TAKUMI: SPENNANDI NÝJUNG

HugmyndirUppáhalds

Takumi hafði samband & spurði hvort að ég vildi gera færslu um appið þeirra. Ég gat ekki annað en samþykkt þá bón þar sem ég hef sjálf verið að taka þátt í þessari spennandi nýjung á Íslandi. Appið hentar mér sjálfri en einnig mörgum af mínum lesendum & langar mig þess vegna að segja ykkur aðeins frá því..

Takumi er app sem tengir saman áhrifaríka einstaklinga á Instagram við fyrirtæki til að vinna saman í auglýsingaherferðum. Appið er í miklu uppáhaldi hjá mér núna – mér finnst það frábær leið til að tengja saman fyrirtæki og bloggara eða Instagrammara. Persónulegri nálgun með einföldum hætti. Fyrirkomulagið virkar þannig að þú færð tilboð um herferð um leið & hún fer af stað & fyrir að pósta mynd af vörunni á Instagram færðu greiddar a.m.k. 70€ fyrir! Hver sem er getur náð í appið í AppStore eða Play Store undir “Takumi: Connect with brands”.

Til að geta verið með í herferðum þarftu að hafa 1,000 followers & flottan Instagram prófíl. Þér er síðan boðið að taka þátt í þeim herferðum sem passa við þitt Instagram. Ég fékk til dæmis boð um að vera með í herferð fyrir Víking jólabjór á sama tíma & ég var að fara á Vestfirði & það hentaði mér mjög vel þar sem vörumerkið þeirra passar einstaklega vel við íslenska náttúru! Þið sem fylgið mér á Instagram vitið að mér finnst mjög gaman að taka fallegar myndir sem ég tengi einmitt oft við bloggið mitt hér á Trendnet. Þessvegna hentar appið mér á svo skemmtilegan hátt og mér finnst gaman að geta deilt því með ykkur líka.

Ég mæli eindregið með þessari snilld. Frábær leið til að græða smá auka pening! Hér að neðan getið þið séð þær herferðir sem ég hef tekið þátt í.

#ad #auglýsing

x

Enjoying Viking Red IPA with some 🧀🍇#ad #craftselection @vikingbrewery

A post shared by Sigríður🌹 (@sigridurr) on

Feeling fresh with Local 🥗🌿#ad #localsalad @localsalad

A post shared by Sigríður🌹 (@sigridurr) on

Þessi er must have fyrir alla snyrtipinna 🔛🔝 #ad #edikblanda

A post shared by Sigríður🌹 (@sigridurr) on

Hér er linkur af Takumi appinu í bæði AppStore & Play Store.

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

img_9863

Ný vara frá uppáhalds íslenska merkinu mínu

Blue LagoonÉg Mæli MeðHúðLífið MittSnyrtivörur

Frá því ég byrjaði fyrst að nota vörurnar frá Blue Lagoon urðum ég og húðin mín algjörlega ástfangin. Eitt af því sem ég hef oft hugsað er hversu ofboðslega mikill missir það var fyrir mig að ég hafði ekki prófað vörurnar fyr. Eitt það besta sem ég veit er að eiga kósýkvöld með kísilmaskanum, fylgja honum svo eftir með þörungamaskanum og næra loks húðina með Rich Nourishing Cream – ég þarf eiginlega að skella í svoleiðis kvöld í kvöld bara!

En mig langaði að sýna ykkur nýjustu vöruna frá þessu dásamlega merki og mínu uppáhalds íslenska húðvörumerki…

bodyscrubbl4

Hér sjáið þið vöruna – Silicia Body Scrub. Pakkningarnar eru alveg svakalega flottar og minna á umhverfið í kringum Lónið – fallega, dökka hraunið.

bodyscrubbl2

Aftan á umbúðunum stendur:

„Náttúrulegur líkamsskrúbbur sem inniheldur örfínar kísilagnir. Jafnar örvar og eykur ljóma húðarinnar. Berið á raka húð og skrúbbið létt. Skolið af með vatni. Notið 1-2svar í viku.“

bodyscrubbl

Formúlan sjálf finnst mér alveg svakalega girnileg og ég stundi mjög hátt af aðdáun þegar ég opnaði krukkuna. Skrúbburinn ilmar alveg dásamlega og við fyrstu sýn finnst mér hann minna á nýþeyttan marengs. Ég fékk skrúbbinn bara fyrst í gær og ég get ekki beðið eftir að nota hann. Mig grunar að það stefni í algjört Blue Lagoon dekurkvöld hjá mér og ég hlakka alla vega mikið til að segja ykkur betur frá þessum.

