SUNNUDAGSINNLIT: HRÁTT & TÖFFARALEGT

Heimili

Það er eitthvað svo heillandi við þá tilhugsun að geta búið sér til heimili á óvenjulegum stöðum, yfirgefnar verksmiðjubyggingar er eitthvað sem nóg virðist vera af í mörgum borgum Evrópu þó svo það sé ansi sjaldgæft hér. Það virðist nefnilega fylgja þessum gömlu iðnaðarhúsnæðum að það sem eftir kemur verður oftast mjög svalt. Hér er gömul leikfangaverksmiðja í Kaupmannahöfn sem þau Anne Staunsager og Michael Regards hafa breytt í fallegt heimili. Uppáhalds rýmið mitt er án efa eldhúsið með allri sinni lofthæð og óvenjulegri eyju sem gerð er úr gamalli skúffueiningu.
Þetta eldhús er ansi skemmtilegt og margt sem kemur á óvart, lofthæðin, eyjan, ljósakrónan og uppröðun á efri skápunum. Útkoman er þó alveg frábær.

Myndir : Line Klein fyrir Elle

Það getur verið vandasamt að útbúa hlýlegt heimili með svona mikilli lofthæð en hér hefur það tekist ágætlega. Stærðarinnar ljósakrónur, mottur á gólfinu, viðarhúsgögn og vintage hlutir með sál er eitthvað sem hjálpar til. Heimilið er að minnsta kosti ansi töffaralegt…

HEIMSÓKN: GANNI

HEIMSÓKNSHOP

English Version Below

Ég heimsótti sýningarherbergi GANNI í höfuðstöðvum merkisins í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum. Þvílík fegurð sem tók á móti mér – gamalt franskt hús með hátt til lofts og stórum gluggum sem gáfu útsýni yfir dönsku miðborgina – draumur! Ekki voru fötin síðri, á slánum héngu klæði frá sumar og haustlínu. Þó ég hafi skoðað báðar línurnar þá ákvað ég að einblína eingöngu á sumarið í þessari heimsókn, það eru þær flíkur sem hægt er að nálgast í verslunum þessa dagana. GEYSIR er söluaðili Ganni á Íslandi og þau voru að fá í hús stóra sendingu núna á dögunum þar sem finna má eitthvað af þessum flíkum sem birtast á myndunum hér að neðan.

Ganni er merki sem hefur vaxið ótrúlega hratt síðustu árin og gaman hefur verið að fylgjast með þeirri þróun. Ég er mikill aðdáandi þó ég eigi ekki margar flíkur frá þeim. Nú finnst mér ég persónulegri vinur eftir að hafa fengið svona góðar móttökur í heimsókn minni. Því þarf ég að bæta upp fyrir Ganni leysið í mínum fataskáp, hið allra fyrsta.

Pressið á myndirnar til að fá þær stærri á skjánum.

Mig langar að nota þennan við háar buxur og hárið upp í hnút.

Nafnið mitt er skrifað á þetta dress. Efnið er dásamlegt en yfirhönnuður Ganni á heiðurinn af blóma teikningunum ásamt öllum öðrum munstrum sem koma fyrir á flíkum merkisins.

Innblástur sumarlínunnar var fengin frá kúrekum en þessi silki skyrta endurspeglar það.

Ganni hannar eingöngu fatnað á kvenfólk en Helgi (Ómars) var alveg sjúkur í þessa hestapeysu sem er í unisex sniði og því vel við hæfi fyrir karlmenn eins og konur.

Dásamleg details. Flower power!!

Broderuð fegurð ..

Leðurjakki sem hægt er að dressa upp og niður. Ég er alveg sjúk í hann!

Merktir bolir hafa aldrei verið eins áberandi og um þessar mundir. Ljósblái liturinn er einnig vinsæll í sumar.

Dökkbláu buxurnar eru best seller í Danmörku í vor ..

Þessi kemur í svörtu og ljósu ..

