fbpx

BEHIND THE SCENES – HILDUR YEOMAN

WORK

Transcendence, sýning Hildar Yeoman, fór fram í upphafi mánaðar í tilefni Listahátíðar. Sýningin var haldin í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi sem er fallegt og hrátt rými með stóru túni að framan og útsýni yfir hafið.

Ég var ein fyrirsætanna í sýningunni en ásamt Eskimo fyrirsætum voru dansarar undir stjórn Valgerðar Rúnars dansandi um rýmið í hönnun Hildar. Sýningin var með óhefðbundnu sniði en í stað þess að labba tískupall gengu fyrirsæturnar um rýmið í takt við fallega tóna Jófríðar Ákadóttur. Þá voru einnig myndbönd eftir Mána Sigfússon í spilun og myndir eftir Sögu Sig hengu á veggjunum. Umgjörðin var hönnuð af Daníel Björnssyni. Make up var í umsjón Fríðu Maríu með vörum frá MAC og hár í umsjón Theodóru með vörum frá Davines

Þetta var ótrúlega falleg og vel heppnuð sýning sem er gaman að hafa verið partur af. Ég var líka partur af myndatökunni, bæði ljósmyndum og myndböndum, og hlakka til að sýna ykkur þá útkomu.

My lookProcessed with VSCO with f2 preset

image


image

Processed with VSCO with f2 preset

Við Sunna & Brynja ásamt drottningunni Hildi. Innilega til hamingju aftur elsku Hildur, þú toppar þig með hverju árinu <3

xx

Andrea Röfn

 

OUTFIT

Skrifa Innlegg