Það er ómissandi partur af góðri húðumhirðu er að skrúbba húðina vel og stuðla þannig að endurnýjun húðarinnar. Sjálf þarf ég mikið á því að halda þessa dagana því góður líkamsskrúbbur er nauðsynlegur fyrir húð kvenna svona stuttu eftir fæðingu, því örvunin sem kemur af skrúbbuninni hvetur virkni húðfrumnanna svo húðin dregst betur saman. Kísillinn úr lóninu er auðvitað líka þekktur fyrir hreinsunar eiginleika sína en sjálfri líður mér alla vega svakalega vel eftir að ég hef notað kísilmaskann.

Þessi glæsilega vara kemur í sölu hjá Blue Lagoon núna um helgina. Það er því tilvalið að kíkja í verslun merkisins á Laugaveginum núna á Menningarnótt á næsta Laugardag!

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Rakabomba frá BIOEFFECT

Ég Mæli MeðHúðLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Mig langar að segja ykkur frá húðvörunni sem ég hef verið að nota núna samfleytt undanfarnar vikur – vörunni sem kom minni hrikalega illu förnu húð í jafnvægi eftir harðan vetur. Ég er náttúrulega endalaust búin að vera að kvarta yfir því hvað húðin mín er búin að vera þur og illa farin síðustu vikurnar og eftir sirka 10 daga notkun á nýja EGF Day Seruminu frá BIOEFFECT gat ég loksins hætt að tuða. Nú þori ég ekki að hætta að nota vöruna af ótta við að hún fari aftur í sama far – svo ef þið kannist við málið haldið þá endilega áfram að lesa.

Þið ættuð nú flest allar að þekkja íslenska merkið EGF – merkið er betur þekkt sem BIOEFFECT erlendis en þær vörur eru virkari en EGF vörurnar af frumuvökunum og virku efnunum í vörunum. Hér á Íslandi höfum við aðeins fengið að kynnast BIOEFFECT en 30 Day Treatment droparnir komu í búðir nú fyrir jól og nú er Day Serumið fáanlegt á sölustöðum merkisins. Ég fékk kynningu á vörunni þegar hún kom á markaðinn og eftir að hafa notað hana nú, kynnst virkninni og fundið hana virka langar mig að deila minni upplifun með ykkur. En eins og þið vonandi vitið reyni ég alltaf að prófa húðvörur í alla vega 2-3 vikur áður en mér finnst ég geta fyllilega dæmt hvernig varan virkar fyrir mig :)

rakabomba4

Ég er svakalega hrifin af BIOEFFECT umbúðunum – þessum grænröndóttu pakkningum sem toga í athygli manns og um leið og ég sá þær varð ég heilluð. Svo mér finnst eiginlega skemmtilegra að fá vörur frá því merki en EGF – bara útaf pakkningum. Stundum er ég yfirborðskennd þegar kemur að pakkningum, engu öðru – lofa!

Day Serumið kemur í flösku með pumpu sem skammtar manni ráðlagðan dagskammt. Varan er virkilega drjúg og flott og það er mælt með því að varan sé notuð á hverjum morgni og meirað segja ætti þetta serum að vera nóg á morgnanna fyrir allar húðtýpur – s.s. ekkert rakakrem. Ég komst ekki upp með það í fyrstu skiptin sem ég notaði vöruna því ég var svo svakalega þur. Svo stundum setti ég bara annan skammt af seruminu á húðina eða notaði létt rakakrem yfir.

Frumuvakinn í seruminu örvar endurnýjun frumnanna í húðinni svo virkni þeirra eykst til muna og smám saman nær virkni serumsins að endurvekja þessa endurnýjun frumnanna og hvetja þær áfram. En þegar við eldumst þá hægist á þessari framleiðslu. Seruminu er því ætlað að koma húðinni í gott jafnvægi og þar á meðal þegar kemur að rakamagni húðarinnar sem er það sem ég persónulega leitaðist aðallega eftir.

rakabomba

Ég er ekki marktæk á breytingar á öldrunareinkennum húðarinnar nema fyrst og fremst þegar kemur að rakanum í húðinni. Mér finnst mín húð eftir notkunina komin í jafnvægi þegar kemur að honum, húðin mín er áferðafalleg og eins og alltaf eftir að ég nota þessar EGF vörur þá finnst mér hún ljóma og fá ennþá meiri náttúrulega útgeislun sem er aldrei ókostur.

Eins og aðrar vörur frá BIOEFFECT og EGF er varan virkilega drjúg og það þarf lítið sem ekkert magn til að ná að dreifa kreminu yfir allt andlitið. Til að byrja með þurfti mín húð aðeins meira en hún þarf núna, eftir þriggja vikna notkun finn ég mikinn mun á því hvað ég þarf mikið af vörunni – í dag er þetta litla magn sem þið sjáið hér fyrir neðan alveg feykinóg fyrir mig.

rakabomba2

Að lokum langar mig að deila með ykkur einum svona aukakosti við vöruna. Áferð gelsins minnir óneitanlega á primer eða farðagrunn. Þó ég gangi kannski ekki svo langt með að segja að varan komi í staðin fyrir primer þá grunnar kremið húðina mjög vel og áferð húðarinnar verður jöfn og falleg og þar af leiðandi verður auðveldara að bera grunnförðunarvörur yfir húðina – þær dreifast mun betur og renna fallega yfir húðina.