Peysa drauma minna. Kolféll fyrir prjónaskapnum og þessum eldrauða lit. Sumarlína sem inniheldur ullarpeysu er eitthvað fyrir okkur á Íslandi.

Það var tekið sérstaklega vel á móti mér í heimsókninni. Hlýjustu þakkir til Alexöndru sem sér um showroomið – sinnir sínu starfi með sóma. Svoleiðis móttaka gefur enn betri upplifun – takk.

.. svo hefði ég auðvitað aldrei getað klárað þessa heimsókn nema með hjálp besta ljósmyndarans og snillingsins mikla, Helga Ómars.

//

Couple of weeks ago I visited the Ganni showroom in Copenhagen. The brand has been growing fast the last years, they seem to be doing something right and I agree to that. Scandinavian style with class.
The showroom was in a beautiful old house with a view over the center of Copenhagen. Alexandra, who welcomed us in the showroom was really lovely and made the visit even more intressant – so important to get the right impression for the brand. Aboe you can see some of my favorites from the summer collection which should be in stores now. In Reykjavik you can find Ganni in the Geysir shop.

 

 

Takk fyrir mig Geysir og Ganni // Thanx Ganni !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KAUPMANNAHÖFN:

LÍFIÐ

Síðasta mánudag fór ég til Kaupmannahafnar með kærasta mínum í fimm daga. Við eyddum dögunum í að verlsa, borða, labba & skoða Kaupmannahöfn.

Ég er virkilega ástfangin af Kaupmannahöfn & hef alltaf verið það. Mér finnst skemmtilegt að verlsa í Kaupmannahöfn, því þar eru allar bestu skandinavísku búðirnar slíkt og Weekday, COS, & Other Stories, H&M, Naked, Monki, Streetmachine, Mads Nørgaard & margt fleira.

Maturinn í Kaupmannahöfn var æðislegur. Við borðuðum á 42 RAW, Rossopomodoro, Café Flottenheimer, PS Bar & Grill, & einnig The Union Kitchen. Allir þessir staðir vorum ótrúlega flottir og með góðan mat. Svo fengum við okkur auðvitað puslu og Cocio með.

Veðrið var ótrúlega gott og við vorum mjög heppin með veður. Það var sól næstum því allan tímann, sem var nice.

// Ferðin í heildina var ótrúlega skemmtileg og það var þæginlegt að komast i smá frí. Hér að neðan eru myndir sem ég tók út í Kaupmannahöfn.

x

sigridurr

13662596_966386066814664_1104937149_o 13681776_966386036814667_640998374_o 13692200_966386043481333_113036829_o 13699368_966386006814670_2051341642_o 13699408_966386016814669_774248485_o 13699495_966385993481338_380678754_o 13699577_966386020148002_911067280_o 13699589_966386060147998_873471172_o 13702450_966386023481335_349336723_o 13702490_966386063481331_389567272_o 13709610_966386056814665_1963261201_o 13717921_966386073481330_1535699617_o 13718043_966385990148005_1867237907_o 13718164_966385996814671_66969141_o 13728246_966385986814672_1848962096_o 13728386_966386050147999_290313268_o 13730566_966386013481336_2075670946_o 13730705_966386033481334_644455447_o

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

NEW IN

NEW IN

Ég er stödd í Köben í smá fríi í tilefni þess að ég er loksins komin í sumarfrí. Þennan sjúka gallajakka nældi ég mér í í gær og er ótrúlega ánægð með hann. Það er mikið um gallajakka og önnur gallaföt í búðum þessa dagana. Munum klárlega sjá mikið af gallafötum í sumar og ég fagna því svo sannarlega!

Næstu daga ætla ég að halda áfram að njóta frísins og fara yfir til Malmö í heimsókn til vinkonu. Þessar myndir voru teknar í sólinni í Christianiu í dag.

