IKEA ER INN

FASHIONFRÉTTIR

English Version Below

Það lítur út fyrir að allir ætli sér að fá smá bita af IKEA þetta seasonið. Úramerkið fræga, Triwa, sýndi fyrr í vikunni nýtt samstarfsverkefni með sænska húsgagnarisanum – Triwa x IKEA.

Eins og ég sagði og sýndi ykkur HÉR þá sjokkeraði hátískuhús Balenciaga okkur fyrr í vor þegar þeir settu í sölu tösku sem er virkilega álík hinum klassíska burðarpoka frá IKEA. Ef Balenciaga segir að það sé inn þá kemur ekki á óvart að aðrir fylgi í kjölfarið ;) Nú hefur Triwa sagt frá samstarfsverkefni við IKEA sem væntanlegt er frá merkinu. Úrið ber nafnið “Frakta watch” og fer í sölu innan skamms.

Fyndið, og skemmtilegt. Hlakka til að sjá hverjir verða næstir á IKEA vagninn.

//

First Balenciaga and now Triwa. IKEA seems to be IN right now. The Frakta Watch, which you can see on the photo above, will be availebe soon.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

COS, & OTHER STORIES, WEEKDAY .. OG NÚ ARKET

FRÉTTIRH&MSHOP

Tískurisinn H&M heldur áfram að breikka úrval sitt af verslunum og nú í vikunni kynntu þau nýtt concept sem hefur verið í undirbúningi í 2 ár.

hm-new-brand-arket-main-1200x800
Verslunin Arket mun opna í London á Regent street nú í haust. Slagorðið er “Style Beyond Trend” og vísar í að vörurnar verði tímalausar og klassískar. Verslunin mun bjóða uppá vörur fyrir menn, konur, börn og heimilið og verður verðmiðinn eitthvað hærri en við erum vön í H&M. Arket mun innihalda þeirra eigin vörur ásamt því að taka inn vel valin merki.

Ég er mjög spennt fyrir þessari nýjung og það kæmi mér ekki á óvart að verslunin yrði í uppáhaldi undiritaðrar. Nafnið Arket vísar í Market og þetta verður eins konar markaður sem býður uppá vel valið úrval af því mesta sem við höfum þörf á. Ekki skemmir fyrir að flestar verslanir munu innihalda kaffihús með hollum kosti frá Skandinavíska eldhúsinu. Lýsingin á vörununum passar einnig fullkomlega við minn stíl – “the focus is quality in simple, timeless and functional designs”.

Ég held að það verði mjög eftirsóknarvert fyrir vörumerki að komast inní verslunina. H&M hefur verið smá gagnrýnt hér í Svíþjóð undanfarið fyrir að vera orðin hálfgerð “unglingabúð” og með þessum skrefum virðast þeir vera að svara þeirri gagnrýni. Þeir höfða hér til eldri kúnna með örlítið meira fé milli handanna.

Ég er búin leita lengi á netinu eftir flíkum eða vörum frá versluninni en þeir virðast halda því algjörlega leyndu. Það eina sem ég fann var peysan að neðan sem virkar mjög kósý og klassísk inní haustið.

p11_rgb-03-500x277

Fyrsta verslunin opnar semsagt í London og síðan eiga fleiri borgir að fylgja í kjölfarið – vonandi er Reykjavík á blaði hjá þeim :)

Sjáumst í Arket?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TAKK TAKK HOME

FRÉTTIRHOMEÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Á dögunum eignaðist ég fallegt handklæði úr hönnun TAKK Home. Hér að neðan er sonurinn minn umvafinn því eftir sunnudagsbaðið fyrr í kvöld.

img_8924

Persónulega hef ég aldrei átt eins fallegt handklæði og ég er því alveg í skýjunum með þessa fínu viðbót inn á baðherbergið.
TAKK Home er ný íslensk hönnun tveggja kvenna, Ollu og Drafnar, sem hafa skapað gæðavöru sem ég kann vel að meta.
Megináhersla hönnunarinnar er einfaldleiki, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfið.
Þessi tyrknesku handklæði er þeirra fyrsta vara. Þau koma í nokkrum stærðum og gerðum en ætla mætti að stærri gerðin sé heldur hið fallegasta teppi eins og sjá má á myndinni.