Á móti kreminu er mælt með notkun á BIOEFFECT dropunum fyrir nóttina og þá hef ég samviskusamlega notað á móti og fæ því alveg fulla virkni.

Þetta er frábær vara til að koma húðinni í gott jafnvægi eftir erfiðan vetur og ég gef Day Seruminu mín allra bestu meðmæli. Merkið heldur áfram að senda frá sér gæðamiklar vörur sem standast kröfur kvenna um allan heim en vissuð þið að BIOEFFECT vörurnar eru fáanlegar í mörgþúsund verslunum um allan heim, hafa unnið fjöldan allan af verðlaunum og eru iðulega sýnilegar á blasíðum flottra tímarita um heim allan – held að vörurnar séu að verða komnar á góða leið með að verða vinsælli en fiskurinn okkar og skyrið… :)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

p.s. að lokum þá sjáið þið hér nafn dömunnar sem ég dró út í I Love… leiknum:

Screen Shot 2015-04-28 at 6.38.57 PM

Til lukku Elva Rún – sendu mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is og ég læt þig vita hvar þú getur nálgast vinninginn :)

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Nýtt frá OPI: Hawaii

FallegtneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniOPI

Nýlega kom út ný lína frá OPI, hér er um að ræða vorlínuna í ár og hún inniheldur fullt af ótrúlega skemmtilegum litum sem heilla við fyrstu sýn. Ég er búin að eiga í smá erfiðleikum með allar myndatökur fyrir bloggið síðan slysið varð og ég held að myndatakan fyrir þessa færslu hafi verið ein sú flóknasta hingað til. Myndirnar eru ekki alveg fullkomnar en ég gerði mitt besta til að sýna ykkur fallegu litina sem ég valdi mér…

opihawaii4

Línan er full af alls konar litum og alls konar ólíkum litum. Hún er nefninlega ekkert sértaklega breið en hún er með björtum litum, skærum litum, dökkum litum, pastel litum nude litum og glimmer litum. Virkilega vel sett fram og ég er mjög ánægð með litina sem ég valdi mér að prófa og komst sannarlega í hlýrra skap þegar ég lakkaði neglurnar með þeim.

opihawaii2

Lost My Bikini in Molokini

Þessi litur öskraði á mig, hann virkar aðeins dekkri en hann er í raun þetta er bara sjúklega flottur fjólublár litur sem kallar á athygli. Ég hef alltaf verið hrifin af lökkum sem vekja athygli og þeim sem í alvörunni eru bara fylgihlutir fyrir dress – þessi er svoleiðis litur. Sé t.d. mig fyrir mér með þennan við hvítan einfaldan stuttermabol, gallabuxur og sandala í sumar – þá þarf ekkert mikið annað með.

opihawaii6 opihawaii3

That’s Hula-rious!

Uppáhalds liturinn minn í línunni og sá sem ég er með núna. Mér finnst þetta svona ekta nammi epla litur. Þetta er fallegur pastel ljósgrænn litur sem er svo hlýr og flottur þegar hann kemur á neglurnar. Hann verður eflaust enn flottari þegar húðin er búin að fá að taka smá lit því þá stendur hann enn meira út.

opihawaii5 opihawaii

Is Mai Tai Crooked?

Svo er það þessi litur sem er bara skemmtilegur, þetta er svona litur sem kemur manni samstundis í gott skap og hann kom mér skemmtilega á óvart þegar ég setti hann á neglurnar. Sjúklega flottur og skemmtilegur litur og alveg svona appelsínugulur ekki rauð appelsínugulur eins og margir litir – elska svona einstaka liti!

opihawaii7

Hawaii línan er komin á alla sölustaði OPI og um að gera að næla sér í lakk til að fullkomna vordressið og færa smá sumarfíling í sálina – þið naglalakkafíklar skiljið mig ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Uppáhalds augabrúnavaran!

Ég Mæli MeðFyrir & EftirlorealMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniTrend

Ég er nú yfirleitt þessi týpan sem nennir varla að gera meira en að nota litað augabrúnagel dags daglega – en síðan ég prófaði nýju augabrúnapalletturnar frá L’Oreal þá hef ég gefið mér tíma í hvert sinn sem ég mála mig til að móta augabrúnirnar með henni. Ástæðan eru tvær – það tekur enga stund og brúnirnar verða svo flottar!

augabrúnirlor8

Palletturnar koma í tveimur litatónum – önnur er talsvert hlýrri hún myndi ég segja að væri fyrir ljóshærðar og svo er það sú sem er kaldari sem er betri fyrir dökkhærðar, ég er með hana.

augabrúnirlor7

Hér sjáið þið hvernig palletturnar líta út – þegar þið opnið pallettuna í fyrsta sinn blasa við ykkur leiðbeiningar um hvernig þið getið notað þær. Ég geri það aðeins öðruvísi svo ég ætla að segja ykkur frá minni leið – til að gefa ykkur svona fleiri hugmyndir.

augabrúnirlor2

Í hverri pallettu eru plokkari, lítill bursti sem er eins og hrein maskaragreiða öðru megin og skásettur augabrúnabursti hinum megin. Liturinn vinstra megin er litað vax við hliðiná hægra megin er mattur og litþéttur púðurlitur. Hér fyrir ofan sjáið þið pallettuna sem ég mæli með fyrir ljóshærðar konur.

