*Færslan er ekki kostuð, vörurnar sem eru merktar með * fékk greinahöfundur að gjöf
Já ég elska “nude” varaliti og á orðið mjög stórt safn af varalitum en það eru nokkrir sem eru í meira uppáhaldi en aðrir. Mig langaði að deila þeim með ykkur, þeir eru allir með mismunandi formúlu og áferð. Sumum á eflaust eftir að finnast þessir varalitir vera mjög líkir og jafnvel alveg eins en vonandi hjálpar þetta einhverjum sem eru að leita af fallegum varalit eða eru jafn spenntir fyrir “nude” varalitum og ég.
Ég reyndi að breyta myndunum sem minnst svo þið gætuð séð hvernig litirnir komu út á vörunum en varalitir eru samt alltaf mismunandi á hverjum og einum

Einsog þið sjáið eflaust þá eru þessir í miklu uppáhaldi og búnir að vera í hverjum vasa og hverri tösku..
Max Factor – Colour Elixir Lipstick: Burnt Caramel*
Þessi varalitur er örugglega sá nýjasti í safninu af öllum sem ég nefni hér en þetta er kremaður varalitur frá Max Factor sem kom mér skemmtilega á óvart. Hann er ótrúlega þæginlegur á vörunum og er með fallegan brúnan undirtón.
Maybelline Color Sensational Matte Lipstick – 930 Nude Embrace*
Þetta er mött formúla en ótrúlega kremuð frá Maybelline. Ég nota þennan oft yfir dekkri varablýanta eða bara einan og sér.
MAC – VELVET TEDDY
Þetta er minn allra uppáhalds nude en ég held ég sé búin að fara í gegnum þrjá svona og líklegast eini varaliturinn sem ég hef klárað svona oft. Varaliturinn er með matta formúlu en þurrkar á ekki varirnar og ég nota hann oft með öðrum varalitavörum.
YSL – Rouge Pur Couture Lipstick nr.10*
Þetta er mjög látlaus nude og er meira svona “your lips, but better”, ég set þennan alltaf á mig ef ég vill bara eitthvað einfalt og klassískt. Formúlan er mjög mjúk og er með smá glans.
COLOUR POP – AQUARIUS
Ég elska þennan lit, fyrir mér er þetta hin fullkomni nude en hann er brúntóna með smá bleikum undirtóni. Hann gefur einnig góðan raka en hann innheldur Vitamin C og Shea butter. Síðan eru þessi Lippie Stix frá Colour Pop mjög ódýr en einn svona kostar $5, mæli með.
URBAN DECAY – EX-GIRLFRIEND
Þessi litur er einnig mjög látlaus og klassískur en hann gefur einmitt þetta “your lips, but better”. Ég notaði þennan mikið í sumar þegar ég var að fljúga en mér finnst hann gefa svo góðan raka og gerir varirnar mjög fallegar.
Þetta er bara smá brot af mínum uppáhalds “nude” og það var mjög erfitt að sýna ykkur bara sex liti en ekki 20..
Þið megið endilega segja mér hvaða litur ykkur finnst flottastur og hvaða varalitum þið mælið með xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg