NORR x 101

HOMESHOP

English version below

Við Gunni vorum svo heppin að ná að slá nokkrar flugur í einu höggi þegar við eyddum degi í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Eins og lesendur mínir vita þá er ég mjög hrifin af danska húsgagna merkinu Norr11 og sit einmitt í sófa frá þeim í þessum skrifuðu orðum. Nú hefur bæst í Norr11 fjölskylduna, systurmerkið 101 Copenhagen og að því tilefni var opnuð popup verslun á besta stað í Kaupmannahöfn (Købmagergade). Sýnin á bak við 101 Copenhagen er að skapa heim af fallegum fylgihlutum og ljósum með áherslu á hágæða handverk og tímalausa hönnun.

Merkinu var launchað í París á Maison & Objet hönnunarsýningunni og voru viðbrögðin svo góð að stór hluti af línunni er þegar uppseldur en sem betur fer er meira á leiðinni. 101 Copenhagen er væntanlegt á Hverfisgötuna í NORR11 í Nóvember.

Ég fékk þau hjá Norr11 til að segja mér aðeins meira um þessa nýju línu:

“101 Copenhagen er systurmerki NORR11 og mun leggja höfuð áherslu á fylgihluti og ljós og má segja að þetta séu þeir fylgihlutir sem okkur hafi þótt vanta með NORR11. Þó svo að merkið sé danskt og hönnuðirnir danskir sækir fyrsta línan innblástur víða að en annar hönnuðuna er menntaður í Japan og hinn hönnuðurinn sækir mikinn innblástur til Indónesíu. Það sem gerir línuna sérstaka er samspil ýmissa efna og sérstök nálgun á efnisval. Sem dæmi koma vasar úr sérmeðhöndluðu járni, ljós úr oxideruðu áli, ýmsar útgáfur af keramiki, viði, flaueli, leðri og fleira. Þó svo að allt séu þetta fylgihlutir gerðir með einhverjum ákveðnum tilgangi þá minna sumir hlutanna hreinlega á skúlptúr og gefa heimilinu eitthvað sérstakt.”

 

Gunnar Steinn og Magnús Berg –

Þetta ljós er efst á óskalista undiritaðrar –

Fer þessi hönnun mér vel? –

Magnús Berg CEO hjá Norr11. Í hillunni fyrir aftan hann má sjá helstu hluti frá 101 Copenhagen –

Þessir vasar heilluðu mig. Líta út eins og skúlptúr en gegna sínu hlutverki –

Borðlampi –

Fallegt og tímalaust –

Mig langar að drekka kaffi úr þessum bollum á morgnanna –


Svo bara eitt að lokum sem tengist 101 línunni ekki beint. Þessi væntanlegi Norr11 stóll!! Má hann plís verða minn? Bjútífúl!


//
One of my favorites, Norr11, just opened a pop-up shop downtown Copenhagen. We visited the shop last week and got to know their new sister-brand, 101 Copenhagen. It includes accessories for the home, lights and lamps – something that Norr11 was missing.

___

Ég biðst velvirðingar á gæðum myndanna sem eru allar upplýstar vegna þess að myndavélin var vitlaust stillt. Vonandi kemur það ekki að sök.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

INTERIOR INNBLÁSTUR FYRIR HEIMILIÐ:

HUGMYNDIRINNBLÁSTURINTERIOR

Það er soldið síðan ég póstaði innblástri fyrir heimilið en mér finnst alltaf jafn gaman að skoða interior innblástur á Pinterest – það er allt svo fallegt þar.. Allavega ég ákvað að deila með ykkur nokkrum fallegum myndum sem ég fann á Pinterest.

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

img_9863

ÚTSÝNIÐ: KVEIKJUM Á KERTI

LÍFIÐ

English Version Below

Ég er búin að ætla að byrja á allskonar bloggfærslum en kem mér ekki í gang. Þegar ég leita eftir innblæstri eða ætla að komast í að skrifa línur við þá pósta sem eru í drafts hjá mér þá er mér það ómögulegt. Leiðin liggur alltaf yfir á íslenskar fréttasíður þar sem ég refresha eftir góðum fréttum af þessu hrikalega máli sem nú stendur yfir á Íslandi. Hugur minn er hjá Birnu og hennar fólki. Maður er svo hjálparlaus í svona stóru glæpamáli – eina sem við getum gert er að senda strauma að allt fari vel að lokum og mikið sem ég held í þá von.
Útsýnið er notalegt, hér heima með tölvuna í fanginu.

fullsizerender

Það er mikið af nýjum hlutum á myndunum. Borðið, sem er frá HAY, keyptum við fyrir jólin eftir miklar vangaveltur hvað myndi henta best fyrir framan draumasófann. Þó ótrúlegt megi virðast þá er hringborðið keypt í Netto hér í Svíþjóð (já, matvörubúðinni) og kostaði klink.

fullsizerender_2

Loksins varð BLÆTI mitt og sjáið hversu fallega það passar á borðið. Þetta eru reyndar þrjár fallegar bækur og ég skiptist á að hafa ANDLIT eða BLÆTI efsta – báðar íslenskar og komu út fyrir jólin.

