnum litum. Kremið er borið á með stútnum.
YSL fáið þið t.d. í snyrtivörudeildum Hagkaupa og Lyf og Heilsu Kringlunni

2. Cellularose Hydradiance Eye Contour frá By Terry:
Þetta krem er borið á með köldu læknastáli og hjálpi mér hvað það er gott. Þetta er kremið sem ég er búin að vera að nota mest núna undanfarið og ég held ég muni gráta þegar það klárast. Ég kreysti bara smá úr túbunni þannig það fari á stálið og nudda því svo varlega yfir húðina sem vaknar samstundis og fær góðan raka.
By Terry vörurnar fást í Madison Ilmhúsi

3. Hydrating Eye Cream frá Bobbi Brown:
Endilega kíkið á fleiri síður sem tala um þetta krem og kynnið ykkur það vel því það er í glaðning sem ég ætla að gefa hér á síðunni í þessari viku. Kremið er svo svakalega rjómakennt og dásamlegt, þykkt og næringarríkt og algjör rakabomba – lagar þannig áferð húðarinnar og dregur úr þrota og þreytu.
Bobbi Brown fáið þið t.d. í Hagkaup Smáraling og Lyf og Heilsu Kringlunni

4. Ibuki Eye Correcting Cream frá Shiseido:
Einfalt og rakamikið augnkrem sem er borið á með fingrunum. Kremið er hugsað fyrir þær sem eru að finna fyrir þessum fyrstu einkennum öldrunar og gefur sérstaklega fallega áferð og mikinn raka.
Shiseido fáið þið t.d. í snyrtivörudeildum Hagkaupa

5. It’s Potent Eye Benefit Cream frá Benefit:
Ég fékk einhver tíman lúxusprufu af þessu kremi erlendis og ég varð samstundis mjög hrifin. Þetta er létt gelkrem sem snöggkælir húðina svo hún frískast upp. Það fer mjög hratt inní húðina og skilur eftir sig fallega og frískandi áferð. Kremið er borið á með fingrunum.
Benefit er ekki fáanlegt á Íslandi.

6. Eye Contour Cream frá Sensai:
Dásamlegt augnkrem sem er líka hægt að fá í formi augngels fyrir þær sem vilja frekar þá áferð – sjálf kýs ég augnkremið. Kremið er ríkt af silki meðal annars og húðin fær alveg dásamlega fallega áferð, það er létt í sér en samt svo drjúgt af næringu – húðin verður dásamleg. Kremið er borið á með fingrunum.
Sensai fáið þið t.d. í snyrtivörudeildum Hagkaupa og Lyf og Heilsu Kringlunni

7. Skin Perfection Eye Cream frá L’Oreal:
Alveg klassískt, þétt og rakamikið augnkrem. Kremið er borið á með fingrunum, að mínu mati gerir það sérstaklega mikið fyrir áferð húðarinnar sem verður þéttari og áferðafallegri. Það dregur úr langvarandi þreytueinkennum yfir húðinni og að mínu mati er það einstaklega góður primer undir hyljara og annað sem ég set undir augun – áferðin verður svo falleg.
L’Oreal fáið þið t.d. í snyrtivörudeildum Hagkaupa, Lyfju og Lyf og Heilsu. 

8. Hydra Cool Firming Eye Gels frá Skyn Iceland:
Ég hef sagt það áður og ég segi það hiklaust aftur þessir eru betri en sterkur kaffibolli á morgnanna. Töfravara sem er sú sem tryggði það að ég kolféll fyrir þessum dásamlegu vörum. Ef þið hafið ekki prófað þessa þá eruð þið að missa af miklu.
Púðarnir fást á nola.is

Vonandi eruð þið einhverju nær um augnkrem. Það er svo sem ógrynni af alls konar augnkremum sem er til á markaðnum. Ef þið eigið ykkur eitthvað uppáhalds merki hér á landi er um að gera að skoða þau sem eru hjá því annars getið þið líka auðvitað nýtt ykkur listann minn hér að ofan. Næst kemur svo kannski B fyrir BB krem, blush eða bronzer – það kemur í ljós…

Mikið vona ég að vikan framundan eigi eftir að vera frábær hjá ykkur!

Erna Hrund

Nærandi & græðandi í kuldanum

Ég Mæli MeðHúðSnyrtivörur

Vörurnar sem ég fjalla um hér hef ég ýmist keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Ég skrifa alltaf um allar vörur af einlægni og vil að lesendur geti treyst mínum orðum. 

Flestar fyrirspurnir sem ég fæ t.d. í gegnum Snapchat snúa að húðumhirðu. Ég hef tekið eftir mjög áberandi mynstri núna en það virðast margir vera að finna fyrir þessum mikla kulda í húðinni sinni. Veðurbreytingar sjást alltaf mjög greinilega á húðinni en einkennin eru yfirleitt yfirborðsþurrkur, tap á ljóma, gulir og gráir undirtónar og húðin missir dáldið líf ef svo má segja. Þessi einkenni eru algjörlega óháð húðgerðum og lýsa sér eins á milli allra þó undirliggjandi einkenni séu alltaf til staðar. Ég tek meirað segja eftir þessu í húð barnanna minna og ég vil endilega koma að nokkrum ráðum varðandi börnin hér að neðan.

En auðvitað er best að halda húðinni í sem bestu jafnvægi. Við verðum að hreinsa húðina vel og halda okkur dáldið við okkar rútínu en það er gott að bæta inní rútínuna okkar nokkrum extra næringarríkum vörum. Svo á þessi mikli þurrkur auðvitað bara ekki við andlitið heldur líka líkamann, hendur og auðvitað varir. Ég held að varirnar mínar skilji sig ábyggilega 3-4 sinnum á dag!