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 presetProcessed with VSCO with f2 preset

 

Jakki: &other stories

xx

Andrea Röfn

 

SUMAR Í KÖBEN

ATBURÐIRLJÓSMYNDIR

Uppáhalds borgin mín er án efa fallega Kaupmannahöfn. Ég eyddi dágóðum tíma í Danmörku í sumar ásamt fjölskyldu og svo seinna með vinkonum mínum, ferðin er farin að vera árleg. Við vinkonurnar erum ansi duglegar að taka filmumyndir og ég fékk að stela nokkrum af þeim til að setja hér með mínum símamyndum, þar sem mín filma er ekki komin úr framköllun. Við vorum í kringum fashion week í ágúst og ég held við höfðum ekki getað valið betri tíma. Fullt af flottum sýningum, tónleikum og partýum.

1453259_10205108180043035_3480868853919044597_n

1458525_10205108158202489_6903598974266379906_n

10383628_10205108129401769_4141229565363339051_n
Besta pítsan á veitingastaðnum Mother.

10415709_10205108110641300_2131162966696980990_n

10646664_10205108178482996_6113744960876534204_n

10610584_10204613891218181_3364799769450050338_n

10639632_10202955945481786_5756971622053450695_n

10670130_10202955944241755_4079823381417906441_n

10687031_10202699433029568_1082950575597068748_n

1557615_10202573411559110_1946050036481749224_n

10593054_10202573411799116_8203992433520738965_n

1798422_10202955945721792_4435602813321979880_n

10414835_10152361329193354_4209932647488376780_n

1969258_10202955943561738_4457450160466818647_n

10306246_10202955944601764_4998041272025401274_n

6807_10152361330208354_4785602263821483537_n

10406682_10202615367247543_1988801216960239945_n

10574380_10204613889498138_5780180778492355802_n

10592901_10152361331428354_8858747014623856858_n

10592904_10202573409839067_1783571958554528928_n

10606231_10204613890178155_6862277441257118353_n

Alltaf jafn skemmtileg og falleg borg x
//Karin

Fringe jakki

NÝTT

Í dag er ég stödd í Kaupmannahöfn ásamt nokkrum vinkonum mínum en síðustu tveimur vikum hef ég eytt í Danmörku.
Fyrsta daginn hér í Köben kíktum við í vintage búðina Episode og þá fann ég draumajakkann. Ég sá svipaðann jakka í Kate Moss x Topshop línunni en hann er aðeins of dýr fyrir mig þó hann sé fullkominn. Ég fékk þennan á 430 danskar krónur sem er sirka 8800 íslenskar og hef varla farið úr honum, þrátt fyrir að það sé of heitt fyrir hann hér í Kaupmannahöfn. Ég sé mikið notagildi í honum og hlakka til að nota hann meira.

10584504_10152676564831204_145770374_n

10588646_10152676564811204_31450741_n

Fringe jakki

10583730_10152676564816204_2112922970_n

10545048_10152676564826204_2075340258_n

Jakki:Episode / Bolur:Monki / Stuttbuxur:H&M

//Karin

Funky

Annað DressFashionLífið MittSS14Trend

Ein af mínum uppáhalds flíkum sem ég veit að mjög margar skvísur hafa spurst fyrir um í verslun hér heima er nú loksins fáanleg á Íslandi þökk sé snillingunum í VILA.

Ég var orðin aðeins of sein í flugvélina á leið minni heim frá tískuvikunni í Kaupmannahöfn þegar ég fann hvað ég varð að fara inní verslunina Pieces á Kastrup. Pieces er eitt af merkjunum frá Bestseller en hér á Íslandi er því miður ekki sérverslun fyrir vörurnar heldur eru þær inní VILA og Vero Moda – skiptast á milli. Ég sá liggjandi á einu borðinu svargráar buxur með gati á hnjánum og mundi eftir færslu sem Ása Regins hafði þá nýlega skrifað HÉR. Ég fann fyrir því að ég varð að eignast þessa buxur sama hvað – ég stóð í þeirri trú að þessar buxur væru af tegundinni Just Jude – en nei það var ekki rétt hjá mér… Eftir að VILA skvísurnar höfðu reynt að kaupa inn Just Jude buxur með götum á hnjánum fengu þær þau skilaboð að það hefði aldrei verið gert því efnið í Juse  Jude buxunum væri ekki til þess gert það væri svo mikil teygja í þeim. Svo upp kom að ég fór að tékka aðeins á buxunum og kemst að því að þessar heita Funky;)

