fbpx

Uppáhalds augabrúnavaran!

Ég Mæli MeðFyrir & EftirlorealMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniTrend

Ég er nú yfirleitt þessi týpan sem nennir varla að gera meira en að nota litað augabrúnagel dags daglega – en síðan ég prófaði nýju augabrúnapalletturnar frá L’Oreal þá hef ég gefið mér tíma í hvert sinn sem ég mála mig til að móta augabrúnirnar með henni. Ástæðan eru tvær – það tekur enga stund og brúnirnar verða svo flottar!

augabrúnirlor8

Palletturnar koma í tveimur litatónum – önnur er talsvert hlýrri hún myndi ég segja að væri fyrir ljóshærðar og svo er það sú sem er kaldari sem er betri fyrir dökkhærðar, ég er með hana.

augabrúnirlor7

Hér sjáið þið hvernig palletturnar líta út – þegar þið opnið pallettuna í fyrsta sinn blasa við ykkur leiðbeiningar um hvernig þið getið notað þær. Ég geri það aðeins öðruvísi svo ég ætla að segja ykkur frá minni leið – til að gefa ykkur svona fleiri hugmyndir.

augabrúnirlor2

Í hverri pallettu eru plokkari, lítill bursti sem er eins og hrein maskaragreiða öðru megin og skásettur augabrúnabursti hinum megin. Liturinn vinstra megin er litað vax við hliðiná hægra megin er mattur og litþéttur púðurlitur. Hér fyrir ofan sjáið þið pallettuna sem ég mæli með fyrir ljóshærðar konur.

Hér fyrir neðan eru þær hlið við hlið…

augabrúnirlor

Þið sjáið hvað ég meina önnur er töluvert kaldari en hin svo ef þið eruð ljóshærðar er hætta á að þið verðið of grimmar eða hvassar í framan en við sem erum með dökkt hár þolum betur svona kontrasta svo við færum í þessa dekkri.

Ég nota ekki burstana nema mögulega maskara burstann, plokkarinn fær að liggja á sínum stað eins og sést á minni pallettu ég er enn á þeim stað að ég læt plokkarann alveg vera. Ég nota yfirleitt skásetta eyelinerburstann úr Nic’s Picks silfursettinu frá Real Techniques í pallettuna en mér finnst sá bursti alveg fullkominn. Fyrir ykkur sem eigið hann ekki kemur svipaður bursti í Bold Metals línunni frá merkinu sem er væntanleg í sumar til Íslands.

En mig langar að sýna ykkur aðeins fyrir og eftir og fara yfir mitt ferli.

augabrúnirlor6

Hér sjáið þið augabrúnirnar mínar fyrir, þær eru orðnar virkilega fínar þökk sé Rapid Brow en ég vil stundum þétta þær þarna alveg fremst og svo leyfi ég þeim nokkurn vegin að halda sér útí endunum. Ég byrja á því að greiða í gegnum hárin, til að dreifa þeim rétt og til að ná farða eða hyljara sem getur stundum smitast í hárin á augabrúnunum. Svo tek ég vax litinn og byrja á því að móta augabrúnirnar að neðan – og svo ákvarða ég hvar þær eiga að stoppa. Svo fylli ég inní, vaxið er mjög þægilegt í notkun og það dreifist mjög jafnt. Svo tek ég púðurlitinn, ástæðan fyrir því að ég byrja á vaxinu er að ég nota vaxið sem primer fyrir púðurlitinn, það er miklu fljótlegra að byrja á vaxinu og setja púðrið í því áferðin er til staðar og mótunin svo ég set púðurlitinn bara beint í.

Eftir þetta tek ég grófan bursta eins og maskara burstann og renni í gegnum brúnirnar til að mýkja litinn svo hann sé ekki skarpur svo augabrúnirnar séu bara náttúrulegar og fallegar. Loks set ég smá vax yfir til að festa augabrúnirnar á sínum stað.

augabrúnirlor4

Svona eru þá mínar augabrúnir og mér finnt þær virkilega fínar svona. Ég þoli ekki of mótaðar, of plokkaðar, of hvassar augabrúnir með alltof miklum hyljara í kringum – það er ekki ég og það er svo sannarlega ekki ég dags daglega. Ég dýrka að hafa mínar villtar og náttúrulegar og ég vil stundum skerpa bara aðeins á þeim.

Svona eru mínar eiginlega á hverjum degi núna – þ.e. þegar ég mála mig – mæli eindregið með þessum dásemdum og ég vona að þessar pallettur haldi sér sem lengst hjá L’Oreal frábær viðbót hjá merkinu og virkilega flott viðbót hjá þessu ódýra og flotta merki – 5 stjörnur frá mér!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Tvær nýjar línur mæta í MAC á morgun

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Laufey Óskarsdóttir

  28. March 2015

  Já væri sko alveg til í prufa þennan maskara☺

 2. Valgý Arna

  7. April 2015

  Hvar fær maður svona Rapid brow??

  • T.d. í Lyfju og á fjölmörgum snyrtistofum um land allt. Þú getur séð yfirlit yfir alla sölustaði á Facebook síðu varanna :)