100x180_haf_zebra_black-i_stafla_grande100x180_deniz_diamond_grey-_i_stafla_1024x1024100x180_hav_zebra_grey-_i_stafla_grande

Það verður gaman að fylgjast með TAKK Home vaxa og dafna næstu árin. Hef trú á því að merkið eigi eftir að hitta í mark hjá fleirum en mér. Nú þegar má finna hönnunina í mörgum betri verslunum, meðal annars í Epal og Snúrunni.

Áfram íslensk hönnun! Meira: HÉR

//

I am so happy with my new Turkish towels from the Icelandic label TAKK Home. 
The brand is new and the towels are their first products. I have a good feeling about this and look forward to see them grow.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

NTC FAGNAR 40 ÁRUM

FASHIONFRÉTTIRSHOP

English Version Below


Til hamingju með 40 ára afmælið NTC!!
Fyrirtæki sem á alltaf svolítið af mínu hjarta. Í NTC kviknaði tískuáhuginn fyrir alvöru, 16 ára gömul, og þar vann ég í 7 skemmtileg ár. Fyrst með skóla í elsku Centrum sem þá var og hét (RIP) en svo sem verslunarstjóri í fleiri en einni verslun seinni árin í fullu starfi. NTC stendur fyrir Northern Trading Company  og rekur 16 verslanir á höfuðborgarsvæðinu. 40 ár af fasjón er bara nokkuð vel gert  …

IMG_791614874885_10154167011337568_1257897495_n11079078_10152796834637568_178201841_n

Síðasta verkefni sem ég vann með NTC var eitt af skemmtilegri verkefnum sem ég hef tekið að mér – en það var þegar ég hannaði 10 einfaldar flíkur með verslun Gallerí 17 og þeirra undirmerki Moss. Enn í dag fæ ég fyrirspurnir hvað sé væntanlegt frá Moss Reykjavík eða hrós fyrir þær flíkur sem séu í sölu. Sumir virðast halda að ég standi á bak við Moss Reykjavík vegna línunnar, Moss by Elísabet Gunnars. Hér með fæ ég tækifæri til að leiðrétta þann misskilning.

Í dag, fimmtudaginn 27 október, verður afmælinu fagnað í verslun Gallerí 17 Kringlunni. Afmælisafslættir eru í öllum verslunum auk þess sem viðskiptavinum er boðið að taka þátt í veglegum afmælisleikjum á samskiptamiðlum. Meira: HÉR 
Skilið frá mér afmæliskveðju ! ;) ég verð með í anda héðan frá sænska.

//

The biggest company in fashion retail in Iceland, NTC (Northern Trading Company), is celebrating their 40 years birthday.

NTC always has a small place in my heart, it’s where my fashion interest started when I start working there at the age of 16. I worked there for 7 years ending up as store manager in their most successful store, Galleri 17 in Kringlan. As you might also know I had a collaboration with their own brand, Moss Reykjavik, when we made 10 must-have items in the closet and the collection was named Moss by Elisabet Gunnars. One of my favorite projects!

Congrats to NTC ! 40 years of fashion is pretty good job..

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

ÍSLENSK HÖNNUN Í &OTHER STORIES

FRÉTTIRÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

City Safari-portrait of Shoplifterin her design for &Other Stories photo by Lilja Baldurs IMG_8959

Hönnuðurinn Hrafnhildur Arnardóttir í Shoplifter x &OtherStories –

Listamaðurinn Hrafnhildur Arnardóttir er búsett í New York þar sem hún gerir það gott en hún starfar undir nafninu Shoplifter. Síðustu misseri hefur hún unnið að fatalínu í samstarfi með sænsku verslunarkeðjunni &OtherStories og er línan væntanleg í valdar verslanir í febrúar – mjöög stórt og mikið spennandi (!)
Hrafnhildur hefur haldið ótal listasýningar, unnið mikið með einstaklingum eins og Björk Guðmundsdóttur en einnig tekið að sér sambærilegt verkefni og þetta þegar hún vann t.d. með danska hönnunarfyrirtæki HAY. Ég myndi segja að hún væri búin að meika’ða án þess að vera of mikið í sviðsljósinu.

