MÁNUDAGS MUSTHAVE

LANGARMUST HAVESHOP

Fyrir ári síðan skrifaði ég póst um undirföt sem voru á óskalistanum fyrir síðustu jól. Sett frá Lonely Lingerie sem verslun Jör by Guðmundur Jörundsson selur á Laugaveginum. Ég var svo heppin að jóli fylgdist með blogginu því nærfötin urðu mín á aðfangadagsmorgun.

Lonely heldur áfram að freista mín, því þessa dagana get ég ekki hætt að hugsa um sundföt sem ég rakst á fyrir helgi. Ég sé fyrir mér mikið notagildi í þeim þó það verði ekki fyrr en eftir áramót miðað við mitt líkamlega ástand þessa dagana.

Íslendingar leita sér að sundfatnaði allan ársins hring, kannski ólíkt því sem gengur og gerist annarsstaðar. Ég hef því í gegnum tíðina oft fengið spurningar frá lesendum hvar hægt sé að kaupa hin bestu sundföt. Oft eru konur að leita sér að svörtum sundbol í góðu sniði sem er þó ekki “lummó”. Það verður því kannski slegist um þennan að neðan? Ég er alveg sjúk.

dita-swimsuit-blackIMG_0014_1IMG_0017_1

Bikiníin eru líka á óskalista – sexý en smart. Ég sé fyrir mér að geta liðið vel í þessum með lítinn gutta á hendinni með vorinu.

59f870b733f33bcf97b63a0fe382a63805e8841bd503a384dc2ffcbeb80e613cd73b9097a202e81cdita-bikini-black1dita-brief-black

Nú er bara spurning hvort verður fyrir valinu fyrir mig sjálfa? Kannski að ég leyfi jólasveininum að taka þá ákvörðun. Ég geri ráð fyrir því að hann lesi þennan póst og taki þessu hinti. Kauptips fyrir ykkur sem eruð að leita að sama lúkki. Hér skoða það úrval sem JÖR er með í sölu fyrir áhugasama.


Langar ..

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

MÁNUDAGS MUSTHAVE

MUST HAVESHOP

Gleðilegan nóvember! Ótrúlega líður tíminn …

Þó ég sé löngu byrjuð að huga að jólunum (að einhverju leiti) þá nálgast þau óðum nú þegar nóvember er mættur. Núna eru jólin nefnilega í næsta mánuði og í tilefni þess er ég byrjuð að búa til minn eigin óskalista.
Flestar mínar kauphugmyndir fæ ég frá bloggum, af Instagram eða úr tískutímaritum. Hlutir sem ég fell fyrir í fyrstu eiga oft til að láta sjá sig oft og mörgum sinnum í kjölfarið. Mögulega góð markaðssetning og hún virðist allavega virka á mig.

Þessir skór hér að neðan hafa fylgt mér víða á samskiptamiðlum síðustu vikur og mig langar svolítið mikið að eignast þá. Frá Miista.

AW15_TEPHRA6_Juliette_BlackReflective
Screen Shot 2015-10-26 at 13.23.50

Ég titla þá sem MánudagsMusthave en það gæti orðið skemmtilegur liður til að birta á blogginu í framtíðinni?
Elska þetta töffaralega touch …

Screen Shot 2015-10-26 at 13.24.19

Einvera er með umboð fyrir Miista á Íslandi en verslunin fær auðvitað ekki alla vörulínuna. Eftir að hafa talað við Hildi eiganda verslunarinnar (og bloggara hér á Trendnet) fékk ég staðfest að þeir eru væntanlegir í jólasendingunni. Gott fyrir marga (ef fleiri eru hrifnir af parinu) ..

Miista, má ég?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SHOP: SUMARKLÆÐI

MUST HAVESHOP

Ég tók saman “musthave” dress fyrir sumarið til að sýna ykkur.
Það þarf ekki alltaf að leita langt til að að negla lúkkið. Í sumar klæðumst við hvítum t-shirt, Rayban Aviator gleraugu á nefið, gröfum við upp gömlu góðu Levi’s gallabuxurnar í fallegum þvotti og berum támjótt á fótum.
Þannig verðum við set og safe að mínu mati.

Basic er best –

dress_ss15Ég er svo lítill pælari þegar kemur að naglalakka merkjum, ég var því glöð að sjá að það sem ég keypti síðast var frá Essie sem hefur verið svo mikið lofað á Íslandi uppá síðkasti. En það er komið í sölu á klakanum í fyrsta sinn eftir mikla bið. Þetta er sá “litur” sem er á mínum nöglum núna: It’s in the bag.

