fbpx

MÁNUDAGS MUSTHAVE

MUST HAVESHOP

Gleðilegan nóvember! Ótrúlega líður tíminn …

Þó ég sé löngu byrjuð að huga að jólunum (að einhverju leiti) þá nálgast þau óðum nú þegar nóvember er mættur. Núna eru jólin nefnilega í næsta mánuði og í tilefni þess er ég byrjuð að búa til minn eigin óskalista.
Flestar mínar kauphugmyndir fæ ég frá bloggum, af Instagram eða úr tískutímaritum. Hlutir sem ég fell fyrir í fyrstu eiga oft til að láta sjá sig oft og mörgum sinnum í kjölfarið. Mögulega góð markaðssetning og hún virðist allavega virka á mig.

Þessir skór hér að neðan hafa fylgt mér víða á samskiptamiðlum síðustu vikur og mig langar svolítið mikið að eignast þá. Frá Miista.

AW15_TEPHRA6_Juliette_BlackReflective
Screen Shot 2015-10-26 at 13.23.50

Ég titla þá sem MánudagsMusthave en það gæti orðið skemmtilegur liður til að birta á blogginu í framtíðinni?
Elska þetta töffaralega touch …

Screen Shot 2015-10-26 at 13.24.19

Einvera er með umboð fyrir Miista á Íslandi en verslunin fær auðvitað ekki alla vörulínuna. Eftir að hafa talað við Hildi eiganda verslunarinnar (og bloggara hér á Trendnet) fékk ég staðfest að þeir eru væntanlegir í jólasendingunni. Gott fyrir marga (ef fleiri eru hrifnir af parinu) ..

Miista, má ég?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGUR: MIG LANGAR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Hildur Ragnarsdóttir

  2. November 2015

  Þessir eru heldur betur Elgunnars-legir ;)

  Það er líka svo skemmtilegt twist við þá að þetta silfraða er endurskinsefni svo þeir eru geggjaðir í myrkinu!!

  xx

  • Elísabet Gunnars

   3. November 2015

   Úllala .. hljómar spennandi