Funky fást nú í verslunum VILA á Íslandi á aðeins 8490kr! Þar sem ég var að hlaupa í gegnum Kastrup hafði ég engan tíma til að prófa þær svo ég spurði afgreiðslustelpuna hvaða stærð ég myndi taka ef ég væri venjulega í M í VILA buxum og 38 í Selected buxum – hún sagði mér að taka S/M stærðina og hafði hárrétt fyrir sér.

Screen Shot 2014-05-08 at 10.56.32 PM

Ég er búin að ofnota mínar síðan í janúar – þær hafa verið notaðar að meðal tali svona 3-4x í viku. Það er aðeins farið að sjást á þeim en það gerðist fyrst eftir að þær fóru óvart í þurrkarann. Ég er ekki mikill þurrkaraaðdáandi þegar kemur að mínum fötum – eina sem fer eru nærbuxur, sokkar og hlýrabolir frá mér annað fær að þorna á grind.

Á myndunum hér fyrir neðan sjáið þið hvernig gripurinn var áður en þær skelltu sér í þurrkara… ;)

annasdress2-620x465 (1) annaðdresssunn-620x4131 annaðdresssunn2-620x413

Ég dýrka mínar buxur svo mikið að ég meirað segja fór í VILA í Smáralind í gær og keypti mér annað stykki til að eiga inní skáp til vara – ég er ekki klikkuð ég bara dýrka þessar buxur. Þessar eru aðeins stífari en Just Jude en þær gefa smá eftir og mótast smám saman eftir ykkar hreyfingum. Þessar fara yfir mjaðmirnar og alveg uppað naflanum takk fyrir  – engar lágar buxur hafa fengið að koma heim með mér síðan ég hætti að vinna í Dieselinu í G17 ;)

Sonur minn hefur ótrúlega gaman að gatinu á hnjánum á buxunum – uppúr honum kemur bara oó! og svo potar hann í hnéð á mömmu sinni. Alveg dásamlegur moli og gerir þetta skemmtilega trend enn skemmtilegra. Ég fattaði samt um daginn að í mikilli sól er möst að setja góða vörn á hnén svo ég verði ekki bara sólbrún þar.

Þessar eru að rjúka út svo farið fyr en seinna í VILA leiðangur ef ykkur langar í þær :)

EH

 

