fbpx

TÍMAMÓTA FORSÍÐA BRESKA VOGUE

FÓLKFRÉTTIR

Fyrsti svarti maðurinn til að mynda forsíðu breska Vogue í 104 ára sögu hefur nú myndað fótboltastjörnuna Marcus Rashford fyrir sérstaka Black Lives Matter útgáfu af blaðinu. Hinn 22 ára Rashford deildi myndinni á Twitter.


Rashford hefur látið gott af sér leiða á Twitter sem hefur án efa leitt til breytinga. Til að mynda barðist hann fyrir því að börn sem minna mega sín fengu fríar skólamáltíðir sem varð til þess að ríkið tók U-beygju í þeim efnum. Þar tók Vogue eftir honum sem varð til þess að hann situr nú á forsíðu blaðsins í september, ásamt fyrirsætunni og baráttukonunni Adowa Aboah.

Samfélagsmiðlar geta svo sannarlega verið gott tól fyrir allskonar … Undirrituð ber virðingu fyrir þannig óumbeðnum og óeigingjörnum herferðum hjá fólki sem hefur völd til slíks.

Myndirnar eru teknar af Misan Harriman, fyrsta svarta manninum til að mynda breskt Vogue cover. Hin árlegu september issue eru ávallt titluð sem tískubiblíur en í ár verður sú biblía góð blanda af tísku og framtíðarvon.

Fleiri svartir aktívistar deila auka forsíðu sem fylgir með í þessu haustblaði.

Ég verð að taka það fram hér að Rashford var nýbúinn að ná athygli minni þegar hann gaf litlum íslenskum fótboltastrák mjög glaðan dag um helgina. Vel gert og klapp emoji fyrir ungum og efnilegum Jökli af Skaganum. Sjá HÉR

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

HEIMA HJÁ DAKOTA JOHNSONS

Skrifa Innlegg