UPPÁHALDS NUDE VARALITIR

LIPS OF THE DAYVARIR
*Færslan er ekki kostuð

Já ég elska “nude” varaliti og á orðið mjög stórt safn af varalitum en það eru nokkrir sem eru í meira uppáhaldi en aðrir. Mig langaði að deila þeim með ykkur, þeir eru allir með mismunandi formúlu og áferð. Sumum á eflaust eftir að finnast þessir varalitir vera mjög líkir og jafnvel alveg eins en vonandi hjálpar þetta einhverjum sem eru að leita af fallegum varalit eða eru jafn spenntir fyrir “nude” varalitum og ég.

Ég reyndi að breyta myndunum sem minnst svo þið gætuð séð hvernig litirnir komu út á vörunum en varalitir eru samt alltaf mismunandi á hverjum og einum

Einsog þið sjáið eflaust þá eru þessir í miklu uppáhaldi og búnir að vera í hverjum vasa og hverri tösku..

Max Factor – Colour Elixir Lipstick: Burnt Caramel

Þessi varalitur er örugglega sá nýjasti í safninu af öllum sem ég nefni hér en þetta er kremaður varalitur frá Max Factor sem kom mér skemmtilega á óvart. Hann er ótrúlega þæginlegur á vörunum og er með fallegan brúnan undirtón.

 

Maybelline Color Sensational Matte Lipstick – 930 Nude Embrace

Þetta er mött formúla en ótrúlega kremuð frá Maybelline. Ég nota þennan oft yfir dekkri varablýanta eða bara einan og sér.

 

MAC – VELVET TEDDY

Þetta er minn allra uppáhalds nude en ég held ég sé búin að fara í gegnum þrjá svona og líklegast eini varaliturinn sem ég hef klárað svona oft. Varaliturinn er með matta formúlu en þurrkar á ekki varirnar og ég nota hann oft með öðrum varalitavörum.

 

YSL – Rouge Pur Couture Lipstick nr.10

Þetta er mjög látlaus nude og er meira svona “your lips, but better”, ég set þennan alltaf á mig ef ég vill bara eitthvað einfalt og klassískt. Formúlan er mjög mjúk og er með smá glans.

 

COLOUR POP – AQUARIUS

Ég elska þennan lit, fyrir mér er þetta hin fullkomni nude en hann er brúntóna með smá bleikum undirtóni. Hann gefur einnig góðan raka en hann innheldur Vitamin C og Shea butter. Síðan eru þessi Lippie Stix frá Colour Pop mjög ódýr en einn svona kostar $5, mæli með.

 

URBAN DECAY – EX-GIRLFRIEND

Þessi litur er einnig mjög látlaus og klassískur en hann gefur einmitt þetta “your lips, but better”. Ég notaði þennan mikið í sumar þegar ég var að fljúga en mér finnst hann gefa svo góðan raka og gerir varirnar mjög fallegar.

Þetta er bara smá brot af mínum uppáhalds “nude” og það var mjög erfitt að sýna ykkur bara sex liti en ekki 20..

Þið megið endilega segja mér hvaða litur ykkur finnst flottastur og hvaða varalitum þið mælið með xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

GEYSIR FW17: SKUGGA-SVEINN

FÖRÐUNTÍSKA

SKUGGA-SVEINN

Geysir var að kynna vetrarlínuna sína Skugga-Svein í gær og við hjá Trendnet létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta, þetta var glæsileg sýning og mikil upplifun. Við sýndum sýninguna LIVE á instastory hjá @trendnetis og einnig sýndum við baksviðs, þar er hægt að sjá allar flíkurnar í línunni og fá smá upplifun hvernig þetta var í gær. Ég hugsa að það sé ennþá hægt að kíkja á sýninguna á instagram-inu ef þið misstuð af því í gær.

Ég var svo heppin að fá að fara baksviðs, kíkja á förðunina og flíkurnar áður en sýningin hófst. Mig langaði að deila með ykkur brot af nýju línunni og segja ykkur frá förðuninni.

 

 

Karen Lind & Birgitta Líf xx

BAKSVIÐS

Ég náði bara að taka myndir af nokkrum flíkum en þetta er einungis brot af þessari glæsilegu línu..

