fbpx

SUNNUDAGUR: MIG LANGAR

HOMELANGARMAGAZINE

Morgunblaðið hafði samband og ég beðin um að svara spurningum í skemmtilegum lið fyrir sunnudagsblaðið.
Mig langar í … snýst um að gefa svör við löngunum fyrir viss rými inn á heimilið – eitthvað sem ég átti alls ekki í vandræðum með. home1

Mig langar í…

… Í svefnherbergið
Efst á óskalista er nýtt rúm. Við höfum alltaf beðið með að fjárfesta í góðu rúmi vegna flökkulífs á milli landa síðustu árin. Eftir á að hyggja er sú bið líklega vitleysa – á maður ekki einmitt að fjárfesta í heilsunni? Tempur auglýsingin ofsækir mig þegar ég horfi á sjónvarpið og ætli það sé ekki draumarúmið.

svefnherbergi1

… Í stofuna

Það er kominn tími á nýjan sófa á heimilið. Það er ekki auðvelt að finna þann eina rétta. Þessa stundina heillar mig leðurklæddur þriggja sæta Man sófi frá Norr11. Manninum mínum langar í Man daybed frá sama merki svo hann geti hvílt lúin bein milli æfinga. Ætli við séum því ekki með báða hlutina á draumalista í stofuna.

Stofa

… Í barnaherbergið

Heimasætan var svo heppin þegar hún fékk rólu inn á heimilið um síðustu jól. Inn til hennar vantar því ekki mikið í augnablikinu. Í ungbarnaherbergið sem nú er í vinnslu langar mig í gamlan og vel lifaðan ruggustól. Í hann myndi ég setja mjúka gæru og láta fara vel um mig við brjóstagjöf, með komandi erfingja í fanginu. Ég er að leita á flóamörkuðum þessa dagana.

barnaherb

… Í garðinn

Fyrir það fyrsta langar mig í garð með rólum og rými fyrir fjölskylduna. Sumarkvöld í garðinum með góðum vinum og góðum mat er uppskirft af hinni bestu samverustund. Í sumar keyptum við Acopulco stóla á okkar ágætu svalir. Þeir hafa ekki enn skilað sér og ég mun örugglega ekki versla aftur við sömu netverslun. Ég bíð samt spennt eftir sendingnunni og næsta vori.

gardinn

… Í eldhúsið
Mig hefur lengi langað í SMEG ísskáp og ætla að kaupa mér hann inn á framtíðarheimilið þegar við loksins festum rætur. Ég vill ekki hafa minn æpandi og myndi taka hann í klassískum lit.

l_22071475

… Á baðherbergið
Heitt vatn og nóg af því? Það er ekki tekið út með sældinni að búa í útlöndum …
Ég elska að fara í góða vatnsmikla sturtu og með henni mega fylgja hvít, stór og mjúk handklæði. Á baðherberginu mætti einnig hanga þessi fallegi silkisloppur frá Calvin Klein. Hann verður örugglega bráðum minn.

Baðherbergid

… í útópískri veröld
byggi ég í rómatísku einbýlishúsi með stórum garði og fallegum frönskum gluggum. Húsið (sem væri alltaf uppfullt af dýrmætri fjölskyldu og vinum) mætti vera staðsett í París, en samt í göngufæri við litla leyniströnd. Er það til of mikils að ætla?

utopiskri verold

… Á vinnustofuna þarf maður ekki mikið meira en skrifborð, tölvu og góðan kaffibolla. Gott útsýni eða orð sem veita innblástur getur líka gefið manni mikið. Ég gæti hugsað mér hinn vinsæla skandinavíska Lightbox orðalampa á mitt skrifborð. Þar má setja inn setningar sem henta hverju tímabili fyrir sig.

vinnustofa

Gleðilegan sunnudag.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

KLÆDDU ÞIG VEL

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Magdalena

    1. November 2015

    Æðislegt! Hvaða vefsíða var það annars sem þú pantaðir Acapulco stólana á? Var sjálf að splæsa í tvo svona á franskri síðu og sá svo eftir á mér til skelfingar að síðan fékk hræðilega dóma!