Tískuvikan í Kaupmannahöfn á Instagram

Lífið MittMyndirTinni & Tumi

Mér datt í hug að skella í eina færslu með Instagram myndunum mínum sem ég tók í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Þær eru hrikalega fáar og flest allar af mat en að hlaða einni mynd á Instagram þegar maður er ekki stanslaust í kringum frítt Wi-Fi er bara fáránlega dýrt – smá kvíði í maganum fyrir að sjá símreikning næsta mánaðar ;)Screen Shot 2014-02-07 at 11.41.53 PMÍ hótelherberginu mínu voru djúpar gluggakistur og þar sat ég ófáum sinnum og fylgdist með fólkinu sem var að koma og fara af lestarstöðinni. Hótelið mitt var staðsett alveg við hana sem var mjög þæginlegt uppá ferðamáta :)Screen Shot 2014-02-07 at 11.41.46 PMÁ Modeblogprisen í Kaupmannahöfn fyrsta kvöldið mitt. Myndin er tekin af hinum yndislega Helga Ómars mínum.
Screen Shot 2014-02-07 at 11.41.33 PMNaglafræðingur Essie, Lina, sýndi mér hvernig væri hægt að gera doppóttar neglur með förðunarsvampi og tjullefni!
Screen Shot 2014-02-07 at 11.41.24 PMHér sjáið þið vörurnar sem voru notaðar á Wood Wood sýningunni til að skapa doppóttu neglurnar…
Screen Shot 2014-02-07 at 11.41.13 PMMeð frábærum félagsskap borðaði ég þennan gómsæta núðlurétt á veitingastaðnum Zirup!Screen Shot 2014-02-07 at 11.41.05 PMFékk að fylgjast með einum af mínum uppáhalds Makeup Artista, Önnu Staunsager, farða fyrir Designers Remix sýninguna. Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.57 PMHrikalega flott lúkk!Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.49 PMBaksviðs hjá Sine Goya – allt að gerast!Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.41 PMEin örmagna eftir langan en mjög skemmtilegan tískuvikudag.Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.34 PMFrábærir feðgar skemmtu mömmunni með æðislegum snapchöttum.Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.24 PMLökkin sem voru notuð á Ganni sýninunni – öll frá Essie.Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.16 PMÉg laumaðist í verslun Stine Goya og fór út með einn poka.Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.10 PMBesta gulrótarkakan er klárlega á Baresso – með stórum Vanilla Latte. Þær voru ófáar heimsóknirnar þangað enda frítt Wi-Fi.
Screen Shot 2014-02-07 at 11.40.02 PMLoks eftir að tískusýningunum lauk gafst mér tími til að fara á uppáhalds bakaríið og fá mér uppáhalds samlokuna!Screen Shot 2014-02-07 at 11.39.53 PMSíðasti hádegismaturinn voru þessi æðislegu grísarif á Jensens Bofhus.Screen Shot 2014-02-07 at 11.39.45 PMÁður en mamman fór í flugvélina varð hún að sjá yndið sitt eina brosa og það fékk ég svo sannarlega:)

Frábær ferð sem einkenndist þó af smá söknuði og mikilli vinnu en mögnuð upplifun án efa! Þetta mun ég gera aftur sem fyrst :)

Fyrir áhugasama þá finnið þið mig undir @ernahrund á Instagram (það er lokað en ég er ekki pikkí;)) – Eigið yndislegan laugardag***

EH

Mikið grátið…

Lífið MittTinni & Tumi

Eitt það erfiðasta sem ég hef gert um ævina var að fara frá litla yndislega stráknum mínum í heila 6 daga. Söknuðurinn var á tímabili svo sársaukafullur og ég hélt að það myndi bara aldrei koma að heimför. Auðvitað var þetta ótrúlega skemmtileg ferð og frábært að fá svona skemmtilegt tækifæri til að fylgjast með því sem fram fer á alvöru tískuviku.

Ég man að þegar ég eignaðist Tinna þá upplifði ég ótrúlega kraftmiklar tilfinningar sem ég hafði aldrei fundið áður. Fyrst og fremst þá uppgötvaði ég að ég væri ekki ódauðleg og nú væri lítil manneskja sem treysti því að ég passaði uppá hann. Um leið þá uppgötvaði ég allar hætturnar sem eru í þessum heimi og það má segja að ég hafi mögulega gengið nokkrum skrefum of langt í þessum áhyggjum.

Eftir að ég kom heim af fæðingardeildinni þá svaf ég ekki í margar vikur. Ekki af því Tinni var svo óvær og alltaf að vakna heldur af því ég gat ekki sofið af áhyggjum. Ég var farin að ímynda mér að það myndi einhver brjótast inn til okkar og stela barninu. Ég upplifði það að ég væri í stanslausri hættu og ég lét Aðalstein margtékka á því hvort allt væri ekki lokað og læst áður en við fórum uppí rúm. Ég lét hann líka alltaf ganga úr skugga um það að allir hnífar og allt beitt væri lokað ofaní skúffu því ég var svo hrædd um að ég myndi verða vitlaus af öllum þessum áhyggjum og gera sjálfri mér eitthvað.