Hér langar mig að ráðleggja nokkrar vörur inní rútínuna ykkar, þær henta allar öllum húðgerðum og öllum aldri. Hér fyrir neðan fer ég yfir vörurnar, hvernig ég nota þær og hvað þær geta gert fyrir ykkar húð…
nærandikrem1. Rich Nourishing Lip Balm frá Blue Lagoon – Hér er sama virkni og í næringarríku kremunum frá Blue Lagoon hér eru það þörungarnir sem næra varirnar, færa þeim fyllingu og nauðsynlegan raka. Ég elska þennan líka svo svakalega af því það kemur svo fallegur ljómi á varirnar. Það er eins og fallegt gloss, kemur í túbu og maður ber það bara á varirnar með fingrunum og maður finnur fyrir virkninni. Þörungarnir örva collagen framleiðslu húðarinnar svo varirnar fá líka mjög fallega fyllingu.

2. Baby Lips Dr. Rescue frá Maybelline – Þetta er uppáhalds ódýri varasalvinn minn, hér er menthol sem djúpnærir varirnar og maður finnur hvernig það virkar. Ég er alltaf með þennan á mér og ég sé hvernig varirnar mínar lagast og verða fallegri og fallegri með hverri notkun. Ég vel þennan græna því ég vil hafa hann litlausan en hann er líka til bleikur og nude litaður.

3. Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden – þær eru allar dásamlegar vörurnar á þessum lista en ef einhver er búin töframætti þá er það þetta krem. Það er mjög drúgt og mikið í sér og það er ofboðslega græðandi. Þetta eru kremið sem ég nota líka á strákana mína. Tinni Snær fær mjög sáran þurrk í húðina og sérstaklega í kringum varirnar, hann verður alveg eldrauður og kvartar undan óþægindum. Ég ákvað að byrja á því að prófa þetta krem, setti það að kvöldi til á hann og þegar hann vaknaði morguninn eftir var allt horfið. Ég prófaði svo aftur núna á laugardaginn því hann var aftur svo slæmur og ég horfði á kremið hjálpa húðinni að gróa og jafna sig það var frekar magnað. Ég sjálf elska að nota þetta krem á varirnar það nærir svakalega vel og róar húðina. Ég nota það á allt andlitið þegar ég á slæman dag og hún batnar hið snarasta. Svo hef ég líka átt næturkrem í þessari týpu og það er yndi. Þessu kremi gef ég mín allra bestu meðmæli!

4. Turnaround Revitalizing Treatment Oil frá Clinique – Áferðafalleg og létt olía úr Turnaround línunni frá Clinique sem hefur það að markmiði að koma húðinni í jafnvægi, hún snýr bara öllu við! Olían er mjög létt og ég myndi halda að hún væri ein af þessum allra þynnstu svo hún hentar eflaust þeim best sem eru óvanar olíum og hún hentar því einnig best að mínu mati til daglegrar notkunar. Húðin fær mikla fyllingu að innan og virkilega góða næringu. Hér væri gott að taka bara góðan kúr í nokkrar vikur og nota hana á hverju kvöldi jafnvel bara þar til hún klárast og slaka svo aðeins á og taka aftur þegar ykkur finnst húðin þurfa.

5. Nutri Gold Extraordinary Night Cream Mask frá L’Oreal – Það er nú ekki langt síðan ég sagði ykkur fyrst frá þessum maska. Hér er fyrsti maskinn frá L’Oreal kominn í sölu á Íslandi en það er sko ekki algengt að fá góðan ódýran maska hér á landi og þessi virkar svo sannarlega. Nutri Gold línan frá L’Oreal er olíulínan, hér eru olíuagnir sem fara djúpt inní húðina og gefa svakalega raka, næringu og færa húðinni mikinn og fallegan ljóma. Þegar ég er með þennan á mér þá vakna ég endurnærð og húðin er silkimjúk – hún er mýkri en bossinn á Tuma því get ég lofað! Hann er fyrst settur í þunnu lagi á húðina og nuddaður vel saman við hana næst er svo þykkt lag borið á og látið vera á húðinni í 10-15 mínútur og þurrkað af með rökum þvottapoka og vá húðin verður bara vá! Mér líður svo vel þegar ég hef notað þennan og hann er orðinn einn af mínum uppáhalds rakamöskum.

6. Nutri Gold Extraordinary Oil frá L’Oreal – Hér sjáið þið fyrstu olíuna sem ég byrjaði að nota að staðaldri og þá sem kom þessu mikla olíu æði af stað hjá mér. Ég elsa hve drjúg olían er og hvað hún færir mér mikla glóð og mikla og góða næringu. Olían hefur mikla græðandi eiginleika og róar húðina og sefar, þau gefa ofboðslega mikla næringu og mér finnst dásamlegt að setja nóg af henni á andlitið fyrir nóttina eftir að ég hef þrifið húðina vel og nota í staðin fyrir næturkrem. Munið að passa alltaf að setja nóg á andlit og háls!

7. Rich Nourishing Cream frá Blue Lagoon – Eitt allra vinsælasta kremið frá Blue Lagoon og það er ekki af ástæðulausu sem það er lofað hástert. Hér eru nærandi þörungar sem næra húðina alveg svakalega vel. Kremið fer vel inní húðina og hver sem er getur notað þetta krem. Hér er það collagen sem eykur þéttleika húðarinnar, gefur henni mikla fyllingu og slétt yfirborð. Húðin fær mikilvægan raka og fallega áferð. Ég myndi þó ráðleggja alltaf enn drjúgari vöru með þessu jafnvel olíu en þetta krem heldur húðinni í góðu jafnvægi og svo gefið þið henni næringarbúst með góðri olíu inná milli. Kremið myndi ég nota á morgnanna og olíu og næturkrem á kvöldin. Í þessi er líka dásamlegi kísillinn frá lóninu sem styrkir húðina og gerir hana því sterkari fyrir eiginleikum sem koma henni úr jafnvægi eins og kuldinn á til!