Hér fyrir neðan eru þær hlið við hlið…

augabrúnirlor

Þið sjáið hvað ég meina önnur er töluvert kaldari en hin svo ef þið eruð ljóshærðar er hætta á að þið verðið of grimmar eða hvassar í framan en við sem erum með dökkt hár þolum betur svona kontrasta svo við færum í þessa dekkri.

Ég nota ekki burstana nema mögulega maskara burstann, plokkarinn fær að liggja á sínum stað eins og sést á minni pallettu ég er enn á þeim stað að ég læt plokkarann alveg vera. Ég nota yfirleitt skásetta eyelinerburstann úr Nic’s Picks silfursettinu frá Real Techniques í pallettuna en mér finnst sá bursti alveg fullkominn. Fyrir ykkur sem eigið hann ekki kemur svipaður bursti í Bold Metals línunni frá merkinu sem er væntanleg í sumar til Íslands.

En mig langar að sýna ykkur aðeins fyrir og eftir og fara yfir mitt ferli.

augabrúnirlor6

Hér sjáið þið augabrúnirnar mínar fyrir, þær eru orðnar virkilega fínar þökk sé Rapid Brow en ég vil stundum þétta þær þarna alveg fremst og svo leyfi ég þeim nokkurn vegin að halda sér útí endunum. Ég byrja á því að greiða í gegnum hárin, til að dreifa þeim rétt og til að ná farða eða hyljara sem getur stundum smitast í hárin á augabrúnunum. Svo tek ég vax litinn og byrja á því að móta augabrúnirnar að neðan – og svo ákvarða ég hvar þær eiga að stoppa. Svo fylli ég inní, vaxið er mjög þægilegt í notkun og það dreifist mjög jafnt. Svo tek ég púðurlitinn, ástæðan fyrir því að ég byrja á vaxinu er að ég nota vaxið sem primer fyrir púðurlitinn, það er miklu fljótlegra að byrja á vaxinu og setja púðrið í því áferðin er til staðar og mótunin svo ég set púðurlitinn bara beint í.

Eftir þetta tek ég grófan bursta eins og maskara burstann og renni í gegnum brúnirnar til að mýkja litinn svo hann sé ekki skarpur svo augabrúnirnar séu bara náttúrulegar og fallegar. Loks set ég smá vax yfir til að festa augabrúnirnar á sínum stað.

augabrúnirlor4

Svona eru þá mínar augabrúnir og mér finnt þær virkilega fínar svona. Ég þoli ekki of mótaðar, of plokkaðar, of hvassar augabrúnir með alltof miklum hyljara í kringum – það er ekki ég og það er svo sannarlega ekki ég dags daglega. Ég dýrka að hafa mínar villtar og náttúrulegar og ég vil stundum skerpa bara aðeins á þeim.

Svona eru mínar eiginlega á hverjum degi núna – þ.e. þegar ég mála mig – mæli eindregið með þessum dásemdum og ég vona að þessar pallettur haldi sér sem lengst hjá L’Oreal frábær viðbót hjá merkinu og virkilega flott viðbót hjá þessu ódýra og flotta merki – 5 stjörnur frá mér!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Clarisonic kemur til Íslands í október!

Ég Mæli MeðHúðLífið MittNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Ég iða gjörsamlega af spenningi – því ég fæ nú loksins að segja ykkur frá leyndarmáli sem ég er búin að þurfa að þaga yfir síðan í byrjun sumars. Clarisonic húðburstarnir eru væntanlegir til Íslands núna í október og hér eru á ferðinni þvílíkar snilldargræjur og ég á eiginlega bara ekki til orð.

Ég hef skrifað um annan hreinsibursta á síðunni minni og hann kom mér alveg á sporið með þessa hreinsibursta. Clarisonicinn tekur þetta bara skrefinu lengra og er með tækni á burstanum sem þekkist ekki hjá öðrum enda á fyrirtækið einkaleyfi á honum. En Clarisonic-inn fer í hálfhringi svo hann teygir aldrei á húðinni. Hér er á ferðinni magnaður hreinsibursti sem ég bara skil ekki afhverju ég var svona lengi að bíða með að prófa.

