fbpx

DRESS: CPHFW

DRESS

Af nokkrum tískuviku dressum þá vakti sjóræningjalúkkið mesta athygli. Klúturinn var jólagjöf frá Chanel sem ég er afskaplega ánægð með og hef notað mikið frá því að hann varð minn í desember. Stelið stílnum með því að gramsa í vintage búðum sem margar leyna á næs klútum í sölu fyrir ódýrt verð.

Svarta kápan sem ég klæddist þennan daginn er einmitt dæmi um slík kaup, ódýrt úr Rauðakross búð. Taskan með perlunum er væntanleg frá Andreu minni  – falleg með eindæmum.

LESIÐ LÍKA: ÍSLENSK TÍSKA TEKUR ÞÁTT Á DÖNSKU TÍSKUVIKUNNI

Æ já svo er auðvitað það besta við mómentið á myndinni, sólin sem skein svo fallega þegar ég kom út af tískusýningu. Það rigndi mikið síðustu daga svo þessi gula var mjög kærkomin.

Takk fyrir myndirnar @thestreetland

Buxur: Zara, Skór BilliBi
xx,-EG-.

TÖFRATRIX Á TÍSKUVIKU: EGF Eye Mask

Skrifa Innlegg