8. Arctic Face Oil frá Skyn Iceland fæst á nola.is – Hér er 99% Camelina olía en þessi olía er að verða sannkallað trend í húðumhirðu heiminum get ég sagt ykkur en ég sá hana fyrst í þessari dásamlega léttu olíu sem fæst HÉR. Camelina olían er unnin úr þykkni plötnu sem ber sama nafn. Plantan lifir í mjög óstöðugu umhverfi sem einkennist af miklum veðurbreytingum en samt heldur hún sér fullkomlega alltaf. Eiginleikar þessarar plötnu hafa verið fangaðir í olíunni. Hér er á ferðinni alveg dásamleg olía sem er svo gott að nota og eins og L’Oreal olíuna þá finnst mér mjög gott að bera vel af henni yfir allt andlit og háls fyrir nóttina. Ég gæti vel gert það á hverju kvöldi en ég nota olíur kannski 2-3 í viku en alltaf á kvöldin.

9. Moisture Surge Extended Thirst Relief frá Clinique – Klassískt græðandi rakakrem fyrir þurra húð. Það er létt í sér og alveg dásamlega græðandi, það róar húðina og gefur henni létta kuldatilfinningu sem hjálpa henni að slaka á. Kremið gefur húðinni samstundis rakamikla fyllingu og áferðin er draumi líkust en svona þannig að þið verðið að prófa til að sjá og upplifa.

10. Many Many Mani Intensive Hand Lotion frá essie – Það má ekki gleyma neinum svæðum húðarinnar ekki gleyma höndunum. Þetta er minn uppáhalds handáburður sem ég er með á náttborðinu og hann nærir hendurnar yfir nóttina. Mig klæjar mjög mikið í hendurnar, þær eru svo ofboðslega sárar og þurrar í þessum svakalega mikla kulda. Ég gæti bara hreinlega ekki lifað án góðs handáburðar, þeir eru margir til en þetta er minn og því er hann hér.

11. Triple Active Sensitive Skin frá L’Oreal – Hér er aftur komið krem sem er mjög drjúg í sér og mjög róandi og sefandi og það inniheldur Camelina olíu, það er það sem einkennir það allra helst. Kremið er mjög græðandi og ég nota það á morgnanna þegar húðin mín er sem allra verst. Þó það sé mjög feitt og þétt í sér þá fer það vel inní húðina og liggur ekki á yfirborði hennar og smitast í farðann eða svoleiðis. Ég held það sé vegna þess hve olían er létt hún fer svo vel inní húðina og nærir hana svo vel. Þetta krem gefur mér mjög góða tilfinningu og heldur rakanum inní húðinni allan daginn, það er svakalega góð ending á honum. Mig grunar þó að vegna þess hve mikið smyrsl það er þá eru ekki allar ykkar sem munu þola að bera það á húðina ykkur mun kannski finnast það of feitt svo farið þá frekar í léttari áferð eins og með Clinique kremið.

Mikið vona ég að þetta hjálpi mögulega einhverjum og ég tek alltaf fagnandi á móti öllum fyrirspurnum og reyni að svara eftir bestu getu :)

Erna Hrund

Ljúfur næturmaski

Ég Mæli MeðHúðlorealNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég efast nú ekki um það að margar ykkar eru farnar að finna fyrir kulda í húðinni. Kuldinn þurrkar nefninlega upp húðina og þá sérstaklega húð sem er þur fyrir. Kuldinn ertir húðina og stundum, alla vega á þetta við mig, myndast leiðinlegir þurrkublettir í húðinni sem manni bara svíður í! Persónulega virkar ekkert betur fyrir mig en að næra þá húðina vel með olíum og olíuríkum kremum. Ég var því alveg sérstaklega spennt að prófa nýja Nutri Gold næturmaskann frá L’Oreal en Nutri Gold vörurnar eru allar með góðum olíum sem róa húðina, gefa henni raka sem er drjúgur og góður og dregur fram innri glóð húðarinnar!

olíumaski2

Maskinn er notaður þannig að fyrst er borið þunnt lag af kreminu yfir allt andlitið og niður á háls. Nuddið kreminu vel inní húðina þannig það vari alveg inn og bíðið svona smá þar til þið finnið að það er komið vel inní húðina. Takið svo aðeins meira af kreminu og setjið þykkara lag af maskanum yfir andlit og háls og leyfið því að vera á húðinni í 10-15 mínútur og þurrkið það svo af með tökum þvottapoka :)

Húðin verður alveg svakalega mjúk – hún verður bara eins og barnsrass hún verður alveg svakalega mjúk! Olíurnar í maskanum næra húðina svo svakalega vel og gefa húðinni miklu drjúgari raka heldur en mörg önnur rakabindandi efni. Svo húðin fær kærkominn raka í þessum svakalega kulda. Olían róar húðina vel og dregur úr erting og kláða í húðinni af völdum rakataps og kulda. Olíur eru dásamlegar að nota á húðina á veturna. Olíurnar í maskanum eru mjög léttar svo þær eru ekki að fita húðina um of svo allar húðgerðir geta notað þennan dásamlega maska.

olíumaski

Þetta er í fyrsta sinn sem það er fáanlegur maski frá L’Oreal hér á Íslandi og ég tek þessum opnum örmum og er búin að nota hann sem maska sirka 2 sinnum í viku í þrjár vikur núna og er virkielga ánægð með virknina. Svo nota ég það aðeins oftar sem næturkrem og þá set ég bara svona þunnt lag yfir allt andlitið og hálsinn.