 

 

Mér finnst rauði liturinn svo ótrúlega fallegur og var mjög áberandi í sýningunni

FÖRÐUNIN

Mynd frá @dyrleifa

Myndir frá @dyrleifs

Eins og við mátti búast var ég mjög spennt fyrir förðuninni en hún kom ótrúlega vel út á sýningunni. Fríða María sem er ein af okkar þekktustu förðunarfræðingum var hönnuðurinn á bakvið förðunina. Hugmyndin af förðuninni kom meðal annars frá línunni sjálfri en mikið rautt er í flíkunum en einnig segir hún að Geysir sé klassískt merki og vildi halda í það. Mér fannst flíkurnar og förðunin haldast í hendur, passaði mjög vel saman. Allar vörurnar sem voru notaðar eru frá Mac og það var ótrúlega gaman að sjá hvernig þær voru notaðar.

AUGUN: 

Paintpot – Groundwork 

Augnskuggar – RedBrick, Embark og Ruddy

Augnblýantur – Grey Utility

Maskari – ZoomLash

 

ANDLIT:

Face&Body farði

Minerlized hyljari

P&P púður

BB bronzer – Refined Golden 

Kinnalitur – Vintage Rose

Varirnar voru síðan mjög einfaldar en þær notuðu Dervish varablýantinn og varasalva yfir. Ég mæli með að kíkja á þessa flottu línu og takk aftur fyrir mig Geysir xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

MAC X STEVE J & YONI P

SNYRTIVÖRUR

Mér var boðið á ótrúlega skemmtilegan viðburð í kvöld en hún Þórunn Ívars vinkona mín var að halda viðburð í samstarfi við MAC í tilefni af nýju línunni sem var að koma út. Þetta er ótrúlega falleg lína en Steve J og Yonip hönnuðu línuna í samstarfi við MAC.

Hönnuðurnir eru frá Kóreu og eru allar vörurnar í línunni ótrúlega ferskar, skemmtilegar og litríkar. Síðan eru pakkningarnar innblásnar frá Seoul street style. Ég er held ég mest spennt yfir varalitunum og finnst pakkningarnar órúlega sætar! Þessi lína kemur einungis í takmörkuðu magni, þannig ég mæli með að hafa hraðar hendur.

 


Hér eru síðan nokkrar myndir frá viðburðinum ..

@thorunnivars

@gydadrofn & @fanneydora.com_

@fanneymua & @alexsandrabernhard

Ótrúlega skemmtilegt að hitta alla og takk æðislega fyrir mig aftur xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

FÖRÐUN & DRESS HELGARINNAR

FÖRÐUNLÍFIÐOOTD

Vá hvað það var gaman um helgina! Það var svo gaman á Secret Solstice með uppáhalds fólkinu mínu. Ég tók reyndar ekki margar myndir en langaði að deila með ykkur nokkrum.

 

 

 

 

 

 

Förðun helgarinnar var mjög einföld en mig langaði bara að gera eitthvað einfalt því ég var að klára vinnutörn og var einfaldlega ekki að nenna að gera meira haha.

Augnhár: Misha frá Koko Lashes

Varir: Velvet Teddy frá Mac og Kimberly frá Kylie Cosmetics í miðjuna

Augu: Ég gerði létta skyggingu og setti Nyx Lingerie krem augnskugga í litnum Sweet Cloud (nr.01) yfir allt augnlokið og Nyx pigment í innri augnkrók,nr.20. Síðan bara smá eyeliner við augnhárarótina.

Dressið var líka mjög einfalt og ég var mjög þakklát þegar rigningin kom að vera í regnjakka

Peysa: 66°North

Regnjakki: Lindex

Veski: Vero Moda

Skór: Adidas

 

Endalaust gaman um helgina en núna er önnur vinnuvika hafin og ég á leiðinni til San Fran..

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

BEHIND THE SCENES – HILDUR YEOMAN

WORK

Transcendence, sýning Hildar Yeoman, fór fram í upphafi mánaðar í tilefni Listahátíðar. Sýningin var haldin í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi sem er fallegt og hrátt rými með stóru túni að framan og útsýni yfir hafið.

