fbpx

Tvær nýjar línur mæta í MAC á morgun

FallegtMACmakeupNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Ég held að það hafi sjaldan verið jafn mikið að gerast í MAC og í mars… Alla vega hef ég sjaldan skrifað jafn mikið af fréttum af merkinu eins og nú og ég er ekki einu sinni búin að fara yfir allar sýningarnar á RFF! Ég þarf að fara að kippa því í lag því það er sko fullt fallegt eftir.

En mig langar að segja ykkur frá nýjustu fréttunum því nú mæta á morgun tvær nýjar línur í verslanir MAC hér á Íslandi – báðar fara ekki á báða staði svo takið eftir því hér fyrir neðan…

Julia Petit:

Julia er brasilískur bjútíbloggari sem fékk tækifæri til að hanna sína eigin förðunarlínu fyrir MAC – halló, má ég vera næst? Hún er ekki bara bloggari, heldur er hún vinsælasti bloggari Brasilíu í sínum flokki og það eru margir sem fara eftir því sem hún segir í einu og öllu, hún starfar einnig í sjónvarpi og hún er fyrirsæta. Ég er aðeins búin að googla dömuna og hér er um að ræða ofboðslega fallega og heilbrigða unga konu sem kemur fyrir mínar sjónir sem flott fyrirmynd ungra kvenna. Hún sjálf segist hafa haft öll þjóðerni í huga þega hún hannaði línuna, Brasilía er stór og þar koma saman konur af mörgum ólíkum þjóðernum og henni hafi fundist mikilvægt að allar gætu fundið eitthvað við sitt hæfi. Hún segir sjálf vera hrifin af því að gera lítið – hún segir að minna sé meira og hún fari eftir því þegar kemur að förðun.

Vörurnar hennar mynda saman ofboðslega fallega heild, línan er einföld og eiguleg og ég sé vel að hún hugsaði um mjög breiðan hóp kvenna við litaval og vöruval.

Línan verður fáanleg í MAC Kringlunni og MAC Debenhams.

Bao Bao Wan:

Hér kemur ein sú allra glæsilegasta sem ég hef séð – gyðjuna Bao Bao Wan sjáið þið á myndinni hér fyrir neðan – eigum við að ræða eitthvað þetta andlitsfall! Fyrir þá sem þekkja ekki til dömunnar þá er um að ræða glæsilega kínverska konu sem er þekkt í heimalandi sínu og mér skilst eins og hún tilheyri mjög hárri stétt þar í landi. Hún hefur sótt sér menntun í tískuheiminum og stefnir á frama þar. Hér eru litir alls ráðandi og litir sem vekja athygli – eru sterkir og áberandi og kalla á að augun beinist að þeim. Línan er ekki stór um sig en í henni eru alls 4 glæsilegir varalitir og ég að sjálfsögðu girnist þá alla. Fjólublái tónninn minnir mig á þann sem Osbourne mæðgurnar sendu frá sér fyrir MAC á sínum tíma og mögulega margar spenntar fyrir tækifæri til að eignast einn svipaðan – þessi mun alla vega hverfa hratt. Augnskuggapallettan inniheldur mjög eigulega og fallega liti en þessa tegund augnskugga má nota blauta og þeir eru trylltir þannig ég lofa – metal áferðin verður svo þétt og falleg.

Hér sjáið þið vörurnar í línunni sem eins og vörurnar í Julia Petit koma í sérstökum umbúðum…

Línan verður eingöngu fáanleg í MAC Kringlunni.

Ég verð að segja að línurnar tvær eru skemmtilegar, þær eru einfaldar og þær eiga það sameiginlegt að vera báðar hannaðar af rosalega flottum og hugmyndaríkum konum. Varalitirnir í báðum línunum finnast mér allir virkilega girnilegir sem og andlitspúðrin – það gera þau bara fáir eins og MAC svo er eitthvað við bláa litinn á lakkinu í Bao Bao Wan línunni – kannski er það frammarinn í mér sem girnist það. Ég á reyndar ekki stund í fyrramálið til að kíkja við svo ef það er meant to be þá býður eftir mér einhver falleg vara úr þessum línum.

Julia Petit línan finnst mér á alla vegu ofboðslega eiguleg lína. Þarna er að finna vörur sem við getum hæglega bætt við í förðunarrútínuna okkar og ég er sérstaklega skotin í umbúðunum hennar sem eru ofboðslega stílhreinar og elegant. Glossið í línunni hennar finnst mér virkilega spennandi og að sjálfsögðu kallar plómulitaði varaliturinn nafn mitt – en ekki hvað ;)

EH

#freethenipple

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Jóna María Ólafsdóttir

    26. March 2015

    Julia Petit línan öskrar á mig! Er búin að skoða öll möguleg reviews og swatches af henni. Vona að það verði eitthvað eftir seinni partinn, þrái alla varalitina og kinnalitinn.

  2. Guðrún Kristín

    27. March 2015

    ég græt þetta er svo fallegt! Þetta verð ég að eignast!