fbpx

FÖRÐUN & DRESS HELGARINNAR

FÖRÐUNLÍFIÐOOTD

Vá hvað það var gaman um helgina! Það var svo gaman á Secret Solstice með uppáhalds fólkinu mínu. Ég tók reyndar ekki margar myndir en langaði að deila með ykkur nokkrum.

 

 

 

 

 

 

Förðun helgarinnar var mjög einföld en mig langaði bara að gera eitthvað einfalt því ég var að klára vinnutörn og var einfaldlega ekki að nenna að gera meira haha.

Augnhár: Misha frá Koko Lashes

Varir: Velvet Teddy frá Mac og Kimberly frá Kylie Cosmetics í miðjuna

Augu: Ég gerði létta skyggingu og setti Nyx Lingerie krem augnskugga í litnum Sweet Cloud (nr.01) yfir allt augnlokið og Nyx pigment í innri augnkrók,nr.20. Síðan bara smá eyeliner við augnhárarótina.

Dressið var líka mjög einfalt og ég var mjög þakklát þegar rigningin kom að vera í regnjakka

Peysa: 66°North

Regnjakki: Lindex

Veski: Vero Moda

Skór: Adidas

 

Endalaust gaman um helgina en núna er önnur vinnuvika hafin og ég á leiðinni til San Fran..

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

GET READY WITH ME: SECRET SOLSTICE

Skrifa Innlegg