Skórnir eru frá Vagabond og ég fékk þá í Kaupfélaginu á útsölu í Smáralind á dögunum. Fyrir nokkrum árum átti ég alveg eins skó en þetta er snið sem Vagabond gerir aftur og aftur enda fínir með meiru. Yfirleitt klæðist ég ekki lakkskóm inni en ég er að reyna að ganga þá aðeins til svo ég geti notað þá meira.

Kveikjum á kertum við öll tækifæri þessa dagana. Kertastjakarnir heita Alba (sem létu mig langa í þá) og eru frá Finnsdottir, eins og blómavasinn. Ég fékk mína í jólagjöf fyrir nokkrum árum en þeir fást ennþá í Snúrunni.

fullsizerender_3

Styrkur og orka yfir hafið frá mér. Starf lögreglunnar og samstaða Íslendinga veitir mér innblástur en pössum okkur í æsifréttamennskunni og hvernig við ræðum málið þessu litla landi. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

 

//

Working from home today. This is my view. The table is new from HAY and these books as well – Icelandic BLÆTI is an fashion/art book that came out right before Christmas – I recommend it. The shoes are from Vagabond.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMSÓKN: FREDERIK BAGGER

HEIMSÓKN

English Version Below

Þið sem fylgið Trendnet á Snapchat (@trendnetis) fenguð að koma með mér í tvær spennandi heimsóknir í Kaupmannahöfn í gær. Önnur þeirra var hjá Frederik Bagger mönnum sem náðu að heilla mig upp úr skónum með sögustund um sjarmerandi stöðu merkisins frá upphafi til dagsins í dag.

Frederik Bagger er ungt merki sem Íslendingar fengu nýlega að kynnast þegar verslun Norr11 hófu sölu á því fyrir ekki svo löngu. Dönsk hágæða hönnun sem gaman var að fá betri innsýn í.

Ólíkt öðrum sambærilegum vörum vilja Bagger menn að glösin þeirra séu nýtt á marga vegu. Sem dæmi get ég nefnt að viskíglösin sem eru hvað vinsælust frá merkinu eru gjarnan notuð sem kaffibollar eða fyrir betri morgunmat. Af hverju að festast í einhverju einu notagildi þegar má nýta fallega vöru á fleiri vegu? Ég kann að meta þessa sýn. Við viðskiptavinirnir fáum þá meira fyrir peninginn.

Merkið hefur náð ótrúlegum vinsældum á stuttum tíma og er komið í sölu í fallegar verslanir um alla Evrópu. Viðurkennd hönnun sem á bara eftir að vaxa á næstu árum og ég hlakka til að fylgjast með þeirri þróun.

 

img_0750

Það var tekið vel á móti mér –

img_0763img_9387

Ég ásamt Frederik sjálfum Bagger –

img_0754

Vinsælustu vörur Baggers eru rómantískar og margnýtanlegar –

img_0758 img_0751 img_0752
Meira minimalískt  –

img_0756 img_0767

Íslenskar kleinur á borðum – ekki slæmt!

img_0766

Farið yfir málin –

Efst á mínum óskalista er Frederik Bagger matarstell fyrir jólin. Sjáið þið þessa fegurð! Ég fór yfir það á Snapchat í gær og þar voruð þið margar sammála mér. Ekki að undra …

HyperFocal: 0

agetimage-ashx getimage-ashx_

 

 

Takk fyrir mig Norr11 og nýju vinir mínir hjá Frederik Bagger. Ég mun áreiðanlega koma aftur í heimsókn fyrr en síðar.

//

Yesterday I visited lovely Copenhagen. The purpose was work related as I was visiting two showrooms.
The first one was at the danish design studio Frederik Bagger. I really love the products which are sold in Norr11 Showroom in Iceland but in many beautiful stores here in Sweeden, Danmark and big in Norway as well.
I was impressed by the history of the young company and even more impressed how fast they have grown from start.