1620413_10202509293047876_1656031775_n

Þetta er ein af ástæðum þess að ég var síðan greind með fæðingarþunglyndi. Áhyggjurnar voru alveg að fara með mig en sem betur fer var ég með yndislega ljósmóður sem var með mig í mæðravernd og er með okkur í ungbarnaeftirliti sem sá um leið hvað var að gerast og hjálpaði mér að ná mér úr þessu. Hún kenndi mér frábærar aðferðir til að vinna gegn þessum hugsunum með góðri rökhugsun og sagði mér nákvæmlega hvert ég ætti að fara og við hvern ég ætti að tala ef mér fyndist það ekki vera að virka.

Með tímanum hætti þetta þó og ég róaðist en þó ekki fyr en nokkrum vikum seinna. Ástæða þess að mig langaði að skrifa um þetta ástand hjá mér er sú að ég féll aftur í þetta far bara núna í nótt. Ég kom heim frá Kaupmannahöfn seint í gærkvöldi og ég gat ekki hugað mér að sleppa syninum þegar ég var loksins búin að fá hann í fangið. Söknuðurinn var gríðarlegur frá fyrstu mínútum en þegar ég beið í röðinni í check in í Keflavík byrjuðu tárin að streyma. Það gerðist á hverjum degi, sérstaklega eftir að ég var búin að spjalla við þá feðga á skype. Að sjálfsögðu hjálpaði líka að sjá hann á skype en það var ótrúlega erfitt þegar hann rétti út hendurnar og vildi koma í fangið á mömmu sinni og skildi ekki afhverju hún vildi ekki taka hann í fangið. Ég átti ófáar grátstundir í Kaupmannahöfn sérstaklega þegar komið var aftur uppá hótel eftir langan og erfiðan dag þar sem ég óskaði þess heitast að það yrði bankað á hurðina og fyrir aftan hana stæðu feðgarnir mínir tveir. Þann draum gaf ég þó upp þegar ég áttaði mig á því að sonurinn á að sjálfsögðu ekkert vegabréf og komst því ekki úr landi.

Þegar ég átti þessar erfiðu stundir þá var ég ekki lengi að rölta útí næstu H&M verslun og kaupa eitthvað fínt fyrir soninn. Einn stór bangsi fékk líka að fara með mér heim úr Disney búðinni og ég var komin inní bangsaverksmiðjuna hjá Tivolíinu þegar ég labbaði aftur út þar sem ég vissi ekki hvernig ég gæti komið bangsanum heim. Samtals var ég með 7 kg í yfirvigt sem söknuðurinn útskýrir að mestu leyti.

Ég naut þess að faðma son minn þegar ég loksins fékk hann í fangið. Gleðitár streymdu niður vangana og ég hélt ég gæti alls ekki sleppt honum – ekki einu sinni til að spenna hann í stólinn á leiðinni heim frá flugvellinum. Nóttin var samt svo erfið, aftur ekki vegna Tinna heldur vegna haussins míns. Aftur rifjuðust upp fyrir mér þessar erfiðu óttafullu tilfinningar þar sem ég  óttaðist að það myndi eitthvað koma fyrir soninn. Ég svaf með hann í fanginu því ég var svo hrædd um hann. Ég var svo hrædd um framtíðina og þann ótta að ég gæti ekki alltaf verið með honum til að passa uppá að ekkert kæmi fyrir hann. Ég finn að ég á svo ótrúlega erfitt með það að geta ekki stjórnað aðstæðunum sjálf hvort sem það eru mínar eigin eða þær í kringum Tinna. Ég á svo erfitt með að sleppa tökum og njóta, ég veit ekkert um það hvort ég sé ein í heiminum sem líður svona.