Margar ykkar kannast eflaust eitthvað við burstana og eiga jafnvel einn en nú gefst okkur hinum tækifæri til að prófa en þrír burstar munu koma í sölu í október – Mia, Aria og Plus.

536629b5b0b771f7379d9e0f8af40ecdPlus
Hér sjáið þið burstann minn – elskuna mína. Hér er þetta tekið skrefinu lengra því Plus burstinn er líka hugsaður fyrir líkama en með honum kemur bæði bursti fyrir andlit og líkama og hreinsir fyrir bæði. Þessi er alveg dásamlegur og hann skrúbbar húðina svo vel og það er svo gott að nota hann því hann eiginlega nuddar bara húðina og mér líður svo vel í framan eftir að ég er búin að nota hann. Þessi má svo alveg fara í sturtu og ég nota hann einmitt þar til að skrúbba vel húðina. 8c4a98060bca1e95060141189c611fe4Aria
Þessi fallega kemur í miðjunni. Hér eru þrjár hraðastillingar og hann er líka stilltur á tíma svo hann gefur það til kynna að þú eigir að færa þig til yfir andlitið með pípi. Með Ariu kemur standur sem er hægt að hvílaburstann á á milli þess sem hann er í notkun.

ab5e44bbdd2a756ccfafa54e775ad916Mia
Hér sjáið þið minnsta burstann, hann hefur komið út í Bandaríkjunum í alls konar skemmtilegum útgáfum, litum og munstrum. Ég veit nú ekki hvort þessir litir koma allir ætli sá hvíti komi ekki alla vega. Mia er með tvær hraðastillingar hann er einfaldasti burstinn og kemur til með að vera sá ódýrasti.

clarisonic-before-after

Mér fannst alveg magnað að sjá þessa mynd, ég sá hana í kynningunni sem ég fékk fyrir burstann ásamt alls konar staðreyndum og öðrum myndböndum. En hér sést bara svo vel afhverju allir eru að tala um að það sé miklu betri hreinsun með hreinsiburstum. Þegar við náum að djúphreinsa húðina svona vel verður hún að sjálfsögðu yfirborðsfallegri og í betra jafnvægi. Kremin og serumin og allt það sem við notum komast líkra dýpra inn í húðina og virka betur því það er minna af óhreinindum sem þarf að fara í gegnum.

Það besta er að svo er hægt að kaupa sérstaka bursta á Clarisonic græjurnar fyrir mismunandi húðtýpur en bursti fyrir viðkvæma húð fylgir þeim öllum samkvæmt heimasíðunni nema með Plus fylgir líka bursti fyrir líkamann – bless appelsínuhúð!

Ég segi ykkur betur frá burstunum þegar nær dregur komu þeirra til landsins og ég er með fullt skemmtilegt í bígerð fyrir síðuna í tengslum við þá.

Hrein húð er jólagjöfin í ár – það kemur ekkert annað til greina.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Nú er komin ný maskaradrottning á svæðið!

AuguÉg Mæli MeðHelena RubinsteinMakeup ArtistMaskararNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Fyrir ekki svo löngu síðan birti ég mynd af mér á facebook síðunni minni – REYKJAVÍK FASHION JOURNAL – þar sem ég hafði verið að prófa nýjan maskara. Á myndinni var ég aðeins með maskarann öðru megin og munurinn var svakalegur. Ég lét þó ekki vita hvaða maskara ég var með þar sem hann var ekki kominn í búðir – ég hafði fengið að prófa hann aðeins á undan – en nú er hann kominn og nú vil ég segja ykkur almennilega frá nýjustu maskaradrottningunni frá Helenu Rubinstein – Lash Queen Mystics Blacks.

10492569_674469165972611_6157353641896924027_n

Hér sjáið þið myndina sem ég deildi inná Facebook síðunni minni.

maskaradrottning6

Hér er svo aðeins betri mynd – með Lash Queen Mystics Blacks öðru megin.

maskaradrottning13

Hér er svo drottningin sjálf, klassískar Helenu Rubinstein umúðir – svartar með gylltri áferð.
Hrikalega flottur að mínu mati.

Maskarinn er með gúmmígreiðu sem er í raun tvöföld eða með tvær hliðar. Önnur hliðin er til að bera formúluna á, þykkja og þétta augnhárin og gera meira úr þeim. Hin hliðin er greiða sem er notuð til að greiða úr augnhárunum, móta sveigjanleika þeirra og gefa augnhárunum umfang með tækni sem ég hef ekki séð maskara nota áður. Til að fá þó þessa eyelinerlínu verðið þið að passa að setja greiðuna alveg við rót augnháranna – passið ykkur að pota samt ekki inní augun :)

maskaradrottning12

Þið kannist eflaust við makeup tipsið að setja punkta með svörtum eyeliner á milli augnháranna til að fá þykkari augnhár. Þetta er ráð sem svínvirkar og ég hef sjálf notað í mörg ár. Hér er kominn maskari sem notar líka þetta ráð – hann býr til nokkurs konar eyeliner á milli augnháranna sem þéttir þau alveg gríðarlega. Þetta er svona maskari sem greiðir augnhárin alveg frá rót og rúmlega það!

maskaradrottning9

Með maskarann öðru megin svo þið sjáið muninn….

