GÖNGUM SAMAN

ANDREA RÖFN

Göngum saman er styrktarfélag sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Félagið leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins, og stendur fyrir vikulegum göngum sem opnar eru öllum áhugasömum. Í tilefni 10 ára afmælis Göngum saman hefur Hildur Yeoman hannað hettupeysur, boli og poka sem fara í sölu á morgun, 4. maí, í versluninni Yeoman – meira hér. Á dögunum sat ég fyrir í fötunum sem Hildur hannaði. Þau eru bæði falleg og þægileg, en fyrst og fremst hafa þau mikilvæga þýðingu fyrir mikilvægt málefni. 

Myndir: Rut Sigurðardóttir
Make-up: Natalie Hamzehpour
Fatnaður: Hildur Yeoman

Svo sat Jónas (ofurmyndarlegi) bróðir minn einnig fyrir :-)

Ef þið viljið leggja málefninu lið mæli ég með því að kíkja í veislu í Yeoman á morgun, eða styrkja með fjárframlagi hér.

xx

Andrea Röfn

HILDUR YEOMAN + 66°NORÐUR

OUTFIT

Samstarf Hildar Yeoman og 66°Norður verður frumsýnt á föstudaginn en samstarfið er hluti af Hönnunarmars. Bæði Hildur og 66°Norður eru, eins og lesendur mínir vita, í miklu uppáhaldi hjá mér og því fagna ég þessu samstarfi. Línan inniheldur flíkur og aukahluti en það piece sem greip augu mín strax var regnkápan. Ég elska lúkkið á henni, hvað hún er rokkuð en á sama tíma klassísk. 

Outfit
Kápa: Hildur Yeoman + 66°Norður
Hettypeysa: Carhartt – Húrra Reykjavík
Buxur: 66°Norður
Skór: Filling Pieces – Húrra Reykjavík
Sólgleraugu: Komono – Húrra Reykjavík

Línunni verður fagnað í verslun 66 á Laugavegi á föstudaginn – meira hér.

xx

Andrea Röfn

YEOMAN OPNAR Í DAG

ÍSLENSK HÖNNUN

17342628_10155042422391774_3572909491209015451_n

eeyeoman

Í dag bætist í verslunarflóru miðbæjarins þegar fatahönnuðurinn og dugnaðarforkurinn Hildur Yeoman opnar sína fyrstu verslun undir eigin nafni, YEOMAN.

Hildur mun selja sína hönnun ásamt því að selja vörur eftir aðra íslenska hönnuði á borð við Kalda og GUDRUN. Einnig verður fatnaður frá American Vintage (merki sem ég er persónulega mjög hrifin af) og skór frá Miista, dásamlegt skart, ilmvötn, ilmkerti, blómavasar og margt annað fallegt – frábær blanda.

Mikið sem ég er spennt að fá að heimsækja þessa áhugaverðu viðbót á Skólavörðustígnum (nr 22B) sem allra fyrst.

Til hamingju Hildur Yeoman  ♥ Meira: HÉR og HÉR

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Transcendence hjá Hildi Yeoman

EDITORIALFASHIONÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Fatalína Hildar Yeoman, Transcendence, nær í búðir fyrir jólin. JESS. Mest öll línan er nú þegar komin á slárnar í Kiosk á Laugavegi.
Ég held að ég hafi einmitt látið vita af sambærilegu fyrir jólin í fyrra – þið vitið öll að mér líkar vel við Hildi. Ég hef farið í ófáar heimsóknir í verslun og á vinnustofu þessa flotta listamanns og dugnaðarforks og birt hér á blogginu síðustu árin. Ég segi því stolt frá svona íslenskum tískufréttum.

Ég skrifaði (hér) um löngun mína í þennan dásamlega hatt! Nú er hann á leið í sölu og ég er ekki á landinu til að hlaupa og kaupa hann … æjæj. Þeir koma nefnilega aðeins örfáir í sölu, handgerðir á Íslandi.