Þegar ég var lítil gat ég ekki sofið á nóttunni á ákveðnum árum af því ég var svo viss um að heimurinn myndi farast. Stærð alheimsins gerði mig hrædda og ég óttaðist að á meðan ég svæfi myndi svarthol gleypa jörðina og allt væri búið. Ég held á ákveðin hátt þá sé þetta hræðslan við að ég missi af einhverju það er svo mikið sem mig langar að gera og upplifa og það sama á við um Tinna Snæ. Ég vil að hann eigi bestu ævi sem nokkur gæti óskað sér og mig langar að vera til staðar og fá að upplifa það með honum og fylgjast með honum vaxa og dafna – ég óttast það meira en allt annað í heiminum að missa af því.

Ég þarf að læra að sleppa tökunum – það mun koma einn daginn ég er alveg viss um það. Það mun þó taka sinn tíma en þangað til verð ég að reyna að beita rökhugsun og gera mitt til að koma í veg fyrir að ég skapi hættulegar aðstæður með óttanum mínum.

Sá sem sagði að það væri hollt að sakna átti greinilega ekki börn…

EH

Military innblástur fyrir förðunina

BaksviðsFashionFW2014FyrirsæturlorealmakeupMakeup ArtistTrend

Uppáhalds förðunarlúkkið mitt á tískuvikunni í Kaupmannahöfn er án efa lúkkið hjá Designers Remix. Sem förðunarfræðingur heillast ég af því þegar óhefðbundnar leiðir eru farnar í förðunum og það var svo sannarlega gert hér.

Förðunarfræðingur L’Oreal í Kaupmannahöfn, Anna Staunsager hannaði lúkkið og innblásturinn var military í stíl við fatnaðinn, hárið og staðsetningu sýningarinnar sem fór fram HÉR.

Húðin var í miklu aðalhlutverki en hún var alveg fullkomin. Nýr farði frá L’Oreal, Infallible, var notaður í verkið. Farðinn gefur létta og náttúrulega áferð en mikla þekju. Auk þess er farðinn stútfullur af raka sem er ekki slæmt að mínu mati því þá endist farðinn mun lengur fallegur á húðinni. Undir farðann er auk þess notað gott krem sem heitir Nutri Gold sem er því miður ekki komið í sölu á Íslandi eða í Danmörku en ég fékk að prófa það á handabakinu og ég er handviss um að það sé fullkomið fyrir mig. En að nota gott rakakrem undir farða er lykilatriði þegar kemur að því að láta förðunina endast lengur sérstaklega ef þið eruð með þurra húð. Þurr húð þrífst á því að fá nóg af raka og með því að bera ekki á hana krem þá dregur hún rakann úr farðanum svo hann hverfur smám saman af húðinni.

Loks er notað True Match steinefna púðurfarði til að matta niður ákveðin svæði húðarinnar og kinnbeinin skyggð með sólarpúðri. Enginn maskari, enginn varalitur og enginn kinnalitur.

En svo er komið að aðalmálinu og það er eyelinerinn. Með skapalóni er settur þríhyrningur með svörtum eyelinerblýanti ofan á globuslínuna og við innri augnkrók fyrirsætanna – á báðum augum að sjálfsögðu. Til að skerpa á eyelinernum þá eru útlínur hans mótaðar með eyelinertússpenna. Útkoman er virkilega flott og töff.

Loks voru neglurnar hermannagrænar og matt top coat sett yfir þær svo það sé nú örugglega alls enginn glans.

designereyeliner designereyeliner2 designereyeliner3 designereyeliner4 designereyeliner5 designereyeliner6 designereyeliner7 designereyeliner8 designereyeliner9

Förðunaraðstaðan var inní dýragarðinum í Fredriksberg og já útum gluggann horfði ég á ísbjörn labba í hringi og tígrisdýr klifra í trjám til að mögulega sjá hvað væri í gangi fyrir innan gluggann:)

Að fara á svona flotta tískuviku hefur verið æðislegt! Hlakka til að sýna ykkur fleiri myndir á næstu dögum…

Nú kveð ég Kaupmannahöfn í bili og hlakka til að koma aftur og vonandi fá aftur boð á tískuvikuna!

EH