Ég var ein fyrirsætanna í sýningunni en ásamt Eskimo fyrirsætum voru dansarar undir stjórn Valgerðar Rúnars dansandi um rýmið í hönnun Hildar. Sýningin var með óhefðbundnu sniði en í stað þess að labba tískupall gengu fyrirsæturnar um rýmið í takt við fallega tóna Jófríðar Ákadóttur. Þá voru einnig myndbönd eftir Mána Sigfússon í spilun og myndir eftir Sögu Sig hengu á veggjunum. Umgjörðin var hönnuð af Daníel Björnssyni. Make up var í umsjón Fríðu Maríu með vörum frá MAC og hár í umsjón Theodóru með vörum frá Davines

Þetta var ótrúlega falleg og vel heppnuð sýning sem er gaman að hafa verið partur af. Ég var líka partur af myndatökunni, bæði ljósmyndum og myndböndum, og hlakka til að sýna ykkur þá útkomu.

My lookProcessed with VSCO with f2 preset

image


image

Processed with VSCO with f2 preset

Við Sunna & Brynja ásamt drottningunni Hildi. Innilega til hamingju aftur elsku Hildur, þú toppar þig með hverju árinu <3

xx

Andrea Röfn

 

Sjö hlutir á sunnudegi

BiancoDiorFylgihlutirMACNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Hlutirnir sem ég skrifa hér um fékk ég ýmist sem gjöf eða keypti sjálf. Allt sem ég skrifa kemur frá mér sjálfri og er skrifað af einlægni og hreinskilni.

Hvað gerir maður á sunnudögum… Jú maður stillir upp hlutum og tekur mynd af þeim með dásamlega fallegu hringljósi – já mí kæru það verður allt fallegra með hringljósi – meirað segja ég!

En mér finnst einhvern vegin alltaf svo gaman að stilla upp fallegum hlutum og reyna að festa fallegar myndir af þeim á vélina. Ég er svona Instagram/Pinterest perri sem elskar að safna fallegum myndum af hlutum sem ég verð að reyna að ná að gera sjálf því mér finnst fátt skemmtilegra en að birta fallegar myndir hér á síðunni.

En svona ef þið voruð ekki búin að ná því þá eru myndirnar hér fyrir neðan uppstilltar – mjög uppstilltar ;)

sjosunn

Mig langaði að sameina á mynd hluti sem ég hef verið að nota undanfarið, hluti sem eru nýjir og ég ætla mér að nota á næstu dögum. Sjö hlutir á sunnudegi var líka bara svo flott upphaf á þessari færslu :)

Bambus úr Blómaval: þessi fallega bambusstöng hefur einkennt heimilið mitt frá því í nóvember. Upphaflega var hún keypt til að skreyta myndefni fyrir síðasta Reykjavík Makeup Journal á mynd með ilminum Bamboo frá Gucci. Síðan þá hefur stöngin fengið að vera inní elshúsglugga. Lífsseigara blóm hef ég aldrei vitað – það þarf ekkert að gera fyrir stöngina sem mér finnst svo falleg á litinn – tja nema skipta um vatn.

sjosunn3

Poison Girl frá Dior: Nýjasti ilmurinn í safninu er ný og spennandi útgáfa af Poison ilminum sem er ætlaður yngstu aðdáendum merkisins. Hypnotic Poison er einn af þekktustu ilmvötnum í heiminum og er idoliseraður af konum um allan heim. Poison Girl er glæsileg útgáfa af þessum tímalausa ilm, flaskan er sú sama, liturinn er nýr ásamt ilminum. Appelsína, rósir og tonka baun eru tónarnir sem eru mest áberandi í ilminum. Hann er dáldið súr svona við fyrsta þef en það er auðvitað appelsínan sem finnst fyrst þar sem hún er í topp ilmsins. Svo um leið og ilmurinn er búinn að fá að sitja á húðinni og jafna sig þá kemur þessi dásamlegi rósailmur í gegn í bland við Tonka baunina, vanillu og sandelvið sem er í grunninum. Grunnur ilmsins finnst mér alveg sérstaklega góður. Ilmurinn finnst mér mjög spennandi og nýmóðins og alveg í anda Dior! Nú er komið að því að heilla nýja kynslóð af þessu fallega merki og Poison Girl gerir það svo sannarlega.