Ég sé fyrir mér að krukkan muni endast mér ansi lengi því það sést mjög lítið á henni því það þarf alls ekki mikið af kreminu í hvert sinn. Þó ég segi þykkt lag hér fyrir ofan þá er kremið svo þétt og mikið að það er ekkert of mikið :)

Mæli með þessum fyrir ykkar sem þurfa að gefa húðinni rakabúst og koma henni í enn betra jafnvægi yfir þetta svakalega kuldatímabil. Olían færir húðinni mikla glóð svo hún ljómar að innan. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Nutri Gold varanna og þessi nýja viðbót er fullkomin inní línuna.

Erna Hrund

Glæsilegar íslenskar vörur

Ég Mæli MeðHúðÍslensk HönnunSnyrtivörur

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Það er sko þvílík gróska sem er í gangi á íslenskum snyrtimarkaði og þá meina ég á vörum sem eru þróaðar hér heima á fallega landinu okkar úr íslenskum afurðum! Í gær var kynnt til leiks nýtt snyrtivörumerki sem ber nafnið Taramar.

„Taramar er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á lífrænum húðvörum sem hafa þann eiginleika að draga úr sjáanlegum áhrifum öldrunar í húðinni og eru alveg hreinar. Vörurnar byggja á lífvirkum efnum úr sjávarfangi og læknajurtum.“

Ég fékk fyrst sýnishorn af vörunum í byrjun sumars, löngu áður en spítalainnlögnin átti sér stað og ég var enn kasólétt, mér finnst eins og það sé himinn og haf síðan það var. Það sést reyndar á vörunum sjálfum hve langur tími hefur liðið því ég fékk formúlurnar í sýnishornaflsökum sem voru bara settar saman til að kynna formúlurnar til að byrja með en nú eru þær komnar í svakalega flottar og skemmtilegar umbúðir. Ég get sko sagt ykkur það með sanni að það eru alls ekki margar snyrtivörur sem koma í svörtum umbúðum!

tarmar

Hér sjáið þið rakakrem, hreinsiolíu og serum frá Taramar.

Hér sjáið þið vörurnar sem ég er búin að vera að prófa, ég er bara nýbúin að fá þessar í svörtu umbúðunum og fann hvað það skiptir líka máli með alla upplifun á vörunni að hún sé í fallegum umbúðum. Hér fá vörurnar meiri stíl og klassa yfir sig. Þó svo formúlan sé virkilega flott og allt á bakvið hana, sem eru mikla rannsóknir þá eru það umbúðirnar sem oft heilla fyrst sem laða augað og það eru þær sem fullkomna vöruna.

En ef þið horfið á áferðina í flöskunum þá minnir hún mig einna helst á þörunga svo mögulega er innblástur hönnunar umbúðanna þörunfarnir sem er í formúlunni. En mér fannst t.d. magnað að sjá að þeir koma af lífrænt vottuðum svæðum í Breiðafirði og á Austfjörðum – ekki vissi ég að það eru til sérstaklega lífrænt vottuð svæði hér á landi – mér fannst þetta virkilega gaman að komast að.

En að vörunum, svo ég hætti nú al rambla um umbúiðinar sjálfar í smástund en ég vil bara að það sé skýrt að mér finnst þær mjög flottar!

En vörurnar eiga sumsé að taka á þessum einkennum öldrunar í húðinni. Nú hef ég dáldið skrifað um húðumhirðu og algengustu spurningarnar sem ég fæ á Snappinu mínu t.d. eru varðandi húðvörur. Svo ég er orðin frekar fróð um þetta stærsta líffæri okkar og ég get ekki lagt meiri áherslu á það að góð húðumhirða er mikilvæg! Það sem gerist þegar húðin okkar eldist er að hún tapar raka, hún missir fyllingu og það slaknar á henni – það er oft talað um að það slakni á þyngdarafli húðarinnar. Við fáum þar af leiðandi þessar skemmtilegu línur, húðin okkar missir sína innri glóð, hún verður þreyttari ásýndar og hún missir raka. Já þetta hljómar alveg sérstaklega niðurdrepandi en svona er þetta og þannig er það nr. 1, 2 og 3 að hugsa vel um húðina og næra hana með góðum kremum og vörum. Svo til að öll þessi krem virki þá þarf húðin að vera hrein svo þarna spilar góð húðhreinsun sterkt hlutverk!

Hreinsiolía hefur síðustu misseri alltaf verið sá hreinsir sem ég nota fyrst í minni tvöföldu húðhreinsun. Olían leysir upp erfið óhreindi svo við náum þeim af húðinni t.d. eins og mengun og förðunarvörur. Taramar hreinsiolían er virkilega fín, hún er frekar þunn svo það er auðvelt að dreifa úr henni yfir húðina, það er svakalega góður ilmur af henni og húðin fær yfir sig mjúka og hreina áferð. Olían byggir á andoxunareiginleikum þörunga og vítamínum úr fræolíu og ester sem styrkir og þéttir húðina. Ég er auðvitað ekki farin að finna mikið fyrir öldrun húðarinnar minnar en mér finnst ég samt vera að sjá smá breytingar núna og þá sé ég sérstaklega mun á húðinni minni bara frá því á síðasta ári og nú. En húðhreinsunin er alla vega mjög góð og olíuna má nota á augun líka.