Buxur: Levis 501 / Spútnik
T-Shirt: SUIT / GK Reykjavik
Sólgleraugu: RayBan Aviator / Augað
Skór: ZARA
Naglalakk: ESSIE

Happy shopping! .. og gleðilegt sumar.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SHOP: The Re-Issue Project

FASHIONMUST HAVESHOP


tee-78calvin-klein-jeans-x-mytheresa.com-4sweat-159calvin-klein-jeans-x-mytheresa.com-2

Já haldið ykkur fast! Þessar fínu 90s flíkur hér að ofan voru að lenda í GK Reykjavík. Tímasetningin gat ekki verið betri, ég hef legið á “refresh” takkanum hjá MyTheresa síðustu vikur. Þar eru flíkurnar nefnilega flestar “sold out” og ég var auðvitað ekkert ánægð með það. Ég reyni eftir fremsta megni að kaupa frá íslenskum verslunum ef völ er á og verð því bara glaðari með kaupin fyrir vikið.

Fyrr á árinu fóru fyrstu flíkur Calvin Klein úr sömu línu í sölu. Fatalínan nefnist “The Re-Issue Project” og inniheldur endurgerð af vinsælustu 90s flíkunum frá merkinu  í uppfærðum útfærslum.

Línan var gerð í samstarfi við hátísku netverslunina My-Theresa. Til að ná tilbaka sömu stemningu og áður var systir Kate Moss, Lottie, fengin til að sitja fyrir á svarthvítum portrait myndum. Myndirnar minna mikið á þær sem stóra systirin, súpermódelið Kate Moss,  gerði svo frægar á áttunda áratugnum.

Calvin Klein er að gera rosalega góða hluti þessa dagana og markaðssetningin þeirra að virka. Fræga fólkið, bloggarar og fleiri sækjast í þessi trend sem þeim hefur tekist að skapa.

14565343160_5d6c06da32_o fffb1a1c3577849bc0f1338fa787139e CK235b96e81fd91952a1d7f8189c3549a4tumblr_m7bezkuNZD1qil9wgo1_500 ck2

Basic er best.

Ég keypti mér peysuna í gráa litnum eins og ég var búin að ákveða áður. Ég held aðeins í mér með að fá mér t-shirt en missi þá örugglega af honum. Ég nefnilega held að þetta verði svolítið “fyrstur kemur fyrstur fær” … veðja á að þessar flíkur seljist hratt upp fyrir jólin.

Happy shopping!

xx,-EG-.

Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

MUST HAVE: BURBERRY BLANKET

FÓLKLANGARMUST HAVE


28cebce2a41a452a5d3e5a0bc177d3fcad5e805fBurberry-monogrammed-blanket

Í haust er mál málanna þetta fína teppi frá Burberry.
Ef marka má erlendu miðlana þá er flíkin mikið musthave í vetur.
Cara Delvingne bar það á pöllunum hjá Burberry þegar þau kynntu AW14 og þessa dagana erum við nýbyrjuð að sjá það á götunum.
Mig langar svoo!!

aq_resizerburberry-blankets-models-tumblr1 model-off-duty-street-style-burberry-fall-winter-14-monogram-blanket-cape-lfwla-modella-mafia-Olivia-Parlemo-street-style-2014-in-a-Burberry-custom-monogrammed-cape-blanket-with-thigh-high-boots-2

 

Ég elska hvernig Olivia Palermo dressir það – gallalaust lúkk að mínu mati.

st: HÉR fyrir litlar 170.000 íslenskar krónur.  (*grát*)
Fyrir mína parta fer það því undir:
Dreymir … 

xx,-EG-.

LANGAR

MUST HAVESHOP


Mig langar í þessa fyrir vorið.
Shoe the bear er danskt skómerki en það sem meira er þá hafa þau íslenskan hönnuð innanborðs, Evu dögg Rúnarsdóttir, sem gerir þau enn áhugaverðari – Íslenska stoltið er aldrei langt undan.Ég get ekki gert upp á milli lita en held að mig langi mest í gulu…eins og er.

xx,-EG-.

MUST HAVE

MUST HAVE

Sýning Derek Lam var að enda rétt í þessu þar sem að vandaðar flíkur úr fallegum efnum heilluðu augað.
Það sem að ég þrái að eignast(!) er vesti eins og hér að neðan. Síður litaður feldur í nákvæmlega þessu sniði. Bjútífúl yfir galla – eða leðurjakka næsta haust.
Ég hugsa að ég fari að gramsa eftir sambærilegu á mörkuðunum frá og með núna. Krossið putta xx

xx,-EG-.

MOSCHINO

MUST HAVE

Getiði hvar?
– Þau tóku á móti mér í Hagkaupum Kringlunni í gær.

I want one.
Þau eru þó að sjálfsögðu ekki ekta fyrir þá sem að velta því fyrir sér.

xx,-EG-.