Úr frá Daniel Weelington: Ég er alveg dolfallin fyrir þessu fallega úri sem ég hef að sjálfsögðu sýnt ykkur áður. Án þess að hljóma eins og biluð plata þá minni ég á afsláttarkóðann – reykjavik-fashion – sem gefur ykkur 15% afslátt af úrum á síðunni danielwellington.com. Ég er svo kát með mitt – fylgihlutur sem fullkomnar öll dress!

sjosunn6

Ellie Goulding vörur frá MAC: Ég er ekki búin að fá það staðfest hvort línan fari í sölu á Íslandi en ég fékk þó tvö sýnishorn af vörum úr þessari fallegu línu! Ég er auðvitað dolfallin af þessari fegurð ég bara elska Ellie Goulding og þegar hún mætir MAC – þá gerast töfrar!! Ég vona svo sannarlega að línan komi til landsins því ég þrái fleiri vörur úr línunni eins og Cream Color Base palletturnar og púðrið :D

Bleuette naglalakk úr vorlínu Dior: Ég setti þetta fallega lakk upp fyrir helgi, það færir mér svo sannarlega vorlegar neglur. Ég rifjaði það upp að fyrir tveim árum kom svona fallegt pastelblátt lakk í vorlúkkinu frá Dior það var þó mun blárra en þetta er með kaldari bláum lit og ljósara. Neglurnar verða sjúklega flottar og skemmtilegar – meira um það seinna.

sjosunn2

Ökklastígvél frá Bianco: Það skal þó engan furða að það hafi bæst nýir Bianco skór í ört stækkandi safnið nú fyrir helgi! Þessum er ég búin að klæðast hérna heima þar sem veðrið hefur kannski ekki boðið uppá svona skó og ég hef ekkert farið út um helgina… ;) Þá eru góð ráð dýr og maður reddar sér með því að dressa sig upp hér heima við! Mér finnst þessi svo falleg, þetta er leðurlíki en virkilega fallegt og af því eru þeir á mjög góðu verði eða 13.990kr. Ég elska sylgju detailið á hliðinni og litla gatið sem myndast þar. Ég sé fyrir mér að vera í fallegum sokkum innan undir eins og glimmersokkum sem munu gægjast útum þetta gat – er það ekki skothelt!

sjosunn7

Dásamlegir skór ekki satt… – held ég muni eiga voða gaman af því að skreyta þetta gat – klæðast skemmtilegum sokkum og sokkabuxum!

Mínir sjö hlutir á sunnudegi – vona að þið hafið haft gaman af. Njótið dagsins.

Erna Hrund

p.s. á morgun (mánudag) ætla ég að taka yfir Instagramið okkar í Vero Moda – endilega fylgist með á @veromodaiceland

Nýjar línur mæta í MAC á morgun!

Ég Mæli MeðMACMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég bæði keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Þegar ég skrifa um vörur sem eru ýmist sendar eða keyptar af mér í sömu færslu mun ég merkja þær sem ég fæ sendar með stjörnu (*) svo það fari ekki framhjá neinum. Eins og alltaf skrifa ég af einlægni og er hreinskilin.

Þið vitið hvernig þetta virkar, þegar von er á nýjum línum í MAC þá er um að gera að hafa hraðar hendur því vörurnar seljast mjög hratt upp og oftast klárast þær allra vinsælustu á fyrstu mínútunum…

Ég fékk nokkur sýnishorn úr þessum línum en þær sem eru að koma eru Faerie Whisper, Huggable og Retro Matte. Mig langar að sýna ykkur förðun sem ég gerði með vörum úr fyrstu tveimur línum sem ég nefni….

Lúkkið er sérstaklega einfalt og ég vildi að þessar þrjár vörur væru í fókus en ég notaði þó nokkrar vörur með til að styrkja förðunina og leyfa vörunum að njóta sínn enn betur. En ég útskýri þetta allt betur hér fyrir neðan.

macfaeriehuggable6

Hér eru Foiled Eyeshadow úr Faerie Whisper línunni litirnir heita Fairy Land* (þessi ljósari) og Faerie Fayre*. Foiled augnskuggarnir eru mjög glimmermiklir miðað við marga aðra augnskugga frá MAC. Ég elska að nota Fix+ með þeim til að gera þá enn sterkari en þá fá augunum svona fullkomna metallic áferð um augun. Ég byrja reyndar alltaf að grunna allt með þeim þurrum og set þá svo blauta yfir.