Ég viðurkenni það alveg að ég þurfti að vanda mig vel fyrst þegar ég prófaði maskarann. Nokkrir eyrnapinnar fóru í að hreinsa smá í kringum augun sem mér finnst reyndar fullkomlega eðlilegt þegar maður er að læra á nýjan maskara. En næst þegar ég notaði hann var þetta leikur einn. Maður þarf bara stundum að læra að beita nýjum burstum á réttan hátt.

maskaradrottning

….. en hér er hann kominn báðum megin :)

Það er alveg magnað að eftir að ég er búin að setja þennan maskara á augnhárin mín líður mér alveg eins og ég sé með gerviaugnhár. Ég þarf alveg í smá stund að venjast þykkingunni og ef ég horfi upp og hreyfi augun til og frá kitla ég augnlokin mín með augnhárunum!

Formúla maskarans er alveg kolsvört eins og nafnið gefur til kynna – Mystics Blacks. Svo þar sem augnhárin verða alveg svona svakalega svört þá verður maskarinn alveg extra flottur og augun fá að njóta sín í botn. Mér finnst ég alveg rosalega flott með þennan maskara – þó ég segi sjálf frá og þar sem ég er ekki mikið í því að mála mig á daginn eða þegar ég fer út þá þætti mér eiginlega alveg nóg að setja bara vel af þessum á augnhárin. Þið gætuð í raun gert enn meira úr augnhárunum ykkar en ég geri við mín – ég er bara með eina umferð það fannst mér nóg.

maskaradrottning2

Þetta er alveg sjúklega flottur maskari sem er vel þess virði að skoða. Ef þið eruð t.d. einar af þeim sem notið mikið gerviaugnhár og stundum dags daglega þá mæli ég með því að þið hvílið þau og splæsið bara í þennan maskara.

Við eigum Helenu Rubinstein margt að þakka en merkið hefur verið duglegt að koma með nýjungar á maskaramarkaðinn. Vissuð þið t.d. að Helena Rubinstein fann upp vatnsheldu maskara formúluna, merkið hefur líka sent frá sér maskara í svo flottum umbúðum með svo flotta formúlu að önnur eins ending þekkist ekki – svo er það nýji Lash Queen maskarinn sem er ekki bara maskari heldur líka eyeliner í laumi. Ég get nú fátt annað sagt en að ég hlakka til að sjá hvað kemur næst :)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Lygileg ending á maskara – fyrir & eftir 13 tíma

Ég Mæli MeðLífið MittLúkkMakeup ArtistMaskararNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Ég veit ekki með ykkur en ég er búin að bíða í ofvæni eftir því að fá Grandiose maskarann frá Lancome í hendurnar. Það gerðist loksins í vikunni og þessi flotti og framúrskarandi maskari er nú kominn í verslanir hér á Íslandi.

Lancome er eitt af þeim merkjum sem er þekkt fyrir að vera með æðislega maskara – Hypnose maskarinn er einn vinsælasti maskari meðal íslenskra kvenna og ég efast ekki um annað en þið takið vel á móti Grandiose.

grandiose7

Burstinn er gúmmíbursti og með honum er auðvelt að greiða úr augnhárunum og jafna magn maskarans á augnhárunum það er það sem löngu gúmmíhárin gera. Stuttu gúmmíhárin hlaða formúlunni á augnhárin svo við fáum þétt og flott augnhár.

Háls burstans er þó það sem er einstakt við hann en hálsinn auðveldar ásetningu maskarans og hjálpar okkur að komast auðveldlega að krókum og kimum augnháranna. Ég held að ég hafi aldrei áður fengið ítarlegar leiðbeiningar um hvernig ég á að nota maskara en með þessum fékk ég þær. Leiðbeiningarnar sýndu mér hvernig á að beita burstanum til að fá sem mest útúr maskaranum. Það koma meirað segja sér leiðbeiningar fyrir hvort auga.

Ég hef aldrei náð að komast jafn auðveldlega að rót augnháranna með nokkrum maskara eins og það var auðvelt að koma þessum alveg þétt uppvið rótina. Þó svo ég hafi verið hrædd um að maskarinn væri flókinn þá var hann mjög einfaldur í notkun og ég lærði fljótt tökin á þessu. Frábær tækni á bakvið þennan bursta og ég á ekki von á öðru en að hér sé maskari sem er kominn til að slá í gegn.

grandiose4

Í dag byrjaði dagurinn minn klukkan 8 – maskarinn var komin á augnhárin klukkan svona hálf 9….