Transcendence var í heild sinni vel heppnuð og höfðu margir orð á því að hún væri sú flottasta hingað til. Ég á erfitt með að gera upp á milli en vel er vandað til verka þar eins og í öllum fatalínum Hildar.

screen-shot-2016-12-02-at-12-32-25screen-shot-2016-12-02-at-12-32-51screen-shot-2016-12-03-at-13-29-58 screen-shot-2016-12-03-at-13-30-27 screen-shot-2016-12-03-at-13-30-43 screen-shot-2016-12-03-at-13-31-07 screen-shot-2016-12-03-at-13-31-20

Ég á eitt hálsmen frá Hildi sem er oft punkturinn yfir i-ið á dressum dagsins –

screen-shot-2016-12-03-at-13-31-32 screen-shot-2016-12-03-at-13-31-46

Ég veit að netabolurinn er á óskalista margra ..

screen-shot-2016-12-03-at-13-33-21 screen-shot-2016-12-03-at-13-42-51

Hönnun efnanna er einstök –

screen-shot-2016-12-03-at-13-43-35

Listaverk –

screen-shot-2016-12-03-at-13-44-06

Lookbookið fyrir línuna hefur ekki verið birt áður en hér getið þið flett í gegnum fleiri myndir, á heimasíðu Hildar.

Myndir: Eygló Gísladóttir
Módel: Kristín Lilja hjá Eskimo
Hár og förðun: Flóra Karítas

Áfram Ísland!

//

Hildur Yeoman new collection, Transcendence, is hitting the stores these days. I am a big fan of the designer and artist as my readers should already know.
You can see part of the new lookbook above – this hat needs to be mine! She will only have few of them and they are handmade in Iceland. The prints are like finest paintings as usual.
You will find the whole lookbook on hilduryeoman.com.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMSÓKN TIL HILDAR

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUN

Þið voruð nokkrar sem hrifust af kjólnum sem ég klæddist á skírnardegi Gunnars Manuels. Ég sagði ykkur hér að hann væri frá nýrri fatalínu Hildar Yeoman sem kom í sölu í sumar.

Hildur kann að halda tískusýningar en nýjasta línan hennar var sýnd fyrr í sumar þar sem ég var með nokkra hluti á óskalista –  ég er ennþá sjúk í þennan hatt!!

IMG_0055

Ég heimsótti Hildi í Kiosk á dögunum og mátaði mínar uppáhalds flíkur úr sumarlínunni. Þessi Kimono (!) plís má hann verða minn? Sá yrði notaður mikið – fyrst fínt – síðan hversdags – og yrði svo langlífur í notkun sem náttsloppur, er það ekki eitthvað?
Printin eiga sér langa sögu. Hildur safnar að sér ólíkum hlutum sem hún raðar upp og tekur ljósmyndir af, efnin eru síðan unnin upp úr myndunum sem búa til þessi ólíku munstur – einstakt.

IMG_0058IMG_0059IMG_0042IMG_0040IMG_0063IMG_0061IMG_0029 IMG_0030 IMG_0017IMG_0001IMG_0020 IMG_0045   IMG_0054

Ég mátaði bara brotabrot af því sem er í boði, valdi út það sem ég hreifst af. Það er því meira í boði og var einnig von á meiru til landsins eftir mína heimsókn.

Íslensk hönnun, já takk!

//

I visit Hildur Yeoman in her shop, Kiosk, on Laugavegur the other day. She is a unique designer and her prints are special and designed by herself. I tried out some of my favorites and the Kimono is very welcome in my closet. I would use it first for a special occasion – then casual and finally it would have long life as a bathrobe.

Hildur had this a say about the collection:

Euphoria collection was born when I started planning my wedding.
The collection is like a love letter. I have been with my husband for 10 years now and it has been full of joy and light. We got married a few days ago in a magical ceremony in the countryside that our friends and family took part in.