Faerie Whisper línan er mjög áferðafalleg, metallic áferðin er áberandi og fallegir jarðtóna litir með metallic áferðinni einkenna línuna. Auk augnskugganna eru gloss, varalitir, kinnalitir og sjúklega falleg andlitspúður þar á meðal er eitt með ljómandi áferð sem er fallegt sem highlighter.

Svo er það Huggable glossinn fíni. Huggable línan er til að kynna nýja Huggable varaliti sem eru með fallegri ljómandi áferð, sterkum lit en jafnframt mjög léttir í sér. Með varalitunum koma varagloss sem koma í takmörkuðu upplagi. Ég var svo heppin að fá einn svona gloss og minn heitir Embraceable Me* virkilega fallegur nude gloss með bleikum blæ. Hér nota ég hann yfir uppáhalds nude litinn minn frá MAC en hann heitir Hue.

macfaeriehuggable4

Til að styrkja augnförðunina eins og ég tala hér um fyrir ofan þá notaði ég fallega matta brúna liti úr Amber Time 9 pallettunni minni frá MAC sem þið sjáið hér fyrir neðan. Ég grunna í raun bara skygginguna í enda augnloksins og set svo Foiled augnskuggana yfir augun – sá dekkri fer á ytri helminginn og sá ljósari fer á innri helminginn – svo er bara að blanda vel og doppa þeim yfir blautum með hjálp Fix+ – blanda aðeins aftur og þá eruð þið góðar.

macfaeriehuggable5

Hér fyrir ofan sjáið þið líka Hue litinn minn fallega sem hefur verið í uppáhaldi í ábyggilega 10 ár. Ég á alltaf einn svona varalit og á tímabili átti ég 3 – þá var ég í menntaskóla og plantaði honum útum allt. Liturinn er nefninlega svo klassískur. Hann er ekkert svakalega þéttur í sér en gefur samt áferðafallegan lit sem er nude með bleikum blæ. Varaliturinn passar við allt – því lofa ég!

macfaeriehuggable3

Þessar línur þykja mér einstaklega fallegar og ég hlakka mikið til að skoða þær báðar betur inní Kringlu já eða Smáralind á morgun!

Fyrstu vörurnar munu klárast snemma svo mætið snemma ef þið viljið tryggja ykkur þær því það kemur því miður aldrei mikið af hverri vöru.

Erna Hrund

Hátíðin er komin í MAC

FallegtJól 2015MACMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minni

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn frá MAC á Íslandi. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Í dag mætti hátíðarlínan frá MAC í verslanir í Kringlunni og Debenhams í Smáralind. Eins og alltaf eru þrjár hátíðarlínur frá merkinu, ein þeirra er hátíðarlúkkið en ég fékk eitt af ljómandi púðrunum úr línunni að gjöf.

Ég elska þegar lúkkin koma frá MAC sérstaklega þegar umbúðirnar eru svona öðruvísi og þessi fallegi blái litur sem er á hátíðarlúkkinu í ár er bara algjörlega æðislegur og fegrar svo snyrtibudduna.

machátíð

In Extra Dimension Skinfinish í litnum Shaft of Gold

machátíð5

Þetta ljómandi fallega púður er hægt að nota sem highlighter, sem bronzer eða bara til að gefa húðinni ljómandi fallega og gyllta áferð. Hér nota ég það um augun til að gefa þeim fallega og náttúrulega áferð og gylltan ljóma. Formúla púðursins er meira ljómandi en brún þó það sé bara mjög gott jafnvægi þar á milli. Hátíðarlúkkið í ár heitir Enchanted Eve og línan er full af fallegum og hátíðlegum vörum sem passa vel í skammdeginu.

machátíð6

Ég nýtti líka tækifærið til að prófa nýja Studio Waterweight farðann frá merkinu sem er svakalega léttur alveg ofur fljótandi. Ég persónulega elska að nota svona svakalega fljótandi farða það sem þarf þó að passa uppá aer að hrista þá alveg svakalega vel fyrir notkun og passa að vinna þá vel saman við húðina til að koma í veg fyrir að farðarnir oxist á húðinni þá þorna þeir og dökkna, ekkert sérstaklega fallegt get ég sagt ykkur en ef þið notið þá rétt og passið uppá þessi tvö atriði þá eruð þið góðar. Eftir fyrstu notkun er ég alla vega mjög hrifin og sérstaklega því það er SPF30 í farðnum ég elska þegar það eru háir sólarvarnastuðlar í förðum ég bara vil hafa góða vörn á húðinni minni – ekkert sem flýtir fyrir öldrun húðarinnar takk fyrir!