One of the idea at Bagger is that people can use the products in different ways. To take an example the most popular glasses, the Crispy Lowball, would be used as whisky glass in most cases, but they encourage you to use it for your morning coffee, breakfast or dessert. I like the vision because when I buy nice things I don’t want to save them for nice occasions, I want to use them!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TAKK TAKK HOME

FRÉTTIRHOMEÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Á dögunum eignaðist ég fallegt handklæði úr hönnun TAKK Home. Hér að neðan er sonurinn minn umvafinn því eftir sunnudagsbaðið fyrr í kvöld.

img_8924

Persónulega hef ég aldrei átt eins fallegt handklæði og ég er því alveg í skýjunum með þessa fínu viðbót inn á baðherbergið.
TAKK Home er ný íslensk hönnun tveggja kvenna, Ollu og Drafnar, sem hafa skapað gæðavöru sem ég kann vel að meta.
Megináhersla hönnunarinnar er einfaldleiki, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfið.
Þessi tyrknesku handklæði er þeirra fyrsta vara. Þau koma í nokkrum stærðum og gerðum en ætla mætti að stærri gerðin sé heldur hið fallegasta teppi eins og sjá má á myndinni.

100x180_haf_zebra_black-i_stafla_grande100x180_deniz_diamond_grey-_i_stafla_1024x1024100x180_hav_zebra_grey-_i_stafla_grande

Það verður gaman að fylgjast með TAKK Home vaxa og dafna næstu árin. Hef trú á því að merkið eigi eftir að hitta í mark hjá fleirum en mér. Nú þegar má finna hönnunina í mörgum betri verslunum, meðal annars í Epal og Snúrunni.

Áfram íslensk hönnun! Meira: HÉR

//

I am so happy with my new Turkish towels from the Icelandic label TAKK Home. 
The brand is new and the towels are their first products. I have a good feeling about this and look forward to see them grow.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÍBÚÐARKAUP

DESIGNHEIMAIcelandInspiration of the dayInstagramUncategorized

Hæ&hó, október var ofsalega viðburðarríkur mánuður sem útskýrir hálfpartinn fjarveru mína hér ásamt því að barnaundirbúningsstressið ”kikkaði”verulega inn(deili því kanski með ykkur síðar!). En við hjúin vorum sem sagt að fjárfesta í okkar fyrstu íbúð á Íslandi og síðasta Íslandsheimsóknin mín fór því alfarið í stúss í kringum hana. Við náðum að gera & græja ansi mikið á stuttum tíma og hér er nokkrar skemmtilegar símaminningar.

Fyrsta nóttin í íbúðinni var afar skrautleg á þessari vindsæng. En fyrsti áfangastaðurinn eftir að við lentum á klakanum var Rúmfatalagerinn til þess að fjárfesta í vindsæng sem við ætluðum að sofa á í eina nótt. Við rétt náðum að henda vinsænginni inn í íbúð áður en við þurftum að bruna í þrítugsafmæli og þegar við komum heim um nóttina uppgötvuðum við að þetta var alls ekki rafmagnsloftdýna sem við héldum að við hefðum keypt og engar pumpur fylgdu með henni. Úr varð skemmtileg tilraun til þess að blása í hana og síðan ferð í Hagkaup að kaupa hjólapumpu klukkan að ganga 4:00 um nótt, skemmtileg minning! Annars var Elmar duglegur að koma heim á milli landsliðaæfinga og setti saman allskyns mublur, búið að koma ánægjulega á óvart hvað hann getur verið handlaginn svona þegar hann tekur sig til.

img_6388

img_6386

Ég var líka með yndis meðhjálpara sem hjálpaði mér að velja þetta kúaskinn úr IKEA Borðið & Stólarnir keyptum við í ILVA

Mottur geta gert svo mikið fyrir rýmið en ég er algjör mottuperri, þessi sem við erum með í svefnherberginu er einnig úr IKEA.. En ólétta konan var mjög sátt með sig þegar hún náði að koma mottunni fyrir undir rúminu og hengja upp þessar gardínur ein síns liðs!

img_6395img_6383
Uppgötvaði verslunina Heimili & Hugmyndir og varð yfir mig ástfangin af henni. Fjárfestum í stærri gerðinni af þessari mottu og erum ekkert smá sátt með hana í stofunni.

img_6382img_6381

Krúttheimsókn! Keyptum okkur velour sófa í Habitat eftir miklar vangaveltur og erum rosalega sátt með kaupin.
img_6380
Borð & sjónvarpsskenkur úr Rúmfatalagernum.