Ég keyrði á milli þónokkurra vinnustaða og sat tvo fundi. Fór í IKEA að kaupa eldhúsinnréttingu, fór í Húsasmiðjuna að leigja hornjuðara til að pússa smáatriði á gólfunum okkar og sandpappír með. Eyddi svo fjórum tímum í vinnugallanum með rykgrímu og græjur að pússa gólfin með tilheyrandi átakasvita. Bar inn eldhúsinnréttinguna með Aðalsteini og hjálpaði til við að setja hana saman. Loks endaði dagurinn í næstum klukkutíma uppí rúmi að svæfa Tinna. Sonur minn tekur ekki annað í mál en að mamma hans liggi við hlið hans með andlitið á koddanum og þykist sofa – þessu verður tekið á eftir flutninga ;)

Eftir allt þetta þá leit ég í spegil og ég átti einhvern vegin von á því að bara allt væri farið af sérstaklega eftir framkvæmdagleðina og svefntilraunirnar – en viti menn maskarinn hafði aðeins dofnað á neðri augnhárunum en annars bara alveg fullkominn eins og þið sjáið hér fyrir neðan.

p.s. ég notaði engan augnhárabrettara – það geri ég ekki þegar ég er að testa maskara. Einnig vil ég taka fram að ég er bara með eina umferð en ég vil ekki hafa of mikinn maskara svona dags daglega.

grandiose8Innan skamms mun ég svo deila með ykkur sýnikennslumyndbandi um hvernig á að beita maskaranum sem þið sjáið að er dáldið ólíkur öðrum hér fyrir ofan. Það þarf að passa uppá nokkra hluti þegar maskarinn er notaður þá helst hvernig á að beita honum. En við förum yfir allt þetta í næstu viku :)

Njótið dásamlega dagsins – það ætla ég að gera í vinnugallanum á nýja heimilinu sem er að smella saman og að sjálfsögðu mun ég skarta þessum flotta maskara en eftir endingu dagsins þá skaust þessi upp í topp 3 hópinn af uppáhalds möskurunum mínum!

EH

Maskarann sem ég skrifa um hér fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Flottar breytingar hjá Stellu McCartney

Á ÓskalistanumFallegtFashionFyrirsæturIlmirSnyrtivörur

Ef nýja ilmvatnsherferðin frá Stellu McCartney er ekki bara ein sú flottasta sem ég hef séð í langan tíma þá veit ég ekki hver ætti að hreppa þann titil!

Miklar breytingar hafa átt sér undanfarið hjá Stellu og ilmvötnunum hennar en nýlega fluttist merkið á milli snyrtivörumerkja með tilheyrandi breytingum á útliti og áherslum. Ég er búin að bíða spennt eftir að sjá hvers lags breytingar verða gerðar og ég er bara nokkuð hrifin af því sem er komið. Nú einkennir nýja auglýsingaherferðin erlend tískutímarit en það er fyrirsætan Lara Stone sem er nýtt andlit ilmvatnsins.

stella-fragrance-stella-mccartney-campaign2

Herferði er líka eins konar come back fyrir Löru en þetta er víst fyrsta herferðin hennar eftir barnsburð. Stellu ilmurinn er sá fyrsti sem hönnuðurinn dásamlegi sendi frá sér en hann er að sjálfsögðu nefndur í höfuðið á henni. Nýjir eigendur ilmvatnanna hafa þó eitthvað ákveðið að geyma að re-launcha L.I.L.Y. hinu ilmvatninu hennar sem hefur verið til í föstu úrvali en hann er nefndur í þessu nafni í minningu móður hennar og stendur fyrir „Linda I Love You“. Móðir Stellu hét Linda og faðir hennar Stellu Paul McCartney var duglegur að tjá henni ást sína. En vonandi sjáum við herferðir fyrir ilmvatnið í náinni framtíð. Annars er hann ekki einu sinni sjáanlegur á heimasíðu hönnuðarins.

lara-lips-main_2982391a

Svarthvíta myndin af Löru finnst mér dásamleg – einföld og klassísk eins og hugsunin á bakvið ilmvatnið sjálft er. Hönnunin á flöskunni er einnig tímalaus en Stella vildi hanna flösku sem væri einstök, eftirminnileg og flaska sem konum þætti vænt um og myndu stoltar stilla upp á snyrtiborðinu sínu. Flaskan er í aðalhlutverki á hinni auglýsingunni þar sem hún er í munninum á Löru. Persónulega finnst mér ótrúlega falleg áferðin á flöskunni og fjólublái liturinn með gyllta borðanum tónar fallega við þennan æðislega varalit sem fyrirsætan skartar.

Ég hef aldrei átt Stellu ilminn – bara L.I.L.Y. en ég hlakka til að prófa hann þegar hann kemur aftur í sölu hér á landi.