machátíð2

Ljómandi fallegt púður sem gefur húðinni ljómandi fallega áferð. Ég nota svo sem voða lítið af púðrinu ég vildi kannski ekki setja of mikið svona við létta dagförðun. En það er sko alveg hægt að setja alveg nóg af púðrinu á húðina það er auðvitað sérstaklega fallegt að setja þetta þegar maður er svona dökkur og sætur í framan, ætti kannski að setja smá brúnkukrem á andlitið ;)

machátíð4

Svo að lokum þá verð ég að fá að dásama yndislega útsýnið sem blasti við mér fyrir utan hurðina þegar ég fór út að taka myndir. Þó svo snjórinn sé stundum pirrandi svona þegar maður er fastur í honum eða eins og ég í dag lokuð inni, umkringd af snjó þá gleymi ég því öllu þegar ég sé eitthvað svona ofoðslega fallegt og friðsælt :)

En hátíðarlínan frá MAC kemur bara í takmörkuðu upplagi og púður sem þetta selst hratt upp því lofa ég. En auk þessa púðurs þá kom annað ljósara endilega kíkið á það en það eru myndir á Facebook síðu MAC hér á Íslandi. Njótið dagsins og farið varlega í snjónum.

Erna Hrund

Quelle Surprise!

AuguÉg Mæli MeðFW15LúkkMACMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Fyrst langar mig að þakka kærlega fyrir allar fallegu kveðjurnar og hrósin sem ég fékk á snappinu mínu í gær þegar ég var að sýna hvernig ég gerði þessa förðun með nýjungum frá MAC. Mér finnst alveg ómetanlegt að fá svona fallegar kveðjur og Snapchat er sannarlega búið að gera mér kleift að gera fullt af skemmtilegum hlutum sem ég næ kannski ekki að gera hér á síðunni. Endilega addið mér ef ykkur langar að fylgjast með – ernahrundrfj.

Hér sjáið þið förðunina sem ég gerði með vörum úr Veluxe Á Trois línunni sem er nú komin í verslanir MAC hér á landi.

quellesurprise6

Línan samanstendur af Veluxe Pearlfusion augnskuggapallettum, varalitum og glossum í ótrúlega fallegum litum. Augnskuggapalletturnar innihalda þrjá liti sem fá allir augnlitinn til að njóta sín betur. Þeir eru svakalega mjúkir og það er rosalega gaman og auðvelt að nota þá eins og sást á snappinu í gær. Það sem mér finnst svo gera þá enn veglegri er að það má líka nota þá blauta til að gera litinn enn meira áberandi og leyfa pigmentunum að njóta sín!

quellesurprise4

Hér hefði ég mátt muna að dusta smá – ég notaði svarta litinn í pallettunni blautan til að gera eyeliner og setja inní augun og það hefur greinilega smá fallið úr burstanum ;)

quellesurprise5

Litirnir á augnskuggunum og vörunum finnst mér fara alveg sérstaklega vel saman en svona grænir litir eru sérstaklega flottir fyrir græn og brún augu og gyllti tónninn í pallettunni gerir grá og blá augu sérstaklega falleg!

quellesurprise2

Veluxe Pearlfusion Shadow Trio í litunum Cool Companions – Cremesheen varalitur Quelle Surprise

quellesurprise3

Ég byrjaði á því að setja græna augnskuggann yfir allt aunlokið. Svo notaði ég þann svarta yfir þann græna, setti litinn þétt uppvið augnhárin og blandaði honum upp fyrir græna skuggann. Þannig náði ég svona fallegri reykáferð með grænum undirtónum. Svo nota ég svarta litinn til að skyggja í ytri hluta aunloksins og meðfram neðri augnhárunum. Lúkkið er svo toppað með gyllta augnskugganum sem ég bleytti uppí með Fix+ spreyi og doppaði létt yfir innri hluta augnloksins og í innri augnkrókinn. Ég tók skuggann líka aðeins niður í augnkróknum, mér finnst það alltaf fallegt og gefur augunum enn meiri ljóma!