Hlakka til að gera ennþá meira fyrir hana og smella kannski almennilegum myndum í næstu Íslandsheimsókn sem verður reyndar ekki alveg í bráð. Næsta verkefnið verður víst að koma einu stykki barni í heiminn!:)

Áhugasamir geta fylgt mér á Instagram undir nafninu Trendpattra
..
Elmar & I bought our first apartment in Iceland recently and here are some sneak peaks of our new home!

PATTRA

GÓÐAN DAGINN

LÍFIÐ

English Version Below

Það er alltaf jafn skrítin tilfinning að vakna á þessum degi ársins. Í nótt breyttist klukkan og við “töpuðum” því einni stund hér hinu megin við hafið. Það var farið ansi snemma á fætur þennan sunnudaginn og mamman því örlítið þreyttari en gengur og gerist. Við gerum að sjálfsögðu bara gott úr því eins og öðru.

Þegar ég sit hér við eldhúsborðið og horfði á umhverfið þá rek ég augun í klukkuna á veggnum fyrir framan mig, ég þarf að standa upp og stilla hana rétt. En er ekki líka tilvalið að segja ykkur frá henni í leiðinni?

Þetta er semsagt Georg Jensen klukka sem hefur verið á óskalistanum lengi en ég gat aldrei valið hvort mig langaði í eina stóra eða nokkrar litlar. Ég fór fram og aftur með pælinguna en er í dag sátt með þá ákvörðun sem var tekin. Mikið var ég því glöð þegar síðbúin afmælisgjöf birtist hér í fallegum gjafapakka frá Kaupmannahöfn á dögunum. Ég birti mynd af pakkanum óopnuðum á Instagram Stories fyrir nokkrum vikum síðan og voru margir forvitnir að heyra hvað leyndist í honum…

IMG_8021

Þið sem eruð hérna megin við hafið, munið að stilla klukkurnar rétt. Ég er búin að bíða eftir þessum degi frá því það fór að myrkva fyrir nokkrum vikum. Skil ekkert í því að þetta sé ekki líka raunin á Íslandi.

IMG_8023

Ég valdi klassíska hvíta og silfurlitaða en þær fást í mörgum litum.

Þetta er útsýnið í augnablikinu –

IMG_8020

Við erum að lesa nýja bók yfir morgunmatnum. Ég er gjörsamlega heilluð af Rúnari góða, nýrri barnabók sem er falleg á svo margan hátt. Alba hélst spennt við efniið frá fyrstu blaðsíðu – gefandi og glaðleg út í gegn. Til hamingju flottu höfundar – Hanna Borg Jónsdóttir og Heiðdís Helgadóttir.

IMG_8024

Eigið góðan dag. Minn verður langur ….

xx,-EG-.

//
This day of the year – when the time changes and we “loose” one hour of sleep. The tired moms will need one extra cup of coffee today.
It’s a good reminder to tell you about my new clock from Georg Jensen. It has been on my wishlist for a long time and I got it as a late birthday present from my parents. I have the classic silver and white – basic is always best.

So above you can see my morning view and the new time on the wall – remember to change yours!

We used the morning to read new Icleandic children book with my daughter Alba. We really love it – it is about the good Runar. The book is about childrens rights in the world and the writer, Hanna Borg Jonsdottir, makes this important subject intresting for the kids. I hope the book will be published in English so that more children can read it.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

The World

HOMESHOPSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Ég hef sjaldan fengið jafn mikið af fyrirspurnum úr ólíkum áttum eftir að ég birti þessa mynd á Instagram í gærmorgun. Fólk (mömmur) virðast hrífast af þessari ágætu heims-mottu og er ég þar sammála, hún er æðisleg. Ég ætlaði ekki endilega að blogga um hana en kemst nú eiginlega ekki upp með annað.

Mottan er frá danska merkinu OYOY og mér finnst hún henta vel á okkar heimili þar sem við fjölskyldan lifum þessu flökkulífi hér og þar um heiminn.

Ég las að landakortið er unnið í samvinnu við WWF samtökin og þvi rennur hluti af hverri seldri mottu til að bjarga ísbjörnum. Það var nú ekkert sem hjálpaði til við að sannfæra mig, en gaman að segja frá því.

