fbpx

Ný vara frá uppáhalds íslenska merkinu mínu

Blue LagoonÉg Mæli MeðHúðLífið MittSnyrtivörur

Frá því ég byrjaði fyrst að nota vörurnar frá Blue Lagoon urðum ég og húðin mín algjörlega ástfangin. Eitt af því sem ég hef oft hugsað er hversu ofboðslega mikill missir það var fyrir mig að ég hafði ekki prófað vörurnar fyr. Eitt það besta sem ég veit er að eiga kósýkvöld með kísilmaskanum, fylgja honum svo eftir með þörungamaskanum og næra loks húðina með Rich Nourishing Cream – ég þarf eiginlega að skella í svoleiðis kvöld í kvöld bara!

En mig langaði að sýna ykkur nýjustu vöruna frá þessu dásamlega merki og mínu uppáhalds íslenska húðvörumerki…

bodyscrubbl4

Hér sjáið þið vöruna – Silicia Body Scrub. Pakkningarnar eru alveg svakalega flottar og minna á umhverfið í kringum Lónið – fallega, dökka hraunið.

bodyscrubbl2

Aftan á umbúðunum stendur:

„Náttúrulegur líkamsskrúbbur sem inniheldur örfínar kísilagnir. Jafnar örvar og eykur ljóma húðarinnar. Berið á raka húð og skrúbbið létt. Skolið af með vatni. Notið 1-2svar í viku.“

bodyscrubbl

Formúlan sjálf finnst mér alveg svakalega girnileg og ég stundi mjög hátt af aðdáun þegar ég opnaði krukkuna. Skrúbburinn ilmar alveg dásamlega og við fyrstu sýn finnst mér hann minna á nýþeyttan marengs. Ég fékk skrúbbinn bara fyrst í gær og ég get ekki beðið eftir að nota hann. Mig grunar að það stefni í algjört Blue Lagoon dekurkvöld hjá mér og ég hlakka alla vega mikið til að segja ykkur betur frá þessum.

Það er ómissandi partur af góðri húðumhirðu er að skrúbba húðina vel og stuðla þannig að endurnýjun húðarinnar. Sjálf þarf ég mikið á því að halda þessa dagana því góður líkamsskrúbbur er nauðsynlegur fyrir húð kvenna svona stuttu eftir fæðingu, því örvunin sem kemur af skrúbbuninni hvetur virkni húðfrumnanna svo húðin dregst betur saman. Kísillinn úr lóninu er auðvitað líka þekktur fyrir hreinsunar eiginleika sína en sjálfri líður mér alla vega svakalega vel eftir að ég hef notað kísilmaskann.

Þessi glæsilega vara kemur í sölu hjá Blue Lagoon núna um helgina. Það er því tilvalið að kíkja í verslun merkisins á Laugaveginum núna á Menningarnótt á næsta Laugardag!

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

3 leiðir til að móta augabrúnir

Skrifa Innlegg