Hrafnhildur hefur þetta að segja um línuna í “press release” um samstarfið:
“I wanted this collection to be colourful, playful, humorous and super comfortable. Surface and texture are the focal point, and simple shapes have a casualness to them that can be mixed and matched depending on your mood. Everything in this collection can be paired with staples in your closet to make them pop whenever you want to stand out,”

Dansarinn og góðvinkona mín, Þyri Huld Árnadóttir, er ein af aðstoðarkonum Hrafnhildar þessa dagana en hún lenti í ansi skemmtilegu atviki í vikunni þegar verið var að skjóta lookbook fyrir komandi fatalínu. Þyri átti að vera á tökustað til að hjálpa til á bak við tjöldin en á stuttum tíma breyttist hennar hlutverk og áður en hún vissi af var hún sest í hár og makeup og henni “hent fyrir framan myndavélarnar”. Við eigum því von á að sjá íslenskt módel meðal atvinnu módela sem kynna “íslensku” fatalínuna. Myndirnar verða klára fyrir jólin og ég bilast úr spennu enda Þyri snillingur með meiru.

14695512_10154080460950669_6482779243276940607_n

Þyri Huld Árnadóttir í fatnaði úr fatalínunni –

Hvernig kom það til að þú tækir þátt í myndatökunni með þessum hætti?
Það er allt mjög fyndið. Ég bauðst til að aðstoða við hreyfingar því myndatakan var innblásin af break-dans tímabili Hrafnhildar þar sem hún var í Icebrakers með Bjössa bróðir mínum. Áður en ég vissi af var síðan búið að henda mér í hár og förðun og ég bara mætt fyrir framan myndavélina.

Heilluðu fyrirsætustörfin?
Ég myndi nú ekki segja að fyrirsætu störf heilli en það er alltaf gaman að dansa fyrir framan myndavél.

Hvernig líst þér á fatalínuna?
Fatalínan er geggjuð og svo mikið af ótrúlega flottum printum frá verkunum hennar Hrafnhildar. Það sem heillaði mig mest við hana var hvað öll fötin voru þægileg en samt töff.

Hvað er framundan í New York?
Það sem er framundan er að leita að nýjum ævintýrum og njóta þess að vera með kærastanum mínum sem er hérna úti í námi áður en ég fer aftur á klakann.

14708169_10154080460935669_5810835982512716735_n14656382_10154080460910669_4732176637193332429_nÉg vona að engin fyrirsæta hafi reynt að leika þennan liðleika Þyriar eftir –

 14797382_10154080501490669_919044334_n 14804732_10154080501485669_45494762_n 14804886_10154080501500669_1761413082_n

Fatalínan mun innihalda föt, fylgihluti og snyrtivörur. Hér má sjá eitthvað af því sem í boði verður –

14805517_10154080501495669_1811101587_n 14805628_10154080501555669_2006123356_n

27 manna crew kom að tökunni og þar af voru Íslendingar í eldlínunni. Lilja Baldurs spilaði stórt hlutverk en hún vann að framleiðslu tökunnar ásamt Hrafnhildi og sænsku verslunarkeðjunni. Lilja tók myndirnar hér að neðan –

14787552_10153977664352551_510711724_o 14803072_10153977664272551_1938092213_o 14808861_10153977664267551_1598663789_o

Síður brosbolur er á mínum óskalista!

IMG_4523 IMG_4529

Ljósmyndari var Annelise Phillips,
Stílisti: Edda Guðmundsdóttir
Aðstoðarmaður stílista: Brynja Skjaldar
Aðstoðarmaður stílista: Martin Tordby

Hár: Dennis Lanni,
Make up: Devra Kinery
Producer: Lilja Baldurs ásamt &OtherStories

Ég bíð spennt eftir að fá að sjá útkomu myndinna sem og að næla mér í flík þegar þær mæta í búðirnar hér í sænska!

Áfram Ísland!