quellesurprise

Maskarinn sem ég notaði og sýndi á snappinu er nýr frá MAC og í einhverjum þeim allra flottustu umbúðum sem ég hef séð – hann er eins og ofvaxinn varalitur! Maskarinn heitir Upward Lash og hann er með pínulitlum gúmmíbursta sem gerir mér það kleift að fara þétt uppvið rót augnháranna og þekja augnhárin alveg. Ég setti helling af maskara á augnhárin og geri þau þétt og þykk en umgjörðin sem hann gefur augnhárunum er sannarlega dramatísk og maskarinn því fullkominn fyrir þær sem vilja svona augnhár. Ég hlakka til að prófa þennan meira t.d. með augnhárabrettara en ég nota engann hér :)

quellesurprise7

Mér finnst liturinn á varalitnum svo algjörlega fullkominn við þessa fallegu grænu liti. Ég var voða montin með mig í gær með þetta lúkk en snappið er líka bara frábært fyrir mig til að æfa mig á til að gera ný og ný lúkk, vanda mig og prófa mig áfram. Frábær leið til að halda sér í góðri æfingu!

Hvernig líst ykkur á þessa förðun?

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Kókosdraumur frá MAC

Ég Mæli MeðHúðLífið MittMACMakeup Tips

Síðustu vikuna er ég búin að úða óspart í andlitið á mér sannkölluðum kókosdraumi! Ein af mínum uppáhalds fimm vörum frá MAC er Fix+ spreyið – ef þið hafið ekki enn prófað það þá er ég eiginlega smá öfundsjúk því það er alveg dásamlegt að prófa það í fyrsta sinn. En í dag mæta dásamlegu ilmandi útgáfurnar af Fix+ spreyinu í báðar verslanir MAC hér á landi…

Hér sjáið þið kókos gersemina mína!

kókosdraumur

Prep+Prime Fix+ Coconut

Spreyið dásamlega kemur nú með 5 mismunandi ilmum og ég þarf eiginlega nauðsynlega að eignast eitt annað. En það verður til Coconut, Rose, Lavander, Yuzy og Cucumber. Lavander er held ég alveg fullkomið fyrir mig, elska lavander ilm og hann hefur svo róandi áhrif á húðina og vitin og það er talað um að lavander ilmur hjálpi manni að sofa betur á næturna. Ég ætti kannski að fara að láta reyna á það!

En ef þið þekkið ekki Fix+ vöruna þá er hér um að ræða eitt af þessum fyrstu rakaspreyum sem eru orðin sífellt meira áberandi hjá mörgum förðunarvörumerkjum. Fix+ má nota á marga mismunandi vegu og þá t.d. til að fríska uppá húðina fyrir förðun, eftir förðun og bara svona yfir daginn. Spreyið er stútfullt af næringarríkum efnum og það er rakamikið svo húðin fær einhvers konar orkubúst og verður samstundis fallegri sem er einmitt það sem maður sækist eftir á morgnanna til að vekja húðina. Svo er ofboðslega fallegt að úða því yfir húðina þegar maður er búinn að mála sig en þá sest förðunin einhvern vegin betur. Fix+ spreyið getið þið líka notað til að gera svona nokkurs konar augnskugga úr pigmentum eins og ég gerði um daginn með Mixing Medium í Dior haustförðuninni. En Mixing Medium er Pro vara og fæst ekki í búðunum en þá kemur Fix+ til bjargar ;)

Ég er búin að nota spreyið mitt óhóflega mikið síðan ég fékk það og það er rosalega gaman að prófa svona ilmandi Fix+ sprey. Kókosilmurinn er léttur, hann er ekki yfirgnæfandi og ég lykta ekki af kókos allan daginn og ég finn heldur ekki lykt af kókos allan daginn. Ilmurinn hefur meira svona góð andleg áhrif á mann, bara eins og gott ilmvatn gerir.

Þessi sprey koma bara í takmörkuðu upplagi og miðað við spurningarnar sem ég er búin að fá og þær sem ég hef tekið eftir á Facebook síðum MAC hér á landi varðandi hvort þau séu að koma þá munu þau fara hratt. Ég þarf greinilega að hafa hraðar hendur í dag ef ég ætla að næla mér í annað.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.