Á hreina húð fer svo serumið sem er þynnsta varan og hún fer djúpt inní húðina og örvar virkni hennar frá dýpstu húðlögum. Taramar serumið tekur á þessu mikla rakatapi sem húðin verður fyrir og þessu fyllingartapi sem gerist. Serumið inniheldur efni sem örva collagen framleiðslu húðarinnar og hyaluronic sýru sem gefur húðinni fyllingu og drjúgan raka. Það er mjög þunnt og það dreifist svakalega vel úr því svo þar af leiðandi þarf alls ekki mikið og þó umbúðirnar séu minni en hinar vörurnar þá er hér um að ræða drjúgustu vöruna svo þetta magn dugar alveg eins lengi og hinar vörurnar. Rakakremið fer svo yfir serumið, munið bara að gefa því smá tíma til að fara vel inní húðina. Rakakremið er gult á litinn, bara svona að vara ykkur við því sjálfri brá mér smá þegar ég sá það. Kremið er frekar þunn og það fer þar af leiðandi hratt inní húðina og skilur eftir sig fallega þunna áferð svo það er eins og það myndi smá svona filmu yfir húðinni ef þið skiljið mig. Kremið finnst mér þó of þunnt til að nota á næturna þá þarf mín húð meiri raka og stundum set ég meiri raka yfir þetta krem á daginn nema ég sé að nota mjög rakamikinn farða. Ég er bara með svo svakalega þurra húð. En þið sem eruð með normal/blandaða húð munið ekki finna fyrir þessu. Það var þó næturkrem í þróun hjá merkinu síðast þegar ég vissi og ég vona bara að sú þróun gangi vel. Kremið inniheldur efni sem gefa húðinni fallega glóð og nærir hana með efnum sem vekja húðina til lífs, því eins og ég sagði hér fyrir ofan þá missum við dáldið glóðina okkar þegar við eldumst.

Hér eru á ferðinni miklar gæðavörur í fallegum umbúðum sem eru frábær afurð íslenskra frumkvöðla! Það verður gaman að sjá hvernig vörunum vegnar á íslenskum markaði og ég hvet ykkur til að skoða vörurnar þegar þið rekist á þær útí verslunum. Ég sá á Miðnæturopnuninni í Smáralind í gær að þær voru komnar inní Hagkaup og Lyfju og eflaust á fleiri staði.

Til hamingju Taramar með að vera loksins komin með fínu vörurnar ykkar í búðir!

Erna Hrund

Hrein húð á sunnudegi

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég er búin að vera með leirmaska á heilanum í langan tíma, einna helst þó einn sérstakan leirmaska sem djúphreinsar hverja eina og einustu svitaholu í andlitinu mínu. Vitið þið ekki hvernig tilfinningin er þegar maður strýkur yfir andlitið sitt og þá sérstaklega nefið. Þegar húðin er óhrein þegar svitaholurnar eru stíflaðar þá er húðin hrjúf viðkomu. Þessi leirmaski er orðinn stór hluti af minni húðrútínu og þið sem eruð með mig á snapchat ættuð að kannast vel við þennan grip því hann hefur oft komið þar fyrir.

Mér finnst fátt eiga betur við en að gefa húðinni góða djúphreinsun og góða næringu svo á eftir því. Mér finnst þetta svona ómissandi byrjun á nýrri vinnuviku – húðin fær kærkomið orkubúst og fær svona fresh start ef svo má sletta :)

hreinhúð

Mud Mask frá My Signature Spa fæst í Scandic Heildverslun – smellið HÉR til að finna hann.

Ég hafði aldrei prófað vörur frá þessu merki fyr en mér bauðst tækifærið fyrir nokkrum vikum síðan. Þegar ég prófa merki sem ég hef litla þekkingu á þá gef ég mér drjúgan tíma til að prófa mig áfram og kynnast vörunum vel. Eftir að ég hafði prófað maskann einu sinni var ég strax kominá bragðið – hann var algjörlega það sem húðin mín kallaði á. Hann fékk ég stuttu eftir að ég kom af spítalanum, nýbökuð tveggja barna móðir sem var svona smám saman að koma sér í gang. Húðin mín var ekki í góðu jafnvægi eftir langa spítaladvöl þar sem umhirða húðar var nú alls ekki það sem var efst á forgangslistanum mínum.

Þessi leirmaski er með eiginleika skrúbbs, þegar ég ber hann á húðina nudda ég honum inní húðina með hringlaga hreyfingum og legg sérstaklega áherslu á að nudda yfir T-svæði húðarinnar sem er oftast þau svæði þar sem óhreinindin sitja sem fastast. Fyrir skúbbun og notkun á maskanum er húðin hrjúf, stundum sé ég þau sitjandi sem fastast í formi fýlapensla – eftir notkun er húðin silkimjúk viðkomu og engin óhreinindi sjáanleg! Maskinn harðnar fljótt svo nuddið honum strax vel yfir húðina til að þið náið að nýta skrúbb eiginleika hans, leyfið honum svo að vera á húðinni í 10-15 míntútur áður en þið hreinsið hann af með blautum þvottapoka.

Húðin verður sléttari og áferðafallegri eftir notkun. Formúlan inniheldur magnesíum sem róar og sefar húðina sem er mjög mikilvægt að mínu mati. Það gerir það að verkum að húðin verður ekki fyrir ertingi af völdum skrúbbsins og þess vegna finnst mér óhætt að mæla með honum fyrir allar húðgerðir.