//

We have an exiting collaboration between & Other Stories and the Icelandic artist Hrafnhildur Arnardóttir a.k.a. Shoplifter. Hrafnhildur lives in New York where they shot the lookbook and she has been doing pretty intresting things there.
Hrafnildur had this to say about the collection:

“I wanted this collection to be colourful, playful, humorous and super comfortable. Surface and texture are the focal point, and simple shapes have a casualness to them that can be mixed and matched depending on your mood. Everything in this collection can be paired with staples in your closet to make them pop whenever you want to stand out,”

The collection is inspired by the brake-dance period and includes very nice prints and wearable items. It’s expected in selected & Other Stories stores and online next spring, but I am actually more exited about the look book which will be published soon. I will tell you why…
One of my best friends, the dancer Þyri Huld Arnadottir, was an assistant backstage at the shoot. But her role changed suddenly and before knowing it her hair and make-up was done and she ended up in front of the camera – can’t wait to see the result !

xx,-EG-.

WOMEN SECRET OPNAR Í SMÁRALIND

FRÉTTIRSHOP

Spænska undirfataverslunin Women Secret opnar í Smáralind í dag. Verslun sem ég hef persónulega trú á að eigi eftir að hitta í mark hjá íslenskum konum (og körlum í gjafaleiðangri).  Ég kynntist versluninni í sólarlandarferð til Spánar (hér um árið ..) og á frá henni nokkrar flíkur – flíkur sem rata ekki endilega inná bloggið.

Ég skoðaði nánar vöruúrvalið en versluin býður ekki eingöngu uppá nærfatnað heldur einnig uppá úrval af notalegum heimaklæðum – eitthvað sem margir kunna vel að meta. Ekki skemmir fyrir að verðið á vörunum er mjög gott. Þetta er lookbookið fyrir haustið 2016. –

 

ed_darkromance_c42_a_3 ed_darkromance_c63_des_3 ed_darkromance_c42_b_2 ed_darkromance_c42_c_2 ed_darkromance_c63_des_2 ed_darkromance_c42_a_1 ed_darkromance_c42_b_1ed_darkromance_c69

 

 

Að þekktar erlandar keðjur hafi “loksins” áhuga á Íslandi er ekkert nema jákvætt fyrir landið.
Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FATASALA DAGSINS

FATASALAFRÉTTIRÍSLENSK HÖNNUN

Fatasala dagsins er ekki af verri endanum. Árlegi fatamarkaður & lagersala verslunarinnar AndreA í Hafnafirði verður haldinn í dag.  Þeir sem hafa mætt síðustu árin vita vel að þarna má gera ansi góð kaup. Mikið úrval af fatnaði frá AndreA á fáránlegum verðum.

13198568_10154067623010520_4062892940922413212_oan

Hvar: Strandgata 43
Hvenær: 14. maí frá 13:00-15:00

Ljúfur laugardagur á Strandgötunni er tilvalin dagskrá í dag.

Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SIENNA MILLER FYRIR LINDEX

FÓLKFRÉTTIRSHOP

English version below

Sienna Miller er nýtt andlit Lindex! Vel gert!

Ég féll fyrir leikkonunni í myndinni Alfie þar sem hún og Jude Law mynda eftirminnilegt par. Þau voru reyndar par í alvörunni líka en það er önnur og lengri saga ..

Sienna Miller hefur lengi verið þekkt sem mikil tískufyrirmynd og ég hef sjálf fylgst með hennar stíl í gegnum árin. Sumarlína sænsku verslunarkeðjunnar er innblásin af þessu boho-chic útliti sem passar fullkomnlega persónulegum stíl Siennu.

Myndirnar að neðan fanga léttleikan og geislandi gleðina sem virðist fylgja þessari flottu konu. 70s klæðnaðurinn kallar á sumarið … það er hérna einhverstaðar handan við hornið, ég þori að vona það!

SiennaHeartsLindex-2016-11  SiennaHeartsLindex-2016-6 SiennaHeartsLindex-2016-2 SiennaHeartsLindex-2016-10 Sienna Hearts Lindex4 Sienna Hearts Lindex2

.. og eitt að lokum. Þessi blússa má verða mín! Gæti svifið í henni inn í sumarið.

