fbpx

ÍSLENSK HÖNNUN OG VALENTINO

Ég keypti mér óvænt síðustu miðana á tónleika Bjarkar í Hörpu í gær – datt ekki í hug að það væri laust en þarna biðu okkar síðustu sætin í húsinu þegar ég kannaði stöðuna degi fyrir show, heppin við ..

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaseríunni Björk Orkestral – hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum út um allan heim. Fjórir tónleikar fara fram og í gær var það flautuseptetinn Viibra og Sinfóníuhljómsveit Íslands sem tók þátt.

Í hverju var hún?

Það vakti athygli undiritaðrar að sjá íslenska hönnun á hjálparsveinum Bjarkar í Eldborg, Viibra klæddust kjólum frá Hildi Yeoman sem pössuðu einstaklega vel við grænan Valentino kjól Bjarkar – bravó!

Gríma: James Merry ..

Björk hefur alltaf verið þekkt fyrir áberandi klæðaburð og kemst upp með það með meiru ..

Fögru fallegu smáatriði Maison Valentino ..

Viibra flutes klæddust kjólum frá Hildi Yeoman ..

Stílisti: @eddagud, Förðun: @sunnabjorkmakeup, Hár: @steinunnhairstylist 

Myndir: Santiagraphy 

Undirfagrir tónar, falleg útsetning, og yfir það heila, einstök upplifun í Eldborg. Takk fyrir tónlistina og takk fyrir tískuna.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

HOLA BARCELONA

Skrifa Innlegg