My Signature Spa húðvörurnar eru lífrænar húðvörur :)

Erna Hrund

Blátt verður bleikt í október

Blue LagoonÉg Mæli MeðHúðSnyrtivörur

Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Mér hefur þótt alveg sérstaklega gaman að sjá hve mörg fyrirtæki láta gott af sér leiða í tilefni Bleiks októbers. Mig langaði að segja ykkur frá því að eitt af mínum uppáhalds serumum er nú komið í bleikar umbúðir í þessum mánuði en 20% hverri seldri vöru rennur til Krabbameinsfélags Íslands.

bluelagoonlbleikt

 Hydrating 24H Serum frá BlueLagoon

Hér er um að ræða eitt alveg dásamlegt rakaserum sem gefur húðinni mikinn og drjúgan raka og áferð húðarinnar verður sléttari og jafnari. Ég hef notað þetta reglulega í um 1 og hálft ár núna og ég finn strax mun eftir hvert einasta skipti. Serumið sýndi ég einnig í morgun húðrútínu sögunni minni á Snapchat rásinni minni – ernahrundrfj – um helgina.

Þetta er dásamlegt serum en ég sjálf nota alltaf rakaserum, halló þurr húð! En það er samt alls ekki bara fyrir þurra húð fyrir allar húðgerðir og allan aldur! Við þurfum allar góðan raka til að halda húðinni okkar í jafnvægi og svo okkur líði vel í húðinni. Það sem ég elska við þetta serum er hvað það er drjúgt, það gefur húðinni minni svona vellíðunartilfinningu sem mér finnst ekki öll serum gefa húðinni minni. Formúlan er rík af kísil og þörungum frá Bláa Lóninu en dásamleg samsetning þessarar tveggja virka alveg svakalega vel á mína húð. Það er eitthvað við þessa íslensku eiginleika efnanna og lónsins sem hefur svo góð áhrif á íslensku húðina.

Serumið er borið á alveg hreina húðina, yfirleitt er serumið það fyrsta sem við berum á húðina, það er þynnsta snyrtivaran og hún fer lengra inn í húðina en allar vörur og færir sig og virkni sína svo uppá yfirborð húðarinnar. Svo þarf alltaf að leyfa seruminu að gera sitt og passið því að gefa því sirka 10 mínútur á húðinni áður en þið berið rakakrem yfir hana. Þá er t.d. flott að hella uppá fyrsta kaffibolla dagsins, klæða sig eða bursta tennurnar.

Hvernig væri að bæta við einu dásamlegu serumi inní húðrútínuna og láta gott af sér leiða í leiðinni til dásamlegs málefnis. Svo er nú að koma vetur og það er því tilvalið að byrja snemma og koma húðinni í frábært jafnvægi þegar kemur að rakamyndun og safnað smá rakaforða fyrir kalda daga. HÉR getið þið keypt serumið en það hentar að mínu mati öllum húðgerðum og konum á öllum aldri.

EH

Topp 10 fyrir Tax Free!

Ég Mæli MeðFallegtFW15Lífið MittSnyrtibuddan mínSnyrtivörur

Það er komið Tax Free!! Skellið ykkur nú inní uppáhalds snyrtivörverslanirnar mínar – Hagkaup – og nælið ykkur í dásamlegar snyrtivörur. Tilvalið tækifæri til að fylla á ykkar uppáhalds vörur eða til að kynnast nýjum æðislegum vörum.

Hér eins og alltaf er Topp 10 listinn minn fyrir ykkur :)taxfreesept1521. Lancome Mes Incontournables de Parisienne Multipalette – Þessi töfrandi fallega palletta kom í mjög litlu upplagi svo hún mun klárast alveg svakalega hratt svo ef ykkur líst á hana hlaupið útí búð! Pallettan er partur af haustinu frá Lancome sem franska fegurðardísin Caroline de Maigret hannaði. Litirnir eru æðislegir og endurspegla sannarlega franska fegurð. Pallettan inniheldur næstum allt sem þarf eins og augnskugga, púður, kinnalit og augabrúnavörur ásamt frábærum förðunarbursta. Myndin ber ekki fegurð pallettunnar með sér – sjón er sögu ríkari!

2. Total Lip Treatment frá Sensai – Þessi fallega silkiríka vara er komin í mikið uppáhald hjá mér. Kremið nærir varirnar svakalega vel og gefur mikinn raka en svo vinnur það líka í húðinni í kringum varirnar svo hún verður áferðafallegri og línurnar í kringum þær hverfa smám sama. Mér finnst varirnar verða miklu fyllri og fallegri með þessu fallega kremi og allt öðruvísi heldur en þegar ég nota varasalva. Frábært krem til að vera með í töskunni yfir daginn!

3. Ladylike naglalakk frá essie – Ég er alveg heilluð af þessum fallega lit! Hann er svona bleik nude grár á litinn og neglurnar verða svakalega elegant og fallegar. Ég þarf endilega að sýna ykkur hann betur en nýtið endilega tækifærið til að fá hann á frábæru verði því í alvörunni einn fallegasti liturinn frá essie. Ég elska að uppgötva nýja liti hjá þessu fallega merki.

4. Eyeliner Set frá Real Techniques – Sama settið og ég ætla að gefa í snapchat leiknum okkar Gyðu Drafnar á föstudaginn. Fylgist með okkur á Snapchat til að vita hvernig þið getið tekið þátt (ernahrundrfj og gydadrofn). Settið inniheldur fjóra glænýja bursta og settið er eingöngu framleitt í takmörkuðu upplagi svo það á eftir að klárast hratt.

