fbpx

FALLEGASTA HEIMILIÐ Í SKANDINAVÍU?

HOME

Forsíða AD Magazine, mars isssue

Ohh hvað ég elska elska heimili hjónanna Pernille Teisbæk og Philip Lotko sem þau hafa nýlega tekið alfraið í gegn í Kaupmannahöfn. Eins og svo margir þá fylgdist ég með ferlinu í marga mánuði í gegnum Instagram aðgang Pernille sem sýndi þar reglulega frá stöðu mála.
Heimilið þeirra er eitt af fáum einbýlum í Frederiksberg, húsið var byggt árið 1875 og það tók hjónin 8 mánuði að gera það upp áður en þau gátu flutt inn með strákana sína þrjá. Það var arkitektinn Malene Hvidt hjá Spacon & X sem á heiðurinn af vel heppnuðu skipulagi sem skiptir sköpum í endurbyggingu á slíkri eign.
Undirrituð er heilluð af einfaldleikanum og einstöku húsgögnum fjölskyldunnar sem virðist ekki stíga feilspor í heimilis stíl frekar en annarstaðar. Trendy en samt einhvern veginn tímalaust –

Sjón er sögu ríkari – smellið á play

Pernille Teisbæk og Philip Lotko fyrir AD Magazine

 

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

CHANEL N°1 - ferskt & fallegt frá Frakklandi

Skrifa Innlegg