01 14445772_10154076032087568_848628299_n14463763_10154076032152568_1356008488_n

Svona eru allir mínir morgnar þessa dagana. Kaffibollinn tekinn á stofugólfinu með lítinn mola fyrir framan mig. Við búum á tveimur hæðum og ég leyfi mottunni að vera á gólfinu niðri í stofu þó planið hafi verið í upphafi að hafa hana inni hjá Manuel. Hér finnst mér hún búa til fallegra leikrými og hentar því vel til að afmarka hans rými á neðri hæðinni.

Frá OYOY.
Á Íslandi fæst það í Snúrunni.

//

Many of you have asked for this World-carpet that I posted on Instagram yesterday. It is from the danish label OYOY and we love it in our home here in Sweeden.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

H&M HOME: WISHLIST

INNBLÁSTURINTERIORWANT

Ég er mjög hrifin af H&M Home. H&M Home selur fullt af flottu & vönduðu dóti á góðu verði. Ég ákvað að henda í smá óskalisti vegna þess í september fer ég til Bandaríkjanna & vona ég að eitthvað af þessu verður ennþá til þegar ég verð úti.

x

sigridurr

hmprod hmprod (1) hmprod (4) hmprod (3) hmprod (8) hmprod (2) hmprod (7) hmprod (6) hmprod (5)

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

ERTU Á LEIÐ Í BRÚÐKAUP?

HOMESHOP

 

UPPFÆRT

Nú hef ég valið brúðargjöf fyrir tvo lesendur í samstarfi við Hrím.

Nr.3 – Bomedo plakat og Nr. 5 –  Chasseur pottur  eru þær vörur sem dregnar voru út af handahófi …

Með hjálp random.org fékk ég upp nöfnin:

Heiðrún Arnsteinsdóttir

 sem nú má byrja að elda með útsýni á fallegan drauma pott
&
Ragnheiður Braga Geirsdóttir sem fær kampavínsflösku á vegginn hjá sér – hið vinsæla Bomedo plakat

Takk allir sem tóku þátt. Frekari upplýsingar má nálgast á eg@trendnet.is –

 

13695101_10153885809517568_1896905712_n-1

Auðvitað finnur maður alltaf eitthvað fyrir sjálfan sig í gjafarleiðangri – fallegar brillur í orange lit.

13689655_10153885809482568_595746030_n-1

Ég kíkti í heimsókn í verslun Hrím í Kringlunni og leitaði þar eftir gjöf fyrir brúðkaup sem ég er boðin í um helgina. Ég átti mjög bágt með að velja og fór reyndar tómhent út í þetta skiptið. Nú sit ég með morgunbollann og skoða netverslunina og reyni að taka ákvörðun um hvaða vörur henta best að þessu sinni. Það er nefnilega erfitt að kaupa brúðargjafir, það fer eftir brúðhjónum hverju sinni og þessi á laugardaginn láta mig finna fyrir því …

Mér datt í hug að fleiri séu í sömu hugleiðingum? Brúðkaup framundan? Í samstarfi við Hrím fékk ég að velja nokkrar kauphugmyndir sem mér finnst henta í pakkann. Hugmyndirnar eru ólíkar en hver og ein einstök á sinn hátt. Það sem er skemmtilegast er að ég má gefa tveimu heppnum sitthvora gjöfina bara fyrir það eitt að þið nefnið ykkar helstu óskir.

Hvað óskar þú þér í brúðargjöf? Þó þú sért mögulega ekkert á leiðinni upp að altarinu alveg strax… Hjálpið mér að finna hina einu réttu gjöf með því að smella ykkar óskum í kommentakerfið (í fleirtölu fyrir meiri möguleika á að vera dregin út) –

2

 

1. Arne Jakobsen Vatnskarafla
2. Íslenskur svartur krummi
3. Bomedo plakat – kampavíns flaska
4. Stelton kaffikanna í koparlit
5. Chasseur Casserole pottur
6. Diskamotta – korkur með hvítu mynstri 
7. Ferm Living brass salatáhöld

1

8.  Ratzer ullarteppi
9.  Arne Jacobsen espressobollar
10. Bloomingville eldhúsvog
11. Baumalu kopar panna
12. Hybrid Isaura diskur
13. SMEG brauðrist
14. Viskastykki

Það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á að fá “brúðargjöf” –

1. Skrifa komment á þessa færslu með þeim númerum sem heilla ykkur hér að ofan
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri.
3. Líkar ekki öllum við Elisabetgunnars á Facebook? (ekki skylda til að taka þátt)

Ég dreg út vinningshafa á miðvikudag (20.07.16)

xx,-EG-.