5. Dior Addict Fluid Shadow frá Dior – Ég er algjörlega ástfangin af öllum nýjungunum frá Dior úr haustlúkkinu og þessir fljótandi metallic augnskuggar eru æðislegir. Bæði er hægt að nota þá eina og sér, sem grunn undir augnskugga og yfir aðra augnskugga til að gefa förðuninni fallega áferð. Þetta er einn af mínum uppáhalds litum í línunni!

6. Hypnose Volume á Porter frá Lancome – Nýjasti Hypnose maskarinn veldur engum vonbrigðum. Ég held þetta sé minn uppáhalds Hypnose maskari. Hann er með gúmmígreiðu sem greiðir svo fallega úr öllum augnhárunum svo þau fá að njóta sín betur. Þau verða lengri, þéttari og þykkari svo umgjörð augnanna verður alveg glæsileg. Mér finnst hann æðislegur því ég næ bæði að halda augnhárunum mjög náttúrulegum en svo er lítið mál að ýkja þau upp með fleiri umferðum.

7. Bamboo frá Gucci – Haustilmurinn minn sem angar af yndislegum tónum, ilmurinn er léttur en samt með svo haustlegum grunni sem dýpkar hann. Það er enginn tónn sem yfirgnæfir ilminn beint heldur er hann ofboðslega vel blandaður og svo dásamlegur þegar hann kemur á húðina.

8. Ibuki Multi Solutions Gel frá Shiseido – Bólubaninn dásamlegi. Kremið sem virkar eins og ekkert annað en það þurrkar upp bólur og óhreinindi svo þær hverfa. Ég fæ reglulega spurningar um hvernig eigi að losa bólur úr húðinni og þessi vara er alltaf mitt svar. Gelið er létt og fer hratt inní húðina – það má nota það yfir förðunarvörur eða undir þær. Þið berið það bara beint á bólurnar og þær smám saman hverfa.

9. Blur Radiance Powder frá Yves Saint Laurent – Þetta æðislega púður er með HD áferð sem mattar yfirborð húðarinnar setur grunnförðunina og fullkomnar áferð hennar. Púðrið blurrar út ójöfnur í húðinni svo áferð hennar verður æðisleg. Púður sem þið ættuð endilega að skoða ef þið viljið ná að matta húðina ykkar aðeins án þess að þyngja hana á nokkurn hátt. Ég ætla að segja ykkur betur frá þessu síðar.

10. Intensive Skin Serum Foundation frá Bobbi Brown – Nýji uppáhalds farðinn minn sem er bæði förðunarvara og snyrtivara. Hann gefur húðinni svo mikla og fallega næringu á meðan hann er á húðinni. Húðin verður alveg silkimjúk og svakalega áferðafalleg. Lesið endilega færsluna sem ég hef skrifað áður um hann HÉR.

Góðan verslunarleiðangur!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég ýmist keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Góðgæti á Pop Up

Ég Mæli MeðFashionLífið MittNetverslanirNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Næstu daga ætlum við Tumi að velja okkur gott tækifæri – þ.e. góðan veðurdag – fyrir göngutúr í bænum. Ætlunin er að heimsækja kæra vinkonu sem ætlar að poppa upp inní GK Reykjavík með æðislega fallegu netverslunina sína og vörurnar sem fást þar!

Screen Shot 2015-09-02 at 9.37.30 PM

Inná nola.is fáið þið margar æðislegar vörur þar má nefna snyrtivörur frá merkjunum, Sara Happ, Anastasia Beverly Hills, Herbivore Botanicals og einu yndislegasta húðvörumerki allra tíma sem er Skyn Iceland. Ég talaði t.d. um merkið inná snappinu mínu í gærkvöldi.

Frá því ég kynntist merkinu fyrst hef ég verið dolfallin yfir því. Vörurnar eru svo góðar og fallegar og þær hafa svo góð áhrif á húðina. Hugsunin á bakvið vörurnar er að þær koma húðinni í gott jafnvægi. Stress og álag í umhverfi okkar, lífi og starfi getur haft mjög neikvæð áhrif á húðina sem til að mynda getur flýtt öldrun húðarinnar og það viljum við ekki. Vörurnar eru gerðar með þvð í huga að róa húðina, hjálpa henni að slaka á og endurnærast. Þær fríska uppá húðina, gefa henni raka og fallega áferð. Ég held ég sé núna nánast búin að prófa allar vörurnar frá merkinu og þær eru hver annarri glæsilegri.

skynpop

Oxygen Infusion Night CreamPure Cloud CreamIcelandic Relief Eye Cream,
smellið á nöfn varanna og linkurinn færir ykkur inná vörurnar á heimasíðu nola.is

Hér sjáið þið þrjár vörur sem hafa átt hug minn og hjarta frá fyrstu notkun. Þær fá sinn tíma í sviðsljósinu seinna en í þetta sinn ætla ég að beina ljósinu á nýjustu vöru merkisins sem er andlitsolía. Ef þið lásuð færsluna mína í gær um olíur og jákvæðu áhrifin sem þær hafa á húðina þá er þetta vara sem þið ættuð að skoða og nýtið tækifærið og fáið að skoða hana almennilega inní GK Reykjavík um helgina.