EH

Ljómandi merkjavara

BrúðkaupChanelÉg Mæli MeðFarðarHúðmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég verð að segja ykkur frá nýjustu ástinni minni í fljótandi förðum. Ég auðvitað eins og alþjóð veit elska þegar farðar gefa húðinni minni náttúrulegan ljóma. Að mínu mati kemur venjulega fallegasta þannig áferðin frá léttum fljótandi förðum. Annað sem ég kann að meta með fljótandi farða er að þeir henta öllum húðtýpum þetta er bara allt spurning með áferðina sem þeir gefa. Fljótandi farðar eru svo léttir og falla vel saman við húðina svo þeir verða nánast ósýnilegir eða mynda örþunna filmu yfir húðina. Þó svo ég elski ljómann þá er líka til fullt af fallegum fljótandi förðum sem gefa matta áferð án þess að vera þykkir. Ég er einmitt að vinna í því að setja saman topp 10 lista yfir uppáhalds fljótandi farðana mína sem mun birtast hér innan skamms. Ég lofa að listinn verður ekki fullur af ljómandi förðum heldur mun vera eitthvað fyrir alla þar.

Þegar ég tala um að fljótandi farðar henti öllum húðtýpum þá er það af fenginni reynslu minni sem förðunarfræðing. Kremfarðar eru mjög rakamiklir og geta því verið of þykkir og þar af leiðandi óþæginlegir fyrir blandaða/olíumikla húð. Svo eru það púðurfarðanir sem geta verið of mattir fyrir þurra húð og þurrkað hana enn meira upp. En léttu fljótandi farðanir eru einhvern veginn mitt á milli þegar kemur að þessu.

En nýjasta fljótandi farðann í snyrtibuddunni sjáið þið hér fyrir neðan – merkjavara eins og ég skíri færsluna enda Chanel farði.

ljómandichanel6

Perfection Lumiére Velvet – nafnið segir allt sem segja þarf. Farðinn er óneitanlega einn sá fallegasti sem ég hef augum litið og hann hefur verið í mikilli notkun síðan ég fékk hann í hendurnar. Einn helsti kosturinn við hann er hvað hann gerir litarhaft húðarinnar fallegt án þess að draga algjörlega úr karaktereinkennum húðarinnar. Svona ljómandi farðar eru skyldueign kvenna með freknur sem þær vilja ekki fela.

Í lýsingu sem ég fékk með farðanum segir að það eigi að bera hann á með höndunum til að virkja eiginleika farðans. Ég hef bæði prófað það og að bera hann líka á með uppáhalds Expert Face Brush það virkar líka vel en ég vinn hann vel saman við húðina með hringlaga hreyfingum og húðin fær þennan fallega ljóma og flauelsmjúka áferð.

ljómandichanel5

Hér sjáið þið áferðina á húðinni á handabakinu mínu. Áferðin sem kemur á hendina er dáldið perlukennd að mínu mati. En það er meiri birta á handabakinu öðru megin og því sést ekki alveg nógu vel liturinn hinum megin. Þarf að passa betur uppá þetta til að þið sjáið vel fyrir og eftir muninn :)

Hér er svo húðin mín með farðanum. Fyrst í dagsbirtu og með flassi…

ljómandichanel4

og hér í stofulýsingu og í flassi…

ljómandichanel3

Á myndunum er ég bara með farðann sem undirstöðu. Enginn primer og enginn hyljari. Það eru rauðir flekkir á nokkrum stöðum sem farðinn dregur þó furðu vel úr og ljóminn í húðinni sem kemur í kringum augun endurkastar birtunni frá flassinu fallega frá sér og eyðir út svarta leiðinlega litnum undir augunum.

Þetta er farði sem ég mæli eindregið með og er tilvalin fyrir brúðarfarðanir og þegar tilefni er til að leyfa húðinni að ljóma. Mér finnst ljómandi farðar líka ákveðið búst fyrir húð sem er með gráum undirtón eftir ömurlegt grámyglu veður síðustu vikur hér á landi.

Ég er ekki með verðið á hreinu en þetta er mögulega farði sem ætti að vera á tékklistanum ykkar næst þegar það er Tax Free í verslunum Hagkaupa. Mögulega gætuð þið líka fengið að prófa farðann í verslununum þar sem hann fæst og séð hvernig hann kemur út á ykkar húð. Það er gott að hafa í huga að þegar þið notið fljótandi farða þá er nauðsynlegt að hrista hann ótrúlega vel því þeir skiljast stundum í umbúðunum.

EH

Farðann sem ég nota í þessari færslu fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

p.s. fylgist með í kvöld þegar ég starta fyrstu af mörgum þemafærslum sem eru væntanlegar. Mig hefur lengi langað að gera almennilegar færslur um einkenni tímabilafarðana. Fyrst tek ég fyrir 20’s farðanir og samhliða færslunum ætla ég að gera farðanir eftir mig innblásnar af einkennum tímabilsins. Hér er smá sneak peek sem ég birti á Instagram í gær @ernahrund.

Screen Shot 2014-07-01 at 3.26.25 PM