It´s a very light, loving and happy collection. Our favorite flowers are in the prints, there are also illustrations of litle lovebirds in some of them. There was so much light and happiness put into designing it that I´m quite shure it will rub onto the person that wears the collection.
Beautiful!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BEHIND THE SCENES – HILDUR YEOMAN

WORK

Transcendence, sýning Hildar Yeoman, fór fram í upphafi mánaðar í tilefni Listahátíðar. Sýningin var haldin í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi sem er fallegt og hrátt rými með stóru túni að framan og útsýni yfir hafið.

Ég var ein fyrirsætanna í sýningunni en ásamt Eskimo fyrirsætum voru dansarar undir stjórn Valgerðar Rúnars dansandi um rýmið í hönnun Hildar. Sýningin var með óhefðbundnu sniði en í stað þess að labba tískupall gengu fyrirsæturnar um rýmið í takt við fallega tóna Jófríðar Ákadóttur. Þá voru einnig myndbönd eftir Mána Sigfússon í spilun og myndir eftir Sögu Sig hengu á veggjunum. Umgjörðin var hönnuð af Daníel Björnssyni. Make up var í umsjón Fríðu Maríu með vörum frá MAC og hár í umsjón Theodóru með vörum frá Davines

Þetta var ótrúlega falleg og vel heppnuð sýning sem er gaman að hafa verið partur af. Ég var líka partur af myndatökunni, bæði ljósmyndum og myndböndum, og hlakka til að sýna ykkur þá útkomu.

My lookProcessed with VSCO with f2 preset

image


image

Processed with VSCO with f2 preset

Við Sunna & Brynja ásamt drottningunni Hildi. Innilega til hamingju aftur elsku Hildur, þú toppar þig með hverju árinu <3

xx

Andrea Röfn

 

Hildur Yeoman AW16

FASHIONÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

IMG_918513348893_10153795941602568_30272263_n

Það var margt sem að heillaði mig á sýningu Hildar Yeoman um helgina. Sum ykkar fylgdust með henni að einhverju leiti í gegnum Trendnet Snapchattið þar sem við Andrea snöppuðum í beinni? Aðgangurinn þar er @trendnetis fyrir ykkur sem ekki eruð að fylgja okkur.

Það var mikið lagt í sýninguna sem var ævintýraleg og sérstaklega fallega uppsett – hugsað var út í hvert smáatriði. Fyrirsæturnar áttu sín svæði en skiptu reglulega um stað og gengu þá í gegnum mannhafið sem mætti til þess að bera fatalínuna augum. Live tónlist – falleg klæði – fyrirsætur til fyrirmyndar og ljósmyndasýning og vidoeverk á veggjum. Punkturinn yfir i-ið var síðan sólin sem sýndi sig svo fallega inn á runway-ið. Fullkomin föstudagsstund.

Margt heillaði en þessi hattur hefur ekki farið úr huga mínum síðan ég sá hann. Vonandi fer hann í framleiðslu, hann verður verður að verða minn!! Bjútífúl ..

IMG_9062 IMG_9188

 

 

Til hamingju með glæsilega sýningu, elsku Hildur. Það virðist sem þú náir að toppa þig hvað eftir annað!!

//

I went to the Hildur Yeoman show last Friday. It was a beautiful evening with a great show and the weather made it even better.
I am always impressed by Yeoman. She goes her own ways and is a hard working lady.
One of my favorite items was this hat!

Dear beautiful hat, don’t worry, I will wait for you to hit the stores – see you soon.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

YEOMAN UM HÁLSINN

ÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

IMG_7106

Ég á tvo uppáhalds fylgihluti þessa dagana. Hálsmen frá Hildi Yeoman og ný sólgleraugu. Ég er svo ótrúlega ánægð með hálsmenið frá Hildi, chocker sem ég ætlaði að segja ykkur frá fyrir löngu enda orðið töluverður tími frá því að það varð mitt. Fyrst eftir að ég fékk það fannst mér það svo fínt að ég týmdi ekki að nota það nema við betri tilefni. Raunin hefur svo aldeilis verið önnur … því mér finnst það alveg eins ganga við hettupeysu eins og við kjól – oftar en ekki er það punkturinn yfir i-ið.