En olíur koma húðinni í jafnvægi, þær gefa drjúgan raka sem endist lengur, þær róa húðina, þær hjálpa henni að slaka á og það er hægt að dekra sérstaklega vel við húðina með hjálp þessarar olíu. Ég er búin að prófa hana fjórum sinnum núna – ég fékk hana í gær! Ég bar hana á mig í gærkvöldi, í morgun, um miðjan daginn og núna í kvöld – það má með sanni segja að ég fæ ekki nóg. Í hvert sinn tek ég mér nokkrar mínútur og nudda henni vel inní húðina og örva þannig virkni hennar og inntöku húðarinnar og um leið fær húðin mín góða slökun – mæli með andlitsnuddi.

skynpop3

Arctic Face Oil – inná nola.is

Arctic Face Oil er sett saman úr 99,9% Cameline olíu sem er kaldpressuð olía sem er stútfull af næringarríkum efnum. Camelina Sativa er plantan sem olían er unnin úr sem lifir í mjög köldu umhverfi. Hún inniheldur fitusýrur sem gerir henni kleift að lifa í svona köldu umhverfi og við erfiðar veðuraðstæður – hljómar þetta ekki mögulega kunngulega! Olían hefur því svakalega góð langvarandi áhrif á húðina, hún gefur henni næringu, mikinn raka sem dugir lengi, hún róar hana, gefur henni aukinn ljóma og loks gefur hún henni aukna fyllingu svo smám saman minnkar sýnileiki lína og hrukkna.

Ég veit ég er bara búin að nota hana fjórum sinnum en ég myndi ekki skrifa um hana og hvað þá skrifa svona vel m hana svona snemma nema ég væri svona viss um ágæti hennar og virkni.

 

En viðvera yndislegu varanna frá Skyn Iceland og hinna vina hennar á nola.is er ekki eina ástæða ferðar minnar í GK Reykjavík því ég iða í skinninu við að fá að líta augun á töskurnar frá Calvin Klein sem voru að koma – svona ef það eru einhverjar af þeim eftir!

Mér finnst þessar alveg trylltar – hvað segið þið!

En ég meina það af öllum lífs og sálarkröftum þegar ég segi að Skyn Iceland vörurnar séu einhverjar þær bestu húðvörur sem ég hef kynnst og prófað. Þær eru einfaldar í notkun – þær standa við allt sem þær segjast ætla að gera og rúmlega það. Svo ferð á Pop Up Partý í GK Reykjavík er nauðsynleg en partýið stendur yfir fram á laugardag.

Meldið ykkur hér! – NOLA POP-UP X GK REYKJAVÍK

EH

Engin greiðsla er þegin fyrir þessa færslu – bara vinaleg ábending um tækifæri til að kynnast nokkrum af mínum uppáhalds húðvörum!

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Möst fyrir veturinn!

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Ég elska að nota olíuríkar snyrtivörur. Olíur hafa næringarrík áhrif á húðina og á líkamann – að innan og utan. Þess vegna er tilvalið að innbyrða olíuríka fæðu eins og fræ og það er líka tilvalið að bera olíur á húðina!

Síðasta vetur byrjaði ég að nota olíuríkar snyrtivörur á húðina og mér fannst í fyrsta skipti sem húðin mín hélt sér í ágætis jafnvægi í kuldanum – miklu betra jafnvægi en alltaf áður. Eftir það sannfærðist ég um ágæti olíunnar og nýlega fékk ég sýnishorn af nýju olíuvörulínunni frá The Body Shop sem ég er búin að vera að nota í tvær vikur núna og get því sagt ykkur almennilega frá reynslunni af þessum fallegu vörum…

olíurBS2

Intensely Revitalising Cream & Intensely Revitalising Essence Lotion úr línunni Oils of Life frá The Body Shop

Olíur gefa húðinni miklu drjúgari raka – s.s. raka sem endist lengur, raka sem hefur langvarandi og jákvæð áhrif á húðina og starfsemi hennar. Olíur ætti enginn að forðast – þessar olíur eru allar þar til gerðar að koma jafnvægi á olíustarfsemi húðarinnar og framleiða góðar olíur fyrir húðina en ekki slæmar og óhreinar olíur.

Oils of Life vörurnar innihalda þrjár mismunandi olíur – svört Cumen olía, Camellia fræolía og Rosehip fræolía. Fræolíur eru stútfullar af næringarríkum efnum. Olíur koma í veg fyrir rakatap í húðinni, þær eru léttar og fara hratt inní húðina, þær eru hreinsandi og sumar þeirra eru þannig til gerðar að þær draga úr myndum óhreinda! Vörulínan gerir allt þetta og þær eiga að gera húðina geislandi fallega.

olíurBS

Olía er möst fyrir veturinn – til að róa, næra og sefa húðina!

Sjálf er ég mjög ánægð með virkni varnna frá The Body Shop. Húðin mín er í virkilega góðu jafnvægi. Kremið nota ég á morgnanna og líka stundum á kvöldin en það er mjög létt en samt svo róandi og þægilegt. Það fer hratt inní húðina og skilur eftir sig fallega áferð. Húðin verður mjúk eftir stöðuga notkun og hún geislar af næringu – eða það finnst mér alla vega. Ég elska ilminn af kreminu – mér finnst hann svona vekja húðina á morgnanna ef þið skiljið mig. Lotion olían er vatnskennd og er hugsuð til að nota á tandurhreina húð beint eftir hreinsun, mér finnst ofboðslega gott að bera olíur á húðina mína – sérstaklega á kvöldin og nudda henni vel saman við hana, róa hana niður og hjálpa henni að slaka á. Það geri ég með þessa og ef mér fannst ég þurfa þá setti ég kremið yfir – mér finnst það ekkert alltaf, það fer hreinlega eftir ástandi hennar. Mér finnst líka gott að nudda olíunni alveg niður eftir hálsinum og niðrá bringuna, svo róandi og þægilegt.

Mér finnst þetta virkilega vel heppnaðar vörur og ég verð sérstaklega að hrósa umbúðunum og hönnun  þeirra – þær fanga athyglina, þær eru fallegar og þær samræmast vörunum og virkni þeirra á fullkominn hátt!

Olíur – MÖST!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.