fbpx

Nýtt frá OPI: Hawaii

FallegtneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniOPI

Nýlega kom út ný lína frá OPI, hér er um að ræða vorlínuna í ár og hún inniheldur fullt af ótrúlega skemmtilegum litum sem heilla við fyrstu sýn. Ég er búin að eiga í smá erfiðleikum með allar myndatökur fyrir bloggið síðan slysið varð og ég held að myndatakan fyrir þessa færslu hafi verið ein sú flóknasta hingað til. Myndirnar eru ekki alveg fullkomnar en ég gerði mitt besta til að sýna ykkur fallegu litina sem ég valdi mér…

opihawaii4

Línan er full af alls konar litum og alls konar ólíkum litum. Hún er nefninlega ekkert sértaklega breið en hún er með björtum litum, skærum litum, dökkum litum, pastel litum nude litum og glimmer litum. Virkilega vel sett fram og ég er mjög ánægð með litina sem ég valdi mér að prófa og komst sannarlega í hlýrra skap þegar ég lakkaði neglurnar með þeim.

opihawaii2

Lost My Bikini in Molokini

Þessi litur öskraði á mig, hann virkar aðeins dekkri en hann er í raun þetta er bara sjúklega flottur fjólublár litur sem kallar á athygli. Ég hef alltaf verið hrifin af lökkum sem vekja athygli og þeim sem í alvörunni eru bara fylgihlutir fyrir dress – þessi er svoleiðis litur. Sé t.d. mig fyrir mér með þennan við hvítan einfaldan stuttermabol, gallabuxur og sandala í sumar – þá þarf ekkert mikið annað með.

opihawaii6 opihawaii3

That’s Hula-rious!

Uppáhalds liturinn minn í línunni og sá sem ég er með núna. Mér finnst þetta svona ekta nammi epla litur. Þetta er fallegur pastel ljósgrænn litur sem er svo hlýr og flottur þegar hann kemur á neglurnar. Hann verður eflaust enn flottari þegar húðin er búin að fá að taka smá lit því þá stendur hann enn meira út.

opihawaii5 opihawaii

Is Mai Tai Crooked?

Svo er það þessi litur sem er bara skemmtilegur, þetta er svona litur sem kemur manni samstundis í gott skap og hann kom mér skemmtilega á óvart þegar ég setti hann á neglurnar. Sjúklega flottur og skemmtilegur litur og alveg svona appelsínugulur ekki rauð appelsínugulur eins og margir litir – elska svona einstaka liti!

opihawaii7

Hawaii línan er komin á alla sölustaði OPI og um að gera að næla sér í lakk til að fullkomna vordressið og færa smá sumarfíling í sálina – þið naglalakkafíklar skiljið mig ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Uppáhalds augabrúnavaran!

Skrifa Innlegg