Allt skartið hennar Hildar er handgert sem gerir það enn yndislegra að mínu mati.

 

IMG_6949

IMG_6951

//

One of my favorite accessories these days are this beautiful chocker from the Icelandic designer Hildur Yeoman. I wear it both casual and for more special occasions.  Perfect for adding an extra layer of style to an outfit.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FÍNNI KLÆÐIN FRÁ FLÓRU

ÍSLENSK HÖNNUN

Margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir að fá fatalínu Hildar Yeoman, Flóru, til landsins. Lítill hluti línunnar kom fyrr í haust en það var aðeins brotabrot af því sem við sáum á tískusýningu hennar í Vörðuskóla í mars síðastliðinn. Eftir þá sýningu var ég svo heppin að fá að máta nokkrar útvaldar flíkur til að sýna ykkur, en þann póst birti ég hér í kjölfarið. Nú er loksins komið að því að fatalínan er lent á klakanum – á hárréttum tíma, rétt fyrir hátíðirnar.

11215186_843519855746667_304434998418146866_n12301621_843495962415723_5647470291525911932_n12299222_843495309082455_4674608398212088620_n12345638_843496829082303_3654183712556283401_n 12316516_843513949080591_8022948332802198744_n12313651_843497349082251_2761572450725065404_n12359990_843497179082268_6244008323902504928_n

Myndir: Eygló Gísladóttir, Stílisering: Eva Katrín, Förðun: Flóra Karítas, Módel: Sunna Margrét

 

11096750_10152814501752568_806347535_n-400x60211077901_10152814501977568_1875622011_n961730_10152814502062568_1769417373_n-400x60211081569_10152814501947568_1306221023_n-400x60211072743_10152814501757568_1177436670_n
Ég heillast af skartinu sem er gert úr íslenskum bergkristöllum eða ferskvatnsperlum og silfri.

11077528_10152814501812568_1260609905_n-400x60211104280_10152814501942568_851965181_n-400x60211101779_10152814501867568_1854473555_n-400x602 11088701_10152814501567568_487792827_n-400x602 DSCF6411-400x60211092592_10152814502052568_107780586_n-400x602

 

Á ég að vera með credit lista hér líka? ;)
Myndir: Hildur Yeoman, Módel: Elísabet Gunnars

Flíkurnar að ofan voru mínar uppáhalds þegar ég heimsótti vinnustofuna. Þessir kjólar hefðu þó eflaust verið mátaðir líka en voru því miður ekki sýnilegir á sínum tíma. Fallegir – kaldir og kalla eitthvað á mig. Langar ..

12356757_843505005748152_8024869984721776523_o12299229_843501752415144_1491905301802729266_n12301609_843501869081799_7243459900294924520_n

Það finna örugglega einhverjir fínu klæðin sín úr Flóru þessi jólin. Fatalína Hildar fæst í Kiosk á Laugavegi. Úrvalið er gott og manni líður alltaf aðeins betur í innlendri hönnun.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

VINNINGSHAFI – HILDUR YEOMAN

GJAFALEIKUR

Kærar þakkir fyrir þátttökuna í Hildar Yeoman gestaleiknum!

Það er ljóst að hönnun Hildar er vinsæl og það gladdi mig mikið á útskrift litla bróður míns í gær að sjá eina glæsilega útskriftarstelpu í kjól frá henni. Það voru svo nokkrar flottar stelpur sem ég rakst á á instagram í gær sem geisluðu í hönnun Hildar.

Til hamingju Ólöf Sigríður Jóhannsdóttir – þú getur sótt nýja bolinn þinn í Kiosk á Laugavegi!

xx

Andrea Röfn