SiennaHeartsLindex-2016-31

 

//

Sienna Miller is the face of the Lindex spring 2016 campaign. I am impressed.
One more thing … I need this 70´s blouse in my summer wardrobe !!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

66°north X Soulland

FASHIONFRÉTTIRÍSLENSK HÖNNUN

English version below

66°Norður hefur verið að “teasa” okkur með samstarfi sínu við danska merkið Soulland á Instagram. Þetta er afar spennandi, en 66 virðist vera að hasla sér völl í Danmörku og á sama tíma færa sig aðeins meira yfir í street style fatnað úr tæknilegum efnum. Það er góð stefna þar sem fatnaður þeirra hefur verið notaður þannig á Íslandi í áraraðir. Þeir eru því að koma með streetstyle fatnað frá einu mest kúl herrafatameki Danans með sínum tæknilegu eiginleikum – SPENNANDI fyrir ykkur strákar! En líka okkur stelpurnar því Soulland er farið að vera notað meira og meira af stelpum í Danmörku og er jakkinn alveg eins hugsaður sem unisex.

Ég setti mig í sambandi við 66°Norður á Íslandi og fékk að heyra að vörurnar séu því miður ekki væntanlegar fyrr en í september, en góðu fréttirnar eru að þær munu líka fást á klakanum góða.

Soulland er danskt herrafatamerki sem hefur tekið hröðum framförum síðustu ár. Hönnuður merkisins var til að mynda valinn hönnuður ársins í Danmörku árið 2012 og vörur þeirra eru seldar í mörgum af vinsælustu verslunum heims – t.d. Colette Paris, Voo Store Berlin, Consil Kaupmannahöfn, og GoodHood London. Það væri því mjög stórt skref fyrir 66°Norður ef þau komast inní þessar verslanir.
Á Íslandi fáum við Soulland í verslun Geysi á Skólavörðustíg.

Hér er smá sneak peak frá Nowfashion og instagram – en kynningarefnið er væntanlegt.

Instagram (@soullandcph & @66north)
Soulland FW16 – in London

4 6 12 14 Screen Shot 2016-01-14 at 11.48.22


Nowfasion – Soulland FW 2016

Soulland-Men-FW16-London-3398-1452362496-bigthumb Soulland-Men-FW16-London-3205-1452361904-bigthumb
//

Here you have some teaser of the collaboration between the Icelandic company 66°north and the danish menswear brand Soulland. I am very exited about the collaboration. 66°north is one of Iceland most successful brands and specialised in outdoor functional clothing. They have in the last years opened two flagship stores in Copenhagen. Soulland is danish, fast growing menswear brand, sold in some of the coolest shops in Europe like Colette (Paris) and Voo (Berlin).
The clothes will be in stores in September – FW16.

 

Áfram Ísland

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

BACK TO 90S MEÐ BALMAIN

FASHIONFRÉTTIR

English version belowall

Ég biiilast (!) yfir nýrri herferð franska tískuhússins Balmain.  Þrjár drottningar tíunda áratugarins sitja fyrir og slá ungu kynslóðinni algjörlega við að mínu mati.

Balmain minnir okkur á hver hin raunverulegu súper módel eru með SS2016 herferð sinni. Þetta eru 90’s drottingar tískupallanna – þær Cindy Crawford, Naomi Campell og Claudia Schiffer. Myndirnar eru í svarthvítu og voru fyrst birtar á Instagram reikningi tískuhússins (@balmainparis) í morgun.

4  3 2 1

Það vekur sérstakan áhuga minn að tískuhúsið kýs að birta þessar “rándýru” myndir á Instagram reikningi sínum. Þau eru með 3,4 milljónir fylgjenda og ná til mun fleiri með þessari leið en að birta þetta í tískutímariti eða á heimasíðu. Er þetta það sem koma skal?

Verslanir fara kannski að birta sína tískuþætti og lookbook á Trendnet instagramminu á næstunni frekar en að setja þau í tímarit – hver veit?

Ég elska þetta … það býr eitthvað svo mikill þokki og glæsileiki yfir fyrirsætunum sem hefur kannski verið vöntun á síðustu árin.

Meira: HÉR

//

I loooove (!) the new SS16 campaign that Balmain launched today on they’re Instagram account. The catwalk queens of the ’90s – Cindy Crawford, Naomi Campbell and Claudia Schiffer haven’